Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________159. þáttur Sigurður Jónsson á Akureyri ræddi við mig um nokkur vandskýrð orð, þeirra á meðal skrælingi. Verður mér þá fyrir að fletta upp í Islendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Þar segir: „Land þat, es kallat es Grænland, fannsk ok byggðisk af Islandi. Eiríkr enn rauði hét maðr breiðfirzkr, es fór út heð- an þangat ok nam þar land, es síðan es kallaðr Eiríksfjörðr. Hann gaf nafn landinu ok kall- aði Grænland ok kvað menn þat myndu fýsa þangat farar, at landit ætti nafn gótt. Þeir fundu þar manna vistir bæði austr og vestr á landi og keiplabrot og steinsmíði þat es af því má skilja, at þar hafði þess konar þjóð farit, es Vín- land hefir byggt ok Grænlend- ingar kalla Skrælinga." (staf- setning Isl. fornrita). Grænlendingar táknar hér norræna menn þar í landi, en Jakob Benediktsson segir (ísl. fornrit I, bls. 14, neðanmáls- grein): „Skrælingar eru frumbyggj- ar Vínlands hins góða kallaðir í Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða, en þar er ekki minnzt á slíka þjóð á Græn- landi. I Historia Norwegiæ eru nefndir Skrælingar á Græn- landi (... quos §crælinga app- ellant)." Af þessu er að ætla að skrælingar (skrælingjar) hafi verið bæði indíánar og eskimó- ar. En hvað merkir orðið og hver er uppruni þess? Jan de Vries telur í upp- runaorðabók sinni, að orðið sé norrænt og hefur ýmis önnur orð því til stuðnings. Sameig- inlegt öllum þessum orðum er merkingin veiklulegur, rýr, lélegur. Liggur því beinast við að ætla að nafngiftin sé til komin vegna þess hverjum augum norrænir menn hafa litið þetta framandi fólk. Vel kannast ég við þá skýr- ingu, sem Sigurður Jónsson hafði á takteinum og tilgreindi höfund að, sem sé þá, að skræl- ingi sé dregið af skrá í merkingunni þurrt skinn. Þá ætti -lingur að vera smækkun- arending og skrælingi sam- kvæmt þessu lítill skinnklædd- ur maður eða eitthvað þvílíkt. Eg býst við að skrá sé skylt orðinu skrælingi, og Jan de Vries og Alexander Jóhannes- son minna á skyldleika þess- ara orða. Mér er næst að halda að 1-hljóðið þarna tilheyri fyrri hlutanum og viðskeytið sé -ingur, sbr. t.d. skrælna og skrælþurr, ennfremur norsku skrælen = veikur og skraal = lé- legt verkfæri. Þá dettur mér í hug að þetta sé fjarskylt orð- unum skratti og skröggur. Niðurstaða: í orðinu skræl- ingi (skrælingur) er viðskeytið -ingur fremur en -lingur. Orðið er myndað í óvirðingarskyni af framandi þjóð. Orðið oskimó(i) er úr indíánamáli og merkir þann sem étur hrátt (aski = hrár, mov = hann étur). Sigurður Jónsson minntist einnig á forskeytin gal- og gall- í orðum eins og galvaskur og gallharður. Prófessor Halldór Halldórsson kom mér á sporið, þegar ég fór að rýna í þetta. Gal- og gall- eru hér herðandi forskeyti, færð yfir í þessar samsetningar frá orðum, þar sem merking þeirra var eðli- leg. Tökum sem dæmi galopinn. Einhver hefur munninn svo mikið opinn að hann getur gal- að. En svo verður gal- áherslu- forskeyti í galvaskur og gal- brattur. Sama er að segja um gall-. Það, sem var mjög súrt, hét á mínu æskuheimili gallsúrt, súrt eins og gall. Ekkert er eðli- legra. Einnig er til gallbeiskur. En svo færðu menn forskeytið út, og þá verða til samsetn- ingar eins og gallharður, þótt gallið sé ekki hart, svo og gallhraustur og gallhungraður. Auðvitað er enginn „hraustur sem gall“ eða „hungraður eins og eða í gall“. Gall- er hér augljóslega aðeins til áherslu. Steinar Pálsson í Hlíð í Gnúpverjahreppi skrifar mér svofellt bréf: „Ég þakka þér fyrir pistilinn sem þú skrifaðir um þágufall- ið, nú fyrir nokkru. Ég var feg- inn að sjá lofsamleg ummæli þín um þágufallið því að nú er í mikilli tísku að ganga á snið við það. Ég get sagt þér dæmi úr mínu nágrenni. Selfoss