Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÖNSDÓTTUR Sigur stjórnarflokk- anna í Portúgal við atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána Mánuðum saman hafa staðið yfir heitar umræður um nýja portúgalska stjórn- arskrá: af eðlilegum ástæðum þótti sú stjórnarskrá sem var samin af stjórnlagaþinginu eftir byltinguna 1974, einum of rauð að lit. Það hefur verið mesta deiluefni í þessum um- ræðum hvort í stjórnar- skránni nýju skuli afnumið byltingarráð landsins, sem var um tíma mjög valdamik- ið. Það átti sinn þátt í því í nóvember 1975 undir forystu Eanesar forseta að snúa póli- tískri þróun í landinu svona allt að því á hvolf, frá því að vera vinstrisinnuð þjóðnýt- ingar stjórn í hægfara miðju- stefnu, sem síðan hefur enn beinzt í átt til hægristefnu með auknum völdum Mið- demókrata innan ríkisstjórn- arinnar. Annað er það mál sem hefur valdið heilabrot- um, sá eindregni vilji sem undirbúningsnefnd fyrir stjórnarskrárgerðina og síð- an þingið sýndi á að draga úr völdum Ramahlo Eanes for- seta. Ástæður fyrir því má auðvitað finna; þar sem hon- um hefur gengið afar mis- jafnlega að lynda við þá mörgu forsætisráðherra sem hafa setið við völd í Portúgal síðan hann tók við starfi for- seta. Mörgum er í fersku minni er hann nánast rak Mario Soares, þáverandi for- sætisráðherra frá völdum og síðar lenti hann í stórmiklum útistöðum við Francisco Sa Carneiro heitinn og það voru skiptar skoðanir um það með- al portúgölsku þjóðarinnar, hvort nokkurt vit væri í því í lýðræðisríki, að forseti gæti að eigin geðþótta vikið for- sætisráðherrum úr starfi, einkum og sér í lagi fyrir þær sakir einar að hugnast honum ekki persónulega. — Auk þess þótti Eanes halla sér of að byltingarráðinu þegar stund- ir liðu fram og safna að sér starfsmönnum sem hefðu á sér að minnsta kosti vægan vinstri lit. Með auknum áhrif- um Miðdemókrata hefur svo þrýstingurinn á stjórn Pinto Balsemao, formanns Sósíal- demókrata og leiðtoga kosn- ingabandalags landsins Ali- anca Democratica aukist. Eftir að stjórn Pinto Bals- emao, sem hefur þótt heldur lítið afgerandi í störfum, var styrkt með því í fyrrahaust að Do Amaral, formaður Mið- demókrata yrði aðstoðarfor- sætisráðherra, hefur starfi Eanes forseti Pinto Balsemao Do Amaral stjórnarskrárnefndarinnar verið stórlega hraðað. Pinto Balsemao sem er maður dag- farsprúður að sögn og á sér- staklega erfitt með að taka ákvarðanir, hefur átt í vök að verjast á býsna mörgum víg- stöðvum öðrum, bágborið efnahagsástand hrjáir landið, atvinnuleysi hefur aukizt og sundrungar gætti framan af innan ríkisstjórnarinnar. Því ber fréttaskýrendum saman um að atkvæðagreiðslan í þinginu nú á dögunum, sem lyktaði á þann veg að 195 greiddu atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá og 40 voru á móti, hafi verið ótvíræður sigur fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess hve meirihluti með nýju stjórnarskránni var eindreginn og vegna þess að Sósíaldemókrataflokkur Mar- io Soares ákvað að styðja hana, má búast við að ríkis- stjórnin geti nú sýnt af sér meiri skörungsskap, en síð- asta ár, fyrst svo augljós vilji er fyrir breytingunum, m.a. á að fella niður byltingarráðið og draga úr völdum forsetans. Byltingarráðið hefur af hinni mestu þvermóðsku lagzt gegn ýmsum áformum sem ríkisstjórnin hefur viljað koma í framkvæmd, efna- hagslífi landsins til fram- dráttar. þar á meðal má telja að Balsemao hefur viljað stórauka einkasamkeppni og draga úr ríkisafskiptum, einkum í helztu iðnaðargrein- um landsins, áhugi hefur ver- ið á aukinni erlendri fjárfest- ingu í landinu, enda Portúgal- ir í sárri þörf fyrir erlent fjármagn. Þó varð ríkis- stjórnin að gera dálítið for- kostulegt samkomulag við Mario Soares til að fá hann til að styðja nýju stjórnar- skrána, meðal annars að fall- ast á að rekstri ýmissa banka og byggingarfyrirtækja sem voru þjóðnýtt á árum áður yrði ekki breytt. En hvað sem því nú líður er samþykkt hinnar nýju stjórn- arskrár stórmikill viðburður í Portúgal og stórmikill sigur Balsemaos persónulega og pólitískt séð. Ramahlo Eanes gaf út þá yfirlýsingu þegar umræður hófust í þá átt að völd forsetans yrðu skert, að svo kynni að fara að hann myndi þá telja sig knúinn til að segja af sér. Nú hefur hins vegar verið sett á laggirnar eins konar borgaralegt ríkis- ráð, þar sem bæði forseti og forsætisráðherrann munu eiga sæti. Og því verður vart trúað, að jafn mikill lýðræð- issinni og Eanes forseti er, og vinsælli með löndum sínum en aðrir menn fari að gera þá skyssu að segja af sér í fússi og fljótfærni. ENSKAN Kennsla í hinum vinsælu enskunámskeiöum fyrir fulloröna er aö hefjast. Afbragös kennarar. Síödegistímar — kvöldtímar. 18 Mímir, sími 10004 kl. 1—5 e.h. Tilboð á nautahakki: okkar verð leyft verð pr. kg. Nautahakk í 10 kg kr. 79,00 133,00 Nautahakk í 5 kg kr. 85,00 133.00 Nautahakk vigtaö kr. 99,50 133,00 Einnig á hagstæöu veröi: Reyktur búöingur kr. 60,50 64,30 Kjötbúöingur kr. 60,90 66,55 Miödegispylsa kr. 55,30 59,55 Kindakæfa kr. 66,00 74,90

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.