Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 11 AIGIASIM.A SÍMINN F.R: 22480 Castrol er olían fyrir allar vélar sumar sem vetur Margir hafa beðið um Castrol á is- landi, en án árangurs - fremstu smurolíu á heimsmarkaði. En nú er hún komin. þÓR H/F hefur tekið að sér sölu og dreifingu á íslandi. Castrol framleiðir 450 gerðir af smurolíum fyrir bila, báta- og ski- pavélar, iðnvélar og buvélar. Órug- gar oliur. sem auka slitþol vela og gera þær hagkvæmari í rekstri - olíur með 75 ara reynslu að baki. Innan skamms fæst Castrol emnig um allt land. hringið og spyrjið um næsta sölustað og biðjið um ókeypis smurkort. SÍMI B15QQ-ÁRMÚLA11 ÍL Castrol Kynna sér heilbrigð- ismál á íslandi HÉR Á landi er nú staddur rúmlega 30 manna hópur á vegum Norsk Korrespondens Institut, sem m.a. veitir nám í stjórnun. Fólkið cr allt úr heilbrigðisstéttum, flest bjúkrun- arfrieðingar og er hingað komið til að kynna sér hvernig heilbrigðis- þjónustan er upp byggð á íslandi og hvernig er háttað námi á því sviði, einkum háskólanámi. Var í fyrra far- in slík ferð til Englands og hug- myndin er að fara næst til Rúss- lands. Þessi mynd var tekin morgun- inn sem hópurinn kom í Nýja hjúkrunarskólann, þar sem Marja Tome og Guðrún Marteinsdóttir sögðu frá námsbrautinni við Há- skóla íslands. Þá var farið í Landspítalann, þar sem Davíð Á. Gunnarsson og Vigdís Magnús- dóttir forstöðukona stóðu fyrir fræðslu. Á Heilsuverndarstöðinni tóku á móti þeim Skúli Johnsen borgarlæknir og Bergljót Líndal hjúkrunarforstjóri. Þá voru skoð- uð heimili aldraðra á Dalbraut, þar sem Robert Sigurðsson for- stöðumaður sýndi staðinn og á fimmtudag var farið í Ás í Hvera- gerði, á Selfoss til að skoða sjúkrahúsið og í náttúrulækninga- hælið í Hveragerði. Hafa Jón G. Stefánsson, læknir og kennslustjóri við HÍ, og María Pétursdóttir, skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans, skipulagt þessa kynningu fyrir Norðmennina. Nýtt útflutn- ingsfyrirtæki stofnað í DESEMBER á síðastliðnu ári var stofnað hlutafélag um rekstur nýs fyrirtækis í Reykjavík. Hlutafélagið hlaut nafnið íslenska markaösversl- unin. Markmið þess er að beita sér fyrir auknum útflutningi íslenskra framleiðsluvara og aukinni mark- aðshlutdeild þeirra á heimsmarkaði. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með nýstárlegum söluað- ferðum og víðtækri kynningar- starfsemi. Nú þegar stendur yfir hönnun viðskiptarits félagsins á vegum samnefnds fyrirtækis, þar sem íslenskar framleiðsluvörur verða kynntar erlendum þjóðum. Mun ritið verða gefið út í mjög stóru upplagi og dreift erlendis af umboðsmönnum íslensku mark- aðsverslunarinnar. Forsvarsmenn félagsins vilja virkja þá markaði víða um heim sem ísienskar framleiðsluvörur hafa enn ekki náð til og ennfrem- ur örva viðskipti í þeim löndum þar sem íslendingar hafa þegar getið sér gott orð. íslenska markaðsverslunin hf. hyggst einnig standa fyrir rann- sóknum og könnunum á möguleik- um og hagkvæmni rekstrar nýrra fyrirtækja til nýtingar íslensks hráefnis og sérstaklega kanna markaðsmöguleika framleiðslunn- ar erlendis. Innflutningur þekkingar og tækninýjunga til hagsbóta fyrir framleiðsluiðnaðinn verður einnig á stefnuskrá félagsins. Skrifstofur íslensku markaðs- verslunarinnar hf. eru að Skúla- túni 4 í Reykjavík. (FrétUtilkynning.) Andstæðu- bækurnar IÐUNN hefur gefið út fimm litlar barnabækur eftir Colin McNaughton með þykkum spjöld- um. Bækurnar eru með fallegum myndum, sem hjálpa ungum börn- um að átta sig á ýmsum algengum orðum gagnstæðrar merkingar. Bækurnar heita: Fela — leita, Langt — stutt, Yfir — undir, Inn — út og Breitt — mjótt. Þær bera samheitið Andstæðubækurnar og eru prentaðar í Hollandi. Nú er Castrol líka komin til íslands..!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.