Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 3 Aðalfundur Hafskips hf. 1 dag: Hagnaður 4,8 milljónir veltuaukning 93% AÐALFUNDUR Hafskips hf. er haldinn í dag og í tilefni þess hefur Morgunblaðið aflað sér nokkurra upplýsinga um stöðu og fjárhagsaf- komu fyrirtækisins árið 1981, en á fundinum verða reikningar þess árs lagðir fram. Samkvæmt þeim kemur í Ijós að hagnaður þess nam 4,8 milljónum króna, eða 2,8% af rekstr- artekjum félagsins, en veltuaukning nam 93% og síðastliðin fjögur ár er hún 1.098%. Samkvæmt upplýsingum Ragn- Þrjár sölur ytra ÞRJÚ íslenzk skip seldu afla í Eng- landi og í Þýzkalandi í gærmorgun. Álsey seldi 40,3 tonn í Fleetwood fyrir 298 þúsund krónur og var með- alverð á kíló kr. 7,39. Þá seldi Helga II RE 74,8 tonn í HUll fyrir 698.300 krónur og var meðalverð á kíló kr. 9,33. Snæfugl frá Reyðarfirði seldi síð- an 132,6 tonn í Cuxhaven fyrir 1.006.300 þúsund krónur og var með- alverð á kíló kr. 7,59. ars Kjartanssonar, framkvæmda- stjóra Hafskips hf., hefur rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsgjöld og skatta árið 1981 numið 22,7 milljónum króna eða 12,94% af rekstrartekjum. Með til- liti til gengismála, meðal annars, var árið 1981 fyrirtækinu fremur óhagstætt þar sem meginhluti rekstrartekna var í Evrópugjald- miðlum en tæplega helmingur rekstrargjalda og stærstur hluti fjármagnsgjalda í Bandaríkjadoll- urum. Hækkun dollarsins gagnvart íslenzku krónunni var á umræddu ári um 31%, en hækkun Evrópu- gjaldmiðla sáralítil og verðlags- þróun í landinu langt umfram þau mörk. Vegna þessa hækkuðu gjaldaliðir mun meira en tekjuliðir. Árið 1981 sýndu verðlagsyfirvöld kaupskipaútgerðinni meiri skilning en undanfarin ár með tilliti til flutningsgjalda og nam vegin með- altalshækkun flutningsgjalda þá um 26% og nægði það nær til rekstrarjafnaðar, en áður höfðu skuldabaggar safnazt upp vegna lágra flutningsgjalda. Þá varð nokkurt tap á vöruafgreiðslu fé- lagsins, eða 9,4 milljónir króna, sem nemur 65,8% af tekjum vöru- afgreiðsiunnar og séu afskriftir teknar inn í dæmið er hlutfallið 85,4%. Þetta má að nokkru skýra með kostnaði af flutningi í Austur- höfnina, en ljóst er þó að ná verður samkomulagi við rétta aðilja um eðlilegar forsendur fyrir gjaldskrá vöruafgreiðslu svo til rekstrarjöfn- uðar verði stefnt í stað tapreksturs eins og nú á sér stað. Eigið fé í árslok nam 13.1 milljón samkvæmt efnahagsreikningi og hafði aukizt um 55% frá fyrra ári, en endurmetin eiginfjárstaða nam 25,9 milljónum króna eða 97,7% hærri upphæð en efnahagsreikn- ingur sýnir. Á árinu 1981 störfuðu að meðaltali 224 starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu beinar launa- greiðslur til þeirra 29,2 milljónum króna. Þar að auki störfuðu um 70 manns að meðaltali á árinu við starfsemi erlendis og á öðrum skip- um. Davið Oddsson ræðir við Grétar R. Haraldsson, en hann var sá fyrsti sem óskaði eftir viðtali við borgarstjóra. Ljósm. Mbl. Emíli*. Mikið að gera í fyrsta við- talstíma borgarstjóra FYRSTA móttaka nýkjörins borgar- stjóra i Reykjavík, Davíðs Oddsson- ar, var sl. miðvikudag og hófst hun kl. 10.30. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá skrifstofu borgarstjóra var mikið að gera á meðan á viðtalstímanum stóð og varð að loka biðstofu borgarstjóra kl. 11.05, en þá höfðu 23 óskað eftir viðtali. Viðtalstíma borgarstjóra lauk ekki fyrr en laust fyrir klukk- an 15.00 og sagði starfsfólk skrifstofu borgarstjóra að langt væri síðan svo mikið hefði verið að gera í viðtalstíma borgarstjóra. ROYAb Royal er sigild veggsamstœða með mismunandi uppstillingar möguleikum. Lýsing er í öllum yfirskápum. Pólerað gler i glerskápum. Allar hurðir og skrautlistar á framstykki skápsins eru massifri eik. • jtHiUÚ >> y m ,! >! í I Kmy0 * í 4 3 J « jj -í Í i é g handverk sérflokki húsgögn Ármúla 44 — Símar 85153 og 32035

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.