Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 33 Að húsabaki i Karkhindi; opið leiksrcði lyrir börn á tfllum aldri; þjónustu- miAstöAin í baksýn. n*y«ir Schmídt) Fjölskyldan fær sér svaladrykk. F.v.: Bergiind, Svandís, Gunnlaugur, Gunnar og Agnes. „Með sunnudags- mat alla vikuna“ „ÞaA hefur fariA ákaflega vel um okkur hérna,“ sögAu þau Gunnar KonráAsson bílstjóri á Hvammstanga og eiginkona hans, Agnes Magnúsdóttir. Þau voru aA Ijúka þriggja vikna dvöl í Karls- lunde ásamt börnum sínum þrem- ur, Gunnlaugi, Svandísi og Berg- lindi. „Þetta er reyndar í annað skiptið sem við dveljumst hér, svo að þú sérð að við höfum verið ánægð," sagði Gunnar. „Við fór- um í allar skoðunarferðirnar í fyrra, nema Þýskalandsferðina, en drifum okkur í hana núna. „Mér finnst verði á allri þjón- ustu hér mjög í hóf stillt," sagði Agnes, „en við höfum að mestu eldað sjálf að þessu sinni. Það er heldur ekki amalegt að kaupa matvöru hér í búðunum. En þar sem varan er ódýr freistast mað- ur til að vera með sunnudagsmat alla vikuna.“ „Við höfum verið miklu rólegri núna en í fyrra,“ segir Gunnar að lokum, „og mest notað tímann til að hvíla okkur og slappa af, enda var ekkert hægt að hreyfa sig hér fyrstu vikuna fyrir hita. Maður dróst niður á strönd og heim aftur. Við höfum skroppið nokkrum sinnum til Kaup- mannahafnar og til Koge hérna fyrir sunnan. Jú, og svo höfum við skoðað stórmarkaðina í Hundige og Tástrup." Þarna er mikið af gömlum, fal- legum húsum, vel varðveittum; göngugötur og torg; urmull af verslunum; bankar á hverju horni; skemmtistaðir; það er að- laðandi samræmi og þokki yfir öllu. En fólkið; það er víst í sumarbústöðum eða niðri á strönd að sóla sig, því fáir eru á ferli. Allir eru á ferð og flaug I Karlslundi líður tíminn hratt. Það er skýjað flesta dag- ana og skúraleiðingar, en milt og kyrrt, sólarglennur og ágætt veður. Enda flestir á ferð og flaug, þótt ferðamátinn sé mis- jafn og markmiðin ólík: Göngu- ferðir um ströndina; hjólreiða- túrar um nágrennið; verslunar- ferðir til Hundige og Tástrup; ævintýraferðir til Kaupmanna- hafnar. Höfuðborgin seiðir alla til sín. Á kvöldin tylla menn sér í setustofunni í þjónustumiðstöð- inni, fá sér hressingu og rabba saman, eða sitja heima og hvíla sig eftir annríki dagsins. Ungl- ingarnir eru í hóp og hafa eign- ast danska kunningja í ná- grenninu. Og svo er „partí" hjá þeim eitt kvöldið og „æðislega gaman". Ef það er BMW ... Það er oft setinn bekkurinn á matsölustaðnum og Islend- ingarnir vitaskuld í meirihluta. Hitt eru Englendingar og Dan- ir. Englendingarnir sigla með ferju frá Harwich til Esbjerg og koma akandi þaðan. Matseðl- arnir eru á þremur tungumál- um: dönsku, ensku og íslensku. „Þú ættir að sjá framan í Eng- lendingana," segir Sigurjón, „þegar þeir taka íslenska mat- seðilinn í ógáti og fara að kynna sér innihaldið." Kalda borðið kostar 50 d.kr.; dýrustu máltíð- irnar, margréttaðar, upp í 100 d.kr. Sagt er að hér dugi einn kassi af elefanti yfir veturinn, en eft- SJÁ NÆSTU