Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 35 18. umferðin í 1. deild: Stefnir í geysilega spennu SÍÐASTA utnferðin í 1. deildar-keppninni í knatt- spyrnu fer fram um næstu helgi og er óhætt að segja að enn geti sannarlega allt gerst. Á laugardaginn fara fram fjórir leikir, en á sunnu- dagskvöldið sá síðasti og gæti það orðið úrslitaleikur mótsins, en þá leika ÍA og Víkingur. Reyndar á ÍA enga möguleika á titlinum, en vinni ÍBV lið Fram nógu stórt á laugardaginn verða Vík- ingar að fá eitt stig úr leikn- um gegn ÍA til að tryggja sig- ur sinn. Botnbaráttan er í al- gleymingi, þar er eitt lið með 14 stig, þrjú með 15 stig og eitt með 16 stig. Markatala þessara liða er svo jöfn að það kann að verða að setja á aukaleiki til að skera úr um fallsætin. En lítum fyrst á leiki 18. umferðarinnar, síð- an á stöðuna í dag. Laugardagur 11. september: ísafjarðarvöllur: ÍBÍ — ÍBK klukk an 14.00. Kópavogsvöllur: UBK — KA klukk- an 14.00. Laugardalsvöllur: KR — Valur klukkan 14.00. Vestmannaeyjavöllur: fBV — Fram klukkan 14.00. Sunnudagur 12. september: Laugardalsvöllur: Víkingur — ÍA klukkan 14.00. STTAÐAN í 1. deild er ein umferð er eftir er nú þessi: Víkingur 17 7 8 2 25- -17 22 ÍBV 17 8 4 5 21- -16 20 KR 17 4 II 2 13- -12 19 Valur 17 6 5 6 18- -14 17 ÍA 17 6 5 6 22- -20 17 ÍBÍ 17 6 4 7 27- -29 16 Fram 17 4 7 6 17- -21 15 UBK 17 5 5 7 16- -21 15 ÍBK 17 8 5 7 14- -19 15 KA 17 4 6 7 16- -20 14 • Kvennaknattspyrna á vaxandi vinsældum að fagna víða um heim. Og víða í Evrópu eru nú sterk kvennalið til. Eitt það besta, sænska kvennalandsliðið, leikur gegn því íslenska á Kópavogsvellinum í kvöld kl. 18.00. Evrópukeppni kvennalandsliða: Koma íslensku stúlkurnar aftur á óvart í kvöld? mæta besta kvennalandsliöi í Evrópu Kvennalandslið íslands í knattspyrnu leikur sinn 3. landsleik í kvöld kl. 18.00 á Kópavogsvelli. Þessi leikur er liður í 1. Evrópukeppni kvennalands- liða, en auk íslands eru í 1. riðli Svíar, Norðmenn og Finnar. Þessi leikur verður gegn Svíum, sem um þessar mund- ir eiga líklega besta kvenna- landslið í Evrópu, en í Sví- þjóð eru iðkendur kvenna- knattspyrnu um 60 þúsund. í liði þeirra er valin kona í hverju rúmi. Fyrsta íslandsmót í knatt- spyrnu kvenna var haldið árið 1972. Aðalhvatamaður að iðkun kvennaknattspyrnu hér á landi var Albert Guðmundsson, þáver- andi form. KSÍ, en hann verður heiðursgestur KSÍ á þessum fyrsta heimaleik kvennalandsliðs- ins okkar. Mikill áhugi er um öll Norður- lönd á þessari keppni, en fyrir- fram hefur verið búist við að aðal- baráttan standi milli Svía og Norðmanna. Hins vegar er knattspyrnan óútreiknanleg íþrótt og Finnland og ísland geta hæg- lega komið á óvart, eins og best kom fram í Noregi á dögunum. Þess má geta að 1. riðill er talinn vera sá sterkasti í þessari keppni. Eins og fram kemur að ofan er þetta 3. landsleikur íslands. Hinir tveir eru: Skotland — ísland 3—2 Noregur — ísland 2—2 Mörk íslands í þessum leikjum hafa skorað: Ásta B. Gunnlaugsd., UBK 2 Bryndís Einarsd., UBK 1 Rósa Á. Valdimarsdóttir, UBK 1 ÍSLENSKA kvennalandsliðið kom mjög á óvart með góðri frammi- stöðu gegn Noregi fyrr í sumar. En þá gerðu liðin jafntefli 2—2. Lið Islands er þvi til alls líklegt í kvöld er það mætir sænsku stúlk- unum. Landslið íslands er skipað eftirtöldum stúlkum: L. M. Guðríður Guðjónsd., UBK 2 Ragnheiður Jónasd., ÍA 0 Rósa Á. Vald., fyrirl. UBK, 2 1 Ásta B. Gunnlaugsd., UBK 2 2 Erla Rafnsdóttir, UBK 1 Magnea Magnúsdóttir, UBK2 Margrét Sigurðard., UBK 1 Bryndís Einarsd., UBK 1 1 Laufey Sigurðard., ÍA 1 Kristín Aðalsteinsd., ÍA 2 Brynja Guðjónsd., Víkingi 2 Jóhanna Pálsd., Val 1 