Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 35 Ragnarnáði forystu fyrir síðasta daginn • Ragnar Ólafsson, GR, lék mjög vel í ger á Landsmótinu I Grafarholtinu, og náöi forystunni af Sigurði Péturssyni. Hér sést Ragnar slá úr erfiðri aðstöðu á fimmtudaginn. Eiginkona hans er til vinstri á myndinni, en hún er kylfuberi Ragnars á mótinu. Mynd: Gudjón. Nú er aöeins lokaspretturinn eftir á Landsmótinu í golfi, en því lýkur í dag. Fjórir flokkar eru eftir, báðir meistaraflokkarnir, og 1. og 2. flokk- ur kvenna. Ragnar Olafsson lék best allra í gær, annan daginn í röð, og fór hann 18 holurnar á 72 höggum. Er það aðeins einu höggi yfir pari. Hann náði forystunni af Sigurði Pét- urssyni, sem notaði þremur höggum meira en Ragnar í gær, og er nú í öðru sæti. Forysta Ragnars er að vísu aðeins eitt högg, þannig að spennan er enn í hámarki. Björgvin Þorsteinsson, GA, er enn í þriðja sætinu, en hann verð- ur að leika mjög vel í dag ef hann ætlar að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Björgvin er nú átta höggum á eftir Ragnari, en hann á auðvitað von ef Ragnar dettur úr stuði. Staðan í meistaraflokki karla fyrir síðasta daginn er sem hér Blikadagurinn HINN árlegi Blikadagur verður haldinn í dag, og hefst dagskrá kl. 11.00 við Blikastaði. Þar verður kaffi- og veitingasala, hljómsveit treður upp o.fl. Knattspyrnukeppni hefst síðan á Smárahvammsvelli kl. 11.30. Fyrst leika 5. fl. UBK og Grótta, þá 6. fl. UBK og Fram, og síðan verður eldri flokki UBK, og meist- araflokki kvenna og karla blandað saman og skipt í tvö lið. Kl. 12.20 spila 4. fl. UBK og ÍK og eftir það leika 2. fl. UBK og Augnabliks og yngri flokkur stúlkna UBK—KR. Frá 11.30 til 14.30 fer fram vítaspyrnukeppni sem öllum er heimil þátttaka í, en þátttökugjald er kr. 30.00. Síðan verður ntikið um að vera á aðalleikvanginum kl. 15.00, og inn í þeirri dagskrá er leikur Breiða- bliks og Víkings í 1. deild. Um kvöldið er síðan dansleikur í Félagsheimili Kópavogs frá 21.00-02.00. Annað opna tennismótið Tvær næstu helgar, 20., 21. og 28. og 29. ágúst verður haldið annað opna tennismót sumarsins. Leikið verður á tveimur völlum er tennis- deild ÍK ræöur yfir, en þeir eru við Vallargerði í Kópavogi. Nefnist mót þetta „Opið Slazenger" og standa tennisdeild ÍK og John Nolan, golf- kennari, að því. Nolan gefur Slaz- enger tennisvörur í verðlaun allra flokka, ásamt farandbikurum. Keppt veröur í fjórum flokkum, ef næg þátttaka fæst, karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokkum pilta og stúlkna. Leikin verður útsláttarkeppni og þarf keppandi að vinna tvö sett til að sigra andstæðing sinn. Þannig verður hver leikur í mesta lagi þrjú sett. Hvert sett er upp í 6 lotur, þannig að sá sem er á undan að sigra í 6 lotum vinnur settið. í undanúrslitum og úrslitum verður notað svokallað „Tiebreak". Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 18. ágúst og fer skráning fram hjá Ragnari Ar- inbjarnarsyni milli kl. 18.00 og 20.00 alla daga. Þátttökugjald er 200 kr. Bikarkeppni 16 ára og yngri Fjórða bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands íslands 16 ára og yngri verður um helgina í Borg- arnesi. Níu lið mæta til keppni; UMSS, USVH, UMSB, FH, Ár- mann, ÍR, HSK, HHF og UBK. Keppnin verður vafalaust spenn- andi, þvi þarna mætist margt framtíðar landsliðsfólk okkar. Keppnin hefst í dag kl. 14.00 á Borgarnesvelli. segir. í sviganum er höggafjöldi keppenda þrjá fyrstu dagana, aft- asta talan gildir fyrir daginn í gær. 1. Ragnar Ólafsaon QR 220 (75—73—72) 2. Sigurður Pétursson GR 221 (70—76—75) 3. Björgvin Þorsteins. GA 228 (73—77—78) 4. Jón H. Guölaugsson NK 231 (82—74—75) 5. Sveinn Sigurbergs. GK 234 (79—79—76) 6. Magnús Jónsson GS 235 (83—76—76) 7. Óskar Sœmundsson GR 238 (83—76—79) Eins og á þessu sést hefur Ragn- ar verið