Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 lHttgin Útgefandi nMafrft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Aðförin að Byggingarsjóði ByKííinKarsjóöur hefur lánsfjármajínaö um 90% af íbúð- arhúsnæði í landinu. Alþýðubandalafíið fékk því ráðið að Bygííinííarsjóður, hornsteinn hins almenna húsnæðis- lánakerfis, var sviptur helztu tekjustofnum sínum, launa- skatti og bygginfíarsjóðsKjaldi, sem að óbreyttu hefðu gefið honum 250 m.kr. 1982 — en renna nú í ríkishítina. Það er nú komið á daginn, sem Mbl. hélt fram þegar þessi aðför Alþýðubandalagsins að Byggingarsjóðnum var gerð, að höggvið var að rótum húsnæðislánakerfisins. Þrátt fyrir það að lánaáætlun Byggingarsjóðsins 1982 gerir ráð fyrir 800 færri frumlánum til einstaklinga, sem standa í íbúðar- byggingum, en 1978, þá er lánasjóðurinn kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Svavar Gestsson, húsnæðismálaráð- herra, sem stýrði aðförinni að Byggingarsjóði, segir í við- tali við Mbl. í gær m.a.: „Það er margt sem kemur til greina (til að mæta þessum vanda sjóðsins), en í versta falli yrði að skera niður lán Húsnæðisstofnunar ...“! Þetta er kveðjan sem það unga fólk fær, sem nú stendur í því að byggja eigin íbúðarhúsnæði. Sjálfseignarstefna í húsnæðismálum hefur verið mikilvirkasti hvatinn að þeirri húsnæðisbyltingu, sem orðið hefur í landinu sl. hálfa öld, og skilað hefur þjóðarbúinu ótrúlegu vinnuframlagi og verð- mætum, sem ella hefðu farið forgörðum. Það er þjóðhags- legt glapræði að slæva þennan hvata, eins og sósíalistar telja pólitískt sáluhjálparatriði! Það á að heita svo, að einstaklingar fái 17,4% af kostnaði staðalíbúðar lánað úr hinu almenna húsnæðislánakerfi. Þetta lán er hinsvegar greitt í þremur áföngum og verð- bólgan smækkar það verulega. Hinsvegar er 90% lánshlut- fa.ll, óskert, til húsnæðis, sem fellur undir „verkamanna- bústaði“. Þessi mismunun er stjórnvaldsstýring til breyt- ingar á eignarformi íbúðarhúsnæðis í landinu. Sjálfsagt er að byggja bæði sölu- og leiguíbúðir með rýmilegum lána- kjörum innan ramma „verkamannabústaða“. Hitt er bæði rangt og hættulegt, að færa það framtak fólksins sjálfs í fjötra lánsfjárskorts, sem undir merkjum sjálfseignar- stefnu hefur reist um 90% af íbúðarhúsnæði landsins. Húsnæðismálaráðherra, Svavar Gestsson, kennir lífeyr- issjóðum um lánsfjárþrengingar Byggingarsjóðs. Þeir kaupi ekki nóg af skuldabréfum sjóðsins. Flugufótur kann að vera fyrir þeirri staðhæfingu. Hinsvegar hleypur hann yfir þá meginorsök fjárskortsins, að sjálfur húsnæðismála- ráðherrann — og flokkur hans Alþýðubandalagið — stóð fyrir því að svipta Byggingarsjóðinn megintekjustofnum hans. Afleiðingin er lánsfjárskortur í húsnæðislánakerfinu, samdráttur í íbúðarbyggingum, skortur á íbúðarhúsnæði — sem og stórhækkað leigu- og kaupverð íbúðarhúsnæðis. Afleiðing rangrar stjórnarstefnu Ikjölfar útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 sjómílur jókst sjávarafli og verðmæti sjávarvöruframleiðslu jafnt og þétt hin næstu ár og bar uppi að meginhluta lífskjör í landinu. Nú er hinsvegar komið að nýtingarmörk- um ýmissa nytjafiska, jafnvel yfir þau. Engu að síður eru verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar 1982 mun meiri en þau vóru 1977 og 1978. Verðmæti sjávarvöruframleiðslunn- ar 1977 vóru 3.955 m.kr. Verðmæti hennar í ár, ef miðað er við dekkstu spár, þ.e. 6% rýrnun þjóðartekna, er hinsvegar 4.255 m.kr., á föstu verðlagi, eða verulega hærra en 1977 og 1978. Aflabrögð og markaðsþróun nægir því ekki ein sér til skýra vegferð þjóðarbúsins niður í þá kreppulægð, sem það stendur nú í. Höfuðorsök þess að við höfum glutrað niður afrakstrinum af útfærslu landhelginnar felst og í rangri atvinnu- og efnahagsstefnu Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, sem ráðið hafa ferð hjá núverandi ríkis- stjórn, með viðblasandi árangri í þjóðarbúskapnum! Kosningaréttur — hvað er það? eftir Guðjón Lárusson, lœkni Stjórnarskrárnefnd er nú