Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Laugardaginn 4. september sl. birtist í Morgunblaðinu grein, er nefnist „Kirkjan og kjarnorkuvopnin“. Greinarhöf- undur er Guðmundur Heiðar Frímannsson. Rétt er að gera nokkrar athugasemdir við málflutning hans. Kirkjan hyggur ekki á veraldleg völd Grein Guðmundar Heiðars hefur að geyma ýmsar hæpnar staðhæfingar. Hin fyrsta er sú, að afskipti kirkjunnar af frið- arhreyfingum miði að því, „að kirkjan fái í auknum mæli for- ræði í veraldlegum efnum". Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Heimir Steinsson tilvikinu er engu slíku til að dreifa. Málum er lokið. Um- ræða um niðurstöðuna er út í hött. Þú getur rökrætt við ann- an mann um það, hvernig hann eigi að fara að, ef hann verður fyrir tímabundnum sjúkdómi. Þú getur einnig rökrætt um endurreisn mannkyns að loknu takmörkuðu stríði. En and- spænis endanlegum dauða ein- staklings eða algjörri tortím- ingu mannkyns fjölyrðir þú ekki um viðreisnarvonir í þess- um heimi. Undir slíkum kring- umstæðum getur þú vissulega flutt umræðuna yfir á eitthvert það plan eilífðartrúar, sem ekki er á dagskrá í þessu sam- Kirkja og friður eftir séra Heimi Steinsson „Forræði í veraldlegum efnum" hlýtur að merkja pólitískt vald, aðild að landsstjórn. Ekki er kunnugt, að nokkur sú kirkju- deild, sem látið hefur baráttu fyrir friði til sín taka, hafi gert kröfur til stjórnmálaforystu. Hér er því á ferð tilraun til að eigna kirkjunni sjónarmið, sem hún ekki ber fyrir brjósti, en virðast sprottin upp í hugar- heimi greinarhöfundar. Hugarfar skiptir máli í annan stað ræðst höfundur að útlendum kirkjuhöfðingja fyrir þá skoðun, að „ásetningur sé jafn syndsamlegur og at- höfn“. Er svo að sjá sem Guð- mundur Heiðar telji hér um að ræða persónulegt viðhorf eins manns. Svo er þó ekki. Kristin kirkja hefur á öllum öldum lagt áherzlu á gildi hugarfars ekki síður en athafna. Hér er búið að arfi frá Drottni sjálf- um. Ætti í því efni að nægja að skírskota til orða Fjallræðunn- ar, þar sem reiðinni er sam- jafnað við manndráp. „Hinn yfirlýsti ásetningur um að beita" kjarnorkuvopnum er þannig ekki aðeins andstæður „kaþólskri guðfræði", heldur kristnu siðgæði yfirleitt. Kirkjan virðir stjórnmálaflokkana í þriðja lagi telur greinar- höfundur ályktun Prestastefnu íslands um friðarmál nú í vor hafa að geyma „ákveðna lítils- virðingu við stjórnmálaflokk- ana“. Hér er vægast sagt talað út í hött. Hvernig getur falizt lítilsvirðing í því að bjóða ein- staklingi, hópi eða hópum manna til viðræðna? Hitt væri vissulega lítilsvirðing, ef Prestastefna samþykkti, að kirkjan væri of góð til að ræða við stjórnmálaflokkana. En nú er hlutum öfugan veg farið, JON Helgason, forseti sameinaðs Al- þingis, mun á sunnudaginn prédika í Dómkirkjunni, en prestastefnan sam- þykkti i sumar að beina þeim tilmæl- um til biskups að 12. september yrði sérstaklega fjallað um friðarmál í kirkjum landsins. Biskup hefur skrifað prestum og sófnuðum landsins bréf og farið þess á leit, að 12. september verði friðardagur kirkjunnar í ár. Útvarpsguðsþjónusta dagsins verður frá Dómkirkjunni, en þar mun forseti sameinaðs þings, Jón Helgason frá Seglbúðum, stíga í stólinn. Vitað er, að ýmsir gestir munu enda hafa forystumenn stjórn- málaflokka þegar tekið þessu máli vel. Er ekki að sjá, að þeir skynji þá niðurlægingu, sem virðist angra Guðmund Heiðar. Ný viðhorf hafa skapazt Guðmundur Heiðar Frí- mannsson gerir samþykktir annars Vatikanþingsins að um- talsefni. Þar er talað um, að „algjörlega ný viðhorf" hafi skapazt í heiminum við