Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 46

Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 46 • Guðmundur Þorbjörnsson á fullri ferö meö bolUnn upp kantinn i landsleiknum í gærkvöldi. i.jósm. köe. íslenska liðið óheppió að skora ekki mark Sagt eftir leikinn Pétur Pétursson: — Það er alltaf mjög gaman að koma heim og spila landsleiki. Að þessu sinni fannst mér ég ekki komast alveg nógu vel inn í leik- inn. En mér fannst frammistaða okkar alveg þolanleg. Þetta var sterkt lið sem við lékum gegn. Það var slæmt að skora ekki 1—2 mörk. Marteinn Geirsson fyrirliði — Við lékum skynsamlega og lengst af nokkuð vel. Við náðum að skapa okkur góð tækifæri og það var synd að við skyldum ekki skora mark. Við vorum jafn mikið með boltann og þeir en undir lok leiksins var þreytan farin að gera vart við sig. Eg er sársvekktur yfir því að það skuli ekki fleiri áhorf- endur koma á völlinn að styðja við bakið á okkur. Frammistaða okkar á heimavelli hefur nefnilega verið mjög góð. - ÞR. • Ragnar Margeirsson átti mjög góðan leik með islenska landsliðinu i gærkvöldi. Lið Vals: Brynjar Guðmundsson 6 íllfar Hróarsson 7 Grímur Sæmundsen 6 Dýri Guðmundsson 7 Magni Pétursson 6 Þorgrímur Þraínsson 6 Ingi Björn AlberLsson 8 Hilmar Sighvatsson 7 Valur Valsson 7 Guðmundur Þorbjörnsson 7 Njáll Eiðsson 6 Þorvaldur Þorvaldsson lék of stutt. Lið UBK: Guðmundur Asgeirsson 7 Þórarinn Þórhallsson 5 Helgi Helgason 4 Valdemar Valdemarsson 5 Olafur Björnsson 6 Vignir Baldursson 4 Jóhann Grétarsson 6 Hákon Gunnarsson 4 Sigurjón Kristjánsson 5 Þorsteinn Hilmarsson 5 Helgi Bentsson 5 Sævar Geir Gunnleifsson vm. 6 Björn Þór Kglsson. vm. lék of stutt. „ÉG ER ánægður með allt nema úr- slit leiksins. Strákarnir léku vel, sköpuðu sér tækifæri og allan tím- ann var skynsemi í leik þeirra. Þetta var spurning um að nýta tækifærin sem gáfust. Lið Austur-Þjóðverja er gott og mjög vel skipulagt, en við getum vel við unað,“ sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari að loknum vináttulandsleik íslands og A—Þýskalands í gærkvöldi, sem lauk með sigri Þjóðverja 1—0. Þetta er fyrsti tapleikur íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu á heimavelli síðan 3. sept 1980, en þá tapaði ísland fyrir Rússlandi 2—1. Verður það að teljast mjög góður árangur og þegar litið er á þennan góða árangur knatt- spyrnumanna okkar er með öllu óskiljanlegt af hverju ekki koma fleiri en 2.217 áhorfendur á völlinn eins og raunin varð á í gærkvöldi. íslensku áhugamennirnir stóðu sig með miklum sóma i gærkvöldi og voru langtímum saman ekkert síðri en austur-þýsku atvinnumennirnir. Var í raun mikil synd að islenska liðið skyldi ekki skora í leiknum því að það fékk til þess mjög góð tæki- færi. Róleg byrjun Leikur liðanna í gærkvöldi fór ró- lega af stað og íslensku piltarnir voru nokkurn tíma að finna réttan takt í leik sinn. Þjóðverjarnir voru meira með boltann úti á vellinum en náðu ekki að skapa sér nein tækifæri. Fyrsta dauðafærið í leiknum kom á áttundu mínútu leiksins. Pétur Pétursson átti gullfallega sendingu fram völlinn á Sigurð Grétarsson sem vann mjög vel úr henni, lék laglega á varnarmann qg gaf mjög vel fyrir markið á Ómar Torfason, sem var einn og óvaldaður á markteig. Ómar hafði góðan tíma, lagði boltann vel fyrir sig og náði að skjóta en beint á markvörðinn. Þarna rann hreint ótrúlega gott marktækifæri út í sandinn. Það er ekki á hverjum ísland — 0:1 A-Þýskaland degi í landsleik sem svona færi gefast á að skora. Er Iíða tók á leikinn átti ís- lenska liðið góða spretti og náði betur og betur saman. Á 25. mín- útu náðu Pétur og