Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1982 Bókmenntir Friðrik Friðriksson Eyjólfur Konráð Jónsson: Út úr vitahringnum, Heimdallur 1982, 168 bls. í annað sinn á rúmu ári hygj'st ég fjalla um efnahagstillögur þær, sem Kyjólfur Konráð Jónsson, alþingis- maður, ht<fur sett fram. Tillögurnar voru fyrst gefnar út af fyrrverandi stjórn lleimdallar snemma á síðasta ári, og nú bætir þessi stjórn Heim- dallar um betur, endurútgefur tillög- urnar, en nú í hcilli bók með fleiri geinum Kyjólfs jafnframt því, sem birtar eru greinar þeirra, sem fjallað hafa um „eykonskuna". Verdbólga og peningastjórn I baeði skiptin hef ég hrifist af eldmóði og hugmyndaauðgi Eyj- ólfs, en á hinn bóginn hefur sitt hvað einnig angrað mig við lestur- inn. Það er sambland snjallra og miður snjallra hugmynda, sem veldur mér hugarangri. Hvað er hér átt við? í fyrsta lagi eru það tillögur Eykons til hjöðnunar verðbólgu, en þær gerir hann að aöalatriði. I fyrri grein minni benti ég á, að Eyjólfur yrði að skilja hvað verðbólga væri til að geta glímt við hana, en á það virð- ist skorta, svoað þungamiðja minnar gagnrýni liggur ennþá þar. Verðbólga er samkvæmt skilgreiningu almenn og varanleg hækkun verðlags, m.ö.o. vex fjöldi peningaseðla í veltu ávallt hraðar en sá grunnur þjóðarauðs. sem peningarnir eru ávísun á. Um þetta er vart deilt, t.d. segir í al- fra;ðiorðahók Websters nákvæm- lega (>etta um verðbólgu. Þetta má orða á annan hátt, þann að heild- areftirspurn sé of mikil, og fyrsta spurningin, sem svara verður, ef , draga á úr verðbólgu, er hvernig drögum við úr heildareftirspurn? Ef Webster karlinn hefði í bók sinni skilgreiningu á því, hvernig ætti að koma í veg fyrir verðbólgu, en hana fann ég ekki, þá yrði hún að öllum líkindum svohljóðandi: „Látið peninga í veltu ekki vaxa hraðar en þjóðarauð." Svo einföld er skýringin á verðbólgu, en henni hafnar samt Eyjólfur. Tillögur hans fjalla alls ekki um, á hvern hátt draga beri úr eftirspurn, þær fjalla um breytta samsetningu einkaneyslu og samneyslu, en ekki um viðnám gegn verðbólgu. Að svipaðri hugsun og minni kemur Olafur ísleifsson, hagfræðingur, orðum í Vísisgrein, og er hún birt í greinasafninu. Það er tíma- skekkja að loka augunum fyrir þessu, og sannleikanum er heldur betur hliðrað með því að kalia Ronald Reagan liðsmann villu- kenningarinnar. Eyjólfur segir á bls. 81 um peningamagn í veltu og Reagan, en þessi grein var svar- grein til mín: Laukrétt er það, þegar Friðrik Friðriksson segir að af minni hálfu komi „ekki fram skilningur á hlut- verki peningamálastjórnar í hag- kerfinu, sem flestir hagfræðingar leggja þó mikla áherslu á“. Þessa hagfræðinga hef ég sem sagt aldrei skilið, enda efast þeir víst sumir hverjir nú orðið um ágæti kenning- arinnar. Og betur væri nú komið bæði á Bretlandi og íslandi, ef þau Margrét Thatcher og Ólafur Jó- hannesson hefðu verið jafn skiln- ingssljó og ég og bandarísku „bjálf- arnir", sem nú ráða ferðinni í pen- ingamáium þar vestra — með ógnarlegum afleiðingum. Eyjólfur gefur sem sé í skyn, að Reagan láti sig engu varða pen- ingamálastefnu, enda sé það óþarfi. Ég veit ekki, hver er skýr- ingin á þessum misskilningi, en vera má, að fjölmiðlar hafi ein- ungis flutt fréttir um skattalækk- anir til Islands. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Reagan setti sér fjögur meginmarkmið, — að draga Friðrik Friðriksson og Guðmundur Heiðar Frímannsson skrifa um bók Eyjólfs Konráðs Jónssonar: Út úr vítahringnum Bók Eyjólfs Konráós Jónssonar, alþm., „Út úr vítahringnum“, hefur vakið töluverða athygli og umræður. Hér á eftir fara greinar, sem tveir af ritdómurum Morgunblaðsins, Friðrik Friöriksson og Cuðmundur Heiðar Frímannsson, hafa skrifað um bókina. úr verðbólgu, að lækka skatta, að stöðva vöxt ríkisbáknsins og að efla landvarnir. Skattalækkar.ir voru pólitíska söluvaran, en hjöðnun verðbólgu var lykillinn að því að markmiðin næðust. Hvernig átti að lækka verðbólgu? Með því að draga úr En ef við gæfum okkur það, að unnt væri að lækka skatta um þessa upphæð (þ.e. 60—70 milljarða - innsk. F.F.), þá mætti nota svig- rúmið til að lækka vöruverð. T.d. nægði þessi upphæð til að draga úr verðbólgu — með minni álögum ríkisins — sem næmi 20—25% á ársgrundvelli. frávikið frá núverandi ástandi kvað vera það að nú á að fjárfesta í „arðbærum" framkvæmdum. Ég efast ekki um góðan vilja Eyjólfs, en megingallinn við opinberar framkvæmdir er sá, að menn hafa ólíkar skoðanir á því, hvað sé arðbær fjárfesting. Það er m.ö.o. Er Eykonskan leiðin út úr vítahringnum? Kyjólfur Konráð gerir lítið úr að- gcrðum i p<‘ningamálum til að lækka verðbólgu í riti sínu. vexti peningamagns í veltu. Reag- an krafðist þess m.ö.o. að seðla- banki Bandaríkjanna framfylgdi áfram þeirri aðhaldsstefnu, sem mörkuð var 1979. Peningastjórn var ekki hliðarskilyrði, heldur kjarninn sjálfur. Það er út í bláinn að halda öðru fram. Við þetta má því bæta, að ef til vill villa þeir fordómar, sem Eykon virðist hafa gagnvart hagfræði og hagfræðing- um, honum sýn. Hann má hafa þá fordóma mín vegna, þótt ég hafi að vísu hagsmuni af því að hag- fræðingar séu álitnir mætir menn, en ef misst er sjónar á aðalatrið- inu þess vegna, þá er ekkí von á góðu. Þessi veigamikla yfirsjón dreg- ur mjög úr gildi tillagna Eykons til hjöðnunar verðbólgu. Þessu má líkja við lækninn, sem kemur inn til sjúklings með sprunginn botn- langa, og segir: „Bíddu hægur væni, þetta lagast," — og sker úr annað nýrað. Það hefur aldrei ver- ið gott ráð við sprungnum botn- langa að skera burt nýrað. Gengur skattalækkunar- dæmi Eykons upp? Önnur hygmynd vefst einnig fyrir mér, annað hvort sökum þess að ég misskil röksemdafærsluna eða að rök Eykons standist illa. Hér er átt við að skattalækkana- tillögur hans og þær upphæðir, sem hann telur, að séu nægilegar til þess að ná verðbólgunni niður. Eykon segir, að 60—70 milljarðar gamalla króna (á föstu verðlagi) sé sú skattalækkun, sem þurfi (upphæðin er nefnd í ræðu á Al- þingi í febrúar 1981). Hann segir svo á bls. 49—50 í greinasafninu: Þegar hefur verið rætt um sam- band peningamagns og verðbólgu, og við það má bæta, að lækkun vöruverðs á einstökum vöruflokk- um breytir hlutfallsverði, en það er alls ekki