til- komu kjarnorkuvopna. Það er rétt, er höfundur segir, að ein- mitt þessi framsetning hafi orðið áhrifarík. Friðarhreyf- ingar kirknanna eru beinlíns byggðar á þeirri grundvallar- forsendu, að við búum að ástandi, sem ekki á sér hlið- stæðu í fyrri sögu manna. Hitt gegnir nokkurri furðu með hvaða hætti Guðmundur Heiðar Frímannsson reynir að hrekja setningu Vatikanþings- ins um „aigjörlega ný viðhorf". Honum farast orð á þá leið, að einungis sé um að ræða stigs- mun milli kjarnorkuvopna og annarra drápstækja, en ekki eðlismun. Síðan heldur hann áfram: „Áður var einungis mögulegt að leggja einstaka bæi, einstök héruð, jafnvel ein- stök lönd í rúst, en nú er hugs- anlegt, að öll heimsbyggðin farist, ef kjarnorkustríð bryt- ist út. Svo ógnvænleg sem sú tilhugsun er, þá kallar hún vart á algerlega ný viðhorf." Hér er eitthvað meira en lít- ið bogið við röksemdafærslu höfundar: Á því er einungis stigsmunur, en ekki eðlismun- ur að fækka mannkyninu og að þurrka það út, segir Guðmund- ur Heiðar. Þetta er hliðstætt því að segja, að fyrir einstakl- ing sé einungis stigsmunur, en ekki eðlismunur á því að veikj- ast um stundarsakir og að deyja. Munurinn er þó algjör: í fyrra tilvikinu er bati hugsan- legur og einnig unnt að laga sig að breyttum háttum. í síðara prédika í guðsþjónustum í öðrum kirkjum, bæði stjórnmálamenn og guðfræðingar. Nánar verður um það tilkynnt í messutilkynningum í laugardags- blöðunum. Biskup hefur undanfarið átt við- ræður við forystumenn stjórnmálaflokkanna um hversu stuðla megi að aukinni umræðu og upplýsingum um friðarmál. „Hafa þær viðræður verið mjög gagnlegar og hefur komið fram mikill vilji stjórnmálaflokka til samstarfs við kirkjuna að þessu máli,“ segir í frétt frá Biskupsstofu. hengi. En að þeim möguleika slepptum, endar öll umræðan í alsvörtu núlli. Það er einmitt þessi núll- punktur, sem réttlætir tal kirkjunnar um „algerlega ný viðhorf". Þess vegna er rétt að tala um eðlismun og vísa á bug hverri tilraun til að gera minna úr ógninni en efni standa til. Hin algjöra ógn Kjarnorkurvopnin hafa leitt yfir mannkynið hættu á full- kominni og endanlegri tortím- ingu. Við getum nefnt þessa hættu „algjöra ógn“, til að- greiningar frá sérhverjum háska öðrum. Þessi algjöra ógn er sem fyrr greinir höfuð- ástæðan til þess, að kirkjur fóru að skipta sér af friðarmál- um. í Ijósi þeirrar staðreyndar verður að meta alla afstöðu kirkjunnar. Hin algjöra ógn veldur því til dæmis, að stjórn- arhættir og hugmyndakerfi verða létt á metum. Ég fyrir mitt leyti er öldungis sann- færður um, að það er djöfullegt að vera „rauður", búa við til að mynda þá áþján, sem nú krepp- ir að Pólverjum. Þó vil ég þús- undfalt heldur vera „rauður" en dauður. „Rauður" maður á nefnilega þá möguleika að verða „blár“, en dauður maður á þess engan kost. Svo einfalt er nú þetta mál, og það gildir auðvitað í enn ríkari mæli um mannkynið en um einstakling- inn. Vera má, að þetta viðhorf sé kirkjunnar mönnum aðgengi- legra en öðrum. Kirkjan er orð- in nokkuð gömul og hefur stað- ið af sér öll þau stjórnarför, sem dunið hafa á heiminum í bráðum tvö þúsund ár. Hún mun áreiðanlega lifa í bezta gengi löngu eftir að kommún- ismi og kapítalismi eru úr sög- unni, vel að merkja ef ekki verður búið að þurrka út mannkynið Hvað verður predikað á sunnudaginn kemur? Guðmundur Heiðar Frí- mannsson lýkur máli sínu með því að láta í ljós þá von, að „klerkar í kirkjum landsins fari varlega með þann friðar- boðskap, sem þeir hyggjast flytja söfnuðum sínum hinn 12. september næstkomandi." Sjálfsagt er rétt að taka