Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 StykkLshólmur: Heyskapur gengur hægt Slykkishólmi, 13. ágúst. IIEYSKAFUK hjá bændum hér í nágrenni hefir gengið heldur hægt og valda þar um að þurrkleysur og regn hafa ráðið miklu. Eftir því sem þeir bændur sem ég hefi talað við segja er spretta góð en margir eru ekki nema hálfnaðir með heyskapinn. Það lítur vel út með ber í ár og mætti segja að þetta sumar yrði með þeim betri að því leyti ef ekki bestu. Eru berin nú orðin svört og vantar ekki mikið í fullan þroska. Fréttaritari Bíóhöllin: Dularfullar símhringingar BÍÓIIÖLLIN mun nú á næstunni sýna myndina When A Stranger ('alls, sem hlotið hefur nafnið Dul- arfullar simhringingar í íslenskri þýðingu. Með helstu hlutverk fara ('harles Durning, Carol Kane, ('ol- een Dewhurst, Tony Becley, Rachel Roberts og Ron O'Nel. Efnisþráður myndarinnar er sá að ung skólastúlka tekur að sér að passa börn á kvöldin. Kvöld eitt er hún gætir tveggja barna í húsi einu hjá auðugu fólki hringir sím- inn í sífellu. Það kemur í ljós að hringt er úr öðrum síma í sama húsi og hún dvelur. Hræðilegur atburður hefur átt sér stað, börnin sem stúlkan var að passa finnast myrt. Og í ljós kemur að geðveikur morðingi gengur laus. Skagafjörður: Myndin er tekin að lokinni messu í Abæjarkirkju síðastliðinn sunnudag og sést hluti gesta, en kirkjugestir voru um áttatíu i þessu sextiu ára afmæli kirkjunnar. Ábæjarkirkja 60 ára SÍDASTLIDINN sunnudag, 8. ágúst, var messað í Ábæjarkirkju í Austurdal af sóknarpre.stinum, séra Ágústi Sigurðssyni frá Mælifelli. Venja er að messa í kirkjunni einu sinni á sumri, þá um sextándu sumarhelgina. I ár eru sextíu ár lio- in síðan kirkjan, sem nú stendur í Ábæ, var vígð. Ábæjarkirkja á marga góða gripi og má þar m.a. nefna 250 ára gamlan kaleik úr tini. Biblía kirkjunnar er gornul úr Hóla- prenti hinu forna, er hún nokkuð snjáð orðin svo ártal sést ekki. Altaristaflan er einnig mjög gömul og er máluð á tréspjöld. Mónika á Merkigili gaf kirkjunni nýlega vandaðan hökul til minn- ingar um látinn mann sinn, Jó- hannes bónda á Merkigili, og dóttur sína, Elínu á Völlum, sem lést síðastliðið haust. Að lokinni messu á sunnudag bauð Mónika kirkjugestum, sem voru um átta- tíu, til kaffidrykkju á Merkigili og var þar að venju veitt af mik- illi rausn. Séra Ágúst Sigurðsson í höklinum, sem Mónika á Merkigili gaf Ábæjar- kirkju. Ibúar Fellabæjar fá ekki löggæzlu frá Egilsstöðum Stuðmenn i miklu fjori Stuðmenn að ljúka töku á kvikmynd „OKKUR ibúum Fellabæjar finnst það óeðlilegt að ekki skuli vera hægt að fá hingað lögreglu fri Egilsstöðum til skýrslutöku og annarra lögreglustarfa. Fra Egilsstöðum og hingað norður yfir Fljót eru aðeins tveir og hilfur kíló- metri, en þess i stað verðum við að sækja lögreglu niður i Seyðisfjörð, en þangað eru um 30 kilómetrar. Vegna þessa hef ég kvartaö við dóms- milariðuneytið og er fulltrúi þaðan væntanlegur hingað í næstu viku," sagði l'riinn Jónsson, hreppstjóri í Fellabæ, í samtali við Morgunblaðið. „Okkur finnst þetta einkennileg ráðstöfun af hálfu dómsmálaráðu- neytisins, að þó við tilheyrum Norður-Múlasýslu að lögsagnarum- dæmi, skulum við þurfa að sækja lögreglu til Seyðisfjarðar, 60 kíló- metra leið fram og til baka, þegar hægara ætti að vera að fá lögreglu frá Egilsstöðum, fimm kílómetra leið