Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 13 Grein um mjólk? Er ekki óþarfi að dekra við bændasam- tök og samvinnuhreyfingu með umfjöllun um þennan rándýra vökva? Eitthvað á þessa leið hugsa sjálfsagt einhverjir. Það er því ekki úr vegi að leiðrétta nokkrar algengar bábiljur um þessa fæðu. Mjólk og vísindi Á Fæðudeild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins stendur nú vfir ítarlegasta rannsókn sem hér hefur farið fram á efnasamsetn- ingu íslenskrar mjólkur og mjólk- urafurða. Það er Framleiðsluráð landbún- aðarins sem stendur á bak við þessa rannsókn. Eru það mikil og góð tíðindi þegar ein atvinnu- grein tekur svo ótvíræða forystu í hagnýtum rannsóknum. Staðreyndin er sú að Islend- ingar eiga aðeins um einn kost að velja ef þeir ætla að lifa af harðnandi samkeppni og vers- nandi viðskiptakjör um allan hinn vestræna heim: vísindi og rannsóknir. Mjólk manngæsk- unnar Móðurmjólkin minnir okkur á móðurást og manngæsku, sbr. frýjunarorð lafði Mackbeth er hún vænir mann sinn um að vera um of barmafullur af „the milk of human kindness". Frá upphafi vega hefur Þessi grein er hin síö- asta af fimm sem fjalla um grunnflokka fæð- unnar. I fyrri greinum var fjallað um korn, garðávexti, kjöt og fisk. í dag er fjallað um mjólk og mjólkur- afurðir. mannkynið — eins og aðrar teg- undir spendýra — notið móð- urmjólkurinnar á viðkvæmasta skeiði ævinnar. Getur engin fæða komið í hennar stað. Hins vegar eru innan við 10.000 ár síðan maðurinn tók markvisst að notfæra sér mjólk annarra spendýra og neyta hennar — ekki aðcins fyrstu mánuðina — heldur frá vöggu til grafar. En hvað er í mjólk? Er ein- hver munur á móðurmjólk og kúamjólk? Er ekki óæskilegt að fullorðnir séu að þamba kúa- mjólk í tíma og ótíma? Er yfir- leitt nokkur þörf fyrir kúa- mjólk? Smjör af hverju strái Sagt er að Hrafna-Flóka og skipverjum — m.a. Þórólfi nokkrum — hafi ekki tekist að koma sér saman um landkosti þeirrar afskekktu eyjar sem þeir nefndu ísland. Fann Flóki landinu flest til foráttu, en Þórólfur kvað aftur á móti drjúpa smjör af hverju strái. Er fátítt að jafnólíkar skoðanir hafi komið úr einni og sömu káetu. Þannig sá Þórólfur fyrir sér velgengni og velmegun land- námsaldanna og nútímans en Flóki hins vegar hallæri og hungursneyð sem oft setti svip á aldirnar þarna á milli. Hitt fer ekki á milli mála að án mjóikur og smjörs hefði eng- in þjóð lifað af í þessu harðbýla landi. Gildir sú regla enn hvað sem smjörfjöllum og offram- leiðslu líður. Hvaö er mjólk Mjólk er sérstök næringarefnablanda útbúin frá náttúrunnar hendi handa ung- viði viðkomandi tegundar. Litinn fær hún af örsmáum fitudropum sem dreifast um vökvann. Þurrefnisinnihald kúamjólkur er um 13%. Eru það einkum orkuefni, en auk þess snefill af ýmsum bætiefnum þ.á .m. öllum þeim vítamínum og steinefnum sem maðurinn þarf á að halda. Helsti munur á móðurmjólk og kúamjólk er sá að í móður- mjólk er mun meira af fjölómett- uðum fitusýrum og C-vítamíni, en í kúamjólk meira af nær öllum bætiefnum öðrum. Það kemur e.t.v. á óvart hve bætiefnagildi kúamjólkur er hátt. Er ástæðan m.a. sú að kýr- in er jurtaæta sem lifir aðallega á grasi og fær því sérlega bæti- efnaríkt fæði. Afuröir úr mjólk Mjólkurframleiðslan hefur alltaf verið mun meiri á sumrum en vetrum. Þarf því að vinna hluta af þeirri mjólk sem til fell- ur á sumrin í geymsluþolnar af- urðir. Jón Ottar Ragnarsson Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Af feitum afurðum er helst að nefna rjóma, smjör og mjólkur- osta. Var smjörið dýrast allra þessara afurða og var það meðal annars notað sem gjaldmiðill. Af mögrum afurðum er helst að nefna undanrennu, skyr og skyrmysu. Voru skyrið og skyr- mysan ótrúlega mikið notuð, skyrmysan einkum sem svala- drykkur líkt og gosdrykkir nú. Yfirleitt framleiddu íslend- ingar rhikið af skyri en lítið af ostum. Var ástæðan án efa sú að skyrmysan er mun heppilegri til drykkjar en ostamysan og bragðbetri. Mjólk og næring Þeir sem telja að Islendingar neyti allt of mikillar mjólkur ættu að gera sér grein fyrir því aó þeir fá að jafnaði meira af bætiefnum úr mjólk en nokkrum öðrum fæðufiokki. Mjólk er frábær uppspretta fyrir hvítu, kalkfosfór, B2-vítamín, pantóþensýru, kalíum, zink, B12-vítamín, magníum, fólasín og Bl-vítamín (í röð eftir minnkandi vægi). Sem dæmi um mikilvægi mjólkurmatar má nefna að 1979—80 fengu íslendingar um fimmtung orkunnar, 39% hvítunn- ar, 68% kalksins og 36% álls B2-vitamíns úr þessum flokki. Yfirleitt má segja að kúamjólk sé góð uppspretta fyrir öll bæti- efni nema fjölómettaðar fitusýrur, járn og C- og D-vítamín (erlendis er mjólk oft D-vítamínbætt). llmdeildasti þáttur kúamjólkur er hið lága hlutfall fjölómettaðra fitusýra (miðað við móðurmjólk). Við framleiðslu á smjörva (smjör + jurtaolía) er þetta leyst á snjall- an hátt. Vegna hættu á beinþynningu á fullorðinsárum er mikilvægt að fólk drekki 2—3 glös af mjólkur- drykkjum á dag. Ættu fullorðnir að halda sig við léttmjólk, und- anrennu eða mysu. Lokaorð Mjólk hefur löngum verið ein helsta undirstöðufæða þessarar þjóðar og er svo enn. Yfirleitt hefur gildi mjólkur verið van- metið og er tímabært að hún fái réttlátari dóm. Mjólkurframleiðendur þurfa að bæta til muna nýtingu á hinum mögru þáttum mjólkurinnar, sér- staklega skyrmysunni sem nú fer að mestu til spillis. Reynir hér á þjóðhollustu þessa iðnaðar. Á hinn bóginn verður að segja það mjólkuriðnaðinum til hróss að hann hefur yfirleitt verið í fararbroddi í vöruþróun og verk- tækni, enda hefur hann aðgang að vel menntuðum iðnfræð- ingum. Maður leiksins fær kvöldverð fyrir tvo á Lækjarbrekku Laugardalsvöllur Aðalleikvangur I dag M. 14.00 leika IBV Stórleikur ígeysiharðri fyrstu deiidar baráttu. VALUR Hafðu samband EIMSKIP SIMI 27100 Valsmenn leika í búningum © Sölning hf. Góöborgarinn ^vTMMHT Á'Z/i'/}/}(//a GSdfotirtiMX bXerut^ uj 1|nn i Laugalœk 2. Sími 86511. Stuðmenn Vals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.