Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Skyggnst á bak viö ... Heilmikið vatn hefur runníð til sjávar frá því aö fyrsta myndin í íslensku kvikmyndagróskunni, LANO OG SYNIR, var frumsýnd. Þá voru flestir á báöum áttum um hvort þetta ævintýri gæti heppnast eður ei. Áttum við til mannskap bak viö myndavél- ina, áttum viö til mannskap framan við myndavélina, höfö- um við nægan áhuga almennt svo staðið yrði undir jafn kostn- aðarsömu listaverki og kvik- mynd í fullri lengd? Viö þessum spurningum eru nú fengin svör, og þau öll já- kvæö. Meö örfáum undantekn- ingum hafa íslensku myndirnar á nýgróskutímabilinu veriö í háum gæðaflokki, síður en svo staöiö aö baki samtímamyndum ná- grannanna. Og næsta undan- tekningarlaust hafa þær veriö vandvirknislega geröar, vissir byrjunaröröugleikar eru yfir- staðnir. Og i dag eigum við stór- an hóp kvikmyndagerðarmanna, allt frá leikmunaveröi til leik- stjóra, sem kunna vel til verka. Og þjóðin hefur staöið aö baki hinnar nýju listgreinar, en kröf- urnar sem hún gerir verða nátt- úrlega meiri og meiri. Og nú er komið að frumsýn- ingu nýjustu myndar Hrafns Gunnlaugssonar, OKKAR Á MILLI — í HITA OG ÞUNGA DAGSINS. Hrafn hefur, sem kunnugt er, ætíö fariö ótroönar slóðir í myndum sínum, jafnt fyrir sjónvarp sem kvikmyndahús. Þaö hefur löngum staöið af hon- um hressilegur og nauösynlegur gustur. Hrafn er einnig í sérstööu Kvíkmyndatökuvétin hafur vartð faat framan é jappa varkfræðinganna við upptöku é OKKAR A MILLI. Leikatjórinn, Hrafn Gunnlaugaaon, gafur leikurunum bendingar um ataöaetningu. OKKARÁMILU meöal vinnandi, íslenskra kvik- myndágeröarmanna, aö verk sín öll semur hann sjálfur. Það hefur aö sjálfsögöu tak- markað spurst út um efni mynd- arinnar en hún fjallar um miö- aldra verkfræðing sem fengist hefur við aö binda orku fallvatn- anna. Hann stendur í myndar- byrjun á erfiðum tímamótum. Börn hans tvö eru farin aö heiman og besti vinur hans fellur frá. Skyndilega finnst honum sem lífiö hafi engan tilgang leng- ur. Hann hefur komiö börnunum á legg og náö ætluöu marki i sérgrein sinni. Þau hjónin fjar- lægjast hvort annaö eftir að ung- arnir fljúga úr hreiðrinu. Hann reynir á nýjan leik aö höndla hamingjuna . . . Þaö er ætíö forvitnilegt að fá aö kíkja á bakviö myndavélina, fá einhverja hugmynd um hvaö þar er aö gerast áöur en filman renn- ur fullsköpuö fyrir almannasjón- um. Vissulega er þaö mergur málsins aö hver og einn sjái verkin meö eigin skilningi, en smá baksviösleiftur eru fróðleg og skemmtileg. Því miöur liggja þau sjaldnast á lausu fyrir hinn almenna áhorfanda. Þaö er helst viö lestur minningabóka og hliðstæðra verka aö maöur fær tækifæri til aö sjá hlutina í nýju Ijósi — og hversu oft þeir gjör- breytast... Meö þessu spjalli fylgja einmitt nokkrar „baksviösmyndir", tekn- ar á ýmsum stigum kvikmynda- tökunnar. Þá birtist einnig smá sýnishorn úr kvikmyndahandrit- inu — menn geta þá séö þá breytingu sem veröur á handriti á leiöinni til endanlegrar myndar á tjaldinu. Og nú látum viö myndirnar tala sínu máli. Kvikmyndatökuvélinni hefur verið komið fyrir é vagni, hljóðmaðurinn aitur undir vél- inni á vagninum. Fyrir aftan eru aöstoðarmenn sem draga vagninn þegar taka hefst é næsta atríði í OKKAR Á MILLI. Hrafn leikstjóri til hægri á myndinni. Við upptöku é OKKAR A MILLI ver kvikmyndatðkuvélin iöulega létin „svífa í lausu lofti“, og notaðar til þess talíur og kranar. Hér er að hefjast taka é atriöi þar sem vélin svífur yfir allar rísavöxnu túrbínurnar é Ljósafossi. Gufubað á Laugarvatni (Þankagangur) 3. atriöi Tilgangur: aö sýna afslöppun og nálægð þeirra i ró og næði rétt áöur en dauðinn skilur þá aö. Dauðinn sem kemur óvænt er hvorki rómantískur né hátíöleg- ur, heldur áfall sem Benni veit ekki hvernig hann á að bregðast viö. Fyrstu viðbrögö hans eru fát og hræðsla, sem breytist síöan í lamandi tómleika. 1. Þeír koma inn í gufubaðs- klefann: smá leikaraskapur í Sig- uröi sem veifar handklæöinu og slakar sér síöan á bekkinn. Hann strýkur bleytuna af maganum á sér og nuddar andlltiö. Lítur síö- an svefnugum augum á Benna sem hefur rölt aö glugganum og litiö út. Benni heyrir hundgá og horfir um stund út en breiöir síö- an úr handklæðinu og sezt á þaö. Sigurður horfir á Benna hálfopnum augum og dæsir og vindur upp á augnkúlurnar eins og honum sé þungt fyrir brjósti, — er hann aö grínast? Benni horfir á hann augnablik en glápir síðan aftur út um gluggann, þeg- ar hundgáin heyrist aftur, hann stendur síöan á fætur og röltir út. Úti er þögn og hann lítur yfir ísilagt vatnið. Allt í einu er þögnin rofin af hestum sem koma skeiö- andi eftir ísnum. Benni röltir aö glugganum og bankar; ætlar aö vekja athygli Siguröar á hestun- um. Ekkert svar aö innan, og Benni ályktar aö Sigurður hafi fariö inn í sturtu. Lítur inn en sér engan, gáir inn i hinn gufuklefann en þar er heldur enginn. Hann gáir þá inn í gufuklefann sem Siguröur var í og sér grilla í hann gegnum gufuna, liggjandi á bekknum. Benni glottir, og held- ur aö Sigurður hafi veriö aö stríöa sér, sezt og nuddar á sér kaldar lappirnar, lítur síðan á Sigurö og tekur þá eftir aö hann liggur í undarlegri stellingu, í keng inn í horninu. Andartak veit Benni ekki ' hvort Siguröur sé með leikaraskap, en svo grunar hann aö alvara sé á ferðum og fer yfir til hans; þreifar ósjálfrátt á andliti hans og sér þá aö augun eru brostin. Hann reynir í fáti aö hagræöa Sigurði á bekknum, en máttlaus líkaminn er þungur og blautur. Hann áttar sig strax á því aö hann getur ekkert gert og bezt sé aö ná í hjálp. Hugurinn rekur hann beint til dyra, en þá skynjar hann nekt sína og snýr aftur til aö ná i handklæöi. Hann flýtir sér út og festir hurðina í gátt, tekur á rás yfir gulnaöa grasflötina. Sýnishorn úr kvikmyndahandriti eftir Hrafn Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.