Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 19 Einar 01- geirsson áttrœður í dag KINAK Olgeirsson, fyrrum alþingis- maður, er áttræður í dag, en hann var fæddur á Akureyri 14. ágúst 1902. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1921 og stundaði síðan nám í þýzkum og enskum bókmenntum í Berlín og var eftir það kennari við fram- haldsdeild Gangfræðaskólan á Akureyri í fjögur ár. Hann var síðan forstjóri síldareinkasölu Is- lands og forstjóri Rússnesk- íslenzka verzlunarfélagsins. Síðar var hann ritstjóri um nokkurt skeið og stundaði einnig ritstörf. Hann var formaður Sameiningar- flokks alþýðu, Sósialistaflokksins, Kinar Olgeirsson og formaður þingflokks hans um langt skeið. Hann var þingmaður Reykvíkinga frá 1937 til 1967 og var forseti neðri deildar 1956 til 1959. Þá átti Einar sæti í fjölmörgum nefndum á vegum alþingis og var einnig afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Einar verður að heiman í dag. Skattaálagning á Vesturlandi: Soffanías skattahæstur Akranesi 13. ápíat. ÁLAGNINGARSKRÁ skatta á Vesturlandi 1982 var lögð fram í dag. Heild- arálagning nam 184.084.995 krónum, sem er 51,2% hækkun frá fyrra árs álagningu. Þar af er álagning á menn 171.896.100, sem er 53% hækkun og á lögaðila 12.188.895, sem er 29,9% hækkun frá fyrra árs álagningu. Tekju- skattur einstaklinga var 87.797.109 (54,8%) og útsvör 79.059.500 (54,3%). Tekjuskattur lögaðila var 7.230.129 (15%). Eftirtaldir einstaklingar voru með hæstu heildargjöld á Vesturlandi: 1. Soffanías Cecilsson, útgerðarmaður, Grundarfirði, 523 þús. 2. Sæmundur Sigmundsson, sérleyfishafi, Borgarnesi, 503 þús. 3. Runólfur Hallfreðsson, útgerðarmaður, Akranesi, 463 þús. 4. Jósef H. Þorgeirsson, alþingismaður, Akranesi, 278 þús. 5. Guðrún Ásmundsdóttir, kaupmaður, Akranesi, 253 þús. Eftirtaldir lögaðilar voru með hæstu skatta: 1. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, 2.688 þús. 2. Haraldur Böðvarsson & Co hf., Akranesi, 2.430 þús. 3. Hvalur hf., Hvalfjarðarstrandarhreppi, 1.922 þús. 4. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf., Ólafsvík, 1.445 þús. 5. Krossvík hf., Akranesi, 1.031 þús. — Ásmundur Skattaálagning á Norðurlandi vestra: 64,3% hækkun skatta ÁLAGNINGARSKRÁ skatta i Norðurlandsumdæmi vestra 1982 var lögð fram fyrir skömmu. Heildarálagning í umdæminu var 147.685.973 kr. sem er 64,3% hækkun frá fyrra ári. Á menn voru lagðar 115.203.306 kr. sem er 60,6% hækkun frá fyrra ári, á börn voru lagðar 431,873 kr. sem er 38,5% hækkun og á lögaðila voru lagðar 32.050.794 kr. sem er 79,6% hækkun frá fyrra árs álagningu. Helstu gjaldaflokkar eru hjá einstaklingum: tekjuskattur 51.608.925 (62,1%), eignarskattur 2.662.791 (70,7%) og útsvar 51.521.770 (57,6%). Hjá lögaðilum eru helstu gjaldflokkar: tekjuskattur 8.319.474 (160,2%) og eignarskattur 3.123.905 (74,3%). Skatthæstu einstaklingar eru: 1. Erlendur Hansen, iðnrekandi, Sauðárkróki, 399 þús. 2. Bjarni Þorsteinsson, fiskverkandi, Siglufirði, 329 þús. 3. Sigurður Jónsson, lyfsali, Sauðárkróki, 271 þús. 4. Guðjón Sigtryggsson, skipstjóri, Skagaströnd, 230 þús. 5. Sigursteinn Guðmundsson, læknir, Blönduósi, 223 þús. 6. Ólafur Sveinsson, læknir, Sauðárkróki, 217 þús. 7. Páll Ragnarsson, tannlæknir, Sauðárkróki, 204 þús. Skatthæstu lögaðilar á Norðurlandi vestra eru: 1. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2.742 þús. 2. Þormóður rammi hf., Siglufirði, 1.759 þús. 3. Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði, 1.473 þús. 4. