Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. AGUST 1982 Guðrún Pálsdóttir — Minningarorð Fædd 4. september 1896 Dáin 3. ágúst 1982 í dag er til moldar borin, 85 ára að aldri, frú Guðrún Pálsdóttir, til heimilis að Háaleitisbraut 121 hér í borg. Guðrún fæddist að Halakoti í Biskupstungum 4. september 1896. Foreldrar hennár voru Guðbjörg Ögmundsdóttir og Páll Árnason og var hún elst af fimm dætrum þeirra hjóna. Hinar eru Guðbjörg, Anna, Margrét og Katrín yngst, en hún dó um tvítugs aldur. Olst Guðrún upp í Halakoti og síðar á Eyrarbakka, þar til hún fór að vinna fyrir sér, fyrst á Sandlæk í Gnúpverjahreppi en síðan í Geira- koti í Flóa. í Geirakoti kynntist Guðrún manni sínum, Guðmundi Einars- Minning: Fæddur 9. júní 1959 Dáinn 4. ágúst 1982 I dag er til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Birgir Traustason. Þegar ungir menn eru skyndi- lega burtu kallaðir verður manni á að spyrja. Hver er tilgangurinn? Og maður svarar sjálfum sér með annarri spurningu: Eru þeir ekki kallaðir til starfa á öðru tib'eru- sviði? Birgir var burtu kallaður aðeins 23 ára gamall. Hann fædd- ist 9. júní 1959 hér í húsinu hjá ömmu og afa. Gleðin yfir nýfædda og fyrsta barnabarninu eru okkar syni, syni bóndans á bænum. Hófu þau búskap í Geirakoti hjá tengdaforeldrum Guðrúnar og eignuðust þar börnin sín þrjú, þau Bjarneyju, Sigríði og Einar. Arið 1929 fluttu þau að Stekkum í Flóa og stunduðu þar og að Svanavatni búskap til ársins 1940. Þá fluttu þau sig að Stöðlum í Ölfusi og bjuggu þar uns Guðmundur and- aðist úr lungnabólgu árið 1951. Brá Guðrún þá búi og flutti heim- ili sitt til Reykjavíkur ásamt börnum sínum, þeim Sigríði og Einari, en Bjarney var þá gift og flutt að heiman. Bjó Guðrún á Njálsgötu 87 í ein þrettán ár en fluttist síðan á Háaleitisbraut 121, þar sem hún bjó til æviloka. Börn þeirra Guðrúnar og Guð- mundar, Bjarney, Sigríður og Ein- fyrstu minningar um hann. Svo kom dásamlegur tími, með litla vininn í vöggunni og síðan hlaup- andi milli herbergja í íbúðinni. Síðan stofnuðu foreldrar hans sitt eigið heimili og hann fylgdi þeim. Þá var skarð fyrir skildi hjá ömmu og afa. Þó átti hann alla tíð heima hér í bænum og þegar hann hafði aldur til urðu ferðirnar margar austur á Fífilsgötu þar sem hann var alltaf sami aufúsu- gesturinn. Hann var einn af Vestmanna- eyjabörnunum sem fermd voru í Skálholtskirkju vorið 1973 vegna jarðeldanna í Heimaey. ar, eru öll einstakt dugnaðar- og mannkostafólk. Barnabörnin urðu fjögur og barnabarnabörnin voru orðin átta er Guðrún lést. Sjálf kynntist ég Guðrúnu fyrir rúmum áratug, er móðir mín gift- ist Einari syni hennar og verð ég ævinlega þakklát fyrir þau kynni. Ég hef ekki þekkt margar sam- heldnari og ástúðlegri stórfjöl- skyldu en fjölskyldu Guðrúnar. Þar standa allir saman, jafnt í gleði sem sorg svo aðdáunarvert er. Og þar skipaði Guðrún lang- amma þann heiðurssess sem henni bar, enda var hún elskuð og virt af öllum í fjölskyldunni og engin fyrirhöfn talin of mikil til að gera henni lífið sem bærilegast. Á efri árum átti hún erfitt með gang vegna kölkunar í mjöðmum. Það hindraði hana þó ekki í því að sinna þeim heimilisstörfum sem hún mögulega gat, eins lengi og henni var unnt. Guðrún var ein af þessum fal- legu, gömlu konum, sem bera ell- ina vel, þrátt fyrir sjúkdóma og Eftir að skólagöngu lauk, stund- aði Birgir almenn verkamanna- störf, þó helst sjómennsku og þá lengst af á Vestmannaeyjatogur- unum, þar sem hann naut sín vel og þótti mjög duglegur sjómaður. Birgir var þannig gerður að öllum sem nálægt honum voru, þótti vænt um hann. Hann átti heita trú, var mjög tilfinninganæmur og mátti ekkert aumt sjá. Eins og gefur að skilja um svo ungan mann, er ekki hægt að telja fram sérstök afrek eða hetjudáðir. En hlýjar minningar eru okkur efst í huga og þær geymum við til ævi- loka. Á síðari árum átti hann við erf- iðan sjúkdóm að stríða. Sjúkdóm sem var honum óyfirstíganlegur. En nú hefur algóður Guð leyst hann frá því stríði og við höfum þá bjargföstu trú, að hann sem öllu ræður muni af miskunn sinni veita honum þann frið og ró sem honum auðnaðist ekki í jarðlífinu. Við biðjum góðan Guð að blessa foreldra hans og bræður og alla aðstandendur. Við þökkum Birgi hjartanlega fyrir allar þær gleðistundir, sem hann hefur veitt okkur og tökum undir með skáldinu sem segir: „Víst er það gott að geta gefíð þann hljóm í strengi sem eftir að ævin er liðin ómar þar hlýtt og lengi." Amma og afi. lasleika. Hún fylgdist vel með at- burðum líðandi stundar og átti létta lund og gott