Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 27 Minning: Hallbera Jónína Hannesdóttir A uppstigningardag 20. maí 1982 andaðist á Landspítalanum í Reykjavík heiðurskonan Hallbera Jónína Hannesdóttir frá Hamri í Nauteyrarhreppi, en við þann bæ var hún oftast kennd af okkur, sem hana þekktum er hún átti heima vestur við Djúp. Halla var fædd 31. júlí 1895 í Furufirði í Grunnavíkurhreppi. Foreldrar hennar voru þau Hír- amía Jónsdóttir og Hannes Hall- dórsson. Stuttu eftir fæðingu missti Halla móður sína og fór hún þá í fóstur til móðursystur sinnar, Hallberu Hansínu Jóns- dóttur, og manns hennar, Sigurð- ar Jónssonar, sem bjuggu í Furu- firði. Furufjörður liggur fyrir opnu hafi í norðaustur á milli Dagmála- horns að suðaustanverðu og fjalls- ins Ernis að norðvestanverðu og Minning: eru bæði fjöll þessi um 500 m á hæð og því mjög tignarleg á að líta. Straumar og vindar báru því oft ýmiss konar verðmæti með sér upp á sendna fjöruna og þá sér í lagi rekavið. Hlunnindi þessi, út- ræði og talsverðir landkostir buðu upp á það að hér bjó oftast fjöldi fólks og margbýlt, enda Furu- fjörður talinn mikil og góð jörð. Hér fór því fram fjölþætt atvinnu- starfsemi og heimilin því góður skóli fyrir ungmenni. Hér bjuggu og oftast miklir hagleiksmenn og konur. Við þessar aðstæður ólst Halla upp og fór strax að taka þátt í hinu daglega starfi bæði til sjós og lands, eða um leið og kraftar leyfðu. Fljótlega kom í ljós að telpan var dugleg og því sama hvort hún vann kvenmannsverk eða karlmannsverk. Frá Furufirði fór Halla að Stað í Grunnavík til séra Jónmundar Halldórssonar og var þar um nokkurt skeið, en þaðan lá leið hennar til Bolungavíkur, en árið 1924 kemur hún að Hamri í Naut- eyrarhreppi til hjónanna Hávarð- ar Guðmundssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, sem þar bjuggu. Þau hjón voru einstök í sinni röð hvað góðsemi og greiðvikni snert- Sjálf eignuðust þau 7 börn. Það elsta, Kristín, dó nýfætt. Hin eru, Kristín, húsfreyja í Reykjavík, maður hennar er Theodór Helga- son, þau eiga 4 börn, Jón á Hóli, Guðmundur í Búðardal, Sigur- björg Kristjana í Reykjavík, Arni bóndi á Hóli og Grétar Bæring, bóndi á Þorbergsstöðum. Kona hans er Mundhildur Birna, þau eiga 3 börn. Síðustu 4 árin dvaldi Þuríður í Reykjavík hjá dætrum sínum og dótturdóttur, sem veittu henni þá bestu umönnum sem hún gat óskað sér. Aðeins síðustu 3 vik- urnar naut hún hjúkrunar á Heilsuverndarstöðinni og þar fjaraði út hennar lífskraftur í hægum svefni 7. maí sl. Sendi ég börnum hennar samúðarkveðjur. Blessuð sé hennar minning. Ég veit að henni hafa oft dottið í hug ljóðlínur skáldsins sem hún dáði: ..Dæm nvo mildan dauda, drottinn þínu barni, eina og léttu laufi, lyfti bl«r frá hjarni. Eins og lítill lækur, Ijúki sinu hjali, þar sem lygn í leyni, liggur marinn svali.“ Bænin er heyrð og birtan hinu- megin. í guðs friði. Steinunn Þorgilsdóttir. ir. Hér urðu þáttaskil í lífi Höllu og er ljóst að hlýhugur Hamars- hjónanna og þeirra opnu armar hafa hrifið hana svo mjög að á Hamri fannst henni að hún ætti ávallt heima eftir það. í minn- ingargrein að Hávarði látnum, sem einn nágranni hans skrifaði, segir svo: „Hafa nákunnugir sagt mér að þau hjón muni hafa alið upp 15 börn, mörg þeirra frá æsku til fullorðinsára, flest börnin þeim óvandabundin, — áttu engan að — enda má með sanni segja að ávallt stóðu dyr á Hamri opnar fyrir þeim, sem minna máttu sín í líf- inu, börn og gamalmenni, sem þar dvöldu, áttu þar öruggan sama- stað.