SÍÐU Geirþrúður Pálsdóttir yfirfararstjóri: Gott starfslið og gott samstarf ÞaA er í mörg horn aA líta þegar sinna þarf aA staAaldri hátt á þriAja hundraA dvalargestum í tveimur sýslum. Ég spurAi yfirfar- arstjórann, GeirþrúAi Pálsdóttur, hvernig starfsemin hefði gengiA í sumar. „Hún hefur gengið afskaplega vel,“ segir Geirþrúður, „og ástæðurnar til þess eru auðvitað margar. En fyrst vil ég nefna, að við höfum haft á að skipa úrvals starfsfólki á báðum stöðunum. Þá er þess að geta, að hjá okkur dvelst einkum fjölskyldufólk og það er yfirleitt ákaflega þægi- legir gestir. Engir árekstrar eða vandræði. Nú, þá hefur samstarfið við Dansk Folke-Ferie verið með af- brigðum gott og Danirnir góðir við að eiga og áreiðanlegir. Bíla- leiga Hertz, sem við skiptum við, hefur sýnt okkur alveg sérstaka lipurð og gæti ég sagt þér mörg dæmi um það. Síðast en ekki síst hefur svo samvinnan við Flugleiðir verið eins og best verður á kosið og afgreiðsla í sambandi við farþeg- ana gengið fljótt og vel. Allt þetta og fleira hefur þannig ráðið úrslitum um, hversu vel starfsemin hefur gengið — snurðulaust er óhætt að segja.“ GeirþrúAur Páladóttir „Ekki einn dagur farið til spillis“ „ViA enim búin aA gera flest af því sem hægt er aA taka sér fyrir hendur hérna í Karlslunde," sögAu þau hjónin Reynir Schmidt renni- smiAur og Bryndís G. Schmidt verslunarmaAur. „ViA vorum meA stelpurnar okkar hérna í fyrra," heldur Reyn- ir áfram, „en nú varA aA sam- komulagi, að þær yrðu heima, gengum líka til altaris. Ég kunni afar vel við messuformið, fannst eins og presturinn væri bara að rabba við fólkið. Einu sóknar- barnanna voru færð blóm meðan á messunni stóð, fyrir vel unnin störf í þágu safnaðarins. Eftir athöfnina var okkur svo boðið í kaffi.“ „hentum dótinu inn í hús og vor- um komin út í diskótekið korter yfir ellefu. Þar dönsuðum við á fullu til fimm um morguninn og vorum svo komin niður á strönd rúmlega átta. Eftir hádegið fór- um við svo á rand. Þannig hefur þetta gengið, ekki einn einasti dagur farið til spillis." enda báðar komnar í vinnu. For- eldrar mínir, Kristjana og Róbert Schmidt, eru hins vegar með okkur eins og í fyrra." „Við erum meira að segja búin að sækja messu hérna,“ segir Bryndís, „gerðum það á sunnu- daginn var. Kirkjan er rétt hin- um megin við götuna. Og við Við erum búin að ganga um Kaupmannahöfn þvera og endi- langa," segir Reynir, „ekki bara um ferðamannaslóðirnar, heldur líka um baksviðið. Og þá hefur sitt af hverju borið fyrir augu.“ „Við komum hingað til Karls- lunde klukkan rúmlega ellefu á föstudagskvöldi," segir Bryndís, „Þjónustan hér í orlofsbyggð- inni er til fyrirmyndar á alla vegu og starfsfólkið vinsamlegt," segir Reynir, „og fararstjórarnir okkar, þeir eru alveg frábærir, svo ólíkir sem þeir eru nú. Við erum ákaflega sátt eftir veruna hérna og ánægð með ferðina í heild.“ Myndirnar strax komnar úr framktfllun og farið aA skoAa. F.v.: Kristjana, Reynir, Róbert og Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.