Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 31 Aðeins 46 mörk skoruð í 20 leikjum 1. deildarinnar NÚ, þegar fjórar umferdir eru búnar í íslandsmótinu í knattspyrnu, er fróðlegt að skoða ýmislegt varðandi mótið. Fimm leikir eru í hverri um- ferð og verður að segjast eins og er, að markaskorun hefur ekki verið sterkasta hlið íslensku knattspyrnu- mannanna. Samtals hafa 46 mörk verið skoruð í leikjunum 20, eða broti yfír 2 mörk í leik að meðaltali. Þó hafa 0—0-jafnteflin aðeins verið þrjú til þessa. { fyrstu umferðinni voru skoruð 13 mörk, aðeins tíu í annarri og þriðju og aftur 13 í fjórðu umferðinni. Þeir Ómar Jóhannsson t.v. og Sig- urður Grétarsson eru meðal þeirra leikmanna sem skorað hafa tvö mörk. Þá er athyglisvert hversu gífur- lega mörkin dreifast á leikmenn, enginn virðist ætla að skera sig úr í markakóngskapphlaupinu. Markhæstu mennirnir hafa aðeins skorað 2 mörk og alls hafa 35 leikmenn 1. deildarinnar komist á blað í leikjunum tuttugu. Þeir sem skorað hafa 2 mörk eru Jóhann Georgsson ÍBV, Ómar Jóhannsson ÍBV, Njáll Eiðsson Val, Ásbjörn Björnsson KA, Sigurður Grétars- son UBK, Sigþór Ómarsson ÍA, Ólafur Hafsteinsson Fram, Hall- dór Arason Fram, Heimir Karls- son Víkingi, Guðmundur Jó- hannsson IBÍ og Gústaf Bald- vinsson ÍBÍ. Eftirtaldir leikmenn hafa skor- að eitt mark: Kristinn Kristjáns- son ÍBÍ, Erling Aðalsteinsson KR, Willum Þórsson KR, Valur Vals- son Val, Trausti Ómarsson UBK, Sverrir Herbertsson Víkingi, Helgi Helgason Víkingi, Ólafur Björnsson UBK, Hákon Gunnars- son UBK, Guðbjörn Tryggvason IA, Jóhann Þorvarðarson Víkingi, Jón Oddsson ÍBÍ, Birgir Teitsson UBK, Sigurjón Kristjánsson UBK, Eyjólfur Ágústsson KA, Gunnar Gíslason KA, Örnólfur Oddsson ÍBÍ, Gunnar Pétursson ÍBÍ, Sigur- lás Þorleifsson ÍBV, Valþór Sig- þórsson ÍBV, Ómar Torfason Vík- ingi, Óli Þór Magnússon ÍBK, Daníel Einarsson IBK og Þor- grímur Þráinsson Val. (KnaHspyrna1 Hrýtur ÞÝSKI knattspyrnumaðurinn sterki, Hans Peter Briegel, hefur komist að því að ósiðir borga sig stundum. Þannig er mál vexti, að Briegel er eini vestur-þýski lands- liðsmaðurinn sem fékk einkaher- bergi á hvíldargistiheimilinu, sem þýska liðið hefur dvalið á í Svarta- skógi að undanfornu, en þangað fór hópurinn gagngert til að kasta of hátt! mæðinni og slaka á. Astæðan fyrir því að Briegel fékk sérherbergi, er sú, að hann hrýtur svo hátt að ekki er svefnsamt fyrir aðra í sama her- bergi! Briegel leikur með Kaisers- lautern. Á ferðalögum með félagi sínu dvelur kappinn ævinlega í einkaherbergjum á meðan að fé- lagar hans skipta sér niður tveir og tveir. Fjorir alþjóðlegir fimleikadómarar Fimleikasamband íslands státar nú af fjórum dómurum sem staðist hafa alþjóðlegt dómarapróf. í vor var haldið námskeið i tengslum við Stjarnan Framhaldsaðalfundur Stjörn- unnar í Garðabæ fer fram 10. júní í Garðaskóla og hefst kl. 20.00. Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi og þreyttu 19 manns próf. Fjórar konur stóðust alþjóðlega prófíð, Margrét Bjarnadóttir, Anna Kristín Jóhannesdóttir, Berglind Pétursdóttir, sem er aðeins 18 ára og Áslaug Oskarsdóttir, sem er að- eins 16 ára. Þess má geta til gam- ans, að Danir eiga aðeins tvo dóm- ara með sambærileg réttindi, Finnar þrjá. Draumamörk Guö- geirs þau fyrstu á öldungamótinu Guðgeir Leifsson skoraði tvívegis. GUÐGEIR Leifsson skoraði fyrstu tvö mörkin í íslandsmóti „öldunga", en á þriðjudaginn léku Víkingur og FH fyrsta leik mótsins. Vikingar sigruðu örugglega 6—0. Alls taka 13 lið þátt í mótinu og er leikið í tveim- ur riðlum. Leikmenn þurfa að hafa náð 30 ára aldri. Næsti leikur í mót- inu verður í kvöld, en þá mætir KR liði