Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 45 >^L?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wt/jArnp>i''UM'u n Sigurður G. Haraldsson. fólks verði tekinn í burtu úr launaumslögunum þess þegar að- ventan gengur i garð og jólin nálg- ast? Verða ekki dauf jól hjá ein- hverjum, Guðmundur? „Getur Guðmundur J. Guðmunds- son stutt það, að tíundi hluti af of lágum launum verkafólks verði tek- in burtu úr launaumslögum þess um það leyti sem aðventan gengur í garð og jólin nálgast?" Já, fólk veltir því fyrir sér um þessar mundir, hver afstaða verkalýðsleiðtogans muni verða, þegar þar að kemur. Úrslitin liggja fyrir á haustmánuðum." Til mikilla lýta 4428—5371 skrifar 7. sept.: „Mig langar til að spyrja gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar hvernig á því stendur að gang- stéttin austan við Neskirkju við Fornhaga, gegnt Hagaskóla, hefur verið upprifin í um það bil tvö ár. Þetta er til mikilla lýta svo ekki sé talað um þau óþægindi sem þetta veldur okkur, sem búum þarna í nágrenninu og göngum þarna um, svo til daglega. Ég vona að gatna- málastjóri sjái sér fært að láta lagfæra þetta sem fyrst. Ef sérstakar ástæður liggja til að ekki er unnt að gera við þessa gangstétt, væri gaman að heyra hverjar þær eru. Virðingarfyllst." Þessir hringdu . . . Tvær hliðar á sama fyrirbæri Erla Stefánsdóttir hringdi og hafð eftirfarandi að segja: — Fólk er alltaf öðru hverju að deila um réttmæti sköpunarsögu Biblíunn- ar. En gæti ekki sköpunarsagan og þróunarkenningin verið tvær hlið- ar á sama fyrirbærinu, og einn dagur hjá Guði verið svo mörg þúsund eða milljón ár á efnissvið- inu? Hvernig fer fólk að því að rífast eilíflega út af þessu? Mættum við fá meira að heyra Laufey Sigurðardóttir frá Torfu- felli hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Utvarpserindi Braga Sigurjónssonar um ellina, Nú bregður á laufið bleikum lit, vakti mikla athygli, og ekki að ástæðu- lausu. Þar fóru saman skynsam- legar ályktanir, fagurt málfar og prýðilegur flutningur. Einnig var flautuleikur Rúnar Halldórsdótt- ur yndislegur. Alúðarþakkir til þeirra beggja og mættum við fá meira að heyra. Bragi Sigurjónsson Tókum þann kostinn að fara að heiman — Þá langar mig að koma að Melarokkinu. Að því var mjög mikil umhverfismengun að mín- um dómi. Ég veit að fólk hérna á Melunum kvartaði mikið, því að þar heyrðist ekki mannsins mál innan dyra fyrir hávaðanum. Við tókum þann kostinn að fara að heiman og okkur varð hugsað til gamla fólksins á Grund og dval- argesta á Hótel Sögu. Og auglýs- ingaskrumið í kringum þetta og lætin í fjölmiðlum, viðtöl og grein- ar og ég veit ekki hvað. En þennan sama dag voru tónleikar í Há- skólabíói, í hálfan annan tíma. Þar voru líka unglingar og börn að spila tónlist (með stórum stöfum), eftir að hafa æft daglega í heilan mánuð frá 10—17 og lagt á sig mikið starf. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar greinar vegna þessara tónleika eða viðtöl við unglingana sem þarna komu fram. Hverngi ætli standi á því? Ætli það hafi allt saman farið fram hjá mér? Notkun tor- færuhjóla óheimil á götum M.A. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa grein- arnar um torfæruhjólin í blaðinu í dag (miðvikudag), og mér þótti al- veg vanta að þar kæmi fram, að þessi hjól eru ekki til aksturs á götum. Þetta nefnir enginn í þess- um greinum, hvorki foreldrar drengsins sem slasaðist, né þeir sem þarna tala á vegum umferð- arráðs eða umboðsins sem selur hjólin. Það er hvergi í heiminum leyft að aka á þessum hjólum á götum eða stigum, það verður að flytja þau á milli í aftanívögunum eða bílum. Notkun hjólanna er að- eins leyfð á sérstökum brautum sem eru sérstaklega gerðar fyrir akstur á þeim. Mér fannst vanta, að þetta kæmi fram. ÓULlA <mtN 5ÚÖ 'kERLSúA ^ wóa/ sx/Mi? \miA uedt\ vWM mfcm Gmmjr. > í fttow 5/0 m w k vezevAQ y k wm vim- VfEHPGWfáA] mVöK'MNQU/ Vlfc \iANÍ\ A miómy^ vWy<I4 LAú ö 1 —/V' T —\r nn Z Alltaf á fóstudögum ELDHÚS — skipulag aðalvinnu- staöar heimilisins HATTASAUMUR — þrjár hattasaumakonur ÓSKASTEINNINN — steinasafnari í Kópavogi Föstudagshlaðid ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.