Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 Borgarstjóm: Kosið í 32 nefndir — Kosningu í hafnar- stjórn frestað NEFNDARMENN í 32 nefndir borgarinnar voru kosnir á borgar- stjórnarfundi í gærkveldi, en kosn- ingu í hafnarstjórn var frestað. Þá voru og varamenn kosnir. Hér fara á eftir nöfn formanna heistu nefnda, en i blaðinu á morgun verða nöfn nefndarmanna birt. Magnús L. Sveinsson var kjör- inn formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Ragnar Júlí- usson formaður útgerðarráðs, Magnús L. Sveinsson formaður at- vinnumálanefndar. í þessar nefndir var kosið til eins árs. í eftirfarandi nefndir var kosið til fjögurra ára og eru eftirtaldir formenn: Katrín Fjeldsted for- mgður heilbrigðisráðs, Markús Örn Antonsson formaður félags- málaráðs, Sigurjón Fjeldsted formaður stjórnar veitustofnana, Sveinn Björnsson formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavík- urborgar, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður skipulags- nefndar, Valgarð Briem formaður umferðarnefndar, Kolbeinn Páls- son formaður Æskulýðsráðs, Júlí- us Hafstein formaður íþróttaráðs, Hulda Valtýsdóttir formaður um- hverfismálaráðs, Einar Hákon- arsson formaður stjórnar Kjar- valsstaða og Ragnar Júlíusson formaður veiði- og fiskiræktar- ráðs. Flugleiðir fara fram á undanþágu FLf'GLEIÐIR munu fara fram á unuanþágu fyrir að flug verði með eðlilegum hætti dagana 10. og 11. júní en þá hefur Vezlunarmannafé- lag Suðurnesja boðað vinnustöðv- un. Félagið hefur einnig farið fram á undanþágur frá og með 18. júní þegar verkfall félaga í Verzlunar- mannafélagi Suðurnesja hefst og frá og með 21. júní þegar verkfall félaga í Verkalýðs- og Sjómannafé- lagi Suðurnesja hefst. Fordæmi eru fyrir því, að slíkar undanþágur hafi verið veittar. Þá munu Flugleiðir fara fram á undanþágur á Reykjavíkur- flugvelli vegna verkfalla félags- manna í Dagsbrún og Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur. Hvalveiðiflotinn er nú tilbúinn til veiða, en vegna fyrirhugaðra verkfalla verður sennilega töf á að flotinn leggi úr höfn, að því er Kristján Loftason, forstjóri Hvals hf., upplýsti Morgunblaðið. hvalveiðiflotinn léti úr höfn á sunnudag. Fyrirhugað var að Ljósm. Mbl. Emilía. Borgarstjómarfundur 1 gærkveldi: Tillögur sjálfstæðismanna um skipulagsmál samþykktar BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærkveldi tillögur frá borgar- ráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins um að falla frá fyrirhugaðri byggð við Suðurlandsbraut austan Skeiðarvogs, þ.e. við Gnoðarvog. Einnig var sam- þykkt að nema úr gildi allar samþykktir skipulagsnefndar varðandi íbúðar- byggð í Laugardal. Þá var einnig samþykkt að hætta við byggingu bryggja i Tjörninni og samþykkt var að leggja framkvæmdaráð borgarinnar niður. Alþýðubandalagið bar fram frá- vísunartillögu við tillögu sjálf- Fulltrúar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks lögðu fram frávísunartil- lögu við þá tillögu sjálfstæð- ismanna að leggja niður fram- kvæmdaráð, en frávísunartillagan var felld með 12 atkvæðum gegn 7. Fulltrúar Kvennaframboðs sátu hjá. Hins vegar var samþykkt til- laga um að skýrslur frá bygginga- deild og gatnamálastjóra, sem hingað til hafa verið lagðar fram í framkvæmdaráði, verði sendar öllum borgarfulltrúum. Þá óskuðu fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks eftir því að tillögu um að falla frá byggð við Gnoðarvog yrði frestað, en sú frestunartillaga var felld með 12 atkvæðum gegn 9. stæðismanna um að falla frá hugmyndum um byggð í Laugar- dal, og var sú tillaga felld með 12 atkvæðum gegn 6 og sátu fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks hjá við þá atkvæðagreiðslu. Loks lögðu alþýðubandalagsmenn til, að frá yrði vísað tillögu sjálf- stæðismanna um að hætt verði við Tjarnarbryggjur, og var frávísun- artillagan felld með 12 atkvæðum gegn 5. Fulltrúar Framsóknar- flokks og Kvennaframboðs sátu hjá. Davíð Oddsson borgarstjóri, gerði grein fyrir áðurgreindum tillögum sjálfstæðismanna og sagði að engum þyrfti að koma á óvart að þær væru lagðar fram, þær væru í samræmi við málflutn- ing sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Sagði hann að sjálfstæð- ismenn hefðu verið andvígir stofn- un framkvæmdaráðs, það hefði einungis verið til þess að gera stjórnkerfi borgarinnar seinvirk- ara og dýrara en