Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 47 Thompson setur heimsmet í tugþraut í þriðja sinn BREZKI tugþrautarkappinn I)alcy Thompson sigraði í tugþraut á EM í frjálsíþróttum í Aþenu í g*r, og gerði nánast hið ómögulega, endur- heimti heimsmetið i tugþraut öðru sinni, en það hefur aðeins einum manni tekist áður, Bandaríkjamann- inum Johnson, sem var uppi á sjötta áratugnum. Uetta er þriðja met Thompsons, met hans jafnmörg og Johnsons, og einnig setti Bruce Jenner þrjú heimsmet 1975 og 1976. Thompson hlaut 8.744 stig í gærkvöldi og bætti þriggja vikna gamalt met V-Þjóðverjans Jurgen Hingsen um 21 stig. Hingsen varð annar með 8.518 stig, og annar V-Þjóðverji, Guido Kratschmer, sem tók heimsmetið af Thompson 1980, varð níundi. Thompson hafði 124 stiga for- ystu á Hingsen eftir fyrri daginn, 4.549 stig gegn 4.435 stigum. Þess vegna varð lítið úr því mikla ein- vígi, sem fyrirfram hafði verið bú- ist við þeirra á milli. Thompson tók forystu á Hingsen í fyrstu grein, jók hana jafnt og þétt og skildu 226 stig í lokin. Ljóst var fyrir síðustu grein, að Thompson gæti endurheimt metið með því að hlaupa 1500 metrana á 4:26,5 mín. Hann gerði betur, hljóp á 4:23,71 mínútu og sigraði í hlaupinu. Thompson fagnaði í lok- in eins og hann hefði aldrei átt heimsmet áður, vafði stig stórum brezkum fána og hljóp hring um völlinn í Aþenu. Thompson er ólympíumeistari í grein sinni. Röð efstu manna var þessi: 1. Daley Thompson, Bretl. 8.744 2. Júrgen Hingsen, V-Þýzk. 8.518 3. Siegfried Stark, A-Þýzk. 8.433 4. Steffen Grummt, A-Þýzk. 8.218 5. Georg Werthner, Austurr. 8.171 6. Grigori Dectaryev, Sov. 8.161 7. Valeri Kachanov, Sov. 8.116 8. Christian Gugler, Sviss 8.036 9. Guido Kratschmer, V-Þ. 8.016 Af öðrum árangri má nefna að Christer Lythell Svíþjóð varð 15. með 7.717 stig, landi hans Conny Silfver 17. með 7.551 stig, Trond Skramstad Noregi 18. með 7.517 stig og Gudmund Olsen, norski ís- lendingurinn 19. með 7.506 stig. Þá varð V-Þjóðverjinn Siegfried Wentz 20. með 7.284 stig, en hann var fjórði eftir fyrri dag með 4.227 stig. í þriðja sæti eftir fyrri dag með 4.295 stig var Svisslendingur- inn Stephan Niklaus, en hann var ekki ofarlega á blaði í lokin. Þegar Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöldi höfðu ekki borist upp- lýsingar um árangur tugþrautar- mannanna í einstökum greinum. — ágás. • Hinn frábsri íþróttamaður Daley Thompson fagnar sigri. Hann hafði ástsðu til að fagna í Aþenu i gsrkvöldi, er hann varð öðru sinni Evrópu- meistari og endurheimti tugþrautarheimsmetið öðru sinni, afrek sem aðeins einu sinni hefur verið unnið áður. UIRIKE Meyfarth, sem vann hug og hjörtu íþróttaunnenda um heim all- an er hún varð óvsnt ólympíumeist- ari í hástökki 1972, þá aðeins 16 ára gömul, varð i gsr Evrópumeistari í grein sinni. Kórónaði hún glssi- legan árangur á mótum í sumar með þvi að setja heimsmet í Aþenu i gsr, stökk 2,02 metra. Bstti hún heims- metið um einn sentimetra, sem Sara Simeoni, Italíu, setti í Brescia á Ítalíu fyrir fjórum árum. Simeoni er ólympíumeistari og fyrrverandi Evr- ópumeistari í hástökki og varð hún i þriðja ssti i gsr. Meyfarth tryggði sér gullverð- launin er hún fór ein yfir 2,00 m. Hún stökk síðan yfir 2,02 m í þriðju tilraun. Mikil spenna ríkti á leikvanginum, því Meyfarth snerti rána, sem skoppaði á uppistöðun- um í nokkrar sekúndur. Lá Mey- farth hreyfingarlaus á dýnunni og starði á rána, en réð sér síðan vart af kæti, þegar ráin hætti að skoppa. Fyrst til að óska henni til hamingju með metið var Sara Simeoni. Úrslitin í hástökkinu urðu ann- ars þessi: 1. Ulrike Meyfarth, V-Þ. 2,02 2. Tamara Bykova, Sov. 1,97 3. Sara Simeoni, íta 1,97 4. Gaby Meier, Sviss 1,94 5. Jutta Kirst, A-Þýzk. 1,94 6.-7. Andrea Bienias, A-Þýzk. 1,91 6.