auðsætt, að sú breyt- ing lækki heildarverðlag og með því verðbólgu. Þá má spyrja varð andi skattana, hvort það sé réttur skilningur, af minni hálfu, að þessi 60—70 milljarða skattalækk- un (í mynd beinna og óbeinna skatta) komi að miklu leyti beint aftur til ráðstöfunar ríkisins með aukinni sölu ríkisskuldabréfa, en fyrir henni yrði grundvöllur ef sparnaður ykist og verðbólga lækkaði. Þessa fjármuni myndi ríkið nota til framkvæmda. Ef svo er, þá vil ég benda á eftirfarandi: Eykon virðist gefa sér þá for- sendu, í tillögum sínum, að sá, sem hefði 100 krónum meira til ráð- stöfunar vegna skattalækkana, myndi verja þeim öllum í sparnað, og það sem meira er, sparnaðinum yrði að mestu varið til kaupa á skuldabréfum ríkisins. En þetta er hæpið. í fyrsta lagi veit enginn, hve miklum hluta þessara 100 króna ég verði í sparnað, kannski 10 krónum eða 30 eða 90. Allt er jafnlíklegt, en almennt er talið, að menn verji að jafnaði 20—30 krón- um af hverjum hundrað í sparnað pg þar af leiðandi 70 til 80 í neyslu. í öðru lagi er sú forsenda mjög einkennileg, að maður myndi verja stórum hluta sparnaðar síns i skuldabréf. Hvað um skartgripi, hús, gjaldeyri á svörtum markaði, bankareikninga o.s.frv.? Þá er annað atriði það, að Ey- kon gerir ráð fyrir stórfelldu hlut- verki ríkisins við framkvæmdir. Heimdallarstjórnin, sem starfar af miklum krafti undir forystu Árna Sigfússonar, hefur unnið lofsvert verk með útgáfu þessarar bókar. enginn hlutlaus mælikvarði til á arðsemi við slíkt fyrirkomulag. Arðsemin verður einungis vegin og metin af einhverri skynsemi, ef sá sem tekur ákvörðunina ber jafnframt ábyrgð á, að ákvörðunin reynist arðvænleg, þegar á hólm- inn er komið. Það verður einungis við þær aðstæður, að eigið fé sé í veði, þ.e. á fjármagnsmarkaði reknum án ríkisíhlutunar. Arðsemi í augum stjórnmála- manns mun alltaf hafa aðra merkingu en í augum athafna- manns, sem hættir eigin skinni. Arðsemin í augum stjórnmála- manns er ekki aukin framleiðsla eða afrakstur í efnalegu tilliti, heldur aukið atkvæðafylgi. Arðsemisprósentan getur í sjálfu sér verið hin sama: í augum athafnamannsins merkir hún viðbót við fjármagnsgrunn, en í augum stjórnmálamannsins merkir hún viðbót í atkvæðisbær- um stuðningsmönnum. Að leggja höfuðáherslu á þátt ríkisins við framkvæmdir hlýtur því alltaf að vera hin neikvæða leið, sem ekki á að skoða, nema óhjákvæmilegt sé. Hin jákvæða leið er sú að virkja raunverulegan fjármagnsmarkað, láta vexti ráðast á frjálsum mark- aði og skapa atvinnurekstri þau rekstrarskilyrði (m.a. með lítilli verðbólgu), að áhættufé í fyrir- tækjum sé samkeppnisfær sparn- aðarháttur. Það er sú leið, sem Eykon ætti frekar að benda á — sú leið, sem í raun veitir lands- mönnum tækifæri til að taka þátt í frekari uppbyggingu landsins. Það mun engu breyta að fá nýjan Haukdal til að mæla „arðsemi" opinberra framkvæmda. Frjálslyndi og stjórnlyndi Að framansögðu mætti draga þá ályktun, að ekkert væri bita- stætt í tillögum Eykons, en fátt væri fjær sanni. Að „patent"- lausninni til lækkunar verðbólgu slepptri, þá gætir hvarvetna góðr- ar frjálshyggju. Gert