Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Stór hljómplata aðeins 105 krónur ■ % ■ Cheerlos Otrulegt — en satt. 333333333333333333 Sýnisbók sænskrar ljóðlistar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Á ferðalagi í Stokkhólmi á dögunum rakst ég á bók sem ég sé ástæðu til að benda á. Hún er að mörgu leyti vel heppnuð kynning sænskrar ljóðlistar. Bókin kom út fyrir fjórum árum og nefnist: Svensk Dikt. Frán trollformler till Lars Norén. En antologi sammanstalld av docent Lars Gustafsson (útg. Wahlström & Widstrand). Lars Gustafsson sem valdi ljóðin er nafni rithöf- undarins, þess vegna kallaður dósent á bókarkápu. Eins og Lars Gustafsson drep- ur á í formála er hér um að ræða mjög fjölbreytt úrval sænskra Ijóða frá miðöldum tii upphafs áttunda áratugar. Hann segist hafa reynt að taka mið af bók- menntasögulegum og fagur- fræðilegum sjónarmiðum í vali Ijóðanna, en ekki einskorðað sig l,ars Norén við slíkt mat. Ljóð sem oft er vitnað til og hafa náð almenn- ingshylli eru af þeim sökum tek- in með. Það sem hér er kallað troll- formler skýrist þegar lesin er vísa gegn rigningu: Jungfru Maria hon salt pá ntalta, hon borsta och hon fliitu, hon bad till Gud allena, att regnet mátte lena, och Holen mátte skena, rórst pá folk och sen pá fa, och sá pá Jungfru Marie lilla vita kná. Elstu ljóðunum fylgja orða- skýringar, en flestar eru þær óþarfar þegar um íslenskan les- anda er að ræða. Margt könnumst við við úr okkar eigin máli og skáldskap. Eldri höfundar eins og til dæmis Carl Michael Bellman fá mikið rúm. Sama er að segja um Gustaf Fröding. Þeir eru naum- ast umdeildir lengur. Enginn samtímahöfundur á jafn mörg Ijóð í bókinni og Gunnar Ekelöf, en Hjalmar Gullberg fylgir fast á eftir honum. Af yngri skáldum má nefna að þeir Tomas VILTU TAKA ÞER TAK? VIÐ LEITUM AÐ FÓLKI MEÐ HUGMYNDIR Ef þú ert að velta fyrir þér hug- mynd um smáiðnað eða skyldan rekstur geturðu sótt um þátttöku í verkefni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja. Kannski viltu líka reyna nýjung- ar í rekstri, sem þegarerhafinn. Ekki er krafist sérstakrar þekking- ar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hug- myndum í framkvæmd. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við að meta möguleikana og koma þér í startholumar. Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum skipu- leggur verkefnið í umboði iðnaðarráðuneytisins og í sam- starfi við iðnráðgjafa í landshlutunum. Verkefnið er m.a. styrkt af Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrar- sjóði og Byggðasjóði. Það miðar að því að fjölga litlum fyrirtækjum, efla þau sem fyrir eru og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífinu. ÞÚ VERÐUR AÐ LEGGJA HART AÐ ÞÉR Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálfur til efniviðinn og það er frum- kvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um árangur- inn. Þú átt auðveldlega að geta sameinað þátttöku í verkefninu núverandi starfi, en gerðu ráð fyrir að mikið af frítíma þínum fari í verkefnið. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með um þriggja mánaða millibili. Þar verður unnið í hópum og leið- beinendur aðstoða þátttakendur við að meta hugmyndir þeirra og skipuleggja starfið stig af stigi. Milli vinnufundanna þarftu að glíma við verkefni sem öll tengjast hugmynd þinni um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni í rekstri. Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Áður en valið fer fram færðu tækifæri til að gera grein fyrir hugmynd þinni og aðstæðum í viðtali. UPPLÝSINGAR GEFA: Halldór Árnason Vinnusími 91-42411 Heimasími 91-37865 Þorsteinn Garðarsson Vinnusími 99-1350 Heimasími 99-3834 Theodór Blöndal Vinnusími 97-2300 Heimasími 97-2260 SAMSTARFSNEFND UMIÐNRÁÐGJÖF í LANDSHLUTUNUM. Iðntæknistofnun íslands, Vesturvör 27,200 Kópavogur, sími 91-42411. Tranströmer og Göran Sonnevi eiga báðir fjögur ljóð í bókinni, Göran Palm þrjú, Lars Gust- afsson eitt, Björn Hákanson eitt og Lars Norén þrjú. Furðumörg þeirra ljóða sem birtast í Svensk dikt eru til í íslenskum þýðingum. Meðal þýðenda nefni ég nokkra: Magn- ús Ásgeirsson, Helga Hálfdan- arson, Jón úr Vör og Hannes Sigfússon. íslensk skáld hafa löngum þýtt mikið úr sænsku. Það er með nokkru stolti að á þetta er minnst hér, en hvað varðar aðrar þjóðir hefur verið um vanrækslu að ræða og hún hefur skaðað íslenska ljóðlist. Eg hef þá m.a. í huga áhugaleysi þýðenda hvað varðar enska og bandaríska ljóðlist og ekki síst franska. Samhengi bókmenntanna, tengsl samtímaskálda við skáld fyrri alda, veldur stundum ágreiningi. Eins og Lars Gust- afsson segir í formála sínum er þráðurinn óslitinn í sænskum skáldskap. Það held ég líka að muni koma á daginn fari menn í alvöru að hyggja að því sama í okkar bókmenntum. Gunnar Ekelöf var eitt þeirra skálda sem orti mikið um fram- andleik mannsins, sjálfan sig og það land sem hann tilheyrði. I Non serviam standa þessar eft- irminnilegu línur: J»g ar en frámling i detU land men detU land ár ingen frámling í mig! Jag ár inte hemma i detU land men detU land beter Hig 8om hemma i mig; Varla er unnt að orða betur samband skálds við land sitt en Gunnar Ekelöf gerir. En í skáldskap hans var það ekki að- eins Svíþjóð heldur allur heim- urinn sem fékk hann til að senda frá sér eftirfarandi trú- arjátningu: Jag tror pá den en- samma mánniskan. Eins og svo mörg skáld gat hann sagt að lokum: Það sem ég hef ort er falið milli línanna. Göran Palm hefur eiginlega haft meira gildi fyrir þróun sænskrar ljóðlistar sem gagn- rýnandi, kenningasmiður, sífellt reynt að velta goðum af stalli, fá menn til að endurskoða hug sinn. Eitt ljóða hans er þó orðið sígilt í sænskum skáldskap og oft til þess vitnað, margir hafa skopstælt það, en það virðist standa af sér öll veður. Lars Gustafsson birti það í bók sinni. I íslenskri þýðingu gæti það hljóðað eitthvað á þessa leið: kg frtend andspa^nis harinu. lurna er það. I'arna er hafið. fce horfi í þnh. HafiA. Já einmitt. I»aö er einn og á Louvresafninu. (Hafið) Yngsta skáldið í Svensk dikt, Lars Norén (f. 1944), yrkir ekki af sama gáleysi og Göran Palm. Ljóð Noréns fjalla um óttann sem menn verða að búa við og geta ekki flúið og þann ógnvald sem eiturlyfin eru. Hann yrkir um stúlku sem í einmanaleik sínum verður fórnarlamb þessa lífsflótta. Norén er meðal af- kastamestu skálda Svía nú, bækur hans eru sumar hverjar dagbækur þar sem lýst er af mikilli nákvæmni innra lífi sem er fyrst og fremst angist og órjúfandi martröð. Ljóð Lars Noréns sýna okkur hina hlið velferðarinnar þar sem manneskjan er ein og rót- laus. Þar er ekki um hina heim- spekilegu sáttfýsi að ræða sem greina má hjá Gunnari Ekelöf. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.