fram og til baka. Með þessu er- um við alls ekki að mótmæla störf- um Seyðisfjarðarlögreglunnar, sam- skiptin við hana hafa ætíð verið með ágætum, en það er bæði tímafrekt og dýrt að hafa þennan háttinn á. Þá er þetta ekki verulegt vandamál á sumrin, en á veturna er það hrein- lega oft vonlaust að komast á milli Seyðisfjarðar og Fellabæjar vegna ófærðar. Reynir við Drangeyjarsund í DAG um kl. 13 ætlar Kristinn l'.in arsson sundmaður fri Akranesi að reyna viö Drangeyjarsund. Syndir hann úr Drangey ef veður og aðrar aðstæður leyfa og ætti að verða kominn að Reykjadisk á Reykjaströnd um kl. 17—18 síðdegis. Dumbungur var í gær í Skagafirði en spáin er góð fyrir daginn í dag. Sagðist Kristni lítast vel á þetta og nú ætlaði hann helzt ekki að hætta við. STIIÐMENN eru nú að Ijúka síð- ustu lökiim á kvikmynd sinni „Með allt á hreinu" sem Agúst Guo- mundsson leikstýrir. I myndinni kemur fram mikill fjöldi leikara. Áætlað er að frum- sýna myndina núna um jólin. Stuðmenn ráðgera að spila í Fé- lagsgarði í Kjós í kvöld á hátíð sem Ungmennasamband Kjalar- nesþings gengst fyrir. Þetta verð- ur að öllum líkindum í síðasta sinn sem hljómsveitin kemur fram áður en myndin verður frumsýnd. Gerði tilboð í Ikarus „ÞAÐ ER búið að gefa heimild til þess að gera tilboð, og við höfum gert það," sagði Kristján Guð- mundsson, bæjarstjórí Kópavogs, í samlali við Mbl., en hann var spurð- ur hvort bærinn hygðist gera tilboð í þrji strætisvagna af Ikaru.s-gerð, sitti auglýslir hafa verið til sölu. Ekki vildi Kristján upplýsa hvort tilboð hefði verið gert í einn eða fleirí vagna. Híns vegar sagði hann að ástand vagnanna væri ekki gott og virtist sem ekki hefði verið farið ýkja vel með þá. 30% sóknarnefndarmanna konur I SOKNARNEFNDUM hérlendis sitja nú 938 manns og af þeim voru I. marz sl. 284 konur eða 30%. Á sama tíma voru aðeins 6,2% sveitarstjórnarmanna konur. Kosið er til sóknarnefnda þannig að aðeins hluti nefndarmanna er kosinn hverju sinni, en aðrir sitja ifram. Sóknir landsins eru nú 285 og eru sóknarmenn, sem fyrr segir 938. Auk þess eru safnaðarfulltrú- ar í hverri sókn, þannig að 1.223 manns eru kjörnir til forystu í sóknum landsins. í nokkrum til- vikum eru safnaðarfulltrúar úr hópi sóknarnefndarmanna, þannig að rauntalan er eitthvað lægri. Af formönnum sóknarnefnda eru 55 konur eða 19,3%. Safnað- arfulltrúar eru í hópi kvenna 17,7%. Þá eru nokkrar sóknar- nefndir einkynja. 85 söfnuðir eða nærri 30% þeirra sáu ekki ástæðu til að kjósa konu í sóknarnefnd. 10 söfnuðir hafa einungis konur í stjórn safnaðarins eða 3,5%. Austfirðingar kalla mest eftir starfskröftum kvenna í sóknar- nefndir. í Austfjarðaprófasts- dæmi eru konur 47,6% sóknar- nefndarmanna. í Múlaprófasts- dæmi eru þær 43,4% í sóknrnefnd- um og gegna forystu í nær helm- ingi þeirra. Fæstar eru konur í Rangár- prófastsdæmi. Þar eru konur að- eins 20% sóknarnefndarmanna. Hið sama gildir og um Skagafjörð en þar eru hins vegar 20% for- manna konur. Reykjavík er fyrir neðan meðal- tal. Þar eru 26% sóknarnefndar- manna konur og 12,5% formanna í sóknarnefndum. Hlutfall Reykja- víkurprófastsdæmis væri þó enn lægra, ef Seltjarnarnessókn væri þar ekki með. I þeirri sókn eru konur í meirihluta, auk þess sem formaður og safnaðarfulltrúi eru konur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.