var landnámsjörð. Þórir sonur Ása hersis „nam Kallnesingahrepp allan ok bjó at Selfossi“. Ég held að þágufallið hafi lengst af verið látið fylgja Selfossi. Gömul málvenja var að tala um að fara að fossi, hvort heldur var um að ræða Selfoss eða aðra fossa. „Að fossum og dimmbláum heið- um“, stendur í ljóði Stein- gríms. Ekki mundi bæjar- stjórnin á Selfossi yrkja betur, en hún hefir einmitt lagt sitt lóð á vogarskálina þágufallinu til óþurftar. Mér brá í brún þegar ég sá, nú fyrir nokkrum árum, mjög myndarleg spjöld, sitt hvoru megin við kaupstaðinn, sem á stóð: Velkomin til Selfoss. Eignarfallið er þarna mjög stirt. Nú leyfir sér enginn lengur að nota þágufallið í sambandi við þennan stað. Ýmist er nú sagt hið stirð- busalega „til Selfoss", eða bara „á Selfoss", kannski að sumu leyti skárra, en er það ekki svolítið tilkomulítið og tíkar- legt? Opinberir aðilar eiga að fara varlega, ef þeir vilja hafa áhrif á þróun málsins. Þið, sem sjáið um móðurmálsþætti, þurfið að gera þeim það skiljanlegt. Nú er búið að kjósa nýja bæjarstjórn á Selfossi. Ef til vill tekur hún aðra afstöðu. Það er engin ástæða fyrir okkur að leggja niður fallbeyg- ingarnar, þótt aðrar þjóðir hafi gert það.“ Ég þakka Steinari þetta góða bréf og tek undir allt, sem þar er sagt, og þá allra helst niðurlagsorðin. Kannski verð- um við Steinar líka velkomnir að Selfossi, þegar við komum næst. Fóstbræðrakonur halda kökubasar og flóamarkað SUNNUDAGINN 15. ágúst kl. 2 e.h., verður haldinn flóamark- aður og kökubasar í Fóstbræðraheimilinu. Á boðstólum er úrval muna. Mikið af ónotuðum fatnaði, skór, veski, töskur, húsgögn, myndir, skrautmunir, eldhúsáhöld og síðan mikið úrval af not- uðum, hreinum fatnaði. Sýnir í Djúpinu KRISTJÁN Valsson opnar sýningu í Djúpinu í dag. Hann sýnir þar 30 klippimyndir. Sýningin verður opin í tvær vikur. Kristin boðun meðal Gyðinga Á SUNNUDAGINN kemur, 15. ág- úst, er sameiginlegur dagur kirkna á Norðurlöndum til að minna á kristna boðun meðal Gyðinga. Fyrir fjórum árum var stofnað félag hér á landi, „Samtök um kristna boðun meðal Gyðinga". Tilgangur félagsins er að gera kristnum mönnum ljósa skuld þeirra við Gyðinga og styrkja kristna boðun meðal þeirra. Biskup íslands hefur sent út til presta hvatningu, þar sem hann fer þess á leit við þá, að þessa verði minnst við guðsþjónustur téðan sunnudag og sérstaklega verði beðið fyrir því starfi, sem á þessum vettvangi sé innt af hendi. A Woman of Inde- pendent Means Jóhanna Kristjónsdóttir A WOMAN of Independent Me- ans eftir Elizabeth Forsythe Hailey er dálítið óvenjuleg bók, og við fyrstu sýn leizt mér öld- ungis ekki á hana: hún er bréf frá söguhetjunni Bess Steed Garner frá barnsaldri til elliára. En þegar betur er að gáð er harla margt fróðlegt í þessum bréfum Bess. Dást má að því líka hversu feiknadugleg hún er að skrifa, einkum eru bréfin til eiginmanns og fjölskyldumeð- lima, og smátt og smátt er dreg- in upp mynd af henni sem er skýr og skemmtileg, þetta er elskuleg, hugsandi vera, dálítið stjórnsöm og einkar trúverðug. Líf hennar allt, þótt aðeins sé frá því sagt á þennan hátt og aðeins frá henni hlið, er áhuga- vert og inn í almennt snakk hennar í bréfum blandast einnig á læsilegan hátt umhverfið og atburðirnir sem eru að gerast á hverjum tíma. Hún hefur skrifin til Rob, vinar síns, þegar hún er barn að aldri og síðar verður Rob eiginmaður hennar og hún skrifar foreldrum og tengdafólki og það gengur á ýmsu í lífi henn- ar, þó svo að hún virðist vera bjartsýn kona að upplagi er lífið auðvitað ekki bara dans á rósum og ógnir heimsstyrjalda og kreppu, auk erfiðleika á heima- vígstöðvum, skila sér vel í bók- inni. Hún er á yngri árum fyrst THEINTERNATIONAL BESTSELLER Bizabeth Forsythe Hafey og fremst eiginkona og móðir, en samt alltaf manneskja með sjálfstæðar skoðanir — skoðanir sem hún festist ekki í, heldur þróast og breytast með árum og atburðum: og sem öldruð kona sýnir hún skilning, forvitni og umburðarlyndi, sem höfundi tekst ágætlega að koma frá sér. Þessi bók var um hríð á met- sölulistum í Bandaríkjunum og víðar — kom út fyrir tveimur árum eða svo — og fékk prýði- lega dóma. Hún á þá ugglaust skilið, því að uppbygging hennar er býsna snjöll og bókin í heild vel skrifuð. 