þess- um orðum eins og hverri ann- arri vinsamlegri ábendingu. Það sem höfundur að öðru leyti segir um „klerkdóm" og „emb- ættismenn kirkjunnar" gefur þó ekkert sérstakt tilefni til kumpánlegheita. Vera má, að ofurlítilli, dulinni hótun sé ætl- að að gæjast undan orðum Guðmundar Heiðars. Eftir er þá að sjá, hvaða bein hann hef- ur í hendi til að koma vilja sín- um fram. I Friðardagur kirkjunnar á sunnudag: Forseti sameinaðs Alþingis prédikar í Dómkirkjunni Predikun á friðardegi Athugasemd við greinina „Kirkjan og kjarnorkuvopnin“ eftir Pétur Sigurgeirsson biskup í greininni „Kirkjan og kjarn- orkuvopnin", sem birtist hér í Morgunblaðinu 4. sept. sl. gætir misskilnings um friðarályktun prestastefnunnar á Hólum í Hjaltadal, sem þarf að leiðrétta. Eins og öllum er kunnugt, er ástand heimsmála svo uggvænlegt vegna kjarnorkuvígbúnaðar, að fólk um víða veröld hefur myndað öfluga friðarhreyfingu til að af- stýra heiminum frá tortímingu. Kirkjudeildir eiga mikinn þátt í þessari hreyfingu. Friðarvon mannkynsins er svo stórt mál, að hún varðar alla menn, í hvaða stétt og stöðu sem er og hvar í heimi sem vera skal. I umræddri ályktun er bent á það, „að málefni friðar og afvopnunar eru ofar flokkssjónarmiðum stjórnmálaflokkanna". Þ.e.a.s. að þau séu utan og ofanvið dægur- þras stjórnmálanna. Mér finnst fjarri öllu lagi að tala um þetta orðalag sem minnkun við stjórn- málaflokkana. Það var í anda þessa sjónarmiðs, prestastefn- unnar, sem fulltrúar stjórnmála- flokkanna á friðarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna töluðu um frið- „lleimalöndin" tíu, sem hvíti minnihlutinn hefur úthlutað svarta meirihlut- anum til búsetu. Svæðin eru illræktanleg og án allra náttúruauðlinda. (Mynd frá fwiuku þróunarstofnuninni 1978). Suður-Afríka: Heill heimur í einu landi Eftir Jónínu Einarsdóttur í Morgunblaðinu þann 23. júlí get- ur að lcsa athyglisverða grein. Þar er augum lesendans og væntanlegs ferðalangs beint að ströndum Suð- ur-Afríku. Boðið er upp á hópferð til þessa framandi lands í haust. Mörg- um fögrum orðum er farið um óþrjótandi tækifæri sem þar bjóðast þyrstum landa í ævintýraleit. Einn- kunnarorð ferðarinnar eru „Heill heimur í einu landi“. Það eru orð að sönnu um Suður-Afríku og þarf ekki villidýraveiðar og útreiðartúra á strútum til að svo sé. Apartheid Samfélag Suður-Afríku er byggt á hugmyndafræði apartheid, þ.e. kynþáttaaðskilnaðarstefnu. Stefna stjórnvalda er að hinir mismunandi kynþættir þróist hver fyrir sig, án þess að samein- ast í eina þjóð. Til þess að við- halda valdastöðu hvíta mannsins hafa stjórnvöld skipt hinum svarta meirihluta í fjölda ætt- flokka. Þannig hefur svörtum afríkönum, um 80% af íbúum Suður-Afríku, verið úthlutað að- eins 13% af landinu, skipt upp í svokallað bantustan eða „heima- lönd“. Allir, sem eldri eru en 16 ára, hafa vegabréf upp á eitt ákveðið „heimaland" og verða að geta framvísað því hvar og hve- nær sem er. Án lýðréttinda Möguieikar til að framfleyta sér í „heimlöndunum" eru litlir. Jörð- in þar er erfið til ræktunar og at- vinnutækifæri fá. Þannig neyðast svartir til þess að vinna á „hvít- um“ iðnaðarsvæðum. Þar eru þeir meðhöndlaðir sem farandverka- menn og hafa engin lýðréttindi. Þeir fá lágt kaup og lélegt hús- næði. I „heimalöndunum" sitja síðan eftir gamalmenni, eiginkon- ur og börn, sem oft fá ekki að sjá heimilisföðurinn nema einu sinni á ári. Ef svo vill til að bæði hjónin hafi vinnu á sama stað búa þau þó í sínum íbúðarskálanum hvort, þar sem kynin eru aðskilin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.