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga, 1.025 þús. 5. Meleyri hf., Hvammstanga, 942 þús. 6. Húseiningar hf., Siglufirði, 882 þús. 7. Rækjuvinnslan hf., Skagaströnd, 569 þús. Hljómsveit Björgvins Halldórssonar til Sovétríkjanna: „Útflutningur íslenskr- ar popptónlistar að hefjast fyrir alvöruu Rætt við Jón Ólafsson framkvæmdastjóra ferðarinnar „Kg vil meina að þetta sé fyrsta skipulagða hljómleikaferðalag sem íslenskir hljómlistarmenn ráðast í til annarrar álfu, og má kannski segja að nú sé útflutningur ís- lenskrar popptónlistar að hefjast fyrir alvöru," sagði Jón Ólafsson eigandi hljómplötuútgáfunnar Skifunnar, í samtali við Morgun- blaðið en nú hefur það verið fast- ákveðið að Hljómsveit Björgvins Halldórssonar fari í 30 daga hljómleikaferðalag til Sovétríkj- anna. Lagt verður af stað 31. ágúst nk. Jón, sem er framkvæmdastjóri ferðarinnar, var beðinn að segja í stuttu máli frá aðdraganda þess að í þessa hljómleikaferð er ráðist. Hann sagði: „Það var skömmu eftir ferð, sem ég fór með 14 listamönnum til Frakk- lands 1979, að ég fór að athuga með möguleika á því að koma á framfæri íslenskri popptónlist í Sovétríkjunum. I framhaldi af því hóf ég viðræður, með aðstoð Kristjáns Ágústssonar heildsala, við verslunarfulltrúa Sovétríkj- anna hér á landi. Hann tók vel í málið og kom mér í samband við fulltrúa Cosgonsert, sem er stofnun er heyrir undir mennta- málaráðuneytið í Sovét, og ann- ast út- og innflutning lista- manna. Þeim sendi ég lista yfir tónlistarfólk sem gæti farið á þeim tíma, sem þá hafði verið rætt um, en heyrir nú til gamalli tíð. Auk þess sendi ég þeim hugsanlega dagskrá og allar frekari upplýsingar. Svo fengum við svar um það að ferðalag þetta væri vel mögu- legt að ráðast í. Það var fyrir réttu ári, og hafa staðið yfir miklar viðræður frá því svarið kom. Um mitt síöasta ár kom annað afgerandi svar um að þeir vildu bjóða okkur út í júlí á þessu ári. En þar sem mikið er að^era hjá hljómlistarmönnum á Islandi í júlímánuði fengum við ferðinni frestað fram í sept- ember. Það má geta þess að í hitti- fyrra kom til landsins rússnesk- ur ballettflokkur og var í för með honum fulltrúi mennta- málaráðuneytis Sovétríkjanna. Við héldum smámóttöku fyrir hana og fleiri úr flokknum á veitingastaðnum Naustinu, sem gaf okkur veitingar. Þar spiluð- um við fyrir þetta fólk og má segja að þá hafi málið tekið Magnus Kjarlansson, hljómborð Hjörgvin llalldórsson, lljörtur llowser, songur hljómboró Mikael Berglund, bassi ákveðna jákvæða stefnu," sagði Jón Ólafsson. Alls verða haldnir um 30 hljómleikar í ferðalaginu í sjö borgum víðs vegar um Sovétrík- in. Fyrst verður leikið í Moskvu. Þar verða þrennir tónleikar. Þá 'verður flogið austur í Síberíu til borgarinnar Novokuznetsk þar sem haldnir verða fernir tónleik- ar og þaðan til Novosibirsk og verða fimm tónleikar þar. Síðan verður flogið suður til borgar- innar Alma-Ata, sem er í Kasakhstanhéraði rétt við suð- urlandamæri Sovétríkjanna og Kína. Þar verða þrennir tónleik- ar. Frá Alma-Ata verður flogið til Svartahafsins, til borgarinn- ar Sochi á strönd Svartahafsins en það er vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður. Þar verða haldnir fernir tónleikar. Þá verður farið til Armeníu, sem er syðsta hérað Ráðstjórnarríkj- anna, til borgarinnar Yerevan, á landamærum Tyrklands, írans og Sovétríkjanna. Þar verða einnig haldnir fernir tónleikar. Síðasta borgin, sem farið verður til í hljómleikaferðalaginu, er svo Tbilisi en hún er höfuðborg Grúsíu. Þar verða fernir tónleik- ar en að þeim loknum verður flogið aftur til Moskvu og á hljómlistarfólkið að vera komið þangað 1. okt. Er áætlað að koma aftur til íslands 4. okt. Hljómsveit Björgvins Hall- dórssonar skipa: Björgvin, Magnús Kjartansson, sem spilar á hljómborð, Björn Thoroddsen, gítar, Hjörtur Howser, hljóm- borð, Hans Rolin, trommur, og Mikael Berglund á bassa. Að- stoðarmenn verða Ágúst Ág- ústsson, Tony Cook og Arnaldur Indriðason. Fararstjórar verða þeir Jón Ólafsson og Sigurður Garðarsson. „Það verður eingöngu íslensk tónlist á dagskrá hljómsveitar- innar, og þá verða lög þau sem Björgvin Halldórsson hefur sungið undanfarin ár í meiri- hluta, rjóminn af því sem hann hefur gert um dagana," sagði Jón Ólafsson og bætti við: „Aðal- tilgangurinn með þessari hljóm- leikaför er sá að komast inn á plötumarkaðinn í Sovétríkjun- um með íslenska popptónlist, sem er gríðarlega stór.