Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 AtvinnumiÖlun námsmanna: Mun fleiri atvinnulausir en á sama tíma á síðasta ári HJÁ atvinnumiðlun framhalds- skólanema, sem samanstendur af Stúdentaráði Háskóla íslands, Bandalagi íslenskra sérskóla- nema, Landssambandi mennta- og fjölbrautaskólanema og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, eru nú um 600 manns á skrá, en aðeins berast um 10 atvinnutilboð á dag og virðist svo sem atvinnu- rekendur séu hræddir við að ráða namsmenn i vinnu vegna ovissu i verkfallsmálum. Núna eru jafnmargir náms- menn búnir að láta skrá sig hjá atvinnumiðluninni og voru til 1. júlí í fyrra. Það sem einnig hrjáir atvinnumiðlunina er óvissa í fjárhagsmálum. Atvinnumiðlun- in er fjármögnuð með ríkisstyrk og hefur gengið illa að útvega VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAÐUR 1905 Innritun næsta skolaár Verzlunarskóli Islands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu. Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla íslands, Grundarstíg 24,101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 9—12 og 1—3. Verslunardeild Nemendur eru teknir inn í 3. bekk. Inntökuskilyröi er grunnskólapróf. Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavist, veröur höfö hliösjón af aldri nemenda og árangri þeirra á grunnskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 4. júní og skulu umsóknir þá hafa borist skrifstofu skólans, en æskilegt er aö umsóknir berist sem fyrst eftir aö grunnskólaprófum er lokiö, ásamt afriti af prófskírteini en ekki Ijósriti. Lærdómsdeild Nemendur eru teknir inn í 5. bekk, sem skiptist í hagfræöideild og máladeild. Inntökuskilyröi er einkunnin 6,50 á verslunarprófi. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 4. júní. NÁMSSKRÁ Fjöldi k.nn.lu.tunda á vlku Ver.lunardeild Lj.rdó(nsd.ild 3. be 4. b« 5. bekkur 9. bskkur Hd. Md. Hd. Md. Islenska 4 4 4 4 4 4 Enska 5 5 5 5 5 5 Þýska 4 4 4 4 3 3 Danska 4 4 Franska 4 6 Latma 6 6 Stærðfræði 4 4 8 4 7 3 Bókfærsla 5 5 3 Hagfraaói 3 3 5 5 LögfraBÖi 3 Saga 3 2 2 2 2 Líffr.-Efnafr. 5 5 5 5 Vélritun 3 3 Tölvufræöi 3 3 Leikfimi 2 2 2 2 2 2 Valgrein 3 3 3 3 Samtals 40 40 38 39 39 39 Fulloröinsfræösla Haldin veröa námskeiö í hagnýtum verslunargreinum fyrir fólk eldra en 18 ára mánuöina sept.-nóvember 1982. Hvert nám- skeið stendur yfir í 60 tíma og veröur kennt tvo tíma í einu annan hvern dag kl. 17—18.30 eða kl. 18.30—20. Eftirtaldar námsgreiöar veröa kenndar og getur hver þátttak- andi aðeins innritaö sig í tvö námskeiö. Tímatafla veröur tilbúin eftir skólasetningu 10. sept. Ensk verslunarbréf Þýsk verslunarbréf Bókfærsla I Rekstrarhagfræði Verslunarréttur Vélritun I Tölvufræöi Námskeiöunum lýkur meö prófi og fá þátttakendur afhent skírteini. Innritunarfrestur er til 1. sept. 1982. Fjöldi þátttakenda er takmarkaöur í hverju námskeiöi og munu þeir sem fyrstir senda inn umsókn ganga fyrir ef fleiri sækja um en komast aö. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar er aö fá á skrifstofu skólans. VERZLUNARSKÓL! ÍSLANDS EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR- 22480 þennan styrk í ár. Takist ekki að útvega þessa peninga í bráð er augljóst að loka verður atvinnu- miðluninni um miðjan júní í stað 1. júlí eins og ráðgert hafði verið. tt „Húsbyggjandinn fyrir þá er huga að húsbyggingum ÚT ER komið ársritið Húsbyggjand- inn hjá Blaða- og fréttaþjónustunni í Reykjavík. Ritið er gefið út sem fræðslurit fyrir þá sem á næstunni huga að húsbyggingum hér á landi, auk þess sem í ritinu er viðskipta- skrá til að létta byggjendum að kom- ast í samband við rétta aðila á hin- um ýmsu sviðum húsbyggingarinnar. Húsbyggjandinn ’82 er gefinn út í samvinnu við Teiknistofuna Kvarða, og eru teikningar að hús- um Kvarða í ritinu. Húsbyggjand- inn er 136 bls. og vandaður í allri gerð. Forsíðu ritsins prýðir teikn- ing eftir teiknarann Brian Pilk- ington. Bjarni Reynisson, Valtýr Sigurbjarnason og Guðrún Jónsdóttir. V erslunarkönnun 1 Reykjavik 1981: Sérverslanir verði í Mjóddinni og fjöldi stór- markaða takmarkaður „VERSLUNARKONNUN í Reykja- vík 1981“, nefnist skýrsla, sem ný- lega var gefin út að tiistuðlan skipu- lagsmálanefndar Reykjavikurborg- ar. Landfræðingarnir dr. Bjarni Reynisson og Valtýr Sigurbjarnason unnu að gerð skýrslunnar. í „Verslunarkönnun í Reykjavík 1981“ er meðal annars bent á nauð- syn