Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 5 Bjarni Jónsson sýnir á Höfn BJARNI Jónsson lístmálari opnaði í gær sýningu á málverkum sínum i Gagnfrteðaskólanum á Höfn í Hornafirði. Sýningin verður opin daglega frá kl. 18 til 22 og stendur fram á sunnudag 6. júní, þ.e. fram á sjómannadag. Bjarni Jónsson er fæddur 15. september 1934. Var fyrst ungur mikið á vinnustofum margra af okkar þekktustu málurum eins og Ásgeirs Bjarnþórssonar, Ásgríms Jónssonar, Kjarvals o.fl. Stundaði síðan nám í skóla Frístundamál- ara, átti þá m.a. mynd á sýningu, sem hann gerði 10 ára gamall. Síð- ar stundaði hann nám í Handíða- skólanum hjá Valtý Péturssyni, Hjörleifi Sigurðssyni og Ásmundi Sveinssyni. Bjarni tók fyrst þátt í samsýn- ingu Félags ísl. myndlistarmanna árið 1952, og flest ár síðan, auk samsýninga erlendis. Fyrsta sjálfstæða sýningin var í Sýn- ingarsalnum í Reykjavík 1957, önnur í Listamannaskálanum 1962, þriðja í Hafnarfirði 1963, fjórða í Vestmannaeyjum 1969, og sama ár í Galerie 6 í Reykjavík, og í Hafnarfirði 1973. Jafnframt samsýningar með hafnfirskum málurum, síðast 1974. Sýningar á Mokka 1958 til 1961. Þátttaka í Paris Biennale 1961. Þrjár myndir Bjarna hafa verið á farandsýn- ingu í Bandaríkjunum á vegum American People Encyclopædia. Aðalfundur * BI á morgun AÐALFUNDUR Blaðamannafélags íslands verður haldinn á morgun, laugardag. Fer hann fram í Síðu- múla 23 og hefst kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Bjarni hefur auk þess mynd- skreytt fjölda námsbóka og kennsluspjöld fyrir Ríkisútgáfu námsbóka, bækur margra útgáfu- fyrirtækja; teiknaði nokkur ár fyrir Spegilinn, ásamt leikmynd- um fyrir Leikfélag Vestmanna- eyja og Leikfélag Hafnarfjarðar og leikmyndir fyrir kvikmyndina Gilitrutt. Bjarni Jónsson hefur haldið sýningar um land allt. Á Akur- eyri, Akranesi, Bolungarvík, Stykkishólmi, ísafirði, Selfossi og Keflavík, svo að eitthvað sé nefnt. Mörg undanfarin ár hefur hann unnið að heimildarteikningum í hið mikla rit Lúðvíks Kristjáns- sonar um íslenska sjávarhætti frá fyrstu tíð, auk fjölmargra mynda í nýju Skátabókina. Á þessari sýningu eru þjóð- lífsmyndir, dýramyndir, blóma- myndir, landslagsmyndir, málað- ur rekaviður o.fl. Myndir þær sem sýndar eru hér, hafa verið valdar með það fyrir augum, að sýna sem flestar hliðar á list Bjarna Jónssonar. Bjarni Jónsson Forsvarsmenn tæknimanna útvarps, talið frá vinstri: Ástvaldur Kristinsson, Runólfur Þorláksson og Þórir Steingrímsson. Myndir Mbl. Emília. Ekkert útvarp frá og með deginum í dag: „Ríkið hefur ekki staðið við samninga“ „VIÐ GÖNGUM ekki út á mið- nætti vegna þess að við viljum fara, um annað er bara ekk: að ræða,“ sagði Runólfur Þorláksson, tækni- maður hjá útvarpinu, þegar Morg- unblaðið hitti hann að máli um miðjan dag í gær, ásamt þeim Þóri Steingrímssyni og Ástvaldi Krist- inssyni, en þeir þrír hafa staðið framarlega í kjarabaráttu tækni- manna útvarpsins. „Þegar menn byrja hér fá þeir greidd laun samkvæmt 10. launa- flokk, en þau eru 6,082 kr. á mán- uði og þau laun verða þeir að sætta sig við í 3 ár. Þá hækka menn upp í 12. flokk, 2. þrep, sem gerir 8,176 kr. og eftir 5 ára starf færast menn upp í 15. flokk, 3. þrep, sem gerir 9.382 kr. Hærra komast menn ekki, nema hvað þeir fá þær aldurshækkanir sem aðrir ríkisstarfsmenn fá.