Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
3
„Sannfærður um að
Guðmundur J. fellir ekki
bráðabirgðalöginu
SEM kunnugt er skýrdi
Guðmundur J. Guðmunds-
son frá afstöðu sinni til
bráðabirgðalaganna á fundi
með hafnarverkamönnum í
Faxaskála í fyrradag. Blm.
Mbl. innti nokkra fundar-
menn, sem skrifað höfðu
undir áskorun þess efnis að
Guðmundur greiddi at-
kvæði á móti lögunum, álits
á ummælum hans þar.
„Þetta var sami harmagrátur-
inn hjá Guðmundi eins og svo oft
áður. Og það var ekki annað að
heyra en hann mundi greiða at-
kvæði með bráðabirgðalögunum
á þingi," sagði Sigurður Krist-
jánsson. „Þó gaf Guðmundur í
skyn að hann hefði ekki komið
til landsins áður en ákvörðun um
bráðabirgðalögin var tekin hefði
kjaraskerðingin orðið meiri en
þar er ráð gert fyrir. Ég legg til
að Guðmundur felli þessi lög svo
að verkalýðshreyfingin geti reist
veglegan minnisvarða um hann
áður en flokksbræður Guðmund-
ar reka hann úr Alþýðubanda-
laginu," sagði Sigurður.
„Ég sætti mig við rök Guð-
mundar á fundinum og hann
setti skilyrði fyrir stuðningi sín-
um við bráðabirgðalögin," sagði
Halldór Pálsson. „Maður er auð-
vitað ekki hrifinn af því að laun-
in verði skert í desember, enda
Jón Karlsson
eru mest útgjöld um jólin hjá
launafólki. En mér finnst sjálf-
sagt að skerða laun þeirra sem
meira mega sín en kvarta og
kveina mest undan háum skött-
um,“ sagði Halldór.
„Orð Guðmundar voru dæmi-
gerð fyrir allaballana. Þetta var
í raun ekkert annað en endur-
tekning á því sem stendur í blöð-
um. Því tóku fundarmenn um-
mæli hans ekki góð og gild,“
sagði Sævar Albertsson. „Ég er
líka sannfærður um, að Guð-
mundur standi með sínum
mönnum og felli ekki bráða-
birgðalögin. Það eina jákvæða
sem Guðmundur sagði, var að
hann kvaðst hafa fengið því
framgengt að kjaraskerðingin
verði lækkuð úr 10% í 7%, ann-
ars var þessi fundur einungis
grín,“ sagði Sævar.
„Það er ósköp lítið hægt að
segja um fundinn. Þó Guðmund-
Sævar Albertsson
ur sverti ástandið í efnahags-
málum um of. Mín skoðun er sú
að hann eigi að greiða atkvæði á
móti þessum lögum. En á fund-
inum var hægt að skilja svör
hans á tvo vegu, eins og algengt
er þegar stjórnmálamenn eiga í
hlut,“ sagði Brynjar Jónsson.
„Guðmundur talaði að venju
um íhaldið og heildsalana á
þessum fundi. Éinnig rakti hann
sögu efnahagsmála hér á landi á
þessari öld, en hirti ekki um að
tala um framtíðina; og það er
einmitt hún sem skiptir mestu
máli fyrir okkur. Það er augljóst
að Guðmundur er að missa tökin
á verkalýðsfélaginu. Og reynslan
hefur sýnt okkur að aldrei er
hægt að taka mark á kommún-
istum. Ég hef séð það gegnum
árin að alls staðar sem þeir ráða
ferðinni er óstjórn," sagði Jón
Karlsson að lokum.
Ljósmynd Snorri Snorrason.
Ný brú á Norðurá
Nú er lokið frágangi nýrrar brúar yfír Norðurá í Norðurárdal, ofan Sveinatungu og leysir hún
af hólmi brú frá alþingishátíðarárinu 1930, en hún var orðin ónýt. Nýja brúin er 27 metrar á
lengd og tvær akreinar, steinsteypt með forspenntri yfirbyggingu.
Ný bók eftir Hannes Pétursson frá Iðunni:
Heimildaþættir af
fólki á 18. og 19. öld
HEIMILDAÞÆTTIR um fólk er
einkum var uppi á 18. öld og 19. öld,
er Hannes Pétursson skáld hefur
tekið saman, eru meðal bóka er Ið-
unn sendir frá sér nú fyrir jólin.
Bókin hefur að geyma fimm alllanga
þætti, og hefur höfundur víða leitað
fanga, einkum í ritaðar heimildir, en
þar sera nær dregur i tima, einnig í
sagnamenn er hann hefur sjálfur
skráð eftir. Endanlegt nafn á bókina
er ekki komið, en ætlunin er að
fylgja henni eftir með að minnsta
kosti öðru bindi, „ef maður lifir
það,“ sagði Hannes í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins.
Einn þátturinn í bókinni er um
síðustu daga í ævi Hjálmars
Jónssonar í Bólu, Bólu-Hjálmars.