29555 29558 Opið í dag frá 10—15 SKOÐUM OG METUM EIGNIR SAMDÆGURS. 2ja herb. íbúöír Bergþórugata, 60 fm íbúö á 1. hæö, verö tilboö Dalaal, 75 fm á 4. hæö. Bilskyli. verö 800 þus Espigeröi 50 fm jaröhæö fæst i maka- skiptum fyrir stærri ibúö í sama hverfi. Hagamelur 50 fm á 3. hæö laus nú þegar. verö 750 þús. Hringbraut, 66 fm á jaröhæö, verö 700 þús. Kaplaskjólsvegur, 45 fm kjallaraibuö verö 650 þús. Kriuhólar, 65 fm á 4. hæö, verö 700 þús. Leifsgata, 50 fm kjallaraibúö, verö 660 þús. Seljavegur, 45 fm einstaklingsibúö á 1. hæö, verö 520 þús. Skúlagata, 65 fm á 3. hæö, verö 630 þús. 3ja herb. íbúöir Álfheimar, 97 fm á jaröhæö verö 950 þús. Breióvangur, 97 fm á jaröhæö, verö 980 þús. Engihjalli, 85 fm á 4 hæö, verö 920 þús. Gnoóarvogur, 90 fm á jaröhæö verö 960—980 þús. Hjaröarhagi, 85—90 fm á 4. hæö Bílskur Verö 1050—1100 þús. Hólabraut, Hf. 80 fm á 2. hæö, verö 930 þús Hraunbær, 85 fm á 2. hæö, verö 930 þús. Kleppsvegur, 75 fm á 1. haaö, verö 870 þús. Lindargata, 86 fm efri hæö i tvibyli, verö 750—800 þús. Orrahólar, 87 fm á 3. hæö, verö 920 þús. Rauóalækur, 100 fm jaröhæö, verö 850 þús. Oldugata, Hf. 80 fm j 1 hæö i tvíbýli, verö 850 þús. 4ra herb. íbúöir Alfhólsvegur, 86 fm efri hæö i tvíbýli, 40 fm bílskúr, verö 1200 þús. Asbraut, 110 fm á 2. hæö, verö 1050 þús. Ásbraut, 100 fm jaröhæö, verö 980 þús. Engihjalli, 110 fm á 1. hæö, verö 970 þús. Engihjalli, 110 fm á 4. hæö, verö 1100 þús. Eyjabakki, 112 fm á 3. haaö, verö 1150 þús. Fagrabrekka, 120 fm á 2. hæö, verö 1200 þús. Fagrakinn, 90 fm á 1. hæö i tvibýli, bilskursréttur, verö 920 þús. Hjallavegur, 100 fm á 1. hæö i tvibýli, bilskur, verö 1200 þús. Krummahólar, 108 fm á 5. hæö, bil- skúrsréttur, verö 1150 þús. Laufvangur, 137 fm á 1. hæö, verö 1400 þús. Melhagi. 120 fm á 2. hæö i fjórbýli, 35 fm bilskúr. verö 1300 þús. Laugalækur, 130 fm á 2 hæö, bil- skúrsréttur, verö 1450 þús. 5 herb. íbúðir og stærri Hverfisgata, glæsileg hæö 173 fm á 3. hæö i steinhúsi. Getur veriö 2 ibúöir eöa ibúö og skrifst.húsnæöi, verö 1500 þús. Austurbrún, 140 fm á 2. hæö i þribyli, bilskúr, verö 1750 þús. Blikahólar, 117 fm ibúö. verö 1300 þús. Breióvangur, 112 fm á 3. hæö, verö 1300 þus. Drápuhlió, 135 fm sérhæö á 1. hæö. verö 1450 þús. Espigerói, 130 fm á 5. hæö, fæst i skiptum fyrir raöhús eöa einbýli. Gaukshólar, 191 fm penthouse 30 fm bilskúr, verö 1700 þús. Kársnesbraut, 125 fm á 2. hæö, verö 1500 þús. Kríuhólar, 117 fm a 1. hæö, verö 1100 þús. s Langholtsvegur, 2x86 fm hæö og ris, bilskúrsréttur, verö 1300—1350 þús. Lundarbrekka, 117 fm á 2. hæö, verö 1250 þús. Laugarnesvegur, ca. 120 fm á 4. hæö. verö 1100 þús Lokastigur, 105 fm sérhæö á 1. hæö í þribýli, bilskur. verö 1250 þus Vallarbraut, 150 fm sérhæö á 2. hæö i þribyli, bilskur, verö 1900 þús. Vallarbraut, 130 fm jaröhæö. verö 1200—1300 þús. Raðhús — einbýli Háagerói, 153 fm raöhús. verö tilboö Laugarnesvegur, 2x100 fm einbýli, bilskur, verö 2,2 millj. Látrasel, 2x160 fm einbýli, tilbúiö undir tréverk, verö tilboö. Litlahlió, 70 fm einbyli, bilskur. verö 750—790 þús. Kambasel, 198 fm raöhús, bilskúr, verö 1,9—2 millj. Snorrabraut, 3x60 fm einbýli, verö 2,2 millj. Eignanaust Sk,phom 5. Þorvaldur Lúövíksson hrl. Sími: 29555 og 29558.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.