Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 19 ímynda mér hvernig Bandaríkin væru. Ég varð vinur Stikils- berja-Finns áður en ég smakkaði hinn sæta keim stikilsberja. Og hjarta mitt sló örar af æsingi þegar ég las sögurnar eftir Edgar Allan Poe. í sögunum um landnemana fór ég um slétturnar miklu í fylgd með norrænu fólki, sem kom úr fjalllendi, og gat hér hvergi hul- ist, ekki einu sinni á bak við klett eða í runna. Ég hefi aldrei komið hér áður, — og samt kemur mér sumt kunnuglega fyrir sjónir af lýs- ingum og frásögnum hinna miklu listamanna orðsins yðar á meðal. Eftir því sem ég best veit hafa flest meiriháttar bókmennta- verk bandarískra höfunda verið þýdd á Norðurlandamál, — verk sem hafa aukið á andagift okkar eigin rithöfunda og víkkað sjón- deildarhring okkar. Eugene O’Neill, Arthur Miller, svo aðeins fáir séu nefndir af ris- um leikritunar, verða skyndilega tengdir okkur þegar orð þeirra eru þýdd á okkar tungur. Við höfum lengi fylgst með yð- ur og landi yðar. Við höfum reyndar heimildir um nýja heiminn frá því fyrir nærri þúsund árum. í fornum ritum segir frá „dögg sem var öllu öðru sætari“ frá stöðum þar sem „ekki skorti vínvið né vín- ber“. Engan skal því undra þótt þeir, sem komu fyrstir til þess- ara stranda í vestri, hafi kallað landið Vínland hið góða. En sætleiki daggar og gnægð vínberja er ekki hið eina, sem norrænar þjóðir hafa sóst eftir í nýja heiminum. Vísindamenn okkar hafa komið hingað í leit að þekkingu og verksviti, til þessar- ar þjóðar vísindalegrar snilli, þjóðar sem þekkt er að miklum afrekum, — afrekum svo ótrúl- egum að enginn af minni kynslóð hefði getað ímyndað sér þau, er ég var að alast upp. Herra forseti. Þjóð yðar er þjóð mikilla andlegra og hagnýtra af- reka, — svo ekki sé minnst á víðfeðmi og völd. Hvað höfum við, smáþjóðirnar, að segja hin- um stóru? Ef til vill er þegn fámennrar þjóðar sér meira meðvitandi um, að hann eða hún geti lagt eitt- hvað af mörkum til nútímans. Meðal lítillar þjóðar er þörf fyrir sérhvern skapandi huga, — já, sérhverri hæfri hönd er fagnað, geti hún lagt sitt af mörkum til þess að sameiginlegu, verðugu markmiði sé náð. Og samt væri þetta allt til einskis ef við kynnum ekki að lesa. Hefðum ekki hæfileika til að lesa og muna vísdómsorð, — orð þeirra, sem plægðu akurinn á undan okkur. Ef við gætum ekki lesið orð þeirra, sem á und- an okkur fóru, værum við naum- ast það fólk, sem við erum. Komandi kynslóðir munu lesa um ævintýri Stikilsberja-Finns. Þær munu lesa um landnema og gamla könnuði nýrra landa, — og þær munu lesa um okkur. Hvaða orð geymum við handa þeim að lesa? Éf til vill leiðinleg orð, ef til vill yndisleg. Ef til vill góð, ef til vill vond. Það er fram- tíðarinnar að dæma. Hvað um það, — við vitum öll hve ljóm- andi gáfuð við erum... Hver sem dómurinn verður, þá gefum við framtíðinni mikla gjöf, hæfileikann til að lesa um okkur. Hvort sem við erum bandarísk eða norræn, hefi ég mikinn metnað fyrir okkar hönd: Gefum niðjum okkar orð til að hugsa um, dáðir að minnast, menningu að byggja á. Gefum framtíðinni mynd af okkur, sem þolir að vera framkölluð, og sýni — að minnsta kosti brot af hugsjón. Herra forseti Bandaríkjanna, forsetafrú Reagan Einlægar þakkir fyrir gest- risni á heimsfrægu heimili sýnda landi mínu og Norður- löndunum öllum. Við vitum að velferð þjóða okkar er innbyrðis nátengd, svo og velferð allra annarra þjóða. Það er einlæg ósk mín, að börn okkar og komandi kynslóðir geti lesið um hve miklir friðflytjend- ur við vorum, þótt