Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 fttargtmÞIiiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakið. „Athugið ykkar gang vel“ Ioktóber á síðasta ári kom til harðra átaka á þingi Verkamannasambands íslands um stefnuna í þeim kjarasamningum, sem þá voru á döfinni. Á þessu þingi tók forysta Verkamannasambandsins og þó sérstaklega for- maðurinn, Guðmundur J. Guðmundsson, afstöðu gegn þeim, sem vildu ganga sem lengst í kröfugerð, mælti hann þá með kjaramildi. Hann spurði vegna kröfugerðar hinna harð- snúnustu í eigin liði: „Ef hún færi í gegn yrði hún þá annað en ávísun á gengisfellingu og framsal tryggingar kaupmátt- ar?“ Eru þessi aðvörunarorð formanns Verkamannasam- bandsins ekki enn í fullu gildi, rúmu hálfu ári eftir að þau voru flutt? Mótun skynsamlegrar kaupmáttarstefnu á ekki síður rétt á sér nú en þá. Ekki var boðskapur Eðvarðs Sigurðssonar, hins gamal- reynda formanns Dagsbrúnar, á þingi Verkamannasam- bandsins í fyrra síður athyglisverður. Hann gagnrýndi kröfugerð þeirra, sem lengst vildu ganga, og sagði þá reisa alltof háar kröfur. Sagðist Eðvarð hafa staðið í verkalýðs- og kjarabaráttu í marga áratugi og það hefði gerst, að kröfur hefðu verið of háar, til dæmis árið 1955, en ævinlega hefði verkalýðshreyfingin tapað á því. Árið 1955 hefði sama kjarabót náðst fram án verkfalla, ef kröfugerðin hefði verið sanngjarnari í upphafi. „Athugið ykkar gang vel,“ sagði Eðvarð Sigurðsson á þingi Verkamannasambandsins haust- ið 1981. Þingi, sem lauk með því, að talsmenn kjaramildi fengu meirihlutastuðning. Eins og menn muna var síðan samið frá 1. nóvember á síðasta ári til 15. maí í ár um 3,25% grunnkaupshækkun. Samningar hafa dregist á langinn og nú blasir við, að 47 af 146 aðildarfélögum Alþýðusambands íslands ætla í skyndi- verkfall 10. og 11. júní. Þótt þessi takmarkaða þátttaka sýni ekki mikla samstöðu innan Alþýðusambandsins, ber að líta á skyndiverkfallið og hótun um boðun allsherjarverkfalls frá 18. júní næstkomandi sem þáttaskil í afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar, ef litið er á þróunina frá 1978. Til dæmis drógust samningar um 10 mánuði 1980, án þess að gripið væri til verkfallsvopnsins. Áthyglisvert er að huga að því, að nú eru það kröfur Verkamannasambandsins, sem tefja fyrir lausn kjaradeil- unnar, svo að vitnað sé til orða Guðmundar J. Guðmunds- sonar hér í blaðinu í gær, sem sagði einnig: „Það má vera að. við verðum ásakaðir fyrir einhverja ósanngirni í sambandi við þessa samninga og einhverja hörku, við tökum því með- an við erum ekki ásakaðir um það af okkar félagsmönnum." Hvers vegna er allt annar tónn í Guðmundi J. Guðmunds- syni nú en í október? Ekki hefur afkoma þjóðarbúsins batn- að síðan þá. Hefur hann gleymt aðvörunarorðum síns gamla félaga: „Athugið ykkar gang vel“? Misheppnuð löggjöf Ekki þarf mikla athyglisgáfu eða nákvæma rannsókn til að komast að þeirri niðurstöðu, að lögin um notkun bílbelta eru virt að vettugi af öllum þorra ökumanna og farþega, að minnsta kosti í Reykjavík. Hér verður ekki fjallað um nauðsyn þess, að menn noti bílbelti, heldur hitt, að það er mjög alvarlegt, þegar sett eru lög á Alþingi, sem borgararnir virða ekki. Eina leiðin til að fá fólk til að hlýða lögunum um bílbelti er að halda uppi öflugri umferðar- fræðslu með þeim hætti, að hún veki athygli og nái til sem flestra. Þetta hefur ekki verið gert. Mönnum verður ekki refsað fyrir að nota ekki bílbelti. En virðingarleysið fyrir þeirri lagaskyldu að nota beltin getur leitt af sér almennara skeytingarleysi andspænis lögum og opinberum reglum. Síst af öllu er þörf á því hér á landi, að venja borgarana við það að hafa lög að engu. Það er skynsamlegra að afnema lagaskylduna um notkun bílbelta en viðhalda óbreyttu ástandi. Maður-í-fréttunum Síðasta landganga alhliða yfírmanns YFIRMAÐUR brezka landgöngu- liðsins á Austur-Falklandi, John Jeremy Moore hershöfðingi, er at- vinnuhermaður og hefur að baki mikla reynslu í hernaðaraðgerð- um, sem leynt hafa farið, síðan í síðari heimsstyrjöldinni og langa þjálfun í aðgerðum á landi, sjó og í lofti. Átökin á Falklandseyjum verða síðustu aðgerðirnar, sem hann tekur þátt í, því að tilkynnt var þegar deilan byrjaði að hann mundi setjast