“ „Það hefur lengi verið mikil óánægja með kjörin hjá okkur, en ástæðan fyrir því að við förum út í þessar aðgerðir einmitt nú, er að við teljum að ríkið hafi ekki stað- ið við það ákvæði í aðalkjara- samningi, sem gerður var í des- ember og gildir fyrir tímabilið jan,—ágúst 1982, sem kveður á um það, að við gerð sérkjara- samninga yrði tekið mið af kjör- um sambærilegra stétta á al- mennum vinnumarkaði." „Við byggjum kröfur okkar á samanburði á kjörum okkar og annarra rafeindavirkja. Þar höf- um við fyrir okkur samning sem Rarik hefur gert við Rafiðnaðar- samband íslands og annan, sem Ríkisverksmiðjurnar og ASI fyrir hönd Rafiðnaðarsambandsins gerðu með sér. Byrjunarlaun samkvæmt fyrrnefnda samningn- um eru 9.635 kr. og eftir 5 ár 10. 792. Þarna er mikill munur á, sem við viljum fá leiðréttan." „Við sögðum upp 1. marz en það skeði ekkert í samningamál- unum fyrr en seinni partinn í maí, að okkur var boðið upp á viðræður um sérkjarasamning á undan aðalkjarasamningi. Út úr þeim viðræðum hefur ekkert komið, því ríkið segist ekki til- búið að semja nema við félagið í heild, sem er Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins og sem við erum ekki nema partur af. En við skilj- um ekki, af hverju ekki má semja við okkur sérstaklega, því það var samið við sjúkraliða sérstaklega og þeir eru í Starfsmannafélagi Ríkisstofnana." „Við höfum skrifað útvarps- stjóra bréf, þar sem við bjóðumst til að vinna svo halda megi opinni nauðsynlegri neyðarþjónustu, sem felst í því að veðurfregnum og tilkynningum sem varða ör- yggismál verður útvarpað. En við vitum ekki ennþá hvort þetta boð okkar verður þegið." Heimur sólskins og glaöværöar < jvffrmr/^ Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 1982 hefst 13. júní Af íþróttaviöburðum heimsins er enginn sem vekur aðra eins athygli, eftirvæntingu og aðsókn og heims- meistarakeppnin í knattspyrnu. Því ber vel í veiði fyrir farþega Útsýnar á Costa del Sol að geta oröiö vitni aö þessum heimsviöburði i sumarleyfi sínu, jafnframt því að njóta lifsins við sól- og sjóböö og hvers kyns skemmtun. Útsýn fer með umboö á Islandi fyrir heimsmeistarakeppnina og hefur tryggt sér takmarkaöan fjölda aðgöngumiða að leikjunum, sem fram fara í Malaga og Sevilla, en þar eigast við hin heimsfrægu lið Brasilíu, Sovétríkjanna, Skotlands og Nýja Sjálands. Ferðamöguleikarnir eru nær óendanlegir frá Costa del Sol. til þorpa, bæja eða borga, svo sem Sevilla og Cordova, að ógleymdri höfuöborg Costa del Sol. Malaga. Skemmtanir eins og Tívolí, diskótek, kappakstursbila á brautum, golf og mini-golf, spilavíti, næturklúbba, sjóskíöi og siglingabretti geta allir stundaö á Costa del Sol. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, Reykjavík. Símar 20100 og 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Sími 96-22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.