Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Fulltrúar fátækra þjóða á fundi Alþjóðabankans: Iðnríkin láta minna af hendi rakna til aðstoðar fátækum Toronto, 8. september. Al*. FULLTRÚAR margra þróunarlanda héldu því fram á fundi Alþjóðabank- ans, sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada, að iðnrikin láti minna af hendi rakna nú en áður til aðstoðar fátækari ríkjum, en kappkosti í stað- inn að vernda eigin hag. Fjármálaráðherra Bangladesh sagði að þessi stefnubreyting iðn- ríkjanna hafi leitt til versnandi sambúðar ríkra þjóða og fátækra. Hann sagði það geta leitt af sér hættulegt ójafnvægi ef ríku þjóð- irnar gæfu fátækari þjóðirnar upp á bátinn, og hvatti til skjótrar niðurstöðu í viðræðum um vanda- mál fátækra þjóða og ríkra, norð- ur-suður viðræðunum svonefndu. Skýrt var frá því á fundinum, að aðeins þriðjungur þróunaráætl- ana, sem Alþjóðabankinn hefði haft forystu um, hefðu borið árangur. Jafnframt hefði þurft að skera á aðstoð til margra ríkja þar eð þau hefðu ekki getað uppfyllt skilyrði fyrir fyrirgreiðslu. Háttsettur indverskur embætt- ismaður sagði að þróunarríkin ættu eftir að súpa seyðið af þeirri ákvörðun núverandi valdhafa í Washington að láta ekki af hendi þá aðstoð, sem Carter fyrrum for- seti hefði heitið til þróunarmála. Hefði af þeim sökum verið um lægri vaxtalaus lán að ræða úr sérstökum sjóðum Alþjóðabank- ans (IDA). Emmbættismaðurinn sagði hins vegar að Indverjar væru bjart- sýnni nú en í vetur þar sem Bret- ar, Frakkar og Norðurlandaþjóðir hefðu gefið ádrátt um aðstoð vegna minnkandi lána úr sjóðum bankans. Kíghóstafaraldur geisar í Bretlandi l/ondon, 8. Meptember. AF. BRESK HEILBRIGÐISYFIRVÖLD ákváóu í g*r aö herða mjög á bólusetn- ingu við kíghósta eftir að tilkynnt var að sjúkdómurinn, sem getur verið banvænn fyrir börn, væri útbreiddari og skæðari en nokkru sinni sl. 25 ár og orðinn að hreinum faraldri. í tilkynningu stjórnvalda sagði, að tölurnar frá síðustu viku væru þær hæstu síðan árið 1957 þegar fyrst var farið að bólusetja við kíghósta í Bretlandi. Sjúkdómur- inn er afar smitnæmur og í liðinni viku var greint frá 2267 nýjum til- fellum en faraldur heitir það í Bretlandi þegar 2000 manns veikj- ERLENT ast í viku hverri. Bólusetningin hefur miðast við börn þriggja ára og yngri en nú verða þörn allt að fimm ára sprautuð einnig. Heilbrigðisyfirvöld rekja far- aldurinn til þess, að á miðjum síð- asta áratug kom upp mikill ótti meðal foreldra þegar í ljós komu heilaskemmdir hjá nokkrum bólu- settum börnum. Um það leyti voru 80% allra barna bólusett en var komið niður í 31% 1978. Læknar leggja hins vegar áherslu á, að hættan á heilaskemmdum sé hverfandi miðað við hættuna af kíghóstanum sjálfum. Nú þegar er t.d. vitað um fjögur börn, sem hafa látist. Áródursspjöld sænsku stjórnmálaflokkanna viö Sergels- torgið í Stokkhólmi. Panda að komast úr vanda Madríd, K^september. AP. I’ANDA-UNGINN, sem fæddist í dýragarðinum í Madríd um helgina og enn lifir, hraggast vel, og allt bendir til að hann eigi eftir að dafna og verða fullhraustur, að sögn starfsmanna dýragarðsins. Bjarnarmóðirin, Shao-shao, hefur hlynnt að afkvæmi sínu af alúð. Birnur hlúa jafnan aðeins að fyrsta afkvæmi sínu, en láta seinni afkvæmi, ef fleiri en eitt fæðast, afskiptalaus. Talið er að dauði annars pandatvíburans eigi eftir að veita vísindunum verðmætar upplýsingar. Hafnar eru ná- kvæmar rannsóknir á látna ung- anum, þar sem lítið er vitað um þessi spendýr. EI Salvador: Hiti í sænskum stjórnmála- mönnum í sjónvarpsumræðum Stokkbólmi, 8. neptember. Frá Guðfínnu Kagnarsdóliur, fréttarilara Mbl. SÆNSKU borgaraflokkarnir þrír færast nú æ nær hver öðr- um. Sátt og samlyndi færist yfir viðræður og athugasemdir og þeir beina nú skeytum sínum í sameiningu að jafnaðar- mönnum og kommúnistum. Kosningarnar nálgast óðum. „Borgaraflokkarnir eru sam- mála um efnahagsmálin," sagði Gösta Bohman, fyrrverandi for- maður Hægriflokksins í sjón- varpsviðræðum í gærkvöldi. Og hvorki forsvarsmenn Miðflokksins né Þjóðarflokksins andmæltu því. Enginn minntist á að Hægri- flokkurinn vill bara 24 milljarða á næsta ári en stjórnarflokkarnir 12 milljarða. Enginn minntist heldur á að Ulf Adelhsson, formaður Hægri- flokksins, sagðist nýlega neita að mynda stjórn með miðflokkunum ef til þess kæmi, nema þeir rífi upp skattasamning sinn við