Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
Vestmanneyingarnir settu hressilegan gvip á mannlífið.
ir að íslendingarnir eru komnir
fara 40 kassar á viku. Þá segjast
Danir þekkja það á farartækj-
unum fyrir utan húsin, hvort
þar búi íslendingar eða landar.
Ef það er BMW fyrir utan, þá
býr þar íslendingur. Ef það er
reiðhjól, þá býr þar Dani.
Snótarknall
Vestmannaeyingar setja
hressilegan svip á mannlíf stað-
arins þessa viku, alltaf að kank-
ast á og óþreytandi við að
skemmta sér og öðrum. Og hér
eru líka eldhressir KR-ingar. Á
sunnudagskvöldið býður stjórn
Snótar félagskonum og mökum
þeirra til matarveislu. Jóhanna
Friðriksdóttir hugsar um sitt
fólk. Á eftir er knall og allir
velkomnir. Þegar dansinn upp-
hefst smala þær Sigga og Stella
á setustofunni. Það er engin
miskunn hjá þessum víkings-
konum. Og áður en búið er að
telja upp að þremur eru jafnvel
hinir tregustu farnir að vagga
sér í lendunum og syngja há-
stöfum.
Samvinnuferðarall
Á fimmtudagkvöldið er Sam-
vinnuferðarall; sameiginlegur
kvöldverður, gamanmál og ball
á eftir. Börnin borða uppi og
það er líka fjör hjá þeim. Sigur-
jón og Guðmundur eru í essinu
sína og þreyta brandarakeppni.
Viðstaddir láta ekki segja sér
það nema einu sinni að troða
upp og etja kappi við þá félaga.
Svo er stiginn dans til klukkan
eitt eftir miðnætti.
- O -
Vikan líður eins og örskots-
stund. Með flugvélinni sem
kemur frá Keflavík á föstu-
dagskvöldið er næstsíðasti hóp-
urinn, sem dveljast mun í
orlofsbyggðunum á þessu
sumri. Við, sem erum á heim-
leið, þökkum fararstjórunum
fyrir ánægjulega samveru. Nú
þurfa þeir að hafa hraðan á
vegna þeirra sem voru að koma,
raða í rútur, telja og bera sam-
an við nafnalista, á meðan við
tökum flugið og hefjumst upp
úr ljósadýrðinni í borg Absa-
lons.
Hilmar Pétur Þormóðsson
RISAROKK
í Höllinni /
Föstudag 10. sept. kl. 20—24
/
Baraflokkurinn
Ego
Grýlurnar
Þeyr
Þursaflokkurinn
. i
!! Verö kr. 150-
• Forsala aögöngumiöa í Fálkanum, Karnabæ og Stuöbúöinni.
Nú á að bregða sér bcjarleið. F.v. Hrafnhildur, Scvar Þór, Laufey,
Vilmundur og Óli Kristinn.
„Glampandi sól
og 35 stiga hiti“
„Það hefur verið dýrlegt að vera
hér,“ sögðu þau Vilmundur Þór
Gíslason, hljóðmeistari hjá Sjón-
varpinu, og eiginkona hans,
Hrafnhildur Óladóttir, einum
rómi. Þau höfðu verið tæpar þrjár
vikur í Karlslunde, þegar ég rabb-
aði við þau og börn þeirra þrjú,
Laufeyju, Óla Kristin og Sievar
Þór.
„Fyrstu tíu dagana var glamp-
andi sól og upp í 35 stiga hiti,“
heldur Vilmundur áfram, „og
það var svo heitt, að Danir höfðu
á orði að þeir færu til Mallorka
til þess að kæla sig niður. Þetta
var nú aðeins of mikið fyrir
okkur nýkomin að heimin, en
það var krökkt af fólki á strönd-
inni hérna fyrir neðan húsin, og
krakkarnir nutu þess að busla í
sjónum. Ströndin er afskaplega
hreinleg og undir daglegu eftir-
liti; nokkuð sem maður er óvan-
ur heima, því miður."