langt komin með störf sín, að því er fjöl- miðlar segja. Þótt störf hennar hafi dregist nokkuð á langinn, hef- ur hún ekki sætt verulegri gagn- rýni. Ekkert bendir til annars en að í henni sé samviskusamlega unnið og setning stjórnarskrár er vissulega vandasamt verk, því að væntanlega líða áratugir, kannski aldir, áður en önnur verður sett. Almenningur hefur lítið látið á sér bera í fjölmiðlum um stjórn- arskrármálið, ef undan eru skilin skrif, sem þó hafa verið furðu fá, um misvægi atkvæða. Það hefur öllum verið ljóst árum og áratug- um saman, að ekki hafa allir landsmenn setið við sama borð hvað atkvæðisréttinn snertir. Nú er svo komið, að mismunur á at- kvæðum manna eftir búsetu er orðinn það mikill, að varla dettur neinum í hug annað en að ein- hverja leiðréttingu verði að gera. Deilurnar hafa snúist um að „minnka misréttið". í því felst, að um misrétti er að ræða og þá spyr maður sig og stjórnarskrárnefnd, því á að minnka það? Hvers vegna á ekki að afnema það? í fréttum heyrist nú, að stjórn- arskrárnefndin sé að fást við kjör- dæmamálið — það sé erfiðasta málið. Það, hvernig minnka skuli misræmið milli kjördæma. Menn sitja og reikna út hvaða áhrif það hafi á flokkastærð og kjördæmi ef mismunurinn er minnkaður svo og svo mikið, örlítið meira eða örlítið minna. Hefur nefndin ekki hugsað út í það, að stjórnarskráin er handa fólki en ekki handa flokk- um eða kjördæmum. Er stjórn- arskrá ekki sett til þess að tryggja þegnunum lýðræði — að þeir ráði hverjir stjórna þeim? Er það ekki grundvöllur lýðræðis, að allir þegnar hafi sama kosningarétt? Lýðræði er ekki stjórnarfyrir- komulag, sem alltaf hefur ríkt, hvorki hér á landi eða annars staðar og gerir ekki enn. Það er háð kosningaréttinum — því að allir þegnar hafi jafnmikil áhrif, þegar þeir kjósa fulltrúa sína til að fara með innanríkis- og utan- ríkismál sín. Kosningarétturinn hefur ekki dottið af himnum ofan eins og einhver guðs gjöf. Fyrir honum hefur þurft að berjast og miklu blóði verið úthellt, þó ekki í þessu landi. „Öll dýr eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur," segir í Félaga Napoleoni. Það hafa líka alltaf verið til menn, sem telja sig eiga að vera .jafnari en aðrir". Sú var tíðin, að kosningaréttur fór eftir því hvort maður var fæddur inn í aðals- eða öreiga- stétt. Engin rök skorti þá, sem töldu sjálfsagt að þannig ætti það að vera. Þá var sú tíð, að kosningaréttur fór eftir efnahag manna. Þeir sem ekki áttu jörð eða fasteign höfðu heldur engan kosningarétt. Þeir er kosningaréttinn höfðu, fundu nóg rök fyrir því, að þannig ætti það að vera. Og enn var sú tíð, að kosninga- réttur fór eftir kynferði og eru ekki mörg ár síðan því misrétti var breytt, en ekki gerðist það af sjálfu sér. Engum dettur nú í hug að afnema kosningarétt kvenna, ekki einu sinni að minnka hann í t.d. þriðjung eða fjórðung úr at- kvæði karlmanns. Þá væru þær orðnar annars flokks þegnar. í sumum löndum er auðséð hverjir eru annars flokks þegnar. Þar sést það á litnum og þar fer kosningaréttur eftir litarhætti. ís- lendingar hafa verið ósparir á að gagnrýna slík mannréttindabrot. Samúð okkar er með blökku- mönnum er þeir berjast fyrir að fá sama rétt og hvítir menn. En þeir, sem viðhalda óréttinum, hafa nægar skýringar á því hvers vegna það sé nauðsynlegt. Á íslandi fer kosningarétturinn eftir búsetu í landinu. Sá þegn, sem býr á einum stað, hefur öðru- vísi kosningarétt en hinn, sem býr á öðrum stað. Nú eiga 18 ára ung- lingar að fá kosningarétt — en ekki jafn mikinn. Ungmenni, sem býr í Reykjavík og gengur þar í skóla, verður með minni kosn- ingarétt en jafnaldri þess, sem gengur í skóla á Akureyri eða Isa- firði. Einn unglingur hefur allt að fimmfalt meiri áhrif á stjórn landsins, þar með talin utanrík- ismál, en annar. Mismunun eftir búsetu. Tvennskonar þegnar í landinu. Enginn skortur er á þeim, sem vilja viðhalda þessu ranglæti og rökin svipuð og þeirra, sem áð- ur hafa barist gegn lagfæringu á kosningarétti. Hvað