jafn- aðarmenn. I staðinn urðu launþegasjóðirn- ir, aðalumræðu- og þrætuefnið eins og við flestar aðrar kosninga- umræður til þessa. Allir fulltrúar borgaraflokkanna voru sammála um að launþegasjóðir jafnaðar- manna þýða sósíalisma. „Viðurkenndu það, Kjell-Olof Feldt,“ sagði Nils Aasling, iðnað- armálaráðherra frá Miðflokknum. „Þið hafið ekki alltaf verið svona neikvæðir gagnvart laun- þegasjóðunum," sagði Kjell-Olof Feldt frá jafnaðarmönnum og vitnaði í jákvæðar umsagnir Thorbjörn Fálldin, forsætisráð- herra, og iðnaðarráðherra um launþegasjóðina frá 1978 og 79. „Það sem hefur gerst er að þið hafið látið Hægriflokkinn og atvinnurekendur hræða ykkur til að skipta um skoðun." „Með launþegasjóðunum losnum við við verðbólguna og fáum fjár- magn til iðnaðarins," sagði Kjell- Olof Feldt. „Hvernig ætlið þið jafnaðar- Myrti stjórnarherinn hundruð óbreyttra? Kl Salvador, 8. Heptember. AP. YFIRMAÐUR úr öryggi.ssveitum óbreyttra borgara í El Salvador tók í dag undir ásakanir þriggja sveitakvenna, sem halda því fram, að stjórnarher- menn hafi myrt þrjú til fjögur hundruð óvopnaðra þorpsbúa er stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn skæruliðum. Atburðurinn átti sér stað í þorpi 70 kílómetra austur af San Salva- dor á svæði þar sem vinstri sinn- aðir skæruliðar hafa náð fótfestu. Konurnar segja að jafnframt því sem A-37 sprengjuþotur hafi gert loftárásir á þorpið, hafi verið gerð á það skothríð af landi. Konurnar segja að flestir þeirra rúmlega 300 sem týndu lífi hafi stutt málstað skæruliða, en eng- inn vopnaður skæruliði hafi þó verið í þorpinu, þegar árásirnar hófust. Yfirmaðurinn, sem kaus nafn- leyndar, sagði að margir skærulið- ar hefðu verið meðal hinna föllnu. Þorpsbúar hefðu verið „undirróð- ursmenn“, sem stutt hefðu skæru- liða og liðsinnt þeim á ýmsan hátt. Hann sagði að 60 aldraðar konur, sem leitað hefðu skjóls í einu húsi þorpsins, hefðu verið líflátnar í vélþyssuskothríð á húsið. Jafnframt sagðist yfirmaðurinn hafa séð tugi líka liggjandi á víð og dreif í þorpinu nokkrum dögum eftir atburðinn, sem átti sér stað 18. ágúst sl. Samkvæmt ágizkunum kirkj- unnar og mannréttindahreyfinga, er talið að 38 þúsund manns að rninnsta kosti hafi týnt lífi í of- beldisaðgerðum i E1 Salvador síð- ustu þrjú árin. menn að takast á við hallann á ríkisrekstrinum, sem eykst um tíu milljarða á næsta ári,“ spurði Nils Aasling, iðnaðarmálaráðherra. „Á ríkishallinn að aukast, eða ætlið þið að hækka skattana eða spara?" „Með ykkar sparnaðarstefnu kemst aldrei skriður á iðnaðinn og atvinnulífið," svaraði Kjell-Olof Feldt. „Það fáum við með launþegasjóðunum." Koivisto nýtur hylli í Finnlandi Helsinki, 8. Heptember. Frá Harry íiranberg fréttaritara Mbl. MAUNO Koivisto Finnlandsforseti, sem kemur í íslandsheimsókn í október, nýtur almennrar lýðhylli heima fyrir, samkvsmt skoðana- könnun finnska tímaritsins APU, en samkvæmt henni eru 93% kjósenda ánægð með forseta sinn, og þykir hann hafa staðið sig vel í starfi. Samkvæmt könnuninni nýtur Koivisto fylgis rúmra 90% félaga allra stjórnmálaflokkanna, nema kommúnista. Hann hefur fylgi 84% kommúnista. Könnunin var gerð ári eftir að Koivisto tók við starfi forseta af Kekkonen, og sjö mánuðum eftir forsetakosn- ingarnar. Koivisto hefur aðeins setið sjö mánuði sex ára kjörtímabils, en þegar eru menn farnir að velta fyrir sér næsta forsetaefni, og eru kjósendur ekki á einu máli hver beztur sé til þess fallinn að taka við af Koivisto. Paavo Væyrynen Koivisto leiðtogi Miðflokksins nýtur stuðn- ings 17% kjósenda, meðan Kalevi Sorsa forsætisráðherra og Harri Holkeri, fyrrverandi leiðtogi Sam- lings-flokksins, njóta fylgis 12% kjósenda hvor. Nafn Mao víða þurrkað út Pekin)!, 8. seplember. AP. NAFN MAO TSE-TUNG, fyrrum leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins í fjóra áratugi, er á flestum stöðum þurrkað út í hinni nýju stjórnarskrá Kínverja, sem gekk í gildi á mánudag. Þá er stefnu Sovétríkjanna ekki lengur hafnað eins og var i síðustu stjórnarskrá, en leiðtogahlutverk þeirra á meðal kommúnistaríkja fordsmt. Mikið er af breytingum í hinni nýju stjórnarskrá eins og áður hef- ur reyndar verið skýrt frá. Felast þær m.a. í breyttum réttindum meðlima kommúnistaflokksins og strangari inntökuskilyrðum í hann en áður hefur verið, svo eitthvað sé nefnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.