Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 15 armálin í útvarpsþætti 18. júlí sl. og nýskeð ræddi ég við forvígis- menn stjórnmálaflokkanna og hjá þeim öllum fann ég mjög jákvæð viðhorf og eindreginn vilja til samstarfs við kirkjuna um frið- armálin. — Það er hvergi hægt að finna það í friðarályktun presta- stefnunnar, að prestar ætli að „grípa til klerkdóms síns til að koma stjórnmálaskoðunum sínum á framfæri við landslýð", eins og greinarhöfundur orðar það. Kristin kirkja er kölluð til þess að boða frið á jörð. „Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig.“ (2. Kor. 5,19.) Guðs friður leiðir til friðar og sáttargjörðar bæði við Guð og menn. íslenzka kirkjan og þjónar hennar vilja eiga þátt í þeirri alheims friðar- hreyfingu, sem byggist á þessum boðskap. Að því marki stefnir hinn sameiginlegi friðar- og þakk- argjörðardagur kirkjunnar á sunnudaginn. Við eigum Guði líka margt að þakka. Mér finnst það smekkleysa greinarhöfundar, svo ekki sé meira sagt, að hvetja presta til varfærni við að flytja friðarboð- skap, sem þeir eru vígðir til að predika, og hafa lýst í ályktun sinni á prestastefnunni. Sú er mest gæfa hinnar íslensku þjóðar að mega tjá skoðanir sínar og fylgja eftir áhugamálum sín- um. Það er náðargjöf, sem hlýtur að ná til presta og leikmanna við boðun orðsins á sunnudaginn, sem aðra daga. Pétur Sigurgeirsson Þéttsetin fangelsi Þar sem sá einn getur farið út fyrir sitt „heimaland" sem fengið hefur atvinnu utan þess, er mikið um brot á vegabréfslögunum. Ger- ast um 200.000 manns brotlegir við þau árlega. Fangelsi Suður- Afríku eru því þéttsetin. Hvergi í heiminum er hærra hlutfall lands- manna undir lás og slá. ANC Frelsishreyfingin African Nat- ional Congress, ANC, var stofnuð 1912. Var hún bönnuð 1960 og vinnur siðan neðanjarðar. Innan ANC vinna bæði hvítir og svartir að því að brjóta niður þá kúgun sem bundin er í kynþáttaaðskiln- aðarlögunum. Stefnir ANC að jöfnum rétti allra þjóðfélagsþegn- anna. Á undanförnum árum hefur andstaðan gegn apartheid aukist mjög. Fjöldi pólitískra réttar- halda fer vaxandi og fjöldi með- lima ANC hafa verið dæmdir til dauða. Margir eru í útlegð. Tímasprengja Hinn hvíti minnihluti Suður- Afríku hervæðist. Útgjöld til her- mála jukust til dæmis um 46% 1980—81. Er það álit ýmissa að Suður-Afríka hafi með hjálp vest- rænnar samvinnu náð tökum á framleiðslu kjarnorkuvopna. Suður-Afríka er því sem tíma- sprengja sem getur sprungið hvenær sem er. Góða ferd Það er tími til kominn að við íslendingar förum að kynna okkur mannlíf þessa fjarlæga lands. Vonandi skyggnast væntanlegir ferðlangar bak við tjöldin. Stríðs- söngur Zulumanna sem boðið er upp á, opnar kannski augu þeirra fyrir því að svartir í Suður-Áfríku munu ekki mikið lengur sætta sig við að vera meðhöndlaðir sem út- lendingar í eigin landi. Já, Suður-Afríka er svo sannarl- ega „heill heimur í einu landi“. Mun fararstjóri ferðarinnar, Jón Ármanna Héðinsson, vafalítið verða hjálplegur að veita fróð- leiksfúsum ferðamönnum upplýs- ingar um fjölbreytileika mannlífs- ins. Er ferðalangar skoða híbýli innfæddra, gerð úr leir og stráum, mun hann væntanlega geta þess að samkvæmt söguskilningi hvíta minnihlutans voru engir innfædd- ir í landinum þegar forfeður þeirra námu þar land. Á þeirri söguskýringu byggist síðan hinn ótakmarkaði réttur hvíta manns- ins til allra náttúruauðlinda þessa ríka lands. Það er full ástæða til þess að óska ferðalöngunum góðrar ferð- ar. Guinea-Bissau 1. ágúst 1982. Jónína Einarsdóttir. Stundar þú líkamsrækt? Ertu í megrun? Ef svo er, þá er „BBF Spot Reducing Discovery“-kremiö eitthvaö fyrir þig. BBF-kremiö er frábær uppfinning fyrir aila þá sem stunda lík- amsrækt, en ná ekki aö losna viö þá aukafitu sem oft safnast á vissa hluta líkamans, svo sem maga, læri og mjaömir. Meö því aö nota BBF-kremiö á æfingum, eykst útstreymi svita og annarra úrgangsefna líkamans til mikilla muna. BBF hæfir viö alla líkamsrækt, gefur þægilegan ilm og gljáandi hörund. Þaö er einnig mjög gott fyrir þá sem stunda gufuböö og þá sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt meö aö svitna. BBF hefur reynst mjög árangursríkt gegn staöbundinni fitu (cellu- lite). Verdur til sölu í flestum líkamsræktarstöðvum landsins HEILDSÖLUBIRGÐIR: f MFf f ff Piz Buin-umboöiö. Sími 37442. f f f^f Álfheimum 74, Reykjavík. S. 82922391. Allar búðimar fullar afnÝjumvönun Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. . 0piðíkvöldtilkl.8 j HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.