við horfum raunsæjum augum á ástand heimsmála um þessar mundir. Megi heill og farsæld fylgja gestgjöfum okkar og bandarísku þjóðinni. konar stofnana á Norðurlöndum er traustur grundvöllur mjög náinn- ar samvinnu, sem þróast hefur stig af stigi milli ríkisstjórnanna og annarra aðila. Þjóðfræðilega eru við hvert öðru ólík. Við tölum átta tungu- mál og erum fimm fullvalda ríki. Ríkin ná yfir víðáttumikið svæði frá Grænlandi í vestri til Finn- lands í austri, frá Lapplandi í norðri til Danmerkur í suðri. Alls erum við 22 milljónir. En saman höfum við myndað, ef ekki ein- ingu, þá fyrirmynd svo náinnar samvinnu að varla verður til nokkurs jafnað annars staðar í heiminum. Og vera má, að ánægjulegast sé, að við erum ekki að reyna að líkjast hvert öðru. Við metum mikils fjölbreytni menn- ingar okkar og reynum að efla hana með samstöðunni. Þetta hljómar eins og þver- stæða, en er í raun og veru eina færa leiðin til að svo náin sam- vinna geti blessast. Enginn lærir að þvinga eigin menningu upp á hina, en þess í stað lærum við hvert af öðru, lærum af mistökum og afrekum og látum það verða hvatningu til nýrra dáða. Norræna vegabréfasamstarfið er fyrsta tákn norrænnar sam- vinnu, sem erlendur gestur verður var við, er hann sækir okkur heim. Gestir, sem koma annars staðar frá þurfa aðeins að sýna vegabréf sín þegar þeir koma fyrst að landamærum norræns ríkis. Síðan geta þeir ferðast óhindraðir milli landanna án þess að þurfa að sanna hverjir þeir eru. Fyrir þegna Norðurlandanna eru þó önnur atriði samstarfsins mikil- vægari. Norðurlöndin eru sameiginlegur vinnumarkaður. Nátengd hinum sameiginlega vinnumarkaði er hin umfangsmikla löggjöf, sem trygg- ir sérhverjum þegni Norðurlanda sem dvelst í öðru norrænu landi en sínu eigin, sömu félagslegu réttindi og þegnar viðkomandi dvalarlands njóta. Þar við bætist, að þeir þegnar Norðurlandanna, sem hafa búið a.m.k. þrjú ár í öðru norrænu landi, öðlast þar kosn- ingarétt og kjörgengi við sveitar- stjórnarkosningar. Merkilegur árangur hefur náðst í samvinnu um setningu laga. Mörg sams konar lög hafa verið samþykkt á Norðurlöndunum. Svo víðtækur árangur hefur náðst, að löggjöf á Norðurlöndum er sam- ræmdari en tíðkast jafnvel ekki í einstökum ríkjum yðar eigin lands. Þessi samræming löggjafar hefur mikla hagnýta þýðingu fyrir viðskipti og verzlun, en einnig fyrir þær tugþúsundir Norður- landabúa, sem vegna hins sameig- inlega vinnumarkaðar, dveljast í nokkur ár við störf í öðru norrænu landi en þeirra eigin. Samningur- inn um Norræna póstsambandið og Norræna fjarskiptasambandið stuðla að betri þjónustu þessara aðila. Að því er flugsamgöngur varðar einskorðast samvinnan við þrjú lönd, Danmörku, Noreg og Sví- þjóð. En SAS-flugvélarnar með víkinganöfnin bera nafn Skandin- avíu og glæsilegt vitni um nor- ræna samvinnu til fjögurra af fimm álfum heims. í löndum okkar er umhverfis- vernd álitin knýjandi félagsleg nauðsyn, sem krefst áhrifaríkra aðgerða. Norðurlöndin hafa fyrst allra ríkja gert með sér samning, þar sem svo er kveðið á, að tjón sem iðnfyrirtæki veldur í öðru landi skuli metið eins og tjón í eigin landi. Ómetanlegt er hve norrænu tungumálin eru skyld innbyrðis. Það auðveldar menningarsam- skipti milli landssambandanna, og á mörgum sviðum hafa verið stofnuð norræn sambönd. Náin persónuleg tengsl í forystuliði samtaka og stofnana auka enn á virkni samstarfsins. Ýmsar stofn- anir á sviði vísinda og mennta hafa verið settar á laggirnar. Þegar litið er með augum gests- ins á Norðurlöndin er