Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 33 Þessir hringdu . . . Þá væri ég ekki til frásagnar hér Kristján Kristjánsson hringdi og haföi eftirfarandi að segja: — Pyrir nokkrum árum átti ég heima á Karlagötu. Eitt sinn lagði ég bílnum mínum uppi á Snorra- braut, við umferðareyjuna, en þetta var meðan enn var vinstrihandar- akstur hér á landi. Þegar ég svo þurfti að bregða mér bæjarleið, gekk ég upp á Snorrabraut og settist inn í bílinn. Ég setti í gang og ætlaði að fara að þoka mér af stað, þegar gríðarstór vöruflutningabíll, sem var nokkuð fyrir framan mig, setur á fullt aftur á bak, og það er sem við manninn mælt, að ég get með naum- indum velt mér yfir í farþegasætið í mínum bíl og komist út þeim megin, því að ferlíkið lenti á framhurðinni bílstjóramegin og gekk langt inn í vagninn. Ég hef oft hugsað til þessa atburðar, þegar ég er að rekast á áróðursgreinar fyrir notkun örygg- isbelta. Hefði ég þarna verið bund- inn niður með slíkum útbúnaði, væri ég ekki til frásagnar hér. Og ég get bætt því við, að þetta er ekki í eina skiptið sem ég hef sannreynt það, að notkun öryggisbelta hefði tvimæla- laust haft örlagaríkar og stórháska- legar afleiðingar í för með sér. Blá taska tapað- ist í Húsafelli Hringt var til Velvakanda fyrir bandaríska stúlku sem var svo óheppin að tapa blárri tösku méð drapplitum röndum á, þegar hún dvaldist í Húsafelli um verslunar- mannahelgina. Stúlkan ætlaði að ferðast um landið, en missti þarna ökuskírteini sitt og eitthvað af föt- um, auk fleiri persónulegra muna. Finnendur tðskunnar eru vinsam- Iegast beðnir um að hringja í síma 42737. Eimskip á klukkuna Starfsmaður í Hafnarhúsinu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var minnst á klukkurnar hér við höfnina í dálkunum hjá þér nýlega og kvartað yfir því að þær vaeru stopp. Ég fór að kanna þetta hjá húsvörðunum okkar, af því að ég hélt að Hafnarsjóður hefði með klukkuna á Hafnarhúsinu að gera. Mér var tjáð að Éimskip ætti klukk- una, en félagið hafði mikið geymslu- pláss hér um tíma. Og klukkan var upphaflega sett upp vegna skipanna sem þá áttu hér viðlegu í gömlu höfninni öll með tölu, þó að nú séu þau komin inn í Sundahöfn. Stóra klukkan hér er búin að vera fjögur í fimm ár, var mér sagt. Mér finnst að Éimskip ætti að gera annað hvort, að taka klukkuna niður eða láta lagfæra það sem að er. Annars er þetta furðulegt fyrirbæri með klukkur á almannafæri í Reykjavík, það er undantekning, ef þær eru í lagi, og verst er ástandið hjá úr- smiðunum. Ég man ekki eftir einni í lagi hjá þeim. Manst þú eftir nokk- urri? Þakkir til „hvítu englanna“ J.Á. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar svo mikið til að koma á framfæri þakklæti til manna sem urðu mér að liði. Mér urðu á mistök í umferðinni, af því að ég var eitthvað annars hugar. Ég var staddur á Hverfisgötu, kominn að umferðarljósunum við Snorra- braut, á akreininni sem er lengst til vinstri, af því að ég ætlaði að beygja norður Snorrabraut í áttina að Skúlagötu og Borgartúni. Og þarna hef ég oft átt leið um. Allt í einu er flautað á mig og nú kemur að ævin- týrinu: í fátinu tek ég of krappa vinstri beygju og ek nú niður vinstri helming Snorrabrautarinnar. Fljótlega uppgötvaði ég hvað farið hafði úrskeiðis, en var svo lúshepp- inn að engin umferð kom á móti mér á þessum fjölfarna stað. Hins vegar mætti ég tveimur hvítum englum, ungum piltum í málningargöllum (sennilega starfsmenn Hörpu) og bentu þeir mér brosandi á, að ekki væri allt með felldu. Þetta létu þeir þó ekki nægja, heldur gengu á und- an mér niður að hringtorginu, stöðvuðu umferðina eitt augnablik, meðan ég skaut mér inn í bílastroll- una, og var borgið. Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til piltanna fyrir Ijúfmennsku þeirra og hjálp- semi og ég bið Guð að blessa lífs- göngu þeirra. Hvað er svona hlægilegt? Kristbjörg hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Það fer óskaplega í taugarnar á mér að sjá þessa ráðherra okkar alltaf hlæjandi eða skælbrosandi á sjónvarpsskerminum, hlaupandi upp stjórnarráðströppurnar, eins og stráka í bófahasar, þegar verið er að sýna þá á leið til funda þar sem ráða á ráðum lands og þjóðar. Það varla hægt að bera traust til manna sem haga sér svona. Ekki virðist dökkt útlit í málefnum þjóðarinnar hryggja þá. Þó er ábyrgð þeirra þung í þeim efnum. Og hvað er svona hlægilegt? Ég tek undir þær raddir sem hafa krafist þess að ráðherrum og alþingismönnum verði fækkað til muna. Þar má sannarlega skera niður að skað- lausu. Borgin kaupi Borgina Halldór Briem hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég legg eindregið til að Reykjavíkurborg kaupi húsakynni Hótel Borgar, og þar verði sett niður innheimtustofnun rafmagns- og hitaveitu, svo og gagnavinnsla, og rekin sem sérfyrirtæki er heyri beint undir borgarstjóra og borg- arráð. Éinnig mætti koma Gjald- heimtunni fyrir í þessu húsnæði. Hundahald og rottueitur Reykvíkingur (6779-3935) skrifar: „Miðvikudaginn 11. ágúst er flennt yfir forsíðu Tímans mynd af stúlku með hund og fylgir frétt þar sem fjargviðrast er yfir því, að rottueitri hafi verið dreift við Æg- issíðu og minnstu hafi munað, að hundurinn hafi étið af því og eins geti bömum stafað hætta af þessu. Nú er hundahald ólöglegt í Reykjavík og margir hafa af því ónæði. Verður manni því á að spyrja, hvort dagblaðið Tíminn ætli sér að nota lögbrjóta gegn rottueitrinu á þessum stöðum. Hundahaldinu fylgir einnig sóða- skapur, eins og sjá má stundum í sandkössum á barnaleikvöllum, en í áðurnefndri frétt er einmitt rætt um barnaleikvöll við Ægissíðu. Að lokum: Á meindýraeyðir borgarinnar að sitja undir því, að lögbrjótar setji sig á háan hest gagnvart störfum hans?“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Báðir málstaðirnir eru góðir. Rétt væri: Hvortveggi málstaðurinn er góður. (Ath.: Mál- staður er ekki til í fleirtölu. Þess vegna ekki: tveir málstaðir, heldur tvennur málstaður; ekki margir málstaðir, heldur margur málstaður.) ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! rnmm HULDUFOLK I MINNINGU HENRY FONDA VIÐTAL VIÐ ÖNNU CRONIN GRAHAM GREENE EKKI ALLUR ÞAR SEM HANN ERSÉÐUR MEÐ GUÐMUNDI JÓNASSYNI YFIR SPRENGISAND KIRKJUR I SIGLUFIRÐI OKKAR I MILLI SÖGUR UM FORD OG VATNA-BRAND VISNALEIKUR POTTARIM . ' Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.