“ Og hvernig leggst ferðin í þig? „Eg er spenntur og kvíðinn líka. Þetta er ströng dagskrá sem við fylgjum og verður það eflaust ekki tekið út með sæld- inni að halda áætlun. En þetta er forvitnilegur hluti af heimin- um og ég er mjög spenntur fyrir að sjá hann. Það er sjaldan sem manni dettur í hug að fara þarna austur yfir.“ Hljómlistarmennirnir taka með sér tvö tonn af hljóðfærum, og sagði Jón að það hefðu eigin- lega verið Flugleiðir, sem hafi gert þessa ferð mögulega með lipurri fyrirgreiðslu hljómleika- mönnunum til handa. Bætti Jón því við í lokin að vegalengdin, sem farin verður um Sovétríkin, sé eitthvað um 20.000 kíló- metrar. Aðalfundur lýðræðissinnaðra stúdenta í Evrópu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta: Nú í næstu viku verður hald- inn í Reykjavík aðalfundur EDS (European Democratic Stud- ents). EDS eru samtök lýðræð- issinnaðra stúdenta í V-Evrópu og hefur Vaka, félag lýðræðjs- sinnaðra stúdenta í Háskóla ís- lands, verið aðili að þessum sam- tökum um alllangt skeið. Það kemur nú í fyrsta sinn í hlut Vöku að halda aðalfund þessara samtaka. EDS var stofnað 1961 og þá sem samtök kristilegra og íhaldssamra stúdenta ICCS (Int- ernational Union of Christian- Democratic and Conservative Students). Árið 1975 var nafni samtakanna breytt í samtök lýð- ræðissinnaðra stúdenta EDS í þeim tilgangi að ná til fleiri póli- tískra, lýðræðislegra stúdentafé- laga og sameina krafta þeirra í baráttu fyrir frjálsu, lýðræðis- legu og andsósialísku þjóðfélagi. Aðalmarkmið EDS er að efla samvinnu aðildarfélaga og styrkja þannig hver annan í bar- áttu fyrir sameiginlegum hug- sjónum. EDS hefur verið í örum vexti allt frá stofnun, bæði póli- tískt og landfræðilega og er nú ein sterkasta andsósíaliska ung- liðahreyfing í Evrópu og má segja að EDS nái nú allt frá Möltu til íslands. Aðalfundurinn verður haldinn í Lögbergi og búa þátttakendur á Hótel Garði. Samhliða aðalfund- arstörfum verður höfuðviðfangs- efni fundarins fjölmiðlun með tilliti til aðstæðna á íslandi. Fundurinn hefst á mánudags- kvöld 16. ágúst en þá verður þátttakendum kynnt dagskrá fundarins o.fl. Á þriðjudag 17. ágúst heldur prófessor Þórólfur Þórlindsson stutt erindi um ís- lensk stjórnmál og svarar fyrir- spurnum. Þann sama dag verður einnig umræðufundur um ís- lenska ríkisútvarpið og frjálst útvarp og málshefjendur verða þeir Bogi Ágústsson fréttamaður og Ólafur Hauksson ritstjóri. Á miðvikudag verður rætt um póli- tíska fjölmiðlun og þá sérstak- lega hið séríslenska fyrirbæri sem kallast „flokkspólitísk fjöl- miðlun", þann sama dag verður reynt að sýna hinum erlendu stúdentum einhvern hluta lands- ins. Á fimmtudag og föstudag verða aðalfundarstörf í fullum gangi. Margt fleira verður á dagskrá og má búast við að líf og fjör verði í Vökuheimilinu að Skólavörðustíg 12, 3. hæð, alla þá daga sem ráðstefnan stendur yfir. Allir Vökumenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum. Frekari upplýsingar fást hjá formanni Vöku, Sigurbirni Magnússyni, í síma 27417 og Gunnari Jóhanni Birgissyni í síma 15959 og sím- inn í Vökuheimilinu er 22465. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.