Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 27 Gagnkvæm tillitssemi er allra hagur VÉLHJÓL ER ÖKIÍTÆKI (Almennt eru létt bifhjól, sem svo eru nefnd í umferðarlögunum, kölluð vélhjól.) Sá, sem ekur vélhjóli, hefur sömu skyldur ö(í bifreiðastjóri. Enginn má aka vélhjóli, nema hann sé orðinn 15 ára. Þetta á einnig við um æfingaakstur á einkalóð. VÉLHJÓL VERÐA AÐ VERA BÍIIN: 1. Góðum stýrisútbúnaði. 2. Handhemli á framhjóli. 3. Fóthemli á aft- urhjóli. 4. Lás. 5. Flautu. 6. Góðum hljóðdeyfi (hljóðdunk). 7. Framljós- keri (ef lág- og háljós eru í ljóskerinu, verður að vera Ijósaskiptir). 8. Afturljósi. 9. Glitmerki, er snúi aftur. 10—II. Númeri að (framan og) aftan. Úrbóta er þörf Ökutækjum af ýmsum gerðum og stærðum hefur fjölgað gífur- lega hérlendis á síðustu árum, og umferðin er stöðugt að breytast. Það sem e.t.v. þótti gott og gilt fyrir fáeinum árum er nú litið hornauga, og þykir ekki hæfa hraðfara umferð nútímans. Fyrstu 6 mánuði ársins voru fluttar inn til landsins um 6.900 bifreiðar, og má ætla að „bíla- floti” landsmanna hafi þar með náð um 108 þúsundum. Og innan um og í þessum hest- aflaflykkjum lifum við og hrær- umst. Daglegt líf krefst sam- skipta við bifreiðar, og hvort sem mönnum líkar betur eða verr eru þeir nauðbeygðir til þátttöku í einhvers konar um- ferð. En samfara þessu er ljóst að margir vegfarendur, eiginlega allt of margir, skynja ekki þetta umhverfi sitt rétt og beita alls ekki þeirri athygli sem sívaxandi umferð óneitanlega krefst. Því vakna spurningar eins og þessar: Eru vegl'arendur þá í sífelldri hættu í umferðinni? Erum við e.t.v. oft aðeins sekúndubroti frá því að lenda í slysi sjálf? því miður verð- ur að svara þessum spurningum játandi og kemur þar margt til. Aðgreining í umferð er hér lít- il og hámarkshraði á vegum með Frá umferðarráði eina akrein í hvora átt er heim- ilaður allt að 80 km á klst. Ólíkt öruggari hljóta vegir að vera þar sem a.m.k. tvær samhliða reinar eru í hvora átt, og vegrið og breiðar umferðareyjar á milli þeirra sem mætast. Skortur á sérstökum hjólreiðastígum verður brýnni með hverju nýju reiðhjóli sem inn er flutt, og er í þeim efnum þörf á róttækum aðgerðum í kaupstöðum og á fjölförnum vegum í þéttbýli víða um land. Aðild ungra vegfarenda að umferðarslysum er mikil — yfir meðaltal. Enginn hópur vegfar- enda er í eins mikilli slysahættu og ungir ökumenn vélhjóla og bíla. Afstaða unglinga til laga og reglna sem fullorðið fólk hefur sett og kennt veldur oft erfið- leikum. Þeir kjósa oft að ýta frá sér siðum fullorðinna. Við þau um- skipti kemur upp öryggisleysi gagnvart nýjum vandamálum í umhverfi. Ýmsar ástæður valda löngun unglinga til þess að eignast vélhjól. Það er gagnlegt og til- tölulega ódýrt samgöngutæki. Vélhjól er því í augum margra unglinga ákveðið skref til þess að sýnast fullorðinn. Unglingar trúa einnig að þátttaka í vél- væddri umferð sýni að þeir séu orðnir fullgildir aðilar þjóðfé- lagsins. Virk þátttaka í umferð- inni er táningum tákn um sjálfs- stjórn og frelsi. Hvað er til ráöa? Með stofnun og störfum vél- hjólaklúbba má ná fram ýmsum jákvæðum markmiðum sem vél- hjólaeigendum gætu komið að góðu gagni, eflt samkennd þeirra fyrir góðri umferð, hirðingu tækja og þroskað með þeim ábyrgðartilfinningu sem m.a. gæti leitt til þess að bæta sam- skipti hinna ólíku hópa vegfar- enda í umferðinni. Gæti félagsstarf hjálpað? Hér að neðan er getið um