er verið að halda í? Svarið er völd. En hver á að hafa valdið? Svarið er, að á kjördegi verða allir þegnar lands- ins að hafa jafn mikið vald. Þann- ig er lýðræðið. Ef ástæða er til hverju sinni að hygla mönnum vegna kynferðis, ætternis, búsetu, atvinnu, litar- hætti o.s.frv., o.s.frv., verður að gera það eins og hefur verið og er gert, með skattaívilnun, styrkjum, hærri launum, lánum, gjöfum og sporslum allskonar, sem þing- menn eru sérfræðingar í, en ekki með því að versla með hornstein lýðræðisins. Væri ekki athugandi fyrir stjórnarskrárnefnd að verja nú þeim tíma, sem hún á eftir, í það að tryggja lýðræðið í landinu, með því að tryggja jafnræði þegnanna á stjóm landsins. Að hver þegn hafi ekki fleiri atkvæði en annar — en heldur ekki færri, og breyta kjördæmaskipan i það horf, að al- gjört jafnræði náist, en láti lönd og leið hvað flokkar stækka eða minnka við þá breytingu, enda er það ekki hennar heldur lands- manna sjálfra að ákveða það með þessu eina atkvæði sínu. Ánægjulegt væri að sjá, ef sá mikli lagamaður, formaður nefnd- arinnar, hefði sig nú upp yfir flokkadrætti og tryggði sér eftir- mæli í sögu landsins, sem væri nokkurs virði. Og kæmi ekki jafnvel til mála, að stjórnarskráin verði borin und- ir landsmenn sjálfa til samþykkt- ar eða synjunar í þjóðaratkvæða- greiðslu, heldur en undir þá al- þingismenn, sem kosnir hafa verð með núverandi fyrirkomulagi og hafa hag af að viðhalda því. Batnandií Norðurá „Veiðin hefur verið nokkuð góð að undanförnu og reyndar farið batn- andi jafnt og þétt. Þetta fór allt sam- an af stað hálfum mánuði seinna en í venjulegu ári, þannig voru að veiðast laxar með lús og hala um mánaðamót júlí og ágúst, en slíkir laxar hafa að- eins verið í fersku vatni í nokkrar klukkustundir,“ sagði Stefán Magn- ússon í veiðihúsinu við Norðurá, er Mbl. sló á þráðinn í gær. Stefán tjáði Mbl. ennfremur, að 1088 laxar hefðu verið komnir á íand af aðalsvæði árinnar, en í allt væru þeir á milli 1200 og 1300. Best hefur veiðst að undanförnu á milli Laxfoss og Glanna og eins frammi í dal. Með- alþyngdin er í hærra lagi og taldi Stefán að hún væri á milli 6 og 7 pund. Stærsti laxinn til þessa var 17 punda hængur sem Guðmundur Ara- son veiddi á maðk á Stokkhylsbroti í lok júlí. Var lax sá grálúsugur, „taldi 40 lýs á baki hans“, sagði Stefán. Mest veiðst á flugu um þessar mundir og síðustu dagana hafa um 90% afl- ans veiðst á Þingeying Streamer, eins hafa Francis og Green Highlander gefið vel í sumar. Hópurinn sem lýk- ur veiðum í dag hafði veitt 59 laxa fram að hádegi í gær, en veitt er á 12 stangir. Gott í Langá í gær voru komnir um 870 laxar á land úr Langá á Mýrum, en það eru 150 löxum meira en allt síðasta sumar, sem var reyndar eitt hið öm- urlegasta í manna minnum þar um slóðir. Af þessum afla hafa rúmlega 500 veiðst á neðsta svæðinu, rúmlega 300 á miðsvæðinu og milli 70 og 100 á efsta svæðinu. Lax þessi er yfirleitt áberandi smár, 3—5 pund að meðal- tali, eins árs fiskur úr sjó, en lítið hefur sést af stærri fiski. Talsvert er af fiski um alla á og stöðug ganga var í hana allan júlí. í ágúst dró talsvert úr henni, en hefur þó engan veginn hætt með öllu. Veiði lýkur 14. september, en veitt er á tólf stangir, viðbúið er því, að sumaraflinn verði að þessu sinni miklu meiri en í fyrra. Mikið er veitt á flugu og hafa reynst fengsælastar Hairy Mary, Blue Charm og Francis. Sæmilcgt í Hrútu Samkvæmt tíðindamanni Mbl. sem var við veiðar í Hrútafjarðará í upp- hafi vikunnar og fram í hana miðja, eru komnir milli 140 og 150 laxar á land, en veitt er á 2—3 stangir. Veið- in hófst 1. júlí, en fyrir skömmu voru skilyrði afar slæm, gruggug á og vatnavextir. En í kjölfar þeirra kom góð ganga, þannig veiddi flokkur sá, sem tíðindamaður Mbl. tilheyrði, 10 laxa síðasta morguninn sem hann var við veiðar og er það fengur sem ekki þarf að kvarta yfir. Meðalþunginn er góður, milli 8 og 9 pund. — gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.