Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 Útskriftarhæf- ir sjúklingar ekki útskrifaðir — segir í skýrslu um sjúklinga- tal á sjúkrastofnunum „Sá aldurshópur, sem mest notaði sjúkrahúsaþjónustu 31.03. 1981, er aldrað fólk. Sjúklingar 70 ára eða eldri eru 45% af heildinni og ef 65—69 ára eru teknir með hækkar hlutfallið í 53.48%.“ Þessar upp- lýsingar er að finna í nýútkom- inni skýrslu um sjúklingatal á sjúkrastofnunum í Reykjavík- urlæknishéraði 31. mars 1981. Eitt þeirra atriða sem kannað var í sjúklingatalinu var álag á hinum ýmsu deildum sjúkrahús- anna, vegna sjúklinga, sem taldir voru útskriftarhæfir frá læknis- fræðilegu sjónarmiði en höfðu ekki verið útskrifaðir sökum heimilisaðstæðna, skorts á hjúkrunar- og dvalarrými eða skorts á sérhæfðu sjúkrarými. Alls var talið að 300 sjúklingar, eða um 17% sjúklinga þyrftu á annars konar þjónustu að halda en viðkomandi deild eða stofnun bauð upp á. Af þessum 300 sjúkl- ingum voru 114 sjúklingar athugaðir sérstaklega og áttu þeir það sameiginlegt að vera eldri en 70 ára, dvelja vegna langlegu og álitnir útskriftar- hæfir frá læknisfræðilegu sjón- armiði, segír í skýrslunni. Þá segir í skýrslunni að tæp- lega 40% rúma Reykvíkinga á langlegudeildum séu notuð af fólki 85 ára og eldra. 1367 sjúkl- ingar eru á deildum fyrir líkams- sjúka þar af 893 Reykvíkingar er skiptist þannig að 55% voru á bráðadeildum er 45% á langlegu- deildum. 74 millj. kr. til breytinga á kreppulánum í langtímalán: „Frekleg pólitísk misbeit- ing á peningum Byggðasjóðs“ Fyrir skömmu var tekin í notkun stærsta jaröýta, sem flutt hefur verift til landsins. Hún er af gerftinni Caterpillar — DGL og er flutt inn af Heklu hf. Þyngd hennar er 65 tonn og eigandi er Sufturverk á Hvolsvelii. Jarðýtan er nú í vinnu fyrir Landsvirkjun vift Sigöldu vift lónþéttingu. 'O — segir Vilhjálmur Bjarnason bankastjóri Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum INNLENT „I FYRSTA lagi er meft þessum vinnubrögðum verið að mismuna fyrirtækjum þegar rekstrargrund- völlinn skortir og þessi afgreiðsla Byggðasjófts er greinilega frekleg pólitísk misbeiting á peningum því þessir peningar hafa ekki verift auglýstir til úthlutunar, og ég tala nú ekki um þann aðstöðumun sem bankarnir verða fyrir,“ sagði Vil- hjálmur Bjarnason, bankastjóri Út- vegsbanka íslands í Vestmannaeyj- um, í samtali við Mbl. í gær um afgreiðslu Byggðasjóðs á um það bil 74 milljóna króna láni til fyrir- tækja í viðskiptum við Lands- banka, Útvegsbanka og Búnaðar- banka til þess að breyta lausa- 50.000 lestir af sfld veiddar I haust: Helmingur hringnóta fær leyfi til veiða 28% aflans má veiða í reknet Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið hvernig síldveiðum verður háttað á bausti komanda og verður veiðunum hagað samkvæmt tillögum nefndar sem skipuð var á sínum tíma til að endurskoða reglur um síldveiðar. Alls verður heimilað að veiða 50.000 lestir af síld í haust, en það er það magn sem Hafrannsókn- arstofnunin lagði til og mega veið- arnar standa frá 10. ágúst til 15. desember. Hringnótabátar fá að veiða 69% aflans, reknetabátar 28% og lagnetabátar 3%. Þá fær aðeins belmingur hringnótaflotans leyfi til síldveiða á þessu ári. í fréttatilkynningu, sem