Ragnar Mar- geirsson góðri sókn sem skapaði hættu. Ódýrt mark Á 29. mínútu leiksins skora Þjóðverjar. Dæmd var auka- spyrna á íslenska liðið rétt utan við miðjan vítateiginn. íslensku leikmennirnir stilltu sér upp í varnarvegg og gáfu eftir annað hornið, en Þorsteinn markvörður svaf á verðinum og fast skot Joa- chim Streich fór alveg út við stöngina og í netið. Eftir leikinn sagði Þorsteinn markvörður að hann hefði ekki verið rétt stað- settur og hefði verið bak við vegg- inn. Var þetta í eina skiptið sem Þorsteinn var ekki á réttum stað í leiknum. Hann stóð sig eins og hetja og varði hvað eftir annað meistaralega vel. Þetta var því mikið slysamark sem íslenska lið- ið fékk á sig. íslcnska liðið átti nokkrar ágæt- ar sóknarlotur eftir markið en vantaði herslumuninn á að binda á þær endahnútinn. Ómar Torfa- son átti góða tilraun er hann framkvæmdi hjólhestaspyrnu á 39. mínútu en skot hans fór fram- hjá. Góöur síðari hálfleikur Besti kafli íslenska liðsins í leiknum var í upphafi síðari hálf- leiksins, þá lék íslenska liðið mjög vel og var mun meira með boltann. Náði góðum tökum á miðju vallar- ins og átti hættulegar sóknir. Strax á upphafsmínútu hálfleiks- ins braust Pétur Pétursson mjög laglega upp kantinn og í gegn af harðfylgi. Gaf vel fyrir markið, þar náði Guðmundur Þorbjörns- son að skjóta úr erfiðri aðstöðu en skot hans fór rétt fyrir þverslána. Ómar Torfason átti gott skot á 48. mínútu rétt fram hjá. Þegar líða tók á síðari halfleikinn fór að gæta þreytu hjá íslensku leik- mönnunum og þeir þýsku fóru að sýna tennurnar. Á 21. mínútu var heppnin með íslenska liðinu er hörkuskalli frá Hans Riediger fór innan á stöngina og hrökk þaðan út. Sókn A-Þjóðverja var þung í lokin en Þorsteinn Bjarnason varði hvað eftir annað góð skot þeirra eða bjargaði með góðum út- hlaupum á réttum augnablikum. Þá var vörnin nokkuð sterk og barðist vel. Islenska llöld Eins og áður sagði kom íslenska liðið vel frá leiknum. Þorsteinn átti stórleik í markinu, og var með góða vörn fyrir framan sig. Þar stóð Viðar Halldórsson best. Ódrepandi baráttujaxl með mikla reynslu. Leikmaður sem gefur aldrei eftir og hefur enga minni- máttarkennd. Ragnar Margeirs- son lék mjög vel á miðjunni og var hann besti útileikmaðurinn. Hvað eftir annað ógnaði hann með hraða sínum og leikni. Þeir eru fáir leikmennirnir sem halda bolt- anum jafn vel og hann gerir. Ragnar kom inná á 13. mínútu fyrir Gunnar Gíslason og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Þeir Árni Sveinsson og Guðmundur Þor- björnsson áttu báðir góða spretti í leiknum. Pétur Pétursson vann vel og gerði margt mjög laglegt, sama má segja um Sigurð Grétarsson. Og þegar á það er litið að liðið hafði enga samæfingu er útkoman góð. Lið A-Þýskalands var allgott, vel skipulagt og greinilega með mjög gott úthald. Liðið var jafnt að getu og erfitt að gera upp á milli leikmanna. Lið íslands var þannig skipað: Þorsteinn Bjarnason, Trausti Haraldsson, Viðar Halldórsson, Marteinn Geirsson, Sigurður Lárusson, Ómar Torfason, Gunnar Gíslason, Guðmundur Þorbjörns- son, Árni Sveinsson, Sigurður Grétarsson, Pétur Pétursson. Gunnar Gíslason meiddist á 13. mínútu og varð að yfirgefa leik- völlinn. í hans stað kom Ragnar Margeirsson. Trausti Haraldsson fór út af í hálfleik og Ólafur Björnsson tók hans stöðu. Sigur- jón Kristjánsson skipti svo við Guðmund Þorbjörnsson á 75. mín- útu. Áhorfendur á leiknum voru 2.217. - ÞR. Badminton Vetrarstarf badmintondeildar Vals er aö hefjast. Leigjum út tíma fyrir badminton. Upplýsingar í síma 82831 eftir kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.