þess að gera samantekt um ástand verslunarmála jafnhliða þróun nýs miðbæjar í Mjóddinni svokölluðu í Reykjavík til að móta framtíðarstefnu í þessum málum. I skýrslunni er lagt til að stærsti hluti sérverslana, sem leit- að hafa í miðbæinn, verði í Mjódd- inni, og að aukning og uppbygging slíkrar starfsemi verði vestan Pósthússtrætis, í Kvosinni og austan Elliðavoga. Einnig kemur fram, að nýjum stórmörkuðum í borginni skuli fundinn staður utan íbúðarhverfa og eldri hluta nýs miðbæjar og þá með nægilegt landrými undir bílastæði í huga. Ennfremur er tillaga um endur- skoðun á skipulagi 1. áfanga nýs miðbæjar og að þar verði tryggt rými fyrir skrifstofur, stofnanir og heildverslanir, þar sem mögu- leikar fyrir aukna þjónustu- og verslunarstarfsemi yrði fyrir hendi, svo og íbúðarbyggð. Jafnframt segir í skýrslunni, að æskilegt sé talið að settar verði takmarkanir á stærð og fjölda stórmarkaða. I lokin kemur fram, að ekki hafi verið hægt að halda áfram skipu- lagsákvörðunum frá 1967 vegna of mikils kostnaðar við uppbyggingu og að fyrirtæki almennt hafi ekki haft bolmagn til að standa við þær skuldbindingar sem þeim var gert að taka á sig. Fjölbreyttur markaður, en spurningin er um verð — segir Björn Dagbjartsson um möguleika á auknum útflutningi sjávarafurða til Japan „ÞAÐ ER Ijóst, að markaöur fyrir sjávarafurðir í Japan er ótrúlega fjölbreyttur,“ sagði Björn Dag- bjartsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, í samtali við blaðamann, en Björn var fyrir nokkru á ferð í Japan og kynnti sér þá meðal annars neyzluvenjur Jap- ana á fiski. Japan hefur verið dýr- mætur markaður fyrir íslendinga hvað varðar frysta loðnu og loðnu- hrogn, en í vetur er leið var nánast ekkert selt af þessum afurðum til Japan vegna brests á loðnuveiðum. „Það var reyndar svolítið erfitt að útskýra fyrir Japönum, að ekkert væri eftir af loðnu til frystingar eða hrognatöku, þar sem búið væri að bræða stóran hluta stofnsins, en það er annað mál,“ sagði Björn. Hann var spurður hvort Japan gæti orðið mikilvægur markaður fyrir aörar sjávarafurðir heldur en loðnu og hvalkjöt, sem selt hefur verið þangað í miklum mæli á und- anförnum árum. »Ég er nú enginn markaðssér- fræðingur, en á Japönunum var ekki annað að heyra, en þeir vildu kaupa héðan flestar þær afurðir, sem þeir geta fengið, ef verðið er ekki of hátt. Svo dæmi séu tekin þá spurðu þeir mikið um lýsi, einkum hákarlalýsi. Þá hafa þeir keypt hrefnu- og stórhvalakjöt af okkur og þar sem framboð á þessum vör- um fer minnkandi í heiminum vilja þeir reyna að tryggja sér þetta kjöt frá þeim þjóðum, sem enn veiða hval. Japanir gera mjög góðan mat úr alls konar fiski. Ein framleiðsluteg- undin hjá þeim er svonefnt „kam- aboko", það er búðingur eða fisk- deig, sem er litaður og notaður í alls konar rétti, líkara smákökum eða rúllutertum heldur en fiskréttum. Þetta er unnið úr frekar smáum fiski af þorskfiskaætt, en fiskurinn er flakaður og síðan marinn. Þeir hafa prófað kolmunnann og komist að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að nota hann í þetta, en ennþá er hann ekki samkeppnisfær vegna kostnaðar við vinnsluna. Það væri vissulega spennandi ef okkur tækist að nýta kolmunnann þannig, að við gætum selt Japönum kolmunna- marning á samkeppnishæfu verði. Þeir voru mjög áhugasamir og báðu um sýnishorn af ýmsum af- urðum, meðal annars höfum við sent þeim sýnishorn af fiskkrafti, það er súpukrafti, sem við höfum unnið úr humar, og ætlunin er að vinna fyrir þá hörpudiskkraft. í Japan er mikill markaður, en við stöndum alltaf frammi fyrir sömu spurningunni, hvað getum við framleitt á samkeppnisfæru verði," sagði Björn Dagbjartsson að lokum. Hreppsnefnd Stykkishólms: Oddviti og sveitarstjóri endurkjörnir Stykkishólmi, 2. júni. FYR.STI fundur nýkjörinnar hrepps- nefndar Stykkishólmshrepps var hald- inn í gærkvöldi, en svo sem kunnugt er skipa hana 5 fulltrúar sjálfstæð- ismanna og óháðra og einn fulltrúi Al- þýðuflokks oe einn fulltrúi samvinnu og félagshyggjufólks. Oddviti var endurkjörinn Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri, og til vara Finnur Jónsson. I hreppsráð voru kjörin: Gissur Tryggvason, Kristín Björnsdóttir og Guðmundur Lárusson. Sveitarstjóri var endur- kjörinn næstu fjögur ár, Sturla Böðvarsson með atkvæðum allra hreppsnefndarmanna. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.