Sjávar- útvegsráðuneytið hefur sent frá sér um tilhögun síldveiðanna segir, að kvóti hringnótaskipa verði 34.500 tonn og verði kvótanum skipt jafnt milli þeirra báta, sem leyfi fá til veiðanna. Þá verður verðmæta- kvótinn með sama sniði og síðast- liðið ár. Veiðitímabil hringnóta- báta verður frá 20. september til 15. desember. Við úthlutun leyfa til hringnóta- báta verður það meginmarkmið látið gilda, að aðeins koma til greina þeir bátar, sem hafa fengið leyfi til síldveiða í hringnót 1980 og 1981 og stundað veiðarnar að minnsta kosti annað árið, þar með taldir loðnubátar. Rétthöfum verð- ur með úrdrætti skipt í tvo jafna hluta og fær annar hópurinn leyfi í ár, en hinn á næsta ári. Við skipt- inguna verður tekið tillit til dreif- ingar leyfa á verstöðvar og enn- fremur þess, ef sami útgerðarmað- Fræðslufundur um krabbamein KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp þá nýjung að halda opna fræðslu- og umrteðufundi um krabbamein og krabbameinsvarnir fyrir félagsmenn og annað áhugafólk. Á fyrsta fundinum, sem haldinn verður nk. mánudagskvöld, munu Sig- urður Björnsson og G. Snorri Ingi- marsson, sérfræðingar í krabbameins- lækningum, flytja stutt erindi og svara fyrirspurnum um lyfjameðferð ill- kynja sjúkdóma og um efnið interfer- on. Þá mun formaður félagsins, Tómas Á. Jónasson. yfirlæknir, gera grein fyrir væntanlegum byggingarfram- kvæmdum krabhameinsfélaganna og áformum um aukna starfsemi í því sambandi. Ennfremur verður sýnd kvikmyndin „Frá einni frumu“, stutt bandarísk fræðslumynd með islensku tali, um eðlilegan og illkynja frumuvöxt. Fundurinn verður sem fyrr segir haldinn nk. mánudag, 7. júní, og hefst kl. 20.30. Fundarstaður er Hótel Hekla við Rauðarár8tíg. ur á rétt á leyfi fyrir fleiri en einn bát. Kvóti reknetabáta verður 14.000 lestir og hámarksafli á bát 450 lest- ir. Veiðitimabil reknetaflotans verður frá 15. september til 15. des- ember. Leyfi til síldveiða í reknet geta bátar 50 lestir eða stærri fengið. Við úthlutun leyfa skal það meginmarkmið gilda, að bátur hafi fengið útgefin leyfi til reknetaveiða árið 1980 eða 1981 og nýtt það að minnsta kosti annað árið. Leyft verður að veiða 1500 lestir í lagnet og verður veiðitímabilið frá 10. ágúst til 31. október. Bátar undir 50 lestum geta fengið leyfi til þessara veiða. Þeir sem voru í nefndinni um skipulag síldveiðanna voru þeir: Gunnar Flóvenz frá Síldarútvegs- nefnd, Ingólfur Falsson frá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, Óskar Vigfússon frá Sjómanna- sambandi Islands, Þorsteinn Gísla- son frá Fiskifélagi íslands og Þórð- ur Eyþórsson frá sjávarútvegs- ráðuneytinu, en hann var formaður nefndarinnar. Tilgangurinn með skipan nefnd- arinnar var fyrst og fremst sá að athugað yrði hvernig gera mætti síldveiðar arðbæari og íslending- um þannig gert betur kleift að mæta verðlækkun á erlendum síld- armörkuðum, meðal annars vegna aukinnar samkeppni við Kanada- menn og Norðmenn-. skuldum og vanskilum í langtíma- lán, en af þessari upphæft komu 62,7 milljónir króna í hlut fyrir- tækja hjá Landsbankanum, 5 millj. kr. í hlut fyrirtækja hjá Búnaðar- bankanum og 5,5 millj.kr. í hlut fyrirtækja hjá Útvegsbanka ís- lands. Vilhjálmur sagði vanda fyrirtækj- anna í Vestmannaeyjum mjög