Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands í hádegisverðarboði Ronalds Reagan: „Gefum niðjum okkar orð til að hugsa um, dáðir að minnast, menningu til að byggja á“ HÉR FER á eftir ræða forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, er hún hélt t hádegisverðarboði, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og kona hans héldu Vigdísi og öðr- um þjóðhöfðingjum Norðurlanda í gær: Herra forseti Forsetafrú Reagan Yðar konunglegu tignir Kæru vinir Lengi hefur það verið sann- færing mín, að enga dýrmætari gjöf þiggjum við af samfélaginu en þá að læra að lesa. Að geta lesjð er auður, sem ekki verður metinn á sömu vog og önnur verðmæti. Of oft er það tekið sem sjálf- sagður hlutur að kunna að lesa. Þessi gjöf opnar okkur nýja heima. Hún ýtir undir ímyndun- arafl okkar, og með því að lesa öðlumst við þekkingu, þekkingu á öðrum þjóðum. Þjóðir Ameríku og Norður- landa deila þeirri hamingju, að lestrarkunnátta hefur verið þar útbreidd um langan aldur. Með lestri geta börnin ímyndað sér hvernig heimurinn lítur út. Það er þannig nær hálf öld lið- in síðan ég fór með bóklestri að Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heldur ræðu í hádegisverðarboði Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Við háborðið frá vinstri: Henrik Danaprins, þá forsetafrú Nancy Reagan, Harald krónprins Norðmanna, Vigdís, Ronald Reagan, Sonja krónprinsessa Norðmanna, George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna Og fleiri gestir. Simamynd Mbl. Ól.K.M. Opnunarræða forseta íslands á Scandinavia today: Norrænum mönnum hefur alltaf fundizt Ameríka sér nákomin FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir flutti i gær ræðu, er hún opnaði sýningu Noröurlandanna, „Scandinavia Today“ í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Ræða farseta íslands fer hér á eftir: Herrar mínir og frúr. Kæru vinir. Á norðanverðu íslandi er fjall, sem heitir Tindastóll, hásæti tind- anna. Það gnæfir yfir breiðan fjörð með grænum hlíðum. Mið- nætursólin gyllir blómskrúðið og hjalandi læki og myndar dular- fulla skugga. Þetta er fjallið, þar sem unnt er að finna óskasteininn einu sinni á ári, á Jónsmessunótt. Einu sinni var þarna smala- stúlka á gangi. Hún tíndi upp af götu sinni glitrandi stein. Er hún hélt honum í hendi sér, kom henni í hug hve gaman væri að vera boð- in í beztu veizlu, sem haldin væri í heiminum. Og skyndilega stóð hún í dýrlegri höll. Maður nokkur rétti henni gullbikar. Hún tók við bik- arnum en varð svo feimin og hrædd, að hún óskaði þess, að hún stæði aftur á gamla, trausta fjall- inu með kunnuglega jörð undir fótum. Hún fleygði burt steinin- um, en stóð þarna með gullbikar- inn í hendinni. Bikarinn hafði hún heim með sér og dáðust allir að honum. Farið var með hann til sóknarprestsins, en hann sá ekki til hvers mætti nota hann á heim- ilinu. Gullbikarinn var því sendur til konungsins, sem gaf stúlkunni í staðinn þrjár beztu jarðirnar í þessum frjósama dal. Þessi gamla þjóðsaga er tákn- ræn fyrir hina fornu norrænu arf- leifð, þar sem sagnalistin hefur borizt frá kynsióð til kynslóðar. Þessi arfleifð hefur orðið hluti af sjálfsmynd norrænna manna, sem um langan aldur urðu að heyja harða baráttu við náttúruöflin, svo að þeir kusu að leita hins óþekkta nýs lands, þar sem þeir vonuðust til að geta lifað betra lífi. Þeir varðveittu sagnirnar, menningararfinn, þeir komu með gullbikarinn. Oft hlutu þeir kosta- jarðir að launum, — en það er saga í sjálfu sér. Það hefur árum saman verið sannfæring mín og keppikefli, að við, — eins og allar aðrar þjóðir, ættum að leitast við að flytja út menningu okkar ekki síður en varning, að við ættum að kynna menningu okkar meðal annarra þjóða, sem lifa á annan hátt. Eg hef ekki getað þagað yfir þessari skoðun minni í viðræðum við starfsfélaga og vini, þegar menningarmál hafa verið til um- ræðu á Norðurlöndum. Lykillinn að gagnkvæmum skilningi er að kunna að meta gildi menningar annarra þjóða, — í víðasta skiln- ingi þessa orðs. Um leið og skiln- ingi hefur verið komið á þjóða í millum myndast vinátta. Þannig byggjast brýr milli þjóða. Þá læra mennirnir að skilja hverja aðra, — hve langt sem kann að vera á milli hér á hnettinum. Slík vinátta hlýtur að stuðla að heimsfriði. Það eru mikil forréttindi að standa hér frammi fyrir yður i dag. Mér er fulljós sá heiður, sem mér er sýndur með því að hafa verið valin til að vera fulltrúi Norðurlandanna fimm við þetta ánægjulega og einstæða tækifæri, þegar sýningin Scandinavia Today er opnuð. Hér er á ferðinni kynn- ing á menningu Norðurlanda. En áður ea ég segi nokkur orð um „Skandinavíu í dag“ leyfist mér kannski að hugsa dálítið upphátt um „Skandinavíu gærdagsins". Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hefi þá ánægju að stíga fæti mín- um á ameríska grund. Og samt hefur mér og öllum „norrænum mönnum", alltaf fundizt Ameríka mér nákomin. Við höfum alltaf vit- að um Ameríku, lengur en nokkrir aðrir Evrópubúar. Eg þarf ekki að minna hina ágætu áheyrendur mína á, að 500 árum áður en Col- umbus sigldi yfir hið bláa haf árið 1492, fundu menn af norrænum kynstofni Ameríku, könnuðu álf- una og settust þar að um hríð. I október ár hvert halda Banda- ríkjamenn vissulega hátíðlegan sérstakan dag í minningu Leifs Eiríkssonar, það metum við mjög mikils. Islendingasögur segja svo frá, að er þeir stigu á land eftir langa og hættulega sjóferð, sáu þeir dögg á grasi. Og þeir báru döggina að vörum sér, dögg hins nýja heims, — „og þóttust ekki jafn- sætt kennt hafa sem það var“. Er ekki dásamlegt fyrir ný- fundið land, nýfætt land, að vera þannig munað? „Og þóttust ekki jafnsætt kennt hafa sem það var“. Ég er viss um, að allir Ámeríku- menn, sem hér eru staddir, eru mér sammála um, að þessir fyrstu norrænu menn höfðu að minnsta kosti góðan smekk. Þeir kölluðu landið Vínland, land vínberjanna. Land víns og rósa. Og þegar tilraunin til land- náms hafði farið út um þúfur, þeg- ar þeir höfðu allir snúið heim, þá minntust þeir landsins með ákafri elsku. Vínland varð eins konar Parísarmissir. Vínland hið góða var það kallað, áleitin minning um það, sem hefði getað orðið, aðeins ef ... ef. En norrænar þjóðir gleymdu aldrei nýja heiminum, Vínlandi hinu góða. Við munum alla tíð þetta land hinna miklu auðæfa. Um aldaraðir fannst okkur þér vera í túnfætinum okkar, — harla víðáttumiklum túnfæti, ef satt skal segja. Og þegar Evrópa var loks til- búin að uppgötva Ameríku alger- lega og endanlega, þá kom þessi vitneskja til með að gegna miklu hlutverki. Enginn annar en sonur Kristófers Kólumbusar sjálfs seg- ir, að faðir hans hafi siglt til Is- lands áratug áður en hann fór hina sögulega ferð. Við vitum með næsta öruggri vissu, að það voru verzlunarsamböndin milli Bristol á Englandi og íslands, sem komu John Cabot til þess að leita nýja heimsins í norð-vesturátt af því að hann vissi að hann var þar. Þetta er auðvitað fortíðin. Sama máli gegnir um það, er norrænir menn „fundu" Ameríku í seinna skiptið á 19. öld. Þá fóru karlar, konur og börn frá Norðurlöndun- um þangað þúsundum saman, tug- þúsundum saman, hundruðum þúsunda saman, til þess að smakka aftur sætleika daggarinn- ar á hinu nýja meginlandi. Ég fyrir mitt leyti hefi ekkert á móti fortíðinni. Reyndar elska ég hana. Eins og einn af forsetum yð- ar, John Quincy Adams, sagði 1802: „Hugsið til áa yðar. Hugsið til niðjanna“. Hvers vegna tengdi John Quincy Adams þetta tvennt saman? Ég held, að hann hafi í örfáum orðum viljað segja, að munir þú ekki for- tíðina eigir þú erfiðara með að skapa þér framtíð. Skandinavía nútímans og Ameríka nútímans urðu til vegna merkra sögulegra aðstæðna. Framtíð okkar allra getur verið háð því hvernig við hugsum um og túlkum hið liðna til þess að upp- lýsa og máta framtíðina. Fornsögurnar minna mig að nokkru leyti á kvikmyndir úr villta vestrinu, hinar beztu þeirra, eins og „High Noon“. Þær fjalla um það sama: hvernig koma eigi á lögum og reglu í samfélagi land- nema þar sem nánast engin lög hafa verið sett: „Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða“ segir vitur maður hinna beztu sagna okkar. Lög, heiður, réttlæti, sjálfræði og friður. — Þetta eru meginviðfangsefni fortíðarinnar, nútíðarinnar — og í framtíðinni. Það er ekki algengt, að fimm fullvalda ríki taki saman höndum um að sýna menningarafrek sín. En hafa ber í huga, að hið nor- ræna samstarf er ekki neitt venju- legt fyrirbæri í heimi nútímans. Ég leyfi mér að fullyrða, að í fáum eða engum öðrum tilvikum starfa fullvalda ríki svo náið saman og á svo mörgum sviðum sem Norður- löndin fimm. Frá árdögum þekktrar sögu hafa norrænar þjóðir átt margt sameiginlegt. Um rúmlega fjögur hundruð ára skeið fram á önd- verða 19. öld, voru Danmörk, ís- land og Noregur, ásamt Færeyjum og Grænlandi, sameinuð í dansk- norska konungsdæminu, og Sví- þjóð og Finnland voru eitt ríki. Þrátt fyrir náinn skyldleika var ófriður næsta algengur milli hinna tveggja velda. En frá 1814 hefur norrænt ríki ekki farið með ófriði gegn öðru norrænu ríki, og nú er ófriður milli þeirra óhugs- andi. Hin nána samvinna og einlæga samstarf Norðurlandaþjóðanna á sér upphaf í þjóðernishugmyndum 19. aldar, hugmyndum, sem ann- ars staðar í Evrópu stuðluðu að því að sameina þjóðir af sama stofni, tungu og menningu. Þessi hugmyndafræðilegi hvati var og er enn að verki meðal norrænna þjóða, en snemma bættist við skilningur á því hve hagkvæmt er að vinna saman. Norðurlandaþjóðirnar eiga sér hinar sömu hugsjónir lýðræðis og velferðar og víðtæk samvinna alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.