„Maturinn er nú kapítuli út af
fyrir sig,“ segir Hrafnhildur.
„Það er ekki einasta að það sé
ódýrt að versla hérna, heldur er
það líka svo góð vara sem maður
fær. Við höfum mest borðað hjá
okkur sjálfum og lítið af okkar
farareyri farið í mat miðað við
það sem við eigum að venjast.
Við höfum tekið þátt í flestum
þeim ferðum sem boðið hefur
verið upp á, auk þess sem við
höfum farið víða á eigin vegum í
bílaleigubíl, m.a. í Safari-dýra-
garðinn á Lálandi, sem var
sannkallað ævintýri.”
„Það eina sem ég finn að
hérna í Karlslunde,” segir Vil-
mundur, „er lýsingin fyrir utan
húsin; hana mætti auka til að
gera það meira aðlaðandi fyrir
börn og fullorðna að dveljast þar
á kvöldin."
„Og svo vantar diskótek fyrir
okkur krakkana," bætir Laufey
við, „að minnsta kosti einu sinni
í viku. Og krakkarnir hérna í ná-
grenninu ættu að fá að vera með
okkur í dansinum."
„Það er strax farið að orða það
að koma hingað aftur næsta
surnar," segir Vilmundur að lok-
um, „en auðvitað fer það eftir
efnum og ástæðum."
Kurt Skaaning framkvæmdastjóri:
Gef íslensku gest-
unum hið besta orð
Það gekk brösótt i fyrstu að ná
endum saman í rekstrinum eftir að
nýju orlofshúsin voru tekin í notk-
un í Karlslunde, og veitingastaður-
inn var rekinn með halla. Haustið
1980 var Kurt Skaaning ráðinn
framkvæmdastjóri, auk þess sem
hann tók við veitingarekstrinum,
en hann er bæði matsveinn og
þjónn að mennt. Síðan hefur geng-
ið betur. Ég spyr hann, hvernig
tekist hafi að brúa bilið.
„Við höfum farið út í það í æ
ríkari mæli að leigja út húsa-
kynnin yfir veturinn," segir
Skaaning, „undir alls konar
starfsemi. Hér eru haldnir
mannfagnaðir, fundir, þing,
ráðstefnur, námskeið og margs
konar fræðslustarfsemi. Tölu-
verður hluti þessa starfs er á
vegum samtakanna sem á ein-
hvern hátt eru tengd verka-
lýðshreyfingunni. En það er líka
þó nokkuð um að einstaklingar,
fyrirtæki, íþróttafélög og opin-
berar stofnanir fái hér inni.“
Og hvernig hafa samskiptin
við íslensku gestina gengið?
„Þegar ég hóf starf hérna
hafði ég heyrt á skotspónum, að
íslendingar væru afskaplega erf-
iðir gestir, alltaf „skidefulde" og
ómögulegir við að eiga. Þetta var
þó alls ekki reynslan af þeim
fyrsta sumarið sem þeir voru
hér; ég hafði bara heyrt þetta
svona utan að mér. En það var
ánægjulegt fyrir mig að geta
Kurt Skaaning
tjáð yfirmönnum mínum hjá
Dansk Folke-Ferie, eftir fyrsta
sumarúthald mitt, að samskipt-
in við íslensku gestina hefðu
gengið áfallalaust. Og reynsla
mín af þeim síðan hefur leitt í
ljós, að þeir eru hvort tveggja
góðir viðskiptavinir og góðir
gestir og get ég gefið þeim hið
besta orð. Þar eru börnin heldur
ekki undan skilin. Ég er þess
fullviss, að væru Danir jafn-
margir hér samankomnir í fríi,
um 60—70% gestanna, eins og
íslendingarnir eru oftast, þá
væri ekki eins rólegt í Karls-
lunde og raun ber vitni.“