Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 11 Skipstjórinn á Ágústi Guðmundssyni SF 95: Var dæmdur í 42 þúsund króna sekt DÓMUR féll í fyrradag í rnáli skipstjórans á vélbátnum Ágústi Guðmundssyni SF 95 og var hann dæmdur í 42 þúsunda króna sekt og voru afli og veiðarfæri gerð upptæk, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðiö fékk hjá Klemensi Eggertssyni, fulltrúa sýslumannsins í Hornafirði. í gærmorgun lagði ríkissak- sóknari fram ákæru í málinu og gekk dómur síðdegis í gær. Vélbát- urinn Ágúst Guðmundsson var staðinn að ólöglegum veiðum við Ingólfshöfða á mánudagskvöld. Samkvæmt mælingum varðskips- manna á Óðni, var báturinn mest 1 mílu innan 3ja mílna lög- sögunnar, en báturinn er 95 tonn að stærð. Ný bók frá Iðunni: Notaðu höfuðið betur NOTAÐII höfuðið betur nefnist bók sem Iðunn hefur gefið út. Höfundur hennar er Tony Buzan, fjölmiðlamað- ur sem haldið hefur fyrirlestra víða um heim við háskóla og aðrar mennta- stofnanir. bessi bók kom fyrst út 1974 og hefur nú verið þýdd á meira en tíu tungumál. Bókinni er ætlað að kenna skipu- legar námsaðferðir og vinnubrögð og er ekki eingöngu ætluð skólanem- um, heldur hverjum þeim sem vill létta sér lestur og bæta minni, segir í fréttatilkynningu í tilefni af út- komu bókarinnar. Bókin skiptist í tíu aðalkafla sem svo heita: „Heilinn í þér er betri en þú heldur“, „Að lesa með betri árangri og hraðar", „Minnið", „Lyk- ilorðaskráning", „Heilamynstur — þróaðar aðferðir og notkun þeirra", „Hin lífræna námsaðferð", „Inn- gangur, undirbúningur og notkun". I bókinni eru margar skýringar- myndir. Hún er liðlega 150 blaðsíð- ur. Stefán Ásgrímsson þýddi. Oddi prentaði. Tónleikar Grafík á ísafirði í dag HUÓMSVEITIN Grafík efnir í dag til tónleika í Álþýðuhúsinu á fsafirði. Hefjast þeir klukkan 17 og á efn- isskrá eru eingöngu frumsarain lög. Grafík er frá Isafirði og hefur þegar gefið út eina hljómplötu, hlaut góðar undirtektir. Hljómsveitin er skipuð þeim Rafni Jónssyni, sem leikur á ásláttar- hljóðfæri, Rúnari Þórissyni, gítar- leikara, Erni Vilbergssyni, bassa- leikara, og Vilberg Viggóssyni, sem leikur á hljómborð. Jón Pétursson við flugvél sína TF-IOI. Á hann vélina í félagi við bróður sinn, Guðmund, og er aðsetur þeirra með vélina á Stóra-Kroppsflugvelli, sem nýverið er búið að lengja upp í 800 metra. Jón Pétursson veiðieftirlitsmaður Þverár: Stæði ekki í þessu, ef flugvélar nyti ekki við MEÐ nýrri tækni hefur ferðalögum manna fleytt fram, hvað varðar yfir- ferð á skömmum tíma. Þetta er sér- staklcga gott, þar sem erfitt er yfir- ferðar. Þetta hefur komið sér vel hjá veiðieftirlitsmanni við vatnasvæði Þverár í Borgarfirði. Ef ætti að fara um það endilangt frá ósum Þverár, þar sem hún rennur í Hvítá og að upptökum hennar, þá tæki það lung- ann úr deginum. En með því að hafa til umráða flugvél til eftirlitsstarfs- ins, þá tekur það um 50 mín. til klukkutíma að fljúga yfir allt svæðið, svo