Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 36 Spjallað við bændur á Stéttarsambandsþingi Sigurður Sigurðsson, Bnmastöðum: Nauðsynlegt að sporna við óhóflegri stækkun búa í ýmsum búgreinum Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum í Skagafirði. EIN samþykkt fundarins var í þá veru að stjórn Stéttarsambands- ins er falið að vinna áfram að gerð tillagna um hámarksbústærð. Svo virðist sem hugmyndir séu uppi um það að grundvallarbúið sé minnkað. Hvers vegna? Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum í Skaga- firði, varð fyrir svörum: „Mönnum sýnist nauðsyn á því að sporna við óhóflegri stækkun búa í ýmsum búgreinum, svo sem kjúklinga- framleiðslu, eggjaframleiðslu, svínarækt, ofl. En þessi fram- leiðsla er nú í höndum tiltölulega fárra manna, án þess að ljóst sé að það sé hagkvæmara. Þetta form á búrekstri vinnur því gegn byggða- stefnunni. Auk þess byggist þessi framleiðsla á innfluttu, niður- greiddu fóðri, og það er óeðlilegt að hún auki um of á söluerfiðleika búvara sem framleiðdar eru af gæðum landsins." Kristján Guðmundsson, Brekku: Skrítið vandamál að hafa of mikið að éta „Ég er bjartsýnn á að fækkunin takist vel,“ sagði Kristján Guð- mundsson, Brekku, þegar hann var spurður álits á fyrirhugaðri fækkun sauðfjár. „Ég held að bændur séu ekki sérstaklega áhyggjufullir út af þessu máli. Þetta skapar auðvitað vissa erfið- leika, en við ráðum vel við þá. Bændur eru líka vanir því að taka af festu á vandamálum sínum og leysa þau. Er skemmst að minnast kvótakerfisins sem við tókum upp sjálfviljugir til að leysa offram- leiðsluvandann á mjólk. Nú er mjólkurframleiðslan komin í prýðilegt jafnvægi. Annars hefur mér alltaf þótt skrítið hvað menn ræða um hina ýmsu „offramleiðslu" af mikilli taugaveiklun. Ég held að það sé ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur út af því að hafa of mik- ið að borða. En ég vil geta þess að ég tel ekki ástæðu til að ganga mjög hart að þéttbýlismönnum sem eru með eigið fé. Það eru mannréttindi að fá að stunda búskap, og oft er þarna um fyrrverandi bændur að ræða sem ekki geta hugsað sér að hætta alveg." Halldór Þórðarson, Laugalandi (t.v.) og Kristján Guðmundsson, Brekku, ræðast við í fundarhléi. Ingimar Sveinsson, Egilsstööum: Gera þarf meiri kröfur til menntunar bænda Ingimar Sveinsson, Egilsstöð- um, sagði um starfsréttindamál- ið: „Ég tel mikilvægt að gerðar séu talsverðar menntunarkröfur til manna sem vilja hefja atvinnurekstur í landbúnaði. Það er staðreynd, að í nútíma þjóðfé- lagi er menntun að verða lífs- nauðsyn; menntunarkröfur í öll- um stéttum þjóðfélagsins færast sífellt í aukana. Við verðum að fylgjast með. Bændastéttin má ekki verða ruslakista samfélags- ins. Ég tel, að það sé alltof lítið að krefjast þriggja mánaða náms í búnaðarskóla, það verður að gera meiri kröfur." Frá Stéttarsambandsþingi. Ingi Tryggvason, formaður, í ræðustól. Bjöm Sigurðsson, Úthlíð: Bændahús — bylting í ferðamannaþjónustu Björn Sigurðsson í Úthlíð, for- maður Landssambands ferða- mannabænda, var einn margra gesta á þinginu. Blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali og bað hann að skýra laifelega frá þessari nýju búgrein og stöðu hennar miðað við aðrar búgreinar. Björn sagði að „Landssamband ferðamannabænda hefði verið stofnað fyrir fjórum árum. Hér er Ingimar Sveinsson, Egilsstöðum. um að ræða bændur sem eru í að- stöðu til að hafa tekjur af ferða- mannaþjónustu. Það má líta á Kristleif á Húsafelli sem „föður samtakanna", en hann hefur unn- ið mikið brautryðjendastarf á þessu sviði. Hann er reyndar sá eini í dag sem stundar þessa bú- grein einvörðungu, en yfirleitt eru þeir bændur sem sinna ferða- mannaþjónustu með annan bú- skap líka. Það hefur orðið mikil hugar- farsbreyting til batnaðar, bæði hjá bændum og eins almenningi, í afstöðunni ti! þessarar nýju bú- greinar. Það má kannski segja að „offramleiðsludraugurinn" hafi stuðlað nokkuð að þessu breytta viðhorfi. Nú eru menn miklu meira vakandi fyrir öðrum mögu- leikum til landnýtingar. I dag er leiga á sumarbústaða- landi helsta tekjulind bænda í ferðamannaþjónustunni. Við höf- um hvatt bændur sem eru að hugsa um að selja, að leigja landið frekar, og nú er svo komið, að framboðið á leigulandi undir sumarbústaði er meira en eftir- spurnin. En það er fjölmargt ann- að sem flokkast undir ferða- mannaþjónustu: hestaleigur, sveitaheimili fyrir ferðafólk, hlunnindi, t.d. af silungsveiði o.fl. Nú um þessar mundir er að Björn Jónsson, Úthlíð. koma fram nýjung sem á eftir að valda byltingu í ferðamannaþjón- ustunni. Það eru svokölluð bænda- hús, en það eru tjaldhús, misstór, svona tveggja til sjö manna, sem bændur geta sett upp á jörðum sínum og leigt ferðamönnum afnot af. Húsin eru þannig hönnuð að það er á færi hvaða meðalskussa sem er að setja þau saman. Þegar búið er að koma upp nokkrum fjölda slíkra húsa víðs vegar um landið, getur sölu- skrifstofa okkar farið að leigja ferðamönnum skipulega afnot þeirra. Þessi þjónusta er kannski fyrst og fremst fyrir þá sem ekki kæra sig um að sofa í tjöldum, og finnst of dýrt að gista á hótelum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.