Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 4

Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Peninga- markadurinn r \ 88 88 GENGISSKRANING NR. 155 — 08. SEPTEMBER 1982 Nýkr. Nýkr. Eining Kl. 09.15 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollan 14,360 14,400 1 Sterlingspund 24,850 24,919 1 Kanadadollari 11,603 11,635 1 Dönsk króna 1,6508 1,8554 1 Norsk króna 2,0941 2,0999 1 Sœnsk króna 2,3319 2,3384 1 Finnskt mark 3,0168 3,0252 1 Franskur franki 2,0533 2,0590 1 Belg. franki 0,3020 0,3028 1 Svissn. franki 6,8097 8,8287 1 Hollenzkt gyllini 5,2950 5,3097 1 V.-þýzkt mark 5,7985 5,8147 1 itölsk líra 0,01028 0,01031 1 Austurr. sch. 0,8241 0,8264 1 Portug. escudo 0,1648 0,1652 1 Spánskur peseti 0,1283 0,1288 1 Japansktyen 0,05575 0,05590 1 írskf pund 19,946 20,002 SDR. (Sórstök dráttarrétt.) 07/09 15,6206 15,6641 k ’ ---------------------- GENGISSKRÁNING FEROAMANNAGJALDEYRIS 8. SEPT. 1982 — TOLLGENGI í SEPT. — Mýkr. Toll- Eining Kl. 09.15 Sala gcngi 1 Bandankjadollari 15,840 14,334 1 Sterlingspund 27,411 24,756 1 Kanadadollari 12,799 11,564 1 Dönsk króna 1,8208 1,6482 1 Norsk króna 2,3099 2,1443 1 Sænsk króna 2,5722 2,3355 1 Finnskt mark 3,3277 3,0088 1 Franskur franki 2.2649 2,0528 1 Belg. franki 0,3331 0,3001 1 Svissn. franki 7,5116 6,7430 1 Hollenzkt gyllini 5,8407 5,2579 1 V.-þýzkt mark 6,3962 5,7467 1 itölsk líra 0,01134 0,01019 1 Austurr. sch. 0,9090 0,8196 1 Portug. escudo 0,1817 0,1660 1 Spánskur peseti 0,1415 0,1279 1 Japansktyen 0,06149 0,05541 1 irskt pund 22,002 20,025 / Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIH: 1. Sparisjóðsbækur................ 34,0% 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*.37,0% 3. Sparis|óösreikningar, 12. mán. 1)... 39,0% 4 Verðlryggðir 3 mán. reikningar... 0,0% 5. Verðtryggðir 6 mán reikningar.. 1,0% 6 Avísana- og hlaupareikningar.... 19,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður i dollurum......... 10,0% b. innstæður i sterlingspundum.. 9,0% c. innstæður i v-þýzkum mörkum. .. 8,0% d. innstæður i dönskum krónum.. 10,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÍITLÁNSVEXTIR: (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir...... (26,5%) 32,0% 2. Hlaupareikningar ...... (28,0%) 33,0% 3. Afurðalán ............. (25,5%) 29,0% 4. Skuldabref ............ (33,5%) 40,0% 5. Visitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 1 ár 2,0% b. Lánstími minnst 2'h ár 2,5% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán.......... 4,0% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lansupphæð er nú 150 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstimi er allt aö 25 ár. en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóðnum 72.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast við lániö 6.000 nýkrónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aðild aö sjóðnum. A timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 3.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 1.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjórðung sem líöur. Þvi er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuðstóll lánsins er tryggöur meö byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísítala fyrir ágústmánuö 1982 er 387 stig og er þá miöaö viö 100 1. júní '79. Byggingavísitala fyrir júlímánuö var 1140 stig og er þá miöaö viö 100 í októ- ber 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Leikrit vikunnar kl. 20.30: Kúrik Bessi Aldinmar 2. þáttur Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er 2. þáttur framhaldsleikriLsins „Aldinmar" eftir Sigurð Róberts- son. Nefnist hann Andspænis kerf- inu. Leikstjóri er Briet Héóinsdótt- ir, en með stærstu hlutverkin fara Kúrik Haraldsson, Bessi Bjarna- son, Valdemar llelgason og Andr- és Sigurvinsson. Þátturinn er 39 mínútna langur. Tæknimaður er Guðlaugur Guðjónsson. Pétur Pálsson „skyttukóngur" hefur rekist á veru frá öðrum hnetti uppi í óbyggðum þar sem hann er á gæsaveiðum. Þessi maður utan úr geimnum segist heita Aldinmar. Hann kveðst kominn til jarðarinnar til að bæta mannlífið, ekki muni veita af. Pétur og Lína, kona hans aka Aldinmar í bæinn þar sem Pétur segir vini sínum, Bergþóri, varð- stjóra í lögreglunni, frá þessu undarlega fyrirbæri. Honum finnst maðurinn einkar grun- samlegur, ekki síst þar sem hann er með einhverjar pillur á sér. Á sjötugsafmæli Milton Friedmans nefnist dagskrárliður sem hefst i hljóðvarpi kl. 21.35. Hannes H. Gissurarson flytur fyrra erindi sitt um nóbelsverðlaunahafann. Á myndinni hér fyrir ofan sést Friedmann taka við verðlaununum úr hendi Sviakonungs. Ágústa Ágústsdóttir. Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.05 er einsöngur i útvarpssal. Ágústa Ágústsdóttir syngur lög eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Jónas Ingimund- arson leikur með á píanó. Héraðsfundur Húna- vatnsprófastsdæmis: Skipun presta- kalla og sóknar- skipun í land- inu endurskoðuð Staðarbakka, 7. septembcr. HÉRAÐSFUNDUR Húnavatnspró- fastsdæmis var haldinn að Tjörn á Vatnsnesi þann 5. þessa mánaðar að aflokinni guðsþjónustu. í messunni þjónuðu fyrir altari séra Árni Sig- urðsson á Blönduósi og séra Oddur Einarsson á Skagaströnd, en séra Ólafur Hallgrímsson á Bólstað flutti prédikun, en prófasturinn, séra Rób- ert Jack, skýrði fjögur börn í mess- unni. Organisti var Helgi Ólafsson á Hvammstanga. Á héraðsfundinum flutti pró- fastur, séra Róbert, yfirlitserindi um það helzta, sem gerzt hafði í málefnum kirkjunnar í prófasts- dæminu. Kom þar meðal annars fram, að kosnir höfðu verið fjórir prestar síðan síðasti héraðsfundur var haldinn á Skagaströnd þann 13. september 1981, en tveir höfðu látið af embætti, séra Pétur Ingj- aldsson fyrir aldurs sakir og Pálmi Matthíasson, sem flutti til Akureyrar. Að lokinni yfirlits- ræðu prófasts flutti séra Pétur Ingjaldsson, fyrrverandi prófast- ur, ítarlegt erindi í tilefni af ári aldraðra og urðu um það málefni talsverðar umræður. Á fundinum kom fram tillaga, sem var samþykkt, þar sem því var beint til kirkjuyfirvalda, að láta fara fram endurskoðun á skipun prestakalla og sóknarskip- un i tandinu, en ákvarðanir um breytingar verði ekki teknar nema i samráði við viðkomandi söfnuði. Fleiri mál komu fram og voru rædd. Rausnarlegar veitingar voru á staðnum, kaffi í boði sókn- arnefndar og kvöldverður í boði prófastshjónanna. Benedikt Útvarp Reykjavík FIMMTUDAGUR 9. september. MORGUNNINN 7.00 Veóurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Ilagskrá. Morgun- oró: Sigríður Jóhannsdóttir tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bangsimon" eftir A.A. Milne. Hulda Valtýsdóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (4). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar. Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika saman á horn og pianó Sónötu i Es-dúr op. 28 eftir Franz Danzi og Rómönzu op. 67 eftir Camille Saint-Saéns. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sig- mar Ármannsson og Sveinn Hannesson. 11.15 Létt tónlist. Queen, Sky, Vangelis, Ragn- hildur Gisladóttir, Þursaflokk- urinn o.fl. syngja og leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr horni. Umsjón: Hjalti Jón Sveinsson. SÍDDEGIÐ 15.10 „Myndir daganna", minn- ingar séra Sveins Víkings. Sig- ríður Schiöth les (16). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 Siðdegistónleikar Hljómsveitin Fílharmónía leik- 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrokk. Dægurlagaþáttur i umsjón Eddti Andrésdóttur. 21.10 Á döfinni. Þáttur um listir og menningar- viðburði. Umsjónarmaður: Karl Sig- tryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 21.20 Gervitunglaöld. Finnsk heimildarmynd um áhrif ur „Semiramidc", forleik eftir Gioacchino Rossini; Riccardo Muti stj./ Mstislav Rostropov- itsj og St. Martin-in-the-Fields- hljómsveitin leika Sellókonsert i D-dúr op. 101 eftir Joseph Haydn; lona Brown stj./ Suisse Romande-hljómsveitin leikur „Gæsamömmu“, svítu eftir Maurice Ravel; Ernest Anserm- et stj. KVÖLDIÐ 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. stóraukins fjölda sjónvarps- hnatta í náinni framtíð. Þýðandi: Trausti Júlíusson. (Nordvision — Finnska sjón- varpið.) 22.05 Stúlkan á fremsta bekk. (La jeune fille du premier rang) Frönsk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Jacques Trébouta. Aðalhlutverk: Jean-Francois Garraud og Sophie Renoir. Myndin sýnir hvað af því getur leitt þegar ungur heimspeki- kennari vcrður ástfanginn af einum nemenda sinna. Þýðandi: Ragna Ragnars. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ólafur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Á vettvangi 20.05 Einsöngur í útvarpssal. Ág- ústa Ágústsdóttir syngur lög eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. 20.30 Leikrit: „Aldinmar" eftir Sigurð Róbertsson. — II. þátt- ur. Leikstjóri: Briet Héðinsdótt- ir. Leikendur: Björn Karlsson, Örn Árnason, Rúrik Haralds- son, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Andrés Sigurðs- son, Valdemar Helgason, Guð- jón I. Sigurðsson og Jón S. Gunnarsson. 21.10 Píanósónata nr. 7 í D-dúr op. 10 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. Vladimir Horovitsj. leikur. 21.35 Á sjötugsafmæli Miltons Friedmans. Hannes H. Gissur- arson flytur fyrra erindi sitt. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Gistiheimilið“, smásaga eftir James Joyce. Sigurður A. Magnússon les þýðingu sína. 23.00 Kvöldnótur. Jón Örn Marin- ósson kynnir tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 23.30 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 10. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.