“ Ljóst er að Halla hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim hjónum hvað allt viðmót og góð- semi snertir og bar hún þess ljóst merki alla tíð, — hún vildi ávallt hjálpa þeim sem minna máttu sín, það var hennar skemmtun og ánægja. Halla eignaðist þrjá syni með Guðmundi Torfasyni frá Bolunga- vík, Halldór, f. 12. júlí 1925, Viggó, f. 12. maí 1927, þriðji drengurinn, sem er tvíburi á móti Viggó, dó skömmu eftir fæðingu. Halldór ólst að öllu leyti upp á Hamri og var þar þó að Halla færi í vinnu á ýmsum bæjum á Langadalsströnd tíma og tíma. Viggó fór í fóstur til vinkonu Höllu, Vigdísar Jónsdótt- ur, móðursystur þess sem þetta skrifar, og Þorsteins Ólafssonar en þau voru þá búsett á Ármúla í sömu sveit. Kom Halla með Viggó 10 vikna gamlan á hestbaki frá Hafnardal, en hún var þá þar í vinnu, út yfir Selá að Ármúla. Treysti Halla þessari vinkonu sinni vel til að sjá um hinn unga svein og sá í raun að þar var hon- um vel borgið, en eflaust hefur móðurástin kallað á og tár hrotið af hvarmi, er hin unga móðir sneri við frá Ármúla áleiðis inn í Hafn- ardal að áliðnum túnaslætti 1927. Vigdís frænka mín hefur sagt mér að sér hafi fundist á Höllu að hún gæti aldrei fullþakkað henni upp- eidið á syninum og allt til síðustu stundar sýndi hún það í verki. Síðustu árin, sem Hávarður bjó á Hamri, var Halla ráðskona hjá honum, en þá var Sigríður orðin sjúklingur og lá á sjúkrahúsi. Há- varður dó 8. febrúar 1945 og þá um vorið var jörð og áhöfn seld og flutti Halla þá með Halldóri syni sínum til Reykjavíkur. Ekki gat Halla fest þar rætur því hugurinn var ávallt vestur við Djúp. Fór hún því aftur upp úr 1950 og gerð- ist ráðskona hjá Jóni Jóhannes- syni, sem þá bjó í Hafnardal. Hjá þeim Jóni og Höllu var alltaf nokkuð af börnum bæði á sumrin svo og á vetrum. Áttu börn þessi ógleymanlegar stundir í Hafnar- dal og hefur umhyggja Höllu fyrir velferð þeirra þar mestu um ráðið. Litu þau á hana sem sína aðra móður. Eftir að Jón hætti búskap í Hafnardal fór Halla alltaf á hverju sumri vestur að Djúpi og var þá á Rauðamýri hjá ólafi bróður mínum og Jónu konu hans. Þar gerðist sama sagan, hlýleiki og alúð Höllu í garð barna var með þeim eindæmum að börn þeirra hjóna virtu hana og dáðu. Halla vann fulla vinnu þar til _ fyrir rétt ári og þá lengst af í ORA í Kópavogi. Leysti hún verk sín þar vel af hendi eins og hennar var von og vísa. Hún bjó þá hjá Halldóri syni sínum að Fögru- brekku 24 í Kópavogi og Huldu konu hans. Var henni alveg ómet- anlegt að fá að vinna og geta það, það var hennar besta meðal. Féll henni aldrei verk úr hendi og var oftast með prjónana sína, ef hún var ekki við sín venjulegu störf. Ljóst er að þeir eru orðnir nokkuð margir sokkarnir og vettlingarnir, sem Halla er búin að prjóna, þæfa og strjúka fyrir smáa hönd og fót með ósk um vellíðan og velfarnað þess er átti að njóta. Launin í pen- ingum fyrir það starf hafa senni- legast ekki verið mikil, enda mun hugur Höllu hafa verið sá, er hún var að starfi, að sá nyti vel er fengi, að launum var síðast spurt. Ég hugsa að það kerfi sem við búum við í dag og kallast starfs- mat með ætluðu mikilvægi starfs- ins fyrir þjóðfélagið að leiðarljósi mundi setja starf Höllu neðarlega í launastigann og líta á starf hennar sem gagnslítið fyrir þjóð- félagið, en ég hygg og veit að er Halla mætir frammi fyrir dómara þeim sem dæmir að lokum, að þá verði matið annað á gildi starfs hennar. Mikilvægi þegna eins og Höllu og hennar líka fyrir hvert þjóðfé- lag er mikið og ef sá þáttur í þjóð- félagskeðjunni, sem þetta fólk er í, brysti, er víst að eftir yrði spotta- drasl eitt. Ég mun ávallt minnast Höllu á Hamri sem hraustrar og kátrar með hlýju og gleði í viðmóti með sinn bjarta svip. Ég sendi svo að lokum sonum hennar, Halldóri og Viggó, og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hinnar látnu heiðurskonu. Jóhann Þórðarson Sveinsína Þuríður Bæringsdóttir Fædd 21. apríl 1890 Daín 7. maí 1982 „Af eilífðar Ijósi bjarma ber er hrautina þunjru greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. ()g upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.