Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jttor0imíjlaíiií> Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 700 krónur fyrir hvern drepinn útsel HKINGOKMANEFD greiðir nú há verðlaun til allra þeirra, sem drepa útsel eða landsel við landið, en menn fá verðlaunin með því að senda kjálka selsins til nefndarinn- ar. Fyrir hvern drepinn útsel eru greiddar 700 krónur, 500 krónur fyrir landsel, 250 krónur fyrir út- seiskóp «g 100 krónur fyrir lands- selskóp. I>að eru hin ýmsu sölusam- tök fiskvinnslunnar í landinu, sem standa straum að greiðslum til þeirra sem drepa selina. Það hefur lengi verið vitað að sel- urinn er mikill skaðvaldur á fiski- slóðum við landið, bæði er selurinn hýsill fyrir hringorm, og síðan étur hann kynstrin öll af fiski. Til dæm- is er talið að útselurinn einn éti 25—30 þúsund tonn af nytjafiski árlega. Nú er talið, að 20 til 30 þúsund landselir séu við landið, um útsela- stofninn er ekki eins mikið vitað, en talið er að minnsta kosti 5000 útsel- ir séu við landið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, þá hafa ýmsir óttast að selahræ verði skilin eftir, þar sem selurinn hefur verið fleginn. Síðan fari fuglar eins og örninn í hræin og geti drepist. Nú hafa öll frystihús landsins verið beðin um að taka selsskrokka til geymslu gegn mjög vægu gjaldi.Talið er að selsskrokk- arnir séu mjög góðir í loðdýrafóður og hafa loðdýraræktendur í landinu sýnt því mikinn áhuga að fá skrokkana í fóður. MoripinblmAiö/Guðjón. Sex stúlkur í Fegurðarsamkeppni íslands Fyrri hluti Fegurðarsamkeppni íslands 1982 var haldinn í Broadway í gærkvöldi. Þá voni kynntar þer sex stúlkur, sem taka þátt í keppninni. Urslit verða kynnt og fegurðardrottning íslands krýnd í Broadway nk. sunnudagskvöld. Mvndin var tekin þegar verið var að snyrta stúlkurnar fyrir kynninguna í gærkvöldi. Stúlkurnar eru, talið frá vinstri: Guðrún Margrét Sólonsdóttir, Fanndís Steinsdóttir, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Guðrún Möller, Maria Björk Steinsdóttir og Kolbrún Anna Jónsdóttir. Með á myndinni eru Heiðar Jónsson snyrtir og Sigurður Benónýsson hárgreiðslumeistari. Boranir hafnar að nýju við Kröflu: Stefnuborað í Harmonikkuleikarar af öllu landinu hafa safnast saman i Reykjavík, þar sem fyrsta landsmót Landssambands harmonikkuleikara verður háð um helgina. Harmonikkuleikararnir ætla að bregða á leik á Lækjartorgi klukkan 16 i dag af þessu tilefni ef veður leyfir. Hér má sjá þá æfa sig fyrir útihljómleikana. Með hliðsjón af þeirri óvissu, er nú ríkir ákveður sambandsstjórnin að koma saman til fundar á ný eigi síð- ar en fimmtudaginn 10. þessa mánaðar." Morgunblaðið hafði sam- band við Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra VSÍ vegna þessa og sagði hann, að verk- bannsboðun af hálfu VSI væri aðeins varnarráðstöfun. Hins vegar óttaðist hann það, að ef ekki fyndist samkomulags- grundvöllur áður en til þessara vinnustöðvana kemur, yrðu þær langvinnar. SAMBANDSSTJÓRN Vinnuveitendasambands Islands sam- þykkti á fundi sínum í gær að boða til verkbanns frá og með 18. júní gagnvart öllum þeim verkalýðsfélögum, sem boða verkfall frá og með þeim tíma, hafi samningar þá ekki tekizt. Fer samþykkt sambandsstjórnarinnar hér á eftir: „Vegna áskorunar Alþýðu- sambands