það er enginn smáflýtir af því að hafa flugvélina. Jón Pétursson frá Geirshlíð í Flókadal er veiðieftirlitsmaður Þverár. Skiptist vatnasvæði Þver- ár í tvennt, þar sem 7 stangir eru á hvoru svæði, samtals 14 stangir. Heitir Þverá Kjarrá eftir að komið er framfyrir Örnólfsdal. Jón sagðist fara 2—4 sinnum í viku á flugvélinni í eftirlitsferðir. En hin skiptin á bíl. Það sem tekur um klukkutíma með flugvélinni er hann um 6 tíma að fara á bíl, og lengur ef gengið er inn á Arnar- vatnsheiði að upptökum árinnar. — Maður sér vel fjöldann af stöngunum, sem notaðar eru með því að fljúga yfir. Ef einhver er með fleiri á öðru hvöru svæðinu, þar sem sjö stangir eiga að vera, þá flýg ég niður á Stóra-Kropps- flugvöll og ek á staðinn. Verða veiðimenn ekki angraðir, þegar verið er að fljúga yfir þá og þeir standandi úti í á? — Ekki hefi ég orðið var við það hjá þeim. Oft flýg ég líka snemma að morgni áður en fólk er komið á fætur á bæjunum og þá flýg ég fram á Fjall til þess að vekja fólk ekki í byggð. Tekur það ekki nema um 30 mínútur. En hættast er, að menn séu að ólöglegum veiðum að næturþeli og ekki svo auðvelt fyrir menn að varast flugvélina og setja allt sitt hafurtask niður á skömm- um tíma. En hins vegar er sam- starf við veiðimenn mjög gott, svo árekstrar eru afar sjaldgæfir og stafa þá oft af ókunnugleik við- komandi. Þetta er 4. sumarið sem ég er í þessu og ekki hefi ég enn hitt á neina harðsvíraða veiðiþjófa. Hefur þú einhver önnur not af flugvélinni? — Já, ef eitthvað vantar nauð- synlega úr Reykjavík, þá er ekki lengi verið að renna í bæinn á henni og getur það sparað manni mikinn tíma, þegar í heyskap vant- ar eitthvert tæki, sem hefur bilað. Þá má ekki missa mikinn tíma og varahluturinn verður að vera kom- inn sem fyrst. Heldurðu að þú værir í þessu veiðieftirlitsstarfi, ef þú þyrftir að fara í þessar veiðieftirlitsferðir allar á jörðu? — Nei, það er ljóst. Það tæki svo mikinn tíma, að ég stæði ekki í því. Flugvélin gerir það kleift, að ég er ekki að eyða tíma frá heyskap og öðrum bústörfum ef það tæki megnið af deginum að vera í þessu. En með því að geta flogið yfir svæðið, þá tekur það ekki svo lang- an tíma, að þetta er vel gerlegt. Ófriður 'j aðsigi srr.~'£5?'í"c; cj„,a prentun uppse.d ^\ Hitlerstimanum. OppW- ^ .^ r . . . f .Aeini . .flBttí ÓPRIÐUE ---------- irY_ ófriö í aösigi- ritdón’"4 — r-rssf&p Erlendur Jónwon, Morgunblaðið. mikill fróöleikur á einum •T* verSrituö bók, byggö » nákvæmusturannsóknum Aöalstemn Ingólfs* . Dagblaöiö. -Þór ^r viöí “ö mlWuetn^og merkilegu og raou p lffi9l,^mX?m.nn,bjóövir,inn. IPWi W- 'SffSSS^ HalO*rP6*,Ur,nn‘ i , . -,ti aö vera „Öfriöur i aös!^‘im beim er viö Alþýöublaðrö. hnhir höfundurinn „Bersýmlega h vJnnu og viö- lagt í Það tni. Honum hefur aö aö ser miklu etn <*, 'ekiS' Meslu skiptlr þó. aö læsiiegt r'nlöagum sagnfrr - . á 4 nn ........ Pnl/ofnlorfiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.