** (E. Ben.) Laugardaginn 15. maí sl. var til moldar borin að Hvammi í Dölum, Sveinsína Þuríður Bæringsdóttir, síðast húsfreyja á Hóli í Hvammssveit. Þuríður var fædd í Ásgarði í Hvammssveit 21. apríl 1890. For- eldrar hennar voru Bæring Jóns- son og kona hans Margrét Sigurð- ardóttir, merkishjón af breiðfirsk- um ættum. Þau eignuðust 9 börn sem nú eru öll látin. Ung var Þuríður heitin tekin í fóstur af öldruðum barnlausum hjónum, sem bjuggu á Laugum í Hvammssveit. Þau voru Árni Jónsson og Kristín Jónsdóttir Magnússonar skálds á Laugum. Hjá fósturforeldrunum ólst Þuríð- ur upp í ástríki og eftirlæti fram yfir fermingaraldur. Þau veittu henni það besta sem þau áttu, fróðleik um reynslu langrar ævi og innrættu henni guðstrú og kærleika. Það var Þuríði leiðarljós langa ævi. Arið 1909 andaðist fósturfaðir hennar, en Kristín lifði 10 árum lengur. Þau árin naut hún góðrar umhyggju fóstudótturinnar og hjá henni andaðist Kristín árið 1919, 80 ára. Árið 1917 giftist Þuríður Ingvari Kristjánssyni, Breiða- bólsstað. Þar bjuggu þau fyrstu 2 árin, fluttust þau þá að Hóli í Hvammssveit og voru þar nokkur ár sem húshjón og síðar á fleiri bæjum. Bújarðir lágu ekki á lausu í þá daga og Ingvar var eftirsóttur verkamaður. Síðar hófu þau þó sjálfstæðan búskap, fyrst í Vogi, svo í Litla-Galtardal. Árið 1943 fluttust þau svo að Hafursstöðum og bjuggu þar til ársins 1956, að þau fluttu sig enn bæjarleið að Hóli í Hvammssveit. Tóku þá syn- ir þeirra við búskapnum og keyptu jörðina. Hjá þeim dvöldu svo for- eldrarnir, ánægð og frjáls og unnu fyrir heimilið meðan kraftarnir entust. Þó að hallaði undan fæti og heilsan bilaði, nutu þau vernd- ar og umhyggju hjá börnum sín- um. Fyrstu kynni okkar Þuríðar heitinnar voru þegar við vorum fyrir innan fermingu og lásum saman greinarnar í Helgakveri. Hún var um tíma að læra hjá föð- ur mínum. Þuríður var greind og námfús, hún var glaðlynd og hlát- urmild. Flestöll ár okkar löngu ævi, vorum við sveitungar og mörg ár nábúar. Þuríður heitin hlaut í vöggugjöf sérstaklega góða skap- gerð og ávaxtaði vel það pund. Aldrei sá ég hana reiða, aldrei heyrði ég hana tala illa um aðra, öllum erfiðleikum tók hún með jafnaðargeði og góðvild til allra. Hún var þakklát fyrir allt sem henni var vel gert og fannst að hún ætti öllum gott að gjalda. Heldur var hún hlédræg og hafði sig lítt að starfi út á við, en hugs- aði vel um börn sín og heimili. Hún var hög í höndunum og fór vel með efni sín. Alltaf glansaði heimili hennar af hreinlæti, þó að húsakynnin væru oft þröng og laus við þægindi. Gott var að koma til þeirra hjóna, þeim var það ánægja að sýna öðrum greiðvikni og hjálp- semi. Þau voru mjög barngóð og undu börn sér vel í návist þeirra. t Þökkum hjartanlega ættingjum og vinum stuöning og samúð sem okkur var sýnd vlö andlát og jarðarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR GUDMUNDSSONAR, Efri-Brú, Grímsnesi. Einnig færum viö læknum og hjúkrunarfólki á Vífilsstaöa- og Land- spitala innilegustu þakkir fyrir hlýju og umönnun um árabil. Blessun Guös fylgi ykkur öllum. Arnheiöur Bóövarsdóttir. Bóövar Magnús Guömundsson, Steinunn Anna Guömundsdóttir, Guölaugur Torfason, Ingunn Guömundsdóttir, Bergur Jónsson, Guömundur Guömundsson, Svala Árnadóttir og barnabörn. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- , -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- — alla föstudaga Hafóu samband EIMSKIP 82.06 Síml 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.