í stöðugri framför keppn- isdagana. Árangur Sigurðar fyrsta daginn er enn sá besti, en þá fór hann á einu höggi undir pari vallarins og setti vallarmet, mjög glæsilegur árangur. Sólveig langfyrst Islandsmeistarinn í meistara- flokki kvenna, Sólveig Þorsteins- dóttir, byrjaði ekki vel fyrsta dag- inn, og var þá í fjórða sæti. Annan daginn skaust hún síðan upp að hlið Ásgerðar Sverrisdóttur í 1. sætið, og í gær lék hún mun betur en keppinautar hennar og hefur nú nánast sagt skilið við þá. Má eitthvað mikið gerast á loka- sprettinum í dag ef hún á ekki að verja titilinn. Hún á núna hvorki meira né minna en 13 högg á næstu manneskju, Þórdísi Geirs- dóttur. Annars er staða efstu keppenda þessi fyrir siðustu 18 holurnar, og þar erum við einnig með högga- fjöldann alla dagana eins og hjá körlunum: 1. Sólveig Þortfeinsd. GR 259 (92—93—84) 2. Þórdis Geirsdóttir GK 272 (86—92—94) 3. Ásgeróur Sverrisd. GR 275 (85—90—100) Jónína komin á toppinn Jónína Pálsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, er nú komin upp í fyrsta sætið í 1. flokki kvenna, þær sem enn eru þrjár efstar í flokknum hafa skipst á að hafa forystuna keppnisdagana. Jónína lék á 95 höggum í gær, og hefur nú tveggja högga forystu. Þrjár efstu eru þessar: 1. Jónína Pálsdóttir, GA 274 2. Ágústa Guðmundsdóttir, GR276 3. Ágústa Dúa Jónsdóttir, GR 285 Keppnin hlýtur óneitanlega að koma til með að standa milli Jón- ínu og Ágústu Guðmundsdóttur í dag, og er ekki gott að spá um hvernig viðureign þeirra lyktar. Ágústa Dúa virðist vera að missa af lestinni, en þó skyldi enginn útiloka hana. Hún hafði forystuna eftir fyrsta daginn. Þá er það 2. flokkur kvenna. Hann hóf keppni í gær, og leikur þannig aðeins 36 holur. Forystuna þar hefur Kristine Eude, Nesklúbbnum. Listi þriggja efstu er annars þannig: 1. Kristine Eude NK 100 2. Hrafnhildur Þórarinsd. GK 102 3. Sigríður B. Ólafsdóttir GH 105 Keppni hefst snemma í dag að venju, og það er 2. flokkur kvenna sem ríður á vaðið. Fyrstu kepp- endur í honum fara út kl. 8.30, fyrstu keppendur í 1. flokki kvenna fara út kl. 9.00 og þær fyrstu í meistaraflokki kvenna fara af stað kl. 9.40. Þeir sem hafa lakastan árangur í meistaraflokki karla fara fyrstir af stað kl. 10.20, en hjá besta „hollinu", þeim Ragnari, Sigurði og Björgvin, hefst baráttan kl. 11.50. Ef allt gengur að óskum ættu þeir kumpánar að hafa lokið keppni á bilinu 16.00—16.30, og úr- slit því að liggja fyrir um það leyti. Þá er bara að vona að veð- urguðirnir verði keppendum hlið- hollir í dag, því óneitanlega er skemmtilegra að elta hvíta bolt- ann í góðviðri, en láta kuldabola narta í sig meðan á keppni stend- ur. - SH. ARATUNGU i í KVÖLD | Tætumöll KL* Q j á sveitaball j sumarsins Ómar — Bessi — Magnús — Þor- J geir og hljómsv. Ragga Bjarna í 0 meiriháttar stuöi. S Uppselt 27 skemmtanir í röð. Sumargleðistuðið landsfræga heldur áfram á fullu í kvöld. Ath.: Glæsilegasta gjafahapp- drætti, sem um getur • Samba-bifreiö frá Vökli — tvímælalaust bíll ársins. FRÁ SJÓNVARPSBÚÐINNI LÁGMÚLA 7: • Fisher myndsegulband — það bezta. • — 3 Samsung-tæki — sjónvarpstæki hljómtæki og örbylgjuofn. Samsung fer sigurför um heiminn. Hjónarúm af fullkomnustu gerö frá Ingvari og Gylfa — sannkölluð völundarsmíö. Pési planki tekur nokkrar léttar sveiflur. Tökum lífið létt með sumargleðísprett. Léttlynda Lína — prima- donnan í óperu sumarsins — er þegar mætt á svæðið — skjálfandi af tilhlökkun. Jónas og fjölskylda veröa að sjálfsögöu til staöar — það er á hreinu. SÆTAFERÐIR FRÁ: Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og Laugarvatni i a | I ^Sumargleðin Hótel Sögu annað kvöld — sunnudagskvöld kl. 9. Miðasala í anddyri Súlnasalar kl. 2—4 í dag — eftir kl. 4 sunnudag. Borð tekin frá um leið. Húsið opnar kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.