það, samt sem áður, mismunandi stefna þeirra í utanríkismálum, sem einkum blasir við. Hann sér, að þrjú hinna fimm ríkja eru í Atlantshafsbandalaginu, og tvö þeirra fylgja hlutleysisstefnu. Það vekur einnig athygli, að Danmörk hefur gengið í Efnahagsbandalag Evrópu, en hin ríkin fjögur eru aðilar að EFTA, fríverzlunar- samtökum Evrópu. Þessi mismun- andi afstaða endurspeglar mis- munandi utanríkisstefnu og hags- munamál einstakra ríkja. Það er samt mikils um vert að undirstrika, að hinar norrænu þjóðir telja, að mismunandi utan- ríkisstefna orsakist ekki af né leiði til óvinsamlegrar afstöðu þeirra í milli. Þvert á móti er þetta talið bera vott um hið „nor- ræna jafnvægi". Ahrifaríkasta sönnunin fyrir sams konar grund- vallarafstöðu norrænna ríkja til alþjóðastjórnmála er hið nána samráð utanríkisráðherra þeirra innbyrðis. Einnig sú staðreynd, a? Norðurlandaþjóðirnar hafa oftast getað staðið saman að samþykkt- um á alþjóðaþingum og hjá al- þjóðastofnunum. Þetta skýrir það einnig að hjá þessum stofnunum er það oft svo, að einn fulltrúi Norðurlandanna getur mælt fyrir munn þeirra allra. Norðurlandabúar eru hreyknir af því, að vera álitnir starfa raunhæft að málstað friðar og eindrægni meðal manna. Leyfist mér að minna á, að margt afbragðsfólk frá Norður- löndum hefur unnið merkilegt starf á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Ég nefni Tryggve Lie og Dag Hammarskjöld. Listamenn frá Norðurlöndum hafa aflað sér frægðar með list sinni hér í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu kvöddum við einn þeirra, hina ógleymanlegu Ingrid Bergman. I norrænni goðafræði var regnboginn brú milli tveggja mis- munandi heima. Þjóðtrúin segir, að sá sem stendur undir regn- boganum geti óskað sér hvers sem er. Hin marglitu tengsl þjóða okkar er slík brú. Með gullbikar þann í hendi, sem ég trúi að nor- ræn menning sé, óska ég, að yður finnist hún svo mikils virði að þér viljið kynnast henni betur, eins og við viljum ætíð heyra um síðustu afrek yðar á menningarsviðinu. Það mun styrkja vináttu okkar og gagnkvæma umhyggju í þessum heimi, þar sem við viljum hlakka til framtíðarinnar. Fyrir hönd Norðurlandanna er það mér heiður og ánægja að opna sýninguna „Scandinavia Today" hér í Washington. Þakka yður fyrir. SJÁ EINNIG GREINAR OG MYNDIR Á MIÐOPNU Dodge Special Edition, árgerö 1980. Ekinn 35.000 km. 6 cyl. Bifreiöin er í mjög góöu ástandi, fæst meö góöum greiösluskilmálum. Til sýnis að Langholtsvegi 143. Uppl. í síma 83599 frá 09.00—17.00 og 33714 á kvöldin. VWWWWWAWWWWWWVWWVWVi'WWWWWV DRAUMUR FERÐAMANNSINS Chevrolet Van Custom árg. 1978 til sölu. Ekinn 6.000 mílur adeins. Vatn, ísskápur o. fl. o. fl. Upplýsingar í síma 99-6436 eöa BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK SÍMI: 86477 Xv.w.v.wwv.v.wwwww.wwwvaww.wva ^Dale . Carnegie námskeiðið Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öölast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staöreyndir. ★ Láta í Ijós skoðanir þínar af meiri sannfæringar- krafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og við- urkenningu. ★ Taliö er aö 85% af velgengni þinni sé komiö undir því hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. ★ Veröa hæfari aö taka viö meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie- námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. Hringið í síma: t tnk.iloyfi á IsianiJ. 82411 uaij. mskuSTJornunarskolinn .\j\lsKt ll>l.\ Konráð Adolphsson SÍÖUmÚla 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.