-7. Ludmila Zhecheva, Búlg. 1,91 Sænska stúlkan Susanne Lor- entzon, sem á Norðurlandametið í hástökki, 1,91 metra, varð í 12. sæti með 1,88 metra. Athygli vek- ur, að ýmsar a-evrópskar stúlkur, sem stokkið höfðu 1,97—1,99 metra í sumar, eru ekki í fremstu röð á mótinu. — ágás. HARALD Schmidt, V-Þýzkalandi, sigraði eins og við var að búast í 400 metra grindahlaupi á Evrópumeist- aramótinu í frjálsum í gsr. Schmidt varði þvi titil sinn frá í Prag 1978 og setti Evrópumet í ofanálag, hljóp á 47,48 sekúndum og bstti eigið met frá 1979, sem var 47,8 sek. Nálgast Schmidt heimsmet Bandaríkja- mannsins Edwin Moses. Auk Schmidt var aðeins einn annar Vesturlandabúi í átta manna úrslitum, Svíinn Sven Ny- lander, sem stóð sig frábærlega, varð sjötti á nýju sænsku meti, 49,64 sek. Úrslitin urðu annars: 1. Harald Schmid, V-Þýzk. 47,48 2. Alexander Yatsevich, Sov. 48,60 3. Uwe Ackermann, A-Þýzk. 48,64 4. Vasily Arkhipenko, Sov. 48,68 5. Ryszard Szparak, Póll. 49,41 6. Alexander Kharlov, Sov. 49,56 7. Sven Nylander, Svíþjóð 49,64 8. Toma Tomov, Búlgaríu 50,10 • Harald Schmidt á fullri ferð í grindahlaupi. Ólympíumeistarinn frá 1972 vann á heimsmeti Harald Schmidt með Evrópumet • Ulrike Meyfarth í keppni. Myndin er tekin þegar hún vippaði sér yfir 2,00 metra í Miinchen fyrir mánuði, en í gsr varð hún Evrópumeistari á nýju heimsmeti í hástökki, stökk 2,02 metra. Tottenham vann 6—0 Einnig vann Norwich Birmingham 5—1. Keith Bertschin, fyrrum leik- maður Birmingham, skoraði tvö mörk fyrir Norwich gegn sínum gömlu félögum, og Martin O’NeilJ skoraði einnig tvisvar. Þá vann W^SÍ Bromwich Stokt á útivelli 3—0, og skoruðu Peter Eastoe, Cyrille Regis og Alistair Brown mörkin. MIKIÐ var um mörk í ensku knatt- spyrnunni í gsrkvöldi. Tottenham vann stóran sigur á Southampton, 6—0, á White Hart Lane í 1. deild- inni. Tony Galwin skoraði tvö mörk Tottenham og Ricky Villa eitt, en upplýsingar um aðra markaskorara bárust ekki. Þá vann Aston Vili- Liiíon 4—1, með mörkum Denis Mortimer, Pet- er Withe og Gordon Cowans (2). David Moss skoraði fyrir Luton. Manchester United vann Everton 2—1 og skoruðu Robson og White- side mörk United. Coe missti gott forskot og tapaði óvænt í Aþenu í annarri deild vann Derby Chelsea 1—0, Leicester tapaði heima fyrir Leeds 0—1 og New- castle og Middlesbrough gerðu jafn- tefli, 1—1, í Newcastle. „ÉG TRÚI þessu vart ennþá. Ég lét mig heldur aldrei dreyma um að vinna hér til verðlauna. Villtustu vonir mínar voru um að komast í úrslitahlaupið," sagði Hans-Peter Ferner, 26 ára eðlisfrsðinemi frá Ingolstadt í V-Þýzkalandi, eftir óvsntustu úrslit til þessa á Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþróttum, ósigur Sebastian Coe í 800 metra hlaupinu í gsr. Allt stefndi í örumjr, sigur Coe \ má'upinu. Hann tók forystu eftir 200 metra og virtist léttur í spori, en millitíminn eftir 400 m var 53,4 sek., eða tveimur sekúndum lakari tími en þegar hann setti heims- metið. Þegar 200 metrar voru í mark reyndi A-Þjóðverjinn Detlef Wagenknecht að skjótast fram úr honum, en því svaraði Coe með spretti og var í þriggja metra for- ystu þegar 100 metrar voru eftir. Á beinu brautinni í lokin virtist Coe hins vegar eiga í erfiðleikum, og þá dró Ferner, sem skaust upp í annað sæti þegar tæpir 200 metr- ar voru í mark, verulega á hann og tók forystu þegar 50 metrar voru eftir. Coe var greinilega brugðið og vatnaði hann músum eftir hlaupið. NÚ £7 éíúr að sjá hvernig Coe tekst upp í 1500 metra hlaupinu, þar hefst riðlakeppnin í dag og talið er að landi hans Steve Cram verði skeinuhættastur á þeirri vegalengd. Sigur Ferners, sem varð Evr- ópumeistari innanhúss í fyrra, var mjög óvæntur. Hann átti næstlak- astan tíma úrslitahlauparanna fyrir hlaupið, aðeins Finninn Jorma Harkonen, sem varð óvænt þriðji, átti lakari tíma. Lengi var óvisst hvort Ferner yrði valinn til þátttöku, þar sem hann varð ekki Þýzkalandsmeistari, tapaði þá fyrir frægum landa sínum, Willy Wulbeck, sem varð síðastur í gær. Úrslitin urðu annars: 1. Mans IVu*r Kerner, V-I>ýzk. í:in,53 2. Sf'nasiian ('oe, Bretl. 1:46,68 3. Jorma Harkonen, Kinnl. 1:46,90 4. (»ary ('ook, Rretl. 1:46,94 5. Kob Dnippers, Ifloll. 1:47,06 6. Dellef Wagenkneehl, A l»ýzk. 1:47.06 7. OUf Beyer, A-I>ýzk. 1:47,36 8. W illi W ulbeck, V l>ýzk. 1:48,90 Eins og sjá má varð Evrópu- meistarinn frá í Prag fyrir fjórum árum, Olaf Beyer, næstsíðastur. Á mótinu í Prag varð Coe þriðji eftir að hafa leitt það hlaup 700 metra. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.