nokkra þætti til ábendingar fyrir þá sem áhuga hafa á virku starfi þ.e. starfsemi vélhjóla- klúbba. Ekki er um að ræða tæmandi skrá en gæti við fyrsta undirbúning orðið leiðbeinend- um til glöggvunar. Þegar verk- efni eru valin þarf að taka tillit til aðstæðna, kanna ítarlega möguleika til samstarfs við aðra aðila eða hvaða aðstoðar sé að vænta t.d. hjá bæjar- eða sveit- arfélagi, æskulýðsráði, lögreglu, skólum og fleiri aðilum. Mikilvægt er að sem flestum félögum í hverjum klúbbi sé fengið í hendur starf við undir- búning eða í starfsnefnd. Með slíkum hætti má vænta árangurs sem eflir vélhjólaeigendur sem ábyrga vegfarendur og þjóðfé- lagsþegna. Einstök verkefni og hugsan- legir samstarfsaðilar: 1. Fundir með almennri fræðslu um umferðarmál, lög og reglugerðir. Heimsóknir lög- gæslumanna, fulltrúa trygg- ingafélaga o.fl. gætu fallið inn í þennan þátt. 2 Kennsla og þjálfun í viðhaldi og hirðingu vélhjóla. Sam- starf við verklega kennslu í efsta bekk grunnskólans, véla- eða bifreiðaverkstæði staðarins ásamt fyrirgreiðslu vélhjólaumboðs. 3. Hjólaskoðun. Upplýsingar er að fá hjá viðkomandi bifreiða- eftirliti eða lögreglu. 4. Æfingar og keppni. Umferð- arráð og ýmis félög geta veitt aðstoð. Við val á æfingasvæði skal leita til bæjar- eða sveit- arstjórna. 5. Ferðalög og samskipti við aðra vélhjólaklúbba. Vei und- irbúin ferð getur verið áhuga- vert viðfangsefni. Sé um að ræða fjölmenna ferð, (fleiri en 6—8 þátttakendur) getur verið gott að leita samstarfs við lögreglu. Munið að slíkar ferðir sem eru vel skipulagðar og takast vel geta verið góð auglýsing fyrir starfsemi klúbbsins (klúbbanna). 6. Fjáröflungarstarf og skemmtanir (sýningar). Til eflingar starfsemi klúbbsins eru ýmsar leiðir færar til tekjuöflunar. Má þar nefna: 1) aðgangseyri að sýningu í góðakstri og/eða vélhjóla- brautum. b) þjónustu, sendiferðir t.d. fyrir aldraða o.fl. c) aðstoð við félagasamtök í útbreiðslustarfsemi o.fl. d) aðgangseyri að skemmtun- um sem klúbburinn heldur í samvinnu við fleiri félög. 7. Aðild eða útgáfu á fjölrituðu blaði fyrir klúbbfélaga. Leitið hugmynda t.d. hjá Umferðar- ráði, Æskulýðsráði, vélhjóla- umboðum, lögreglu o.fl. aðil- um. 8. Lagning æfinga- og keppn- isbrauta. Leitið aðstoðar hjá viðkomandi bæjar- eða tækni- fræðingi. í því sambandi er vert að haga vali á staðsetn- ingu æfingasvæðis að það sé sem mest utan íbúðahverfa til þess að forðast neikvæð við- brögð fólks gagnvart vélhjól- aunglingum. Þetta á einnig við um almennan „frjálsan" akstur í frítímum. Hjá Um- ferðarráði er einnig unnt að fá upplýsingar um þennan þátt sem og fleiri varðandi starfsemi vélhjólaklúbba. Nokkuð skiptar skoðanir geta verið um fundarform en ætla má að unglingum á þessum aldri (14—17 ára) þyki ekki áhugavert að festa fundarstörf um of í fast form. Nauðsynlegt er þó að nokkrum einföldustu fundar- reglum sé fylgt og fundargerðir skrifaðar. Til þess að ná góðum árangri á félagslegum grunni má benda á æskulýðs- og tóm- stundaráð viðkomandi staðar eða Æskulýðsráð ríkisins. Ennfremur eru til mjög víða reyndir félagsmálamenn sem gætu leiðbeint unglingum í upp- hafi starfseminnar og gætu e.t.v. orðið „feður" klúbbanna. Þar sem félagsmiðstöðvar eru starf- andi er sjálfsagt að leita sam- starfs við þær, því þar er oft góð aðstaða og menn reiðubúnir til leiðbeiningarstarfa. Fræðsluþættir Geðhjálpar: Kynning á sjálfshjálp Einn liður í starfi Geðhjálpar er