í helgan stein í næsta mánuði. Moore hershöfðingi er 53 ára gamall og faðir hans var undir- ofursti. Hann hefur þjónað í næstum öllum deildum Konung- lega landgönguliðsins (Royal Marines) og hefur meðal annars verið sæmdur herkrossinum (MC) og OBE-orðunni. Hann er gæddur þó nokkurri kímnigáfu og í uppsláttarritinu „Who’s Who“ (Hver er maður- inn) nefnir hann tónlist aðal- áhugamál sitt, en tekur fram að hann kunni ekki að leika á hljóðfæri, nema á grammófón. Hann gekk í landgönguliðið 1947 sem liðsforingi af lægstu gráðu og þjónaði á Miðjarðar- hafi og í Austurlöndum fjær, þar sem hann hlaut herkrossinn á dögum neyðarástandsins á Malaya 1952. Þegar hann hækk- aði í tign var honum falið að verða leiðbeinandi undirforingja í landgönguliðinu og seinna varð hann leiðbeinandi í herskólanum í Sandhurst. Hann var um tíma starfandi við ástralska herráðsskólann unz hann varð herráðsforingi í Gurkha-herfylkinu. Hann þjón- aði í framkvæmdastjórn herráð- sins í landvarnaráðuneytinu og síðan um tveggja ára skeið um borð í herskipinu „Bulwark" við stjórn samræmdra aðgerða. Hann var í tvö ár yfirmaður þjálfunar liðsforingja víkinga- hersveita og tók síðan við yfir- stjórn 42. strandhöggsliðsins (42 Commando), sem hann stjórnaði á Norður-írlandi. Frá Norður-írlandi var hann sendur til meginlands Bretlands Etendard-flugvéla eyðilagðar í leyni Argentínskir flugmenn skipuleggja loftárás í aöalstöóvum sínum einhvers staðar í si BREZKAR strandhöggssveitir sprengdu upp fimm Super Etend- ard-þotur í djarfri árás á megin- landi Argentínu að því er Jon Snow, fréttamaður Independent Television News, hefur eftir leyni- þjónustuheimildum í London og heimildum í Chile. Brezka land- varnaráðuneytið bar fréttina til baka. Snow segir að níu víkinga- hermenn hafi verið fluttir í Sea King-þyrlu á árásarstaðinn í Rio Grande á Eldlandinu (Tierra del Fuego) syðst í Argentínu. Hann segir að þyrlan hafi seinna nauð- lent í Punta Arenas í Chile, handan landamæranna sem skipta Eldlandinu milli Chile og Argentínu. Snow hefur eftir heimildum í Chile að víkingaher- mennirnir hafi komizt undan heilu og höldnu og séu komnir aftur til Bretlands. Super Etendard-flugvélar Argentínumanna eru vopnaðar frönsksmíðuðum Exocet- eldflaugum, sem eyddu brezka tundurspillinum „Sheffield" 4. maí og brezka gámaskipinu „Atlantic Conveyor" 25. maí. Snow sagði að Sea King- þyrlan hefði varpað víkingaher- mönnunum niður á Eldlandinu og bætti við: „Það var þegar þyrlan beið eftir að þeir kæmu aftur að hún lenti í erfiðleikum og nauðlenti skammt frá Punta Arenas. Víkingahermennirnir níu komust heilu og höldnu til Chile ... Enn er lögð á það áherzla að Chilemenn hafi ekk- ert vitað um aðgerðina fyrir- fram.“ Snow sagði einnig að perúskar Mirage þotur með argentínskum einkennismerkjum hafi bætzt við argentínska flugherinn í Est- ancia Zara, en hefðu aðeins verið notaðar til varnareftirlits enn sem komið væri. „En heimild- amennirnir telja að a.m.k. ein önnur stórárás flugvéla með bækistöð á Eldlandinu á brezka leiðangursflotann sé ráðgerð." Mikið hefur verið bollalagt um leiðangur Sea King síðan það fréttist að þyrla hefði lent í Chile 18. maí, um 17 km suður af Punta Arenas við Magellansund. Chilestjórn tilkynnti að fundust hefðu brenndar leifar þyrlu 20. maí og sendi brezka sendiherr- anum í Santiago, John Moore Heath, mótmælaorðsendingu. Brezka stjórnin svaraði því til að þyrlan hefði nauðlent vegna bil- unar í leiðsögutækjum og slæms veðurs. Chilestjórn tók þá skýr- ingu til greina. Chilestjórn sagði að þriggja manna áhöfn flotaþyrlunnar hefði verið í felum í eina viku, þar sem hún hefði talið sig vera í Argentínu. Áhafnarmeðlimirnir Alan Bennet lautinant, Peter Imrie undirforingi og flugmað- urinn, Richard Hutchings laut- inant, komu aftur til Bretlands 27. maí og neituðu að svara spurningum fréttamanna um at- burðinn. Talið var að Super Etendard- flugvélarnar, sem tóku þátt í árásinni á „Sheffield", hefðu hrapað í sjóinn og heimildir í London hermdu að ef það væri rétt ættu Argentínumenn aðeins fimm Super Etendard-flugvélar eftir. „Daily Express" hafði eftir heimildum í Chile 26. maí að Sea King þyrlan hefði flutt víkinga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.