Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
7
Nýtt Miw
Bliw er hentug sápa, sem vegna umbúöanna er mjög
hentug í notkun.
Hún er drjúg, þar sem hún liggur ekki á vaskinum og
leysist upp. . _ . .
Heildsölubirgöir: KailpSel Sf.
Sími 27770.
SiÖBERGS
orswom*
hefilbekkir
Fyrirliggjandi þrjár stæröir af hefilbekkjum fyrir
verkstæöi, skóla og tómstundavínnu.
r Demantar ^
Þitt er valið
Kjartan Ásmundsson,
fíullsmíöav.
Aðalstræti 8.
„Það sem helzt hann varast vann,
varð þó að koma yfir hann....“
Guðmundur J. Guðmundsson, form. Dagsbrúnar,
„skuldbindur sig ekki til aö greiöa atkvæöi á móti bráöa-
birgöalögum" um helmings skeröingu veröbóta á verka-
mannalaun í komandi jólamánuöi. Þetta þýöir aö Alþýðu-
bandalagiö hefur tekiö hann í bóndabeygju og kreist hann
til aö kokgleypa öll stóru oröin frá 1978 um hliðstæðar en
hógværari aögerðir þá. Já, lítil eru geð guma.
Hvert á að
senda erindi
til formanns
Dagsbrúnar?
Dagsbrúnarmenn, sem
vinna á hinum ýmsu vinnu-
stööum i borginni, hafa
gengist fyrir undirskrifta-
söfnunum í hendur Guð-
mundi J. Guðmundssyni,
formanni Dagsbrúnar,
þessefnis, að hann greiði
atkvæði á Alþingi gegn
staðfestingu bráðabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar,
sem fela m.a. í sér helm-
ings verðbótaskerðingu á
verkamannalaunum í sjálf-
um jólamánuðinum. Þess-
ar áskoranir vóru allar af-
hentar á skrifstofu Dags-
brúnar.
Guðmundur J. sagði á
fundi með hafnarverka-
mönnum í fyrradag, að
hann hefði orðið að lesa
um þessar áskoranir í
dagblöðum, enda hefðu
þjpr eltki verið sendar til
hans!
Hvert á að senda for-
manni Dagsbrúnar erindi,
ef eklti á sk. ifstofu félags-
ins? Er formann Dags-
brúnar ekki að finna á
skrífstofu félagsins?
Lekar
röksemdir
Guðmundur J. sagði
hafnarverkamönnum að
hann óttaðist, ef hann
greiddi atkvjeði gegn
skerðingarlögum ríkis-
stjórnarinnar, að verðbóta-
visitalan yrði skert enn
frekar! Hvaða tryggingu
hefur verkafólk fyrír því,
þó að Guðmundur J. —
handjárnaður af Alþýðu-
bandalaginu — greiði at-
kvaeði með skerðingarlög-
unum, að verðbótavisitala
verði ekki skert frekar?
Veit Guðmundur J. ekki,
að frá því að Alþýðubanda-
lagið komst í ríkisstjórn
haustið 1978, eða á 4 ánim,
hafa samnings— og lög-
bundar verðbætur á laun
verið skertar 13 sinnum.
Samanlagt prósentustig
skerðingarinnar er 48,19,
ef væntanleg skerðing 1.
desember er meðtalin?
„Röksemdir" Guðmund-
ar J. á fundinum með hafn-
arverkamönnum eru því
eins og gatasigti.
Hrrng-
snúningur
Guðmundur J. lét í það
skína, staddur erlendis
þegar skerðingarlögin vóru
í burðarliðnum, að hann
kæmi skjótan heim til að
skakka leikinn! Svo virðist
sem ekki hafi tekið nema
einn dag að setja flokks-
handjárnin á kappann.
Þingflokkur Alþýðu-
handalagsins samþykkti
skerðingarlögin, mótat-
kvæðalaust, svo Guðmund-
ur J. hefur í hæsta lagi set-
ið hjá, síðan hverfur hann
dögum saman, en skýtur
loks upp kolli á fundi með
hafnarverkamönnum með
svohljóðandi „sólstöðu-
boðskap": „Skuldbind mig
ekki til að greiða atkvjeði
gegn bráðabirgða-
lögunum,,!
A ársafmæli „sóLstöðu-
samninga", 23. júní 1978,
sagði Guðmundur J.: „Tek-
in vóru inn að nýju ákvjeði
um fulla og óskerta vísi-
töhi. Fullar verðlagsbætur
skv. visitölu eru eina vörn
launafólks gegn því að
verðbólgan rífi niður kaup-
máttinn. Full vísitala er
líka beinlínis vörn gegn
óðaverðbólgu. Reynslan
sýnir að því skertari sem
vísitalan er, þeim mun
meiri er verðbólgan. í sam-
ræmi við sína verðbólgu-
stefnu þurfti ríkisstjórn
framsóknar og íhalds auö-
vitað að eyðileggja vLsitölu-
ákvieðin með ítrekaðri
lagasetningu. Þessvegna
eni samningarnir ekki í
gildi. Þessvegna þurfum
við að setja samningana í
gildi með því að koma rík-
isstjórninni frá."
Hvað er það í þessum
orðum (íuðmundar J.,
hönnuðar ólöglegra verk-
falla og útflutningsbanns
1978, sem ekki á við gerðir
núverandi ríkisstjórnar?
Gjörðir, sem hann hyggst
styðja með atkvæði sínu!
Er mælirinn ekki fullur?
SVAR: Þarfir nútímamanná G.'u .Tiargvíslegar allt frá
húsnæði og klæðum,til bíla, vídeótækja og skiöa-
útbúnaðar. Sumar þessar þarfir eru manninum
lífsnauðsynlegar, aðrar ekki. islendingar hafa
búið við það undarlega ástand í yfir 40 ár, að þeir
sem veittu sér allt sem hugurinn girntist þurftu
ekki að greiða fyrir það fullu verði, heldur voru
hinir sem neituðu sérum munaðinn, látnir greiða
fyrir þá að hluta með rýrnun á sparifé sínu. Er ekki
að furða þó að svo löng reynsla hafi sett svip sinn
á afstöðu manna til sparnaðar. En nú hefur verið
snúið við blaði. Sparifjáreigandanum hefur verið
tryggt að hann fái verðgildi aura sinna til baka og
reyndar örlitla vexti að auki. Þetta er gjörbreyting.
Nú ættu allir að hugleiða, hvort þeir geti ekki
frestað einhverjum þörfum sínum um smátímaog
keypt sér hlutina síðar og þá fyrir eigið sparifé í
stað þess að taka mjög dýr lán til kaupanna.
Eigið sparifé er auk þess hluti af sjálfstæði
manna. Maður sem á t.d. sex mánaða laun á
sparisjóðsbók er miklum mun frjálsari en hinn,
sem er búinn með mánaðarlaunin um miðjan
mánuðinn og á ekkert upp á að hlaupa. Þetta ættu
menn að hugleiða vel áður en þeir steypa sér í
miklar fjárfestingar.
ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA
ILÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA lcía