Ragnheiður Víkingsd., Val 2 Ásta M. Reynisd., UBK 2 Arna Steinsen, KR 0 Erna Lúðvíksd., Val 0 — ÞR. ■ S V ■ • Frammistaóa dómaranna f 1. deild I sumar hefur verið mjög umdeild. Og þykir sumum aö þeir hafi sett nokkuð niður. Á þessari mynd má sjá þjálfara KR-inga, Hóimbert Friðjónsson, vera að deila við Vilhjálm dómara. íslandsmótinu í hand- knattleik frestað TIL STÓÐ, að íslandsmótið f hand- knattleik hæfist 17. september næst- komandi og var búið að leggja drög að mótafyrirkomulagi. En babb hef- ur komið í bátinn. Vegna þess hve langan tíma það mun taka að rýma Laugardalshöllina eftir Heimilissýn- inguna, verður að fresta handboltan- um i viku. Nú er stefnt að því að hefja mótið 25. september, en það hefur riðlað öllum fyrri áformum um mótahald. Fyrir vikið verður að leika mun þéttar en ætlað var og er Ijóst, að forráðamenn og leikmenn margra liða eru ekkert allt of hrifnir af því. Kínverskur þjálfari til BSI Undirbúningur landsliðs og U- landsliðs í badminton er nú þegar hafinn af fullum krafti. Um næstu helgi verða æfingabúðir á Selfossi frá fostudagskvöldi til sunnudags- kvölds. Þar verða við æfingar u.þ.b. 24 keppendur og úr þessum hópi verður síðan valinn kjarni til æfinga í vetur. Hrólfur Jónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, hefur skipulagt æf- ingabúðirnar ásamt þeim You Zou Rong og Helga Magnússyni og munu þeir þrír stýra æfingum um helgina. Þeir Hrólfur og You Zou Rong munu siðan sjá um æfingar landsliðs og U-landsliðs í vetur. Mikill hugur er nú í mönnum, því mörg verkefni eru fyrirliggj- andi. Fyrst er þriggja landa keppni sem hefst 23. september nk. Þar verða leiknir landsleikir við Færeyjar og Grænland. Þá mun liðið fara á Norðurlandamót í nóvember nk. og taka þátt í Helv- etia Cup í janúar. Fleiri verkefni verða sjálfsagt á dagskránni, en þau eru ekki fastákveðin. Binda menn miklar vonir við landsliðið í vetur eftir mjög góða frammi- stöðu í Þýskalandi í apríl sl. Verk- efni U-landsliðs eru fyrst og fremst norðurlandamót unglinga og hugsanlega Evrópukeppni unglinga í Helsinki, ef tekst að afla peninga til þeirrar farar. You Zou Rong er kínverskur badmintonþjálfari, sem hingað er kominn á vegum Badmintonsam- bands íslands. Mun hann vinna við þjálfun hér á landi í vetur. Auk þess að þjálfa landsliðið verð- ur hann við þjálfun hjá þremur félögum, TBR, Val og Víking. Er hér um mjög góðan þjálfara að ræða, en hann var í fremstu röð badmintonleikara í Kína fyrir u.þ.b. 5 árum. Er mikill fengur að honum hingað fyrir badminton- íþróttina. Hefur kínverska badm- intonsambandið og sendiráð Kína hér á landi verið mjög hjálplegt við að fá hann hingað. Hann starf- aði einnig hér í 6 mánuði á síðasta ári. KR með firmakeppni í knattspyrnu HIN árlega firma- og stofnana- keppni KR í knattspyrnu hefst laug- ardaginn 18. september næstkom- andi. Firmakeppni KR hefur sem kunnugt er skipað sér sess sem stærsta keppni sinnar tegundar hér á landi og fjöldi þátttökuliða skiptir tugum. Vinsældir keppninnar má hiklaust rekja til fyrirkomulags hennar, þar sem liðin eni einungis skipuð sjö leikmönnum og er leikið í 2x15 mínútur þvert á venjulegan völl. Ennfremur er fyrirtækjum gert kleift að nota sumarstarfsmenn í keppnina. Áformað er að ljúka undan- keppninni helgina 18.—19. sept- ember og úrslitakeppnin fer síðan fram helgina 25.-26. september. Þátttökutilkynningar þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 13. september næstkomandi til framkvæmdastjóra deildarinnar, Steinþórs Guðbjartssonar, í síma 27181, sem veitir allar nánari upp- lýsingar um keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.