Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 Fregnir af miklu afhroði frelsissveita Afgana Nýju Delhi, 3. júni. AP. REYNIST fregnir á rökum reistar hafa frelsissveitar Múhameðstrúarmanna í Afghanistan beðið sitt versta afhroð í borgarastyrjöldinni í landinu til þessa. Fregnir bárust í dag þess efnis, að stjórnarliðar hefðu náð Panjsher- dalnum, sem verið hefur í höndum stjórnarandstæðinga. Að sögn útvarpsins í Afghanist- an hafa allar bækistöðvar frels- issveitanna í dalnum verið eyði- lagðar. Ríkir nú alger friður í dalnum að sögn útvarpsins. Hjálparsveitir frelsissveitanna í Pakistan og Indlandi segjast van- trúaðir á að fregnir þessar reynist réttar. Undanfarin tvö og hálft ár hafa frelsissveitirnar hrundið fimm öflugum árásum stjórnar- hersins. Vestrænar heimildir herma, að geysilega harðir bardagar hafi geisað í dalnum i gær og mikið mannfall hafi orðið. Hafi stjórn- arherinn náð nokkrum helstu vígstöðvum frelsissveitanna á sitt vald, en það hafi kostað fjölda mannslífa. Ecevit sleppt úr fangelsi Ankara, 3. júní. AP. BULENT Ecevit, fyrrverandi for- sætisráðherra Tyrklands, var lát- inn laus úr fangelsi í Ankara í dag, en hann hefur setið inni að þessu sinni síðan 10. apríl. Ece- vit neitaði að ræða við frétta- menn og gefa yfirlýsingu þegar hann fór úr fangelsinu. Her- dómstóll kvað upp úrskurð um það í dag að Ecevit skyldi látinn laus, en ekki var búizt við að honum yrði sleppt jafn fljótt og raunin varð. Ecevit, sem auk þess að vera fyrrverandi stjórnmálamaður er skáld gott, kom fyrir herrétt í síðustu viku og ákærur á hendur honum voru að hann hefði reynt að sverta Tyrkland í augum umheimsins. Ef hann hefði verið sakfelldur hefði hann getað átt yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Saksóknari komst að þeirri niðurstöðu, að ákær- urnar ættu ekki við nein rök að styðjast og síðan var skipað að hann yrði leystur úr haldi snarlega eins og í upphafi sagði. SINDRA^tSTÁLHE Fyrirliggjandi í birgðastöð svartar og galvaniseraðar pípur oOQ° o©o o °OOo sverleikar: svart, % — 5“ galv., % — 4“ Borgartúni31 sími27222 JOGURT J<feöRr fWu-b-b.: °n ávaxta °’129kakkm I «*» Endurbætt eggí Kanada Vancouver, 3. júní. AP. KANADÍSKIR vísindamenn hafa skýrt frá því, að þeir hafi náð að endurbæta hænuegg, þannig að það sé heilsusamlegra en áður. Eggið kemur eftir sem áður úr hænunni, er eins að lögun, bragðast eins, er matreitt á sama hátt og er jafnstórt og venjuleg hænuegg. Breytingin felst fyrst og fremst í annarri fitusýrusamsetningu í eggjarauðunni. Gera þessar breyt- ingar það að verkum, að egg verð- ur framvegis kjörið, sem hluti megrunarkúra. Gert er ráð fyrir að þetta nýja egg komi á markað síðla sumars. Breytingarnar eru hins vegar ekki algóðar því í ljós hefur komið að með þeim getur eggið orðið valdur að æðakölkun og hjarta- súkdómum. Óöur maður gekk berserksgang með kjotoxi Hong Kong, 3. júní. AP. ÓÐUR maður varð í dag tveimur að bana og slasaði 43 til viðbótar er hann gekk berserksgang með kjöt- öxi í fjölbýlishúsi. Flestir þeirra, sem slösuðust voru börn á barnaskóia- aldri. Maðurinn réðst fyrst að tveimur konum í íbúð annarrar þeirra á 12. hæð fjölbýlishúss í borginni, en flúði síðan niður stiga. önnur kvennanna er talin vera móðir árásarmannsins. Lést hún af sár- um sínum. Hann flúði síðan niður stiga í fjölbýlishúsinu. Á leið sinni niður hjó hann til allra, sem á vegi hans urðu. Á efstu hæð hússins er kennslustofa og þar var fjöldi barna er árásarmaðurinn kom inn. Náði hann að slasa fjölda barna áður en tókst að buga hann. Margir þeirra, sem slösuðust voru fluttir á gjörgæsludeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.