Þróttar á KR-velli og á morgun leika ÍBA og Breiðablik. Leikur Víkings og FH á þriðju- daginn var hinn líflegasti og skemmtilegur samleikur sást til beggja liða. Víkingar voru þó áberandi sterkari og mörk Guð- geirs sannkölluð draumamörk. Rush skoraði sigurmark Wales gegn Frakklandi WALES sigraði Frakkland 1—0 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Toulouse í Frakklandi í fyrrakvöld, leikurinn var liður i und- irbúningi Frakka fyrir lokaátökin á HM. Ian Rush skoraði sigurmark Wales á 55. mínútu leiksins, en Frakkar höfðu lengst af nokkra yfir- burði. En þeir virkuðu þreyttir, enda nýkomnir úr þrekæfíngabúðum í Andorrafjöllunum. Platini, Six og Tresör fengu allir tækifæri til að skora, en Wales-búar vörðust fræki- lega. Almenningur í Frakklandi er ails ekki sáttur við frammistöðu landsiiðsins i síðustu leikjum, en Frakkar hafa nú tapað tveimur leikj- um í röð, áður 0—1 á heimavelli fyrir Perú. Ian Rush bætti marki í safnið. Knattspyrnuskóli Víkings Englendingar léku sér að Finnum KNATTSPYRNUSKÓLI Víkings verður starfræktur í sumar með svip- uöu sniði og undanfarin ár. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og skiptist í tvo hópa, fyrir og eftir há- degi. í hverjum hópi verða 20—24 drengir og stúlkur og verður reynt að hafa börn á svipuðu reki í hverj- um hópi. Námskeið verða: 1. námskeiðið 7. júní til 18. júní, 2. námskeiðið 21. júní til 2. júií, 3. námskeiðið 5. júlí til 16. júlí, 4. námskeiðið 19. júlí til 30. júlí, 5. námskeiðið 3. ágúst tii 13. ágúst, 6. námskeiðið 16. ágúst til 27. ágúst. Leiðbeinandi verður Stefán Konráðsson, íþróttakennari, en Youri Sedov, þjálfari meistara- flokks mun gefa góð ráð. Þá munu kunnir knattspyrnumenn koma í heimsókn; þeirra á meðal Lárus Guðmundsson, atvinnumaður í Belgíu og Ómar Torfason, lands- liðsmaður og fyrirliði Víkings, og fleiri kunnir kappar. Farið verður í undirstöðuatriði knattspyrnunnar, og reynt verður að leggja grunn að skilningi á leiknum og leikni með knöttinn. Þá verður ýmislegt til skemmtun- ar, svo sem myndbandasýningar og keppni við knattspyrnuskóla í öðrum félögum. í lok hvers nám- skeiðs verða þátttakendum veitt viðurkenningarskjöl. Þátttökugjald á námskeiði er 250 krónur og greiðist við innrit- un, sem hefst þriðjudaginn 1. júní í félagsheimili Víkings frá klukk- an 15-17. Paul Mariner fagnar marki. Hann | skoraði tvívegis gegn Finnum í gær. ENSKA knattspyrnulandsliðið vann öruggan stórsigur gegn fínnska landsliðinu í Helsinki í gær, 4—1 urðu lokatölur leiksins og segja þær lítið um yfírburði enska liðsins sem þarna vann sjötta sigur sinn i röð. Leikurinn var liður í undirbúningi Englands fyrir HM á Spáni, en fyrir Finna var hann liður i hátíðahöldum, því knattspyrnusambandið þar í landi varð 75 ára á þessu ári. Meðal 21.500 áhorfenda voru Koiovisto Finnlandsforseti og Joao Havelange forseti FIFA. Englendingarnir réðu lögum og lofum á vellinum og Paul Mariner hóf markaregnið er hann skoraði fyrsta markið á 14. mínútu. Bryan Robson bætti öðru marki við á 26. mínútu og hann var aftur á ferð- inni á 59. mínútu er hann skoraði þriðja mark Englands. Mariner hafði heldur ekki sagt sitt síðasta orð, hann skoraði fjórða markið aðeins fjórum mínútum síðar. Eina mark Finna skoraði Kai Haaskivi úr vítaspyrnu á 82. mín- útu leiksins. Haaskivi leikur ann- ars með Edmonton Drillers í Kanada. Ef vítið er frádregið, átti finnska liðið aðeins tvö alvöru markskot. Annað þeirra, á 38. mínútu leiksins, varði Ray Clem- ence meistaralega. GOOGOOPLEX 2 plötur x 45 snúningar á verói einnar. PURRKUR Útg. gramm stainorh# PILLNIKK ní)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.