Annar þáttur er af móður hans og
samferðafólki hennar, en hún hét
Marsibil Semingsdóttir, og hefur
lítið komið við sögu hingað til, en
Hannes hefur grafið upp ýmislegt
um ævi hennar. Þá er þáttur af
alþýðuskáldkonu nokkurri er dó
Harður árekstur
ALLHARÐUR árekstur varð á
gatnamótum Gunnarsbrautar og
Flókagötu í fyrradag. Lada-jeppa
var ekið suður Gunnarsbraut í veg
fyrir Moskvich-bifreið, sem ekið
var vestur Flókagötu. Bifreiðarn-
ar skullu saman af afli með þeim
afleiðingum, að Moskvich-bifreið-
in lenti á ljósastaur. Ökumaður
hennar var fluttur í slysadeild, en
meiðsli hans munu ekki alvarleg.
Báðar bifreiðarnar eru mikið
skemmdar.
milli 1840 og 1850, og birt er brot
af kveðskap hennar. Enn er kafli
af manni er uppi var á dögum Jör-
undar hundadagakonungs, og sagt
er frá hvernig hann vafðist inn í
það umrót er hér var þá, þótt ekki
gengi hann til liðs við Jörund.
Fimmti þátturinn er svo af fólki á
bænum Teigakoti í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði, og er hann sá
þáttanna sem lengst teygjast í
tíma að sögn Hannesar, eða fram
til 1920 eða þar um bil.
Þessi nýja bók Hannesar Pét-
urssonar verður um 200 blaðsíður
að stærð, og nokkuð myndskreytt
efninu til skýringar.
Forstjóraskipti
hjá Alusuisse
KORSTJÓRI Alusuisse og stjórnar-
formaður, Mayer, lætur af störfum
sem forstjóri á aðalfundi Alusuisse í
apríl 1983. Þá lætur dr. Miiller for-
maður framkvæmdastjórnar af
störfum. Mayer heldur áfram sem
stjórnarformaður, en við for-
mannsstarfí framkvæmdastjórnar
tekur dr. Sorato, sem nú er varafor-
maður framkvæmdastjórnar.
Frá þessu segir í fréttatilkynn-
ingu frá Alusuisse. Mayer og dr.
Miiller lýstu því báðir yfir fyrir
nokkrum árum, að þeir myndu
láta af störfum við 65 ára aldur,
sem þeir ná báðir í byrjun næsta
árs.
Eining á Akureyri um bráðabirgðalögin:
Hljóta að stofna til
átaka mjög fljótlega
FUNDUR stjórnar og trúnaðarmannaráös Verkalýösfélagsins
Einingar haldinn 3. september 1982 tekur undir ályktun ASÍ
frá 22. ágúst sl. vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar.
Fundurinn vill þó sérstaklega
undirstrika að aðgerðir þessar
eru að hluta til vegna margra ára
óstjórnar í efnahagsmálum,
skipulagslausum fjárfestingum
og óhóflegum lántökum erlendis,
sem eru að gera okkur efnahags-
lega ósjálfstæð.
Þjófar aft-
ur staönir
að verki í
Blómavali
ÞRÍR piltar á aldrinum 14 til
16 ára voru gripnir af lögreglu-
mönnum í innbroti í Blómavali
í Sigtúni í fyrrinótt. Þeir kom-
ust inn með því að brjóta rúðu
í austurenda Blómavals og
höfðu lokið við að setja skipti-
mynt í vasa sína þegar lög-
reglumenn bar að garði.
Þeir voru allir ölvaðir og
viðurkenndu innbrotið, enda
vart átt annarra kosta völ.
Fyrr um nóttina höfðu þeir
brotist inn í verzlun Slátur-
félags Suðurlands á Lauga-
vegi 116 og stolið þaðan tób-
aki. Þetta er í annað sinn í
vikunni, sem lögreglan
stendur innbrotsþjófa að
verki í Blómavali. Aðfara-
nótt sunnudags handtók lög-
reglan mann, sem hafði lokið
við að fylla vasa sína af
skiptimynt, þegar að honum
var komið.
I kjölfar þessara laga hafa síð-
an dunið yfir látlausar verð-
hækkanir, sem öllu almennu
launafólki verður ofviða að
standa undir eftir kjaraskerðing-
aráform ríkisstjórnarinnar.
Því mótmælir fundurinn slíkri
þróun, sem hlýtur að stofna til
átaka mjög fljótlega, ef ekki
verður gripið til annarra aðgerða
til að koma í veg fyrir slíkt
ástand.
INNLENT
Betur fór en
á horfðist
PILTUR nokkur hugðist gangsetja
dráttarvél i Brekkubæ i Reykjavík
laust eftir klukkan 14 í gær. Hann
hafði engan lykil til þess, tengdi því
beint og notaði til þess nagla. Vélin
fór í gang, en pilti hafði láðst að taka
hana úr gír, svo af stað fór vélin og
lenti hann undir afturhjóli hennar.
Dráttarvélin lenti þessu næst á
kyrrstæðri bifreið, sem kastaðist á
aðra, og stöðvaðist dráttarvélin að
því búnu. Segja má að betur hafi
farið en á horfðist, því piltur slas-
aðist lítið og verður jafngóður eft-
ir og ekki urðu alvarlegar
skemmdir á bifreiðunum. En víst
er að honum hefur brugðið illilega
þegar dráttarvélin skyndilega fór
af stað og yfir hann.