skopskyn. Fólki leið ósjálfrátt vel nálægt henni, svo hlý í viðmóti og brosandi var hún alltaf. Mér og fjölskyldu minni tók Guðrún opnum örmum frá fyrstu kynnum og börnum mínum var hún jafnástúðleg og sínum eigin langömmubörnum. Ósjaldan vék hún einhverju að þeim svo lítið bar á og ófáa sokkana og vettl- Ingibjörg var fædd í Kaup- mannahöfn 13. september 1903. Foreldrar voru Björn Sigurðsson, bankastjóri og Sigrún Bergmann. Ingibjörg ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs í Kaupmanna- höfn, en síðan í Reykjavík. Það var einstakt ástríki á milli móður og dóttur. Ingibjörg tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík. Hún varð gjaldkeri Lands- banka Islands, síðar aðal- gjaldkeri. Þar fór tryggur starfskraftur. Ég átti því láni að fagna að þekkja Ingibjörgu um margra ára skeið. Hún var góður og elskulegur félagi. Áttum við margar hugljúfar stundir saman, sem ekki gleymast, bæði utanlands og innan. Ingibjörg hafði verið veik í lengri tíma. Hennar lífs- þráður var mjög sterkur og lífslöngunin mikil. Leiðrétting í AFMÆLISGREIN Huldu Á. Stefánsdóttur um Steindór skólameistara Steindórsson í blaðinu á fimmtudaginn, urðu þau leiðu mistök að föðurnafn eiginkonu Steindórs misritað- ist. Hún hét Kristbjörg Dúa- dóttir, en ekki Búadóttir eins og stóð í greininni. Biður blaðið Steindór og greinarhöf. afsök- unar á þessum mistökum. ingana prjónaði hún handa eldri dóttur minni meðan hún enn hafði þrek til. Og núna er hún langamma, einn af fastapunktum tilverunnar, þar sem hún sat prjónandi í stólnum sínum á Háaleitisbrautinni, horf- in þessum langömmubörnum sín- um. Hennar verður sárt saknað af þeim öllum og ég vona að seinna meir, er þau yngri hafa vit og þroska til, skynji þau hve dýrmætt það er að hafa átt og þekkt lang- ömmu af þessari kynslóð, sem nú er óðum að hverfa á braut. Við sem eldri erum vitum öll hve mik- ils virði tengslin við hana voru okkur öllum. Við söknum hennar öll sárt og þá ekki síst systur hennar, sem nú sjá á bak þeirri elstu í systrahópnum. Guðrún hafði árlangt kennt þess meins er dró hana til dauða. Hún vissi sjálf hvert stefndi og tók því æðrulaust. Og nú á ári aldraðra vildi ég mega óska þess að allt gamalt fólk fengi að njóta þess heiðurssætis í sinni fjöl- skyldu, sem Guðrún naut, og þess atlætis sem hún bjó við hjá sínum nánustu. „Far þú í friði, friður 6uðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt." Hrefna S. Einarsdóttir 1 Dauðinn var svo fjarri henni. Ingibjörg andaðist 7. ágúst eftir langt dauðastríð. Hvíldin var henni kærkomin. Hennar nánustu munu sakna vinar í stað. Einnig ungu vin- irnir hennar, sem hún bar fyrir brjósti. Þeir munu minn- ast hennar alla tíð og þakka henni fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar, megi þeir muna Ingibjörgu alla tíð. Ég lýk svo þessum fáu orð- um: „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Vinkona Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. ( minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Systir okkar, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Sólvallagötu 19, lést í Landspítalanum 12. ágúst. Ingileif Gísladóttir, Halldór Gíslason. t Móðir okkar og tengdamóðir, HILDUR Þ. KOLBEINS, Meöalholti 19, Reykjavík, andaöist í Landakótsspítala aö morgni 13. ágúst. Börn og tengdabörn. + Unnusti minn, faðir, sonur og bróöir, GUDLAUGUR GÍSLI REYNISSON frá Bólstaö til heimílís aö Hamrahlíö 17, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þriöjudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 10.30. Kolbrún Hermannsdóttir, Sigurjón Helgi, Þóra Þorbergsdóttir, Hjólmar Böövarsson, og systkini hins lótna. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og hlýhug vegna andláts HÁKONAR EIRÍKSSONAR. Marte Elín Jóhannsdóttir, Jónína Steinþórsdóttir og aörir vandamenn. + Öllum þeim fjölda fólks, nær og fjær, sem heiöraö hafa minningu eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, INGIMARS HARALDSSONAR, húsasmíöameistara, Fýlshólum 11, Reykjavík, meö minningargjöfum, samúöarkveöjum og á annan hátt, sendum viö einlægar og hlýjar kveöjur. Styrkur sá, sem þið hafiö veitt okkur, er ómetanlegur. Þakkir til ykkar felast í gjöf, sem afhent hefur verlö til Krabba- meinsfélags íslands. Viröingarfyllst, Sigríöur Ágeirsdóttir, Haraldur Ingimarsson, Ellnborg Angantýsdóttir, Jensína Ingimarsdóttir, Einar Jónsson, Guörún Ingimarsdóttir, Hilmar Þorkelsson og barnabörn. Birgir Traustason Vestmannaeyjum Minning: Ingibjörg Elísabet Bergmann Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.