Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 29 Sigríður Halldórs- dóttir — Minning Fædd 5. október 1905 Dáin 25. maí 1982 í dag er til moldar borin Sigríð- ur Halldórsdóttir frá Sauðholti. Hún fæddist þar 5. okt. 1905 og ólst upp í foreldra húsum. Bærinn Sauðhoit stóð á eystri bakka Þjórsár, en er nú í eyði. Fyrir þá, sem leggja mikið upp úr ættfræði, skal þess getið að Sigríður var af Víkingslækjarætt. Hún var 29 ára, er hún giftist Andrési Sigurðssyni og eignaðist með honum dæturnar Guðnýju, sem er gift Gunnlaugi Hjálmars- syni handboltahetju og Þórdísi, gift Birni Nielsen loftskeytasnill- ing. Fyrir átti hún dótturina Sig- rúnu, sem giftist William Bain- drain og býr vestan hafs. Andrés dó 1965. Árið 1967 giftist hún öðru sinni og lifir maður hennar hana, Helgi Jónsson blikksmíðameistari. Sigríður lagði gjörva hönd á margt var m.a. í kaupavinnu t.d. á Ásólfsstöðum og átti hún ljúfar minningar frá þeim fagra stað. Ekki verður æviferill Sigríðar rakinn frekar hér, en um hana má segja, að hún var eins og klippt út úr Njálssögu eða Sturlungu, for- vitri, römm í lund, þjóðleg í orðs- ins bestu merkingu, sem m.a. kom best í ljós í því, hvernig hún var eins í viðmóti við alla, hvort held- ur það voru ráðherrar eða sendlar. Kjarnmikið tungutak hennar vakti fyrst athygli mína, er hún hóf vinnu í mötuneytinu í Arn- arhvoli fyrir rúmum tveimur ára- tugum, en þá um árabil mataðist ég þar nærri daglega og ailtaf við og við undanfarin ár. Það gat eng- um dulist að þarna var óvenjuleg kona á ferð; giaðvært hispursleysi hennar hlaut að gleðja þá, sem það kunnu að meta. Þetta var kona sem hafði reynt talsvert og gat miðiað af reynslu sinni og velvilja. Ást hennar á lífinu gat ekki leynst neinum, — til skamms tíma gat maður rekist á hana í tjaldi í útilegu í Þjórsárdal eða Þórsmörk eða í orkan stuði á réttarballi, í lopapeysu á gailabuxum og stíg- vélum með fleyg í rassvasa — enda kunni hún að fara með guð- aveigar. Þá einnig uppábúna í mannfagnaði. Það var eitthvað í fasi hennar sem gat rekið drung- ann úr sinni hinna þunglyndustu. Mæðutón átti hún ekki til. Það að ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Rannsaka heyrn Norðlendinga EINAR Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðru starfs- fóiki Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð á Norðurlandi vestra dagana 21.—25. júní nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Ólafs- fjörð 21. júní, Siglufjörð 22. júní, Sauðárkrók 23. júní, Blönduós 24. júní og Hvammstanga 25. júní. hún valdi sér að maka mann, sem var nærri 17 árum yngri en hún talar sínu máli, um persónu þess- arar fágætu alþýðukonu, sem unni íslenskri menningu í hvívetna og náttúru landsins. Siíkar mann- eskjur eru ómetanlegar á hverjum stað og undirritaður veit að hann talar fyrir munn hinna mörgu, sem notið hafa málsverðar eða hressingar í mötuneyti stjórnar- ráðsins í Arnarhvoli, þegar ást- vinum Sigríðar Halldórsdóttur er vottuð samúð og þakkað ánægju- legt og hlýtt viðmót. — Mér er kunnugt að vandamenn Sigríðar meta mikils hve Helgi Jónsson reyndist eiginkonu sinni vel í öllu þeirra hjónabandi og ekki hvað síst í helstríði hennar. Blessuð sé minning hennar. Gunnlaugur Þórðarson. ÞÚ ERT ÖRUCCUR Á G O ODpÝEA R í dag er til moidar borin, virt kona úr verkamannastétt. I dag þegar aðeins er innt eftir mennt- un, en ekki vinnusemi, stundvísi eða trúmennsku, vilja þeir gleym- ast sem skilað hafa lífsstarfi sínu án eigingirni og sjálfselsku. Sigríður Halldórsdóttir sem við kveðjum í dag var ein af þessum gamla skóla, þjóðarheill var henni ofar í huga en eigin hagur. Við sem höfum átt því láni að fagna, að vera samferðamenn hennar hin síðari ár, neitum því ekki að áhrif hennar á lífsskoðanir okkar eru varanleg. Þessi áhrif verðum við ávallt þakklátir fyrir. Megi okkur auðnast að tileinka okkur ást hennar á landi og þjóð. Nú þegar leiðir skilja um sinn eigum við þá ósk heitasta að henn- ar hinsta för verði jafn friðsöm og líf hennar allt. Einhver spekingur sagði: „Besti predikarinn er hjarta þitt, besti kennarinn tíminn en besti vinur þinn er Guð.“ Þetta voru líka einkunnarorð þeirrar heiðurskonu sem við nú kveðjum. Aldrei fáum við fullþakkað samfylgdina. Megi hugsjónir hennar og trú þroskast í hjörtum okkar. „Ef þú átt vin hvaða not hefur þú þá fyrir lyf?“ (Bhartrihare.) Tengdasynir Verkamanna- félagið Dagsbrún Félagsmenn eru hvattir til aö koma á fundinn og sýna júní kl. 2 e.h. Dagskrá: Samningamálin. Félagsmenn eru hvattir til aö koma á fundinn og sýni skírteini viö innganginn. Stjórnin. Hefurðu gert þér greln fyrlr því að milll bíls og vegar eru aðeins fjórir lófastórir fletlr. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. HUGSIÐ UM EIGIÐ ÖRYGGI OG ANNARRA HEKLAHF Laugaveg.170 172 Sími 21240 Radial með Superfiller Bridgestone Radial hjólbaröar með sérstyrktum hlióum veita auk- ió öryggi vió akstur á malarvegum. Hjólbaröakaupendur.... Þegar þió kaupiö radial hjólabaróa, þá athugió hvort þeir eru merktir S/F, því það táknar aó þeir eru meó Superfiller styrkingu íhliðunum . á Islandi BILABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.