er ráð fyrir léttari skattbyrði, stærri hluta þjóðarframleiðslu ráðstafað af einstaklingnum sjálfum, aukinni sjálfsbjargarhvöt. Eykon er frjálslyndur maður. En þó togast á frjálslyndi og eitthvað, sem jafnvel má telja stjórnlyndi á stöku stað. Tökum tvö dæmi úr greinasafninu. Á bls. 32 segir Ey- kon: „Hvort erum við t.d. ríkari og hæfari að mæta vandamálum framtíðarinnar, ef allir verðu fjár- munum í vegagerð í stað þess að kaupa litasjónvarp nr. 2 eða bíl nr. 3.“ Og á bls. 13 segir: „Nýtt sparn- aðarform, sem keppti við stein- steypu og óþarfan innflutning, hefði myndast." Eykon mætti skilja sem svo, að hann væri að segja hér annars vegar, að hann telji sig vita betur, hvað hverjum og einum er fyrir bestu, hvað gerir þjóðina ríka, og hins vegar, hvernig skilgreina eigi þarfan og óþarfan innflutning. En frjálslyndur maður þarf ekki nauðsynlega að samþykkja val annarra, en að neyða sínu vali upp á aðra en dæmt er til að hafa að lokum þveröfugar afleiðingar. Þarfir manna eru misjafnar, og ef einhver kaupir sjónvarp nr. 2 og bíl nr. 3, þá er það til marks um, að þörf er fullnægt og er því ná- kvæmlega jafn rétthátt og t.a.m. lagning vegar. En frjálsir ein- staklingar eru með þessu að sýna vilja sinn, þá verður að lúta því, hvort sem okkur Eykon líkar það betur eða verr. Óþarfur innflutn- ingur er ekki áhyggjuefni, þar sem sá innflutningur einn er óþarfur, sem ekki selst, þ.e. sem fullnægir ekki þörf neins. Hann hleðst upp í vöruhúsum, og sá innflytjandi, sem ekki bregst rétt við skilaboð- unum, verður ekki langlífur í þeim „bísness". Allur annar innflutn- ingur er þarfur. Þrátt fyrir að ég persónulega gæti talið einhvern hluta hans óþarfan fyrir mig. Hinn raunverulegi vandi er sá, að það eru til einstaklingar, sem telja sig vita, hvað hverjum og einum er fyrir bestu. Við vitum, að Tómas Árnason, Svavar Gestsson og þeirra fylgifiskar hafa þessa áráttu, en þess á ekki að gæta i riti eftir Eyjólf Konráð. Ég veit, að flestir sjálfstæðismenn og aðrir frjálslyndir menn styðja Eykon af alhug í tillögum hans um að gera veg einstaklingsins meiri — að auka frjálsræðið — en eigum við ekki að láta þá Tómas og Svavar um að vilja „stýra frjálsræðinu"? Eg hef aðallega sett fram að- finnslur, enda er það líklegra til að bera árangur í frjósömum skoðanaskiptum en „hlutlaus" endursögn eða innihaldslaust lof. Þetta breytir þó engu um það, að framtak Heimdallarstjórnar, sem starfar af miklum krafti undir forystu Árna Sigfússonar, og Eyj- ólfs Konráðs að gefa út þessa bók er bæði lofsvert og athyglisvert. Eykon var ein aðaldriffjöðrin í viðreisnartillögunum 1960, og hann á margar mjög skemmtileg- ar hugmyndir síðan, t.d. í bókinni Alþýðu og athafnalífi, sem kom út 1968. Ef eitthvað er, hefur hans þáttur í baráttunni fyrir frjáls- ræði verið vanmetinn. Nú hljóta að hefjast miklar umræður hér- lendis um, hvað eigi að gera. Ey- kon hefur lagt fram sínar tillögur. Megi aðrir leggja fram sínar og við að komast að einhverri skyn- samlegri niðurstöðu með hrein- skilnislegum skoðanaskiptum. Friðrik Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.