sér- stæðan, því hann tengdist gosárinu 1973 og kvað hann vanta 20—25 millj- ónir króna í þessu sambandi til Vest- mannaeyja „til þess að fyrirtækin geti staðið við greiðsluskuldbindingar sínar og vanskil sem hafa verið að hrúgast upp á undanförnum árum,“ en útibú Utvegsbanka íslands í Vest- mannaeyjum er stærsta útibú bank- ans utan Reykjavíkur. „Með þessari fjárúthlutun Byggða- sjóðs er þeim fyrirtækjum sem er veitt fjármagn gert kleift að starfa við þessar óeðlilegu aðstæður þar sem rekstrargrundvöllinn vantar, en hin sitja eftir við vonlausar aðstæður þar sem þeim er gert vonlaust fyrir,“ sagði Vilhjálmur. „Þessi svæðis- bundni vandi í Vestmannaeyjum sem verið hefur með misjöfnum þunga frá gosi, er ekki tekinn til greina í þessari úthlutun, hvað þá heldur aflabrestur- inn í loðnuveiðunum sem hefur bitnað með meiri þunga hér í Eyjum, þar sem hér starfa tvær af fimm loðnu- bræðslum landsins í einkaeign, en verksmiðjurnar á Neskaupstað og á Eskifirði fá verulega úthlutun. Þess má einnig geta að um árabil allt til 1980 hafa Vestmannaeyjar verið afla- hæsta verstöð landsins í loðnunni. Hér er augljóslega um að ræða frek- lega pólitíska misbeitingu á pening- um, þessi úthlutun er ekki auglýst og aðstöðumunur bankanna sem verða fyrir þessu er augljós. Útvegsbanki íslands hefur að öllu jöfnu !ó af sam- bærilegum útlánum Landsbankans og sem dæmi um hina pólitísku misbeit- ingu má geta þess að Stefán Guð- mundsson, alþingismaður og stjórn- armaður í Framkvæmdastofnun, er stjórnarmaður í þeim fyrirtækjum sem hafa fengið úthlutað verulegu fjármagni á Sauðárkróki og það vek- ur einnig furðu sú upphæð sem sam- bandsfrystihús í Keflavík fær og Meitillinn í Þorlákshöfn á sama tíma og tvö af stærstu frystihúsunt lands- ins í Vestmannaeyjum eru svelt í þessari afgreiðslu og hin húsin ekki á blaði.“ Listi yfir lánaúthlut- anir Byggðasjóðs HÉR fer á eftir skrá yfir lánaút- hlutun Byggðasjóðs: ^ Útg.fél. V-lands Akranesi 1 millj. Krossvík, Akranesi 1 millj. Sæfang, Grundarf. 2 millj. Hraðfrystihús Patreksfj. 3 millj. Hraðfrystihús Tálknafj. 1,5 millj. Fiskvinnslan Bíldudal 2 millj. Skjöldur, Sauðárkróki 800 þús. Útg.fél. Skagafj. 2,5 millj. Fiskiðjan Sauðárkróki 500 þús. Hraðfrystih. Hofsóss 1,2 millj. Magnús Gamalíelss., Ólafsf. 1 millj. Útgerðarfél. Ólafsfj. 1 millj. Söltunarfél. Dalvíkur 750 þús. Kaldbakur, Grenivík 1 millj. Tangi Vopnafj. 3 millj. Síldarvinnslan, Neskaupst. 2 millj. Hraðfrystihús Stöðvarfj. 1 millj. Stemma, Hornafirði 930 þús. Hraðfrystist. Vestmannaeyja 1 millj. Fiskiðjan Vestm.eyjum 1 millj. Hraðfrystihús Stokkseyrar 1 millj. Hraðfrystih. Eyrarbakka 1.750 þús. Meitillinn 2 millj. Hraðfrystihús Þórkötlust. 1 millj. Miðnes 1 millj. Garðskagi 1 millj. Keflavík hf. 300 þús. Sjöstjarnan 500 þús. Stjarnarn, Njarðvík 500 þús. Lýsi og Mjöl 750 þús. Isbjörninn 2 millj. Hraðfrystist. Reykjavíkur 1,5 millj. íshúsfél. Bolungarv. 2 millj. Hraðfrystihús Eskifj. 5 millj. Hraðfrystihús Ólafsv. 3.750 þús. Kópanes, Patreksf. 1,5 millj. Þormóður Rammi 4,4 millj. Sæblik Kópaskeri 300 þús. Jökull, Raufarhöfn 3,7 millj. Árborg, Selfossi 1 millj. Meitillinn 4 millj. Hraðfrystih. Keflavíkur 5 millj. Sjófang 870 þús. Samtals 73,5 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.