íslands og ákvörð- unar einstakra verkalýðsfé- laga um boðun allsherjarverk- sumar í falls samþykkir sambands- stjórn Vinnuveitendasam- bands íslands að boða verk- bann frá og með 18. júní 1982 gagnvart öllum þeim verka- lýðsfélögum sem boða verkfall frá þeim tíma, hafi samningar þá ekki tekist. Framkvæmda- stjórn er falið að sjá um fram- kvæmd þessarar verkbanns- boðunar. VSI boðar verkbann frá og með 18. júní fyrsta sinn hér „NÚ ER byrjað á bonin fyrstu holu þt'ssa árs, holu 19, við Kröflu. Dýpt hennar er orðin tæplega 900 metrar og lokið var við að steypa fóðringar í byrjun þessarar viku. Allt hefur gengið vel hingað til. Þá er búizt við því að hægt verði að hefja borun næstu holu í kringum 20. þessa mán- aðar og verður það fyrsta holan hér á landi, sem verður stefnuboruð, það er til norðurs inn undir Kröflufjall og henni er ætlað að skera tvö mis- gengi, sem liggja þar í austur og vestur. Vitað er að þau hafa opnazt á óróatímabili síðustu ára, því á þeim myndazt hver. Við erum að reyna að skera þessi misgengi og auka þannig afköst á holu,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson, verkfræðingur Kröfluvirkj- unar er Morgunblaðið innti hann eftir gangi mála við Kröflu. —Hvernig er borað með hinni nýju tækni? „Fyrst verður borað beint niður í um 200 metra og síðan verður stefnuborað í þá átt, sem taka á. Gert er ráð fynr því að stefnubor- unin sjálf hefjist nálægt næstu mánaðamótum og verður þá stefnu- borað í um 300 metra. Síðan verður borað beint í ákveðnu stefnuna í 2.000 metra og vonast er til að hitta á misgengin og fá góða holu Þessi tækni er ekki alveg ný af nálinni, um 10 ára gómul. Þá er notaður mótor milli borstanga og á landi krónu, sem drifinn er af skolvatninu og snýr krónunni og þá hægt að sveigja borunina í hvaða stefnu sem er. Til þess að mæla stefnuna verður í fyrsta sinn hér á landi notaður gyróáttaviti niðri í holunni til að forðast segulskekkju. Með þessari tækni er hægt að breyta gömlum holum og stefnubora þær og slakar holur án þess að bora þurfi nýjar, eins og áður var,“ sagði Einar Tjörvi. í fjárveitingu til borana í ár eru 63 milljónir og er reiknað með að sú upphæð dugi og allt gangi samkvæmt áætlun, þó gætu verkföll sett strik í reikninginn, en eins og er er borað samkvæmt áætlun. Fiskverð í dag? NÍJ ER jafnvel gert ráð fyrir að nýtt fiskverð verði ákveðið á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, sem hefst klukkan 10 árdegis í dag. í gær voru tveir fundir í yfirnefndinni án þess að nokkuð sérstakt gerðist. Morgunblaðinu er kunnugt um að stjórnvöld þrýsta nú á full- trúa kaupenda í yfirnefndinni um að þeir samþykki nýtt fisk- verð ásamt oddamanni. Ljóst er að fulltrúar seljenda í nefndinni munu greiða atkvæði gegn nýju fiskverði. Útgerðarmenn og sjó- menn geta ekki sætt sig við þá hækkun, sem rætt er um, kring- um 12%. Ástæðan er einfaldlega hin mikla tekjurýrnun, sem út- gerðarmenn og sjómenn hafa orðið fyrir á árinu. Þá munu sjó- menn nú vilja að nýtt fiskverð verði ákveðið samhliða nýjum kjarasamningum í landi, enda ekkert eðlilegra. Benda þeir á, að ef samið verður við landverka- fólk nú, skömmu eftir að fisk- verð er ákveðið, þá verði hlutur sjómanna ekki leiðréttur fyrr en í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.