Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 mmmn y".'yrn' nm Synmcm „\?at> uib \>etto er, c<k '&q hef þ'ev í?o kr» / bilþúott á Kr>O/0uo Jú þetta er póstsendingin frá Jaka- bóli! Með morgunkaffinu l*ú hefur eflaust orðiö fyrir þvi, þegar allt sem maður tekur sér fyrir hendur, virðist ætla að mis- takast? HÖGNI HREKKVÍSI „ SNAUTAC>U BURT; |CA^TA(^SKÖMM\,, 111 meðferð á dýr- um varðar við lög Við hina fullorðnu að sakast Klsa skrifar: „Kæri Velvakandi. É(í heyrði af tilviljun fyrir nokkrum dögum í barnatíma út- varpsins þátt, þar sem fjallað var um umjíenfíni barna og voru þau m.a. hvött til að taka til á lóðinni sinni. Þennan þátt mætti gjarnan endurtaka. Það er annars yfirgengilegt hversu foreldrar láta það undir höfuð leggjast að kenna börnum sinum góða umgengnissiði. Eitt góðviðriskvöld um daginn fékk ég mér gönguferð um hverfi, sem á að heita með þeim „betri“ í bænum. Mér varð gengið fram hjá snotru húsi og þar fyrir utan var maður að gljáfægja slíkan dýrindisbíl, að þar gat verið sjálfur forsetabíllinn — og ekkert minna. Þá labbaði ég inn á stíg sem lá meðfram húsinu. Á lóðinni á bak við var sandkassi og þar var öðruvísi um að litast en götumegin. Allt umhverfis sand- kassann úði og grúði af plastdrasli, pappafernum og hvers kyns rusli, og er erfitt að lýsa þeim ósköpum. Og ég stóðst ekki freistinguna, heldur tók mynd af herlegheitun- um og er filman nú í framköllun. Hvernig uppeldisáhrif hefur það á börn að líða þeim slíka um- gengni? Þarna er við hina full- orðnu að sakast en ekki börnin. Og fróðlegar eru þessar andstæð- ur hjá sumu fólki. Það keppist við að eignast allt það dýrasta og fín- asta, en gleymir á sama tíma að kenna börnum sínum sjálfsögðustu umgengnisháttu. Nei, þá er betra að ætla sér af og reyna að skapa sér og börnum sínum heimili og umhverfi með nokkrum menning- arbrag." Eðvald Marelsson skrifar: „Velvakandi. Nú nýverið átti undirritaður samtal við formann kattavinafé- lagsins, frú Svanlaugu Löve. Með- al annars kom fram í máli hennar, að nokkuð væri um að fólk, er flytti búferlum, skildi eftir heimil- isköttinn sinn, þá væri einnig að fólk losaði sig við dýrin með því að fara með þau út fyrir bæinn, og fleygja þeim þar út. Ekki ætla ég undirritaður að leiða getum að því, hvernig heim- ilisdýri líður, sem fleygt er á kalda götuna, eða hvernig ævi þess verð- ur. Sennilega kann enginn þá sögu til hlítar. Sem betur fer er þó til dæmi um vegfarendur, er hafa aumkað sig yfir þessi ólánsömu dýr og tekið þau í fóstur eða komið þeim í hendur dýralæknis. En hvað er það sem rckur fólk til slíkra óhæfuverka, sem að framan greinir? Getur verið um hugsunarleysi að ræða? Það getur varla verið, þvi hver maður með sæmilega dómgreind, getur séð, hve þetta er mikil illmennska. í öðru lagi, þá hljóta slík verk að hafa aðdraganda, ég hef ekki trú á að það gerist bara svona allt í einu. Þannig er ljóst að hugsun er á bak við. En víkjum að öðru sem einnig er vert að hugsa um: Hvernig barna- uppalendur er þetta fólk? Hvernig ferst því við börnin sín? Ég tala nú ekki um börn annarra? Og enn getur maður spurt: Hvernig eru samskipti þessa fólks við aðra, í daglegu lífi? Eg vona, að þessar hugleiðingar mínar veki fólk til umhugsunar um þessi mál, og þær verði til þess að fólk, sem verður vart við slík óhæfuverk, sem að framan grein- ir, kæri þau til lögreglu, því hafa ber í huga að ill meðferð á dýrum varðar við lög.“ Í Valhöll — eldað að víkingasið. Við komum ör- ugglega aftur Sigríður Guðmundsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Okkur langar til þess, tvenn hjón, að þakka fyrir alveg stór- kostlegar stundir sem við áttum í Valhöll á Þingvöllum um síðustu helgi. Þannig var, að maðurinn minn átti afmæli og við ákváðum, ásamt öðrum hjónum, að gera nú eitthvað sniðugt. Þá heyrðum við auglýsing- una frá Valhöll um að „Prófessor- inn“ yrði sýndur þar um helgina. Og við ákváðum bara að slá til og skreppa á Þingvöll og fá okkur að borða og horfa á leikinn. Og það verð ég að segja, að þessi helgi verður okkur alveg ógleym- anleg, svo vel heppnuð var hún. Maturinn ljúffengur og þjónustan til fyrirmyndar. Svo var það leik- sýningin. Ég hló svo mikið, að ég hélt, að ég yrði ekki eldri. Það sem prófessorinn gat leikið sér með töl- ur. Þetta var vel til fundið hjá þeim í Valhöll að vera með svona sýn- ingu. Það var eitthvað svo skemmtilegt andrúmsloft þarna, að sitja svona, fyrst allir að borða, síðan allir að horfa á leikinn og loks voru allir orðnir eins og stór fjölskylda í afmælishófi og tóku lagið á eftir. Við viljum bara segja við leikara og starfsfólk Hótels Valhallar: Þökk fyrir okkur, við komum ör- ugglega aftur.“ Fyrirspurn til Svavars Gestssonar: Hvar á að auka fram- leiðni? Bergur skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri við Svavar Gestsson, ráðherra, fyrir- spurn sem varðar fram- leiðniaukningu þá sem hann talar mikið um þessa dagana, og er eitt af stóru trompunum hjá Alþýðu- bandalaginu í væntanlegum efnahagsráðstöfunum rík- isstjórnarinnar. Nú vitum við öll hvernig ástandið er í sjávarútvegi og landbúnaði, allt í kalda koli, offramleiðsla, sölu- stopp o.s.frv. Iðnaðurinn er þannig leikinn eftir lang- varandi gjaldeyrisútsölu og í rökréttu framhaldi af henni, tertubotna- og köku- innflutning frá Danmörku, fatainnflutning frá Hong Kong, húsgagnainnflutning frá Danmörku og Ítalíu, sælgætisinnflutning héðan og þaðan o.s.frv. o.s.frv. að ólíklegt er að Svavar eigi við framleiðniaukningu í þessum greinum. Nú reyni fyrirtækin að brölta samt, þá eru þau hundelt þannig með sköttum að lífsvon þeirra er lítil sem engin. Þess vegna spyr ég og lái mér hver sem vill: Hvar á að auka framleiðni og hvernig?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.