Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 2 5 SATT ræður framkvæmda- stjóra STJÓRNARFUNDUR var haldinn í SATT, Sambandi alþýðutónskálda og tónlistarmanna, miðvikudaginn 2. júní, og voru þar rædd framtíðar- verkefni félagsins. Á döfinni er byggingarhapp- drætti til styrktar uppbyggingu félagsheimilis fyrir samtökin og mun dreifing happdrættismerkja hefjast næstu daga, en þessi þátt- ur er í höndum Jóhanns G. Jó- hannssonar, eins af stjórnar- mönnum SÁTT. Stjórnin ákvað að ráða fram- kvæmdastjóra til starfa sem ann- ast myndi hina ýmsu framkvæmda þætti sem stjórn SATT leggur áherslu á, á hverjum tíma, svo sem byggingamál, fjáröflunarmál ásamt félagsmálum. Til starfsins var ráðinn Eggert V. Kristinsson, sem í eina tíð var tengdur popptónlist Bítlatímabils- ins. Eggert hefur undanfarin tvö ár stundað nám við Háskóla ís- lands og lauk þar prófum í vor í ensku til BA-prófs. Hann hefur undanfarin sjö ár stundað sjálf- stæðan atvinnurekstur, en var þar áður framkvæmdastjóri Blindra- félagsins og Blindravinnustofunn- ar, Hamrahlíð 17, í fjögur ár og sat í stjórn Blindrafélagsins í tvö ár sem gjaldkeri. Eggert hefur ennfremur unnið að öðrum félags- málum, svo sem fyrir NLFR og NLFÍ, þar sem hann sat í stjórn þessara samtaka um áraraðir. Það er vilji og stefna stjórnar SATT að hleypa nýju og öflugu lífi í samtökin, með því að ráða sér framkvæmdastjóra til starfa. (FrétUtilkynning frá SATT). ið opnað EINS og undanfarin tvö sumur verð- ur tjaldstæðið við sundlaugina á Sauðárkróki starfandi frá 1. júní fram í fyrstu viku af september. Þar er ágætis aðstöðuhús, vatnssalerni, vaskar og geymsla. Vaskur til uppþvotta er utan á húsinu, auk þess sem settur hefur verið upp bekkur með áföstu mat- arborði fyrir tjaldgesti. Fyrir yngstu gestina hefur verið komið upp rólum, vegasalti og boltaleikspili. Verð er krónur 30 fyrir tjaldið eða krónur 10 fyrir manninn og krónur 10 fyrir tjaldið. Frítt er fyrir börn undir tólf ára aldri. Aftur fló hjá FEF FÉLAG einstæðra foreldra heldur annan flóamarkað í húsi sínu í Skeljanesi 6 nk. laugardag 5. júní og hefst hann kl. 2. Verður þar til sölu glæsilegt úrval af fatnaði, gömlum og nýjum, skrautmunum, húsgögnum og fleiru. Allt verður selt á útsöluprís. Þess má geta að strætisvagn nr. 5 hefur endastöð við húsið. Þdrhlu Þeir Helgi og Gunnar bera Morg- unblaðið á Túngöt- una,hverfi II.Þeir " vinna sér inn góðan vasapening og sjá til þess að blaðið berist þér í hendur stundvíslega á hverjum morgni. Allir blaðberarnir okkar standa fyrir sínu hvernig sem viðrar og við erum stoltir af þeim. Það eigum við reyndar sameiginlegt með áskrifendum okkar, því í nýlegri könnun meðal þeirra kom fram að ekki færri en 88,7% segja blaðið berast sér nægjanlega snemma í hendur. (Þeir bræður álíta að 11,3% fari of snemma áfætur ámorgnana). Þó að við teljum þetta góð meðmæli, þegar þess er gætt hve erfitt er að gera öllum til hæfis í svo vandmeðfarinni þjónustu, þá ætlum við að halda vöku okkar og reyna að gera enn betur í framtíðinni. Markmiðið er að allir séu ánægðir, við með góða blaðbera, þeir með starfið og þú með blaðið þitt. Blaóid sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.