verið hefði. Þá þyrfti mönnum ekki að koma á óvart sú afstaða flokksins að vilja hverfa frá hugmyndum um byggð í Laugardal, það svæði ætti að vera íþrótta- og útivistarsvæði. Einnig ætti að vera útivistarsvæði við Gnoðarvog, þar sem vinstri meirihlutinn hefði ætlað að setja niður byggð. Þá kvað Davíð það einkennilegt að fyrrverandi meirihluti furðaði sig á því að sjálfstæðismenn vildu efna sín loforð. Þessi afstaða þeirra væri hins vegar ekki und- arleg ef litið væri á það, að þessir aðilar væru ekki þekktir fyrir það að efna sín loforð. V erkfallsboðunin heftir mikil áhrif * r — segir Asmundur Stefánsson forseti ASI „ÞAÐ ERU um 50 félög, sem hafa boóað verkföll dagana 10. og 11. og það er Ijóst að þar eru allflest stórfélögin með, að frátöldum vestfirzku félögunura. |»ví tel ég að það fari ekkert á milli mála að verkfallsboðunin hefur mikil áhrif og verður vonandi (il þess að VSÍ verði frekar til viðræðna um lausn mála. Það er okkar markmið að ná samningum sem fyrst og nú er skammur tími til stefnu,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í gær er Morgun- blaðið innti hann álits á þátttöku aðildarfélaga ASÍ í verkfallsboðunum. —Telur þú það ekki benda til brotalamar í samstöðunni, að að- eins þriðjungur félaganna boðaði verkfall? „Það eru ýmis félög, sérstaklega minni félögin, sem ekki hafa tekið þátt í þessari verkfallsboðun, en ég held að samstaðan sé nógu sterk til þess að það sé sýnt öflugt andlit og ég treysti því þar af leið- andi að áhrifin verði jákvæð. Verkbannsboðun VSI frá og með 18. júní tel ég fyrst og fremst bera að skoða sem framhald á hinni hörðu línu, sem VSÍ hefur haft uppi. Hún kemur mér því ekki beint á óvart, en hins vegar sé ég ekki að sú ákvörðun þjóni miklum tilgangi." — Er nokkuð að þokast í sam- komulagsátt þessa dagana? „Það kemur þá í ljós á fundi á föstudag eða nú um helgina, ef einhver bót hefur orðið þar á. Þetta hefur gengið of treglega, mér er ekki kunnugt neinn árang- ur af óformlegum viðræðum í dag. Mér finnst nú ekki öll teikn gefa manni vísbendingu um það, að ástæða sé til að vera vongóður, þó maður verði að vera það fram á síðustu stundu. Það er að sjálf- sögðu mikilsvert að ná samning- um og það skiptir verulegu máli að gera það áður en til verkfalla kem- ur. Það yrði að sjálfsögðu þung- bært fyrir fólk, ef til langs verk- falls kæmi og ekki síður fyrir at- vinnuvegina. Verkfall er aðgerð, sem ekki er gripið til nema í neyð þegar útséð er um það að aðrar leiðir skila ekki árangri," sagði Ásmundur Háskóli íslands: Tillaga um tak- markanir í bygg- ingarverkfræði FYRIR Háskólaráði liggja tillögur frá læknadeild um fjöldatakmark- anir stúdenta í læknisfræði, frá tannlæknadeild um takmörkun stúdenta í tannlækningum og fjöldatakmarkanir i sjúkraþjálfun. Þá hefur byggingarverkfræðiskor samþykkt tillögu um takmarkanir á fjölda stúdenta í byggingarverk- fræði. Háskólaráð tók tillögur læknadeildar, tannlæknadeildar og námsbrautar í sjúkraþjálfun fyrir á fundi sinum í gær, en af- greiðslu var frestað um viku. í tillögum þeim sem liggja fyrir ráðinu felst, að fyrsta árs stúdentar í sjúkraþjálfun verði ekki fleiri en 18 en voru 20 í fyrra; að ekki fleiri en átta stúd- entar komist á annað ár í tann- lækningum; að ekki fleiri en 36 stúdentar í læknisfræði komist á annað ár. Um er að ræða sömu takmarkanir í læknisfræði og tannlækningum og samþykktar voru til eins árs á fundi Háskóla- ráðs í fyrra. Á fundi byggingarverkfræði- skorar var tillaga um fjölda- takmörkun nemenda í bygg- ingarverkfræði samþykkt með öllum atkvæðum kennara gegn 2 atkvæðum stúdenta, en tillagan hljóðar svo: „Byggingarverk- fræðiskor ályktar að miðað við núverandi aðstæður sé ekki hægt að sinna fleiri nemendum en 16—18 á 3. og 4. námsári. Húsnæði er ekki fyrir hendi til þess að kenna stærri hóp. Enn- fremur er ekki til reiðu nægur fjöldi kennara til þess að annast þá kennslu, sem fylgir stærri árgöngum á 3. og 4. ári.“ Þing BSRB hefst í dag 32. ÞING Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefst að Borgartúni 6 síðdegis í dag. Þingið setur Kristján Thorlacius, formaður BSRB, klukkan 16.30, en að lokn- um ávörpum erlendra gesta og annarra hefjast þingstörf. Ráð- gert er að þinginu verði slitið á þriðjudag. 193 fulltrúar 32 félaga og 16.231 einstaklinga sitja þingið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.