Morgunblaðið - 05.09.1982, Page 2

Morgunblaðið - 05.09.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 2 Vöröur meö fund á miðvikudagskvöld: Efnahagsráðstafanirnar og stjórnmálaviðhorfið Landsmálafélagið Vörður gengst fyrir fundi um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og stjórnmála- viðhorfið, og verður fundurinn hald- inn nk. miðvikudagskvöld. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram- söguræðu, en síðan verða umræð- ur. í samtali við Morgunblaðið sagði Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að nú væri nauðsynlegt og eðlilegt að sjálfstæðismönnum gæfist kostur á að ræða um þau vanda- mál sem að steðjuðu og hver leið ríkisstjórnarinnar út úr vandan- um og jafnframt hvort sú leið sé fullnægjandi. Eins og áður sagði verður fund- urinn miðvikudagskvöldið 8. sept- Geir Hallgrímsson ember. Hefst hann klukkan 20.30 og verður i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ingvi Ingvarsson. Hörður Helgason Nýr ráðuneytisstjóri FYRSTA september lét Hörður Helgason af störfum sem ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og tók Ingvi Ingvarsson, sendi- herra í Stokkhólmi, við embættinu Hörður Helgason verður sendi- herra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hélt hann til New York 3. september. Tómas Á. Tómasson, sem hefur verið sendi- herra hjá SÞ, flytur til Parísar og tekur þar við sendiherrastörfum af Einari Benediktssyni, sem flyst til London, en Sigurður Bjarnason, sendiherrra þar, kem- ur til Reykjavíkur. Benedikt Gröndal, fyrrum ráðherra og al- þingismaður, tekur við sendi- herraembættinu í Stokkhólmi af hinum nýja ráðuneytisstóra utanrkisráðuneytisins, Ingva Ingvarssyni. Færeysk þingmannasendinefnd Lögþingsmenn frá Færeyjum hafa síðustu daga verið hérlendis í boði Alþingis. Þingmennirnir sem voru sjö að tölu kynntu sér atvinnulíf, skoðuðu söfn og stofnanir og skiptust á skoðunum við starfsbræður sína hérlenda. Þá lögðu þeir blómsveig að minnismerki um látna færeyska sjómenn i kirkjugarðinum við Suðurgötu. Myndina hér að ofan tók Ijósm. Mbl. Kristján Einarsson af fjórum þingmannanna í Þjóðminjasafninu, en þar nutu þeir leiðsagnar Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar og Ólafs Olafssonar fulltrúa á Alþingi. Matthías Á. Mathiesen um kjarasamninga BSRB: Áberandi misræmi milli yfirlýsinga og samninga Vonandi taka forystumenn BSRB áfram mið af þjóðfélgasaðstæðum „ÞEIR samningar sem gerðir hafa verið á milli ríkissjóðs og BSRB eru gerðir við mjög sérstakar aðstæður. Ferðinni hefur ráðið sú aðstaða sem Alþýðubandalaginu hefur tekist að skapa sér með setu í núverandi rík- isstjórn og áhrif þess innan BSRB,“ sagði Matthías Á. Mathiesen alþing- ismaður og fyrrverandi fjármála- ráðherra, er Mbl. spurði hann álits á nýgerðum samningum við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Þá sagði Matthías: „Samningarn- ir virðast nú taka meira mið en áður af því efnahagsástandi sem við blas- ir í þjóðfélaginu, en með sérkjara- samningum hefur verið reynt að koma til móts við launakjör opin- berra stafsmanna umfram það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Ymis þau ákvæði, önnur en beinar iaunahækkanir sem samið var um, orka mjög tvímælis og sýnist ætlað m.a. að mæla kaupmáttinn betri en hann verður í raun með þær miklu kostnaðarhækkanir sem m.a. bráða- birgðalögin nýsettu hafa í för með sér fyrir heimilin í landinu. Það er hins vegar áberandi misræmi milli fyrri yfirlýsinga frá þingum BSRB um kjaramál, sérstaklega ályktana frá síðasta þingi þeirra, og nýgerðra kjarasamninga. Ljóst er að þau öfl sem ráðið hafa ferðinni í þessari samningsgerð eru innanhússmenn Alþýðubandalags- ins og sýnast þeir vissulega hafa tekið sinnaskiptum og telja allt í einu nauðsynlegt að láta launa- samninga taka mið af ríkjandi þjóð- félagsaðstæðum. Það er vissulega ástæða til þess að benda á þetta, en í leiðinni vekja athygli á því að þeir hinir sömu, sem hrópuðu hæst 1978 „samningana í gildi", telja nú ekki ástæðu til þess að standa við sínar fyrri yfirlýs- ingar þar sem aðrir pólitískir hags- munir Alþýðubandalagsins eru látnir sitja í fyrirrúmi. Við skulum vona að í framtíðinni hafi allir ráð- andi forystumenn BSRB áfram já- kvæð sjónarmið en láti ekki póli- tískar aðstæður einstakra stjórn- málaflokka ráða kröfum sínum og gerðum, eins og sumir þeirra hafa ætíð viljað. Vonandi tekur BSRB ævinlega mið af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu þegar skipta skal þjóðartekjunum og gera launasamninga." Kjarvalsstaðir: Fjölmenni við opnun Thorvaldsenssýningar FÖRSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði á föstu- daginn sýningu á verkum Bert- els Thorvaldsens á Kjarvals- stöðum. Þetta er í fyrsta skipti í I34ra ára sögu Thorvaldsens- safns í Kaupmannahöfn, sem sýning er haldin á gripum þess utan Danmerkur. Við opnunina fluttu ávörp þeir Einar Hákon- arson formaður stjórnar Kjar- valsstaða og Bent Nebelong formaður stjórnar Thorvald- senssafns. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar á Kjarvals- stöðum, og að lokinni opnun- arathöfn var sýningin opnuð almenningi, og mun hún standa í tvo mánuði á Kjar- valsstöðum. Gífurlega mörg listaverk liggja eftir Thor- valdsen, sem uppi var á árun- um 1770 til 1844, og eru þau dreifð víða um heim. Á safni Thorvaldsens í Kaupmanna- höfn eru 860 verk, og eru 75, þeirra komin hingað til lands á þessu fyrstu sýningu hér á landi, sem til er komin vegna frumkvæðis sendiherra Dana á íslandi, J.A.W. Paludans. Davíð Oddsson borgarstjóri f Reykjavík ræðir við biskupshjónin við opnun sýningarinnar, þau Sólveigu og herra Pétur Sigurgeirsson. Forseti Islands, frú Vigdfs Finnbogadóttir, skoðar mynd af listamannin- um. Með Vigdísi á myndinni er ungur aðdáandi Thorvaldsens og frú Dyveke Helsted forstöðumaður Thorvaldsenssafns í Kaupmannahöfn. Einar Hikonarson formaður Bent Nebelong formaður stjórnar stjórnar Kjarvalsstaða flytur ávarp Thorvaldsenssafns f Höfn flytur við opnun sýningarinnar. ávarp sitL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.