sjálfshjálp. Sjálfshjálparhóp- ar eru starfandi um allan heim og við höfum reynt að byggja á líkum hugmyndum og þeir gera, og hefur það gefist vel hjá okkur. Sjálfshjálp er leið til þess að bregðast við sérstökum vanda- málum og áhyggjum hjá fólki, sem á þau sameiginleg, og áhugafólki um ýmis mál. Þess- um hreyfingum hefur vaxið fisk- ur um hrygg á seinni árum, vegna þess að þær hafa skilað raunverulegum árangri. Þær brúa líka oft bil, sem verða í heilbrigðisþjónustunni. Sjálfs- hjálparhópar eru frábrugðnir meðferðarhópum, sem stjórnað er af sérfræðingum. Aðalmunur- inn liggur í því, að í sjálfshjálparhópi er lögð mest áhersla á, að allir þátttakendur veiti hverjir öðrum þann stuðn- ing, sem á stofnunum er reiknað með að komi frá sérfróðu fólki. Þó að í svona hópum sé oft unnið með sérfræðingum og áhuga- fólki, þá er þeirra þáttur að vera með, sem einn af hinum, frekar en vera leiðandi eða miðpunktur. Hlutverk þess, sem hjálpar, og þess, sem hjálpað er, er ekki eins skýrt afmarkað. Fólk verður allt að vera jafn reiðubúið til að taka á móti hjálp og að veita hana, til þess að árangur náist. Sjálfshjálparhópar starfa yf- irleitt eitthvað á þennan hátt: Allar umræður í sjálfshjálp þurfa að vera eins uppbyggjandi og hægt er, ætlaðar til hjálpar, skilningsríkar og með kærleika að leiðarljósi. Til að reyna að ná þessu markmiði reynum við að forðast umræður um trúarbrögð, stjórnmál og slúðursögur. Um beina leiðsögn er ekki að ræða heldur jafna þátttöku allra í hópnum, og við forðumst ráðríki. Enginn einstaklingur má ætla sér neitt vald, stuðla að því hjá öðrum innan hópsins, eða koma með ákveðnar skipanir varðandi heilsufar annarra einstaklinga. Það getur haft hinar hrapalleg- ustu afleiðingar fyrir eindrægni og samstillingu hópsins. Áætl- anir okkar eru byggðar á uppá- stungum, hugmyndum, skoðana- skiptum og að skiptast á reynslufrásögnum, sem við telj- um að hafi jákvætt gildi, og ann- arri reynslu, sem okkur finnst mikilvæg. Við léttum líka á hjarta okkar í góðra vina hópi. Hver einstaklingur reynir að halda sinni heilsu eða taka framförum eftir bestu getu, — það vitum við öll frá byrjun. Við óskum eftir því, að allir virði þagnargildi og nafnleynd. Við reynum aldrei að sjúkdóms- greina, slíkt er alltaf vafasamt. Allt sem við heyrum á fundum er aðeins skoðun þess, sem talar hverju sinni. Ef einhver segir eitthvað, sem öðrum ekki líkar, þá þarf að muna, að hann talar út frá eigin reynslu, sem þarf ekki að vera reynsla annarra í hópnum. Fólk tekur aðeins með sér heim þær hugsanir, sem hafa gildi fyrir það sjálft, en gleymir hinu sem því líkar ekki. Þátttakendur í sjálfshjálpar- hópi munu að öllum líkindum öðlast eitthvað af eftirfarandi: félagsskap — það að skiptast á hugmyndum og úrræðum — að takast á við erfiðleika — venjast á óhlutdrægni — að vera með- vitaður — aukið sjálfstraust — stuðning — læra jákvæð við- brögð — að bregðast við breyt- ingum — ný vináttutengsl — hughreystingu — hjálp til að standa á eigin fótum — ein- drægni (að finna að þú ert ekki einn á báti) — útrás neikvæðra tilfinninga — að læra að ein- beita sér að sínum sterku hlið- um, ekki þeim veiku — hjálp til að ráða við persónuleg vanda- mál. Staðreynd er, að sjálfshjálp- arhópar hafa hjálpað þúsundum. Getur svona hópur ef til vill hjálpað þér? Takið eftir merki Geðhjálpar og fundarboðum í blöðunum í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.