Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 I PrtM SywJlcaf N/ Hr'mgdu Jnenni cxftun* ást er... o—_ ... spennandi sam- staða. Með morgimkaffinu Okkar kynni hofust á grimudans- leik, en ég vissi ekki þá að þetta voni einustu fötin hans! HÖGNI HREKKVÍSI ~2\ Verða ekki dauf jól hjá einhverjum? Sigurður G. Haraldsson skrifar 5. sept: „Velvakandi. Margir velta því nú fyrir sér, hver verða muni afstaða Guð- mundar J. Guðmundssonar, þegar nýsett bráðabirgðalög koma til af- greiðslu á Alþingi. í ljósi þess að Guðmundur J. hefur um áratuga skeið látið málefni verkafólks til sín taka, er eðlilegt að sú spurning vakni, hvaða afstöðu hann muni taka á þessum vettvangi. Greiðir hann atkvæði með eða á móti lög- unum eða situr hann hjá? Enn einn möguleiki er sá, að þingmað- urinn yrði fjarverandi. Fyrir skömmu samþykkti 50 manna hópur BÚR-starfsfólks, sem vinnur við saltfisk- og skreið- arverkun, að senda Guðmundi orð- sendingu, þar sem á hann var skorað að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Orðsending þessi endurspeglar án nokkurs vafa viðhorf erfiðisvinnufólks til lagasetningarinnar. Og það er ein- mitt þetta fólk, sem þingmaðurinn hefur talið sig málsvara fyrir. Rétt er líka að hafa í huga, að það er þetta sama fólk, sem heldur að meira og minna leyti uppi útflutn- ingsframleiðslu landsmanna. Það er öllum hollt að hafa hugfast, einnig þeim sem gegna svonefnd- um virðingarstöðum. Finnst þingmanninum Guð- mundi J. Guðmundssyni það ekki óhæfa að ráðast á kjör þessa fólks? Finnst honum það ekki full- langt gengið að vega enn einu sinni í þann sama knérunn? Ekki veit ég betur en flestir ef ekki allir verkalýðsleiðtogar hafi marglýst því yfir í ræðu og riti, að kjör lág- launafólks hér á landi væru kröpp og laun þess allt of lág. Maður veltir því stundum fyrir sér, hvort þingmenn, og þá eru ráðherrar ekki undan skildir. treystu sér til þess að lifa af segj- um 6.500 króna mánaðarlaunum. Treystir þingmaðurinn og verka- lýðsleiðtoginn Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins, sér til þess? Að lokum þetta: Frá að ég fór eitthvað að leggja eyrun við póli- tískri umfjöllun í fjölmiðlum, hef- ur alltaf kveðið við söngurinn um að nú þurfti að bæta kjör lág- launafólksins. Skýtur það þá ekki skökku við, að ríkisstjórnin, með hinn ráðslynga oddvita sinn í broddi fylkingar, skuli geta ætlast til þess, að þingmenn og jafnvel málsvarar þessa fólks, samþykki tiu prósent kjaraskerðingu því til handa? Getur Guðmundur J. Guð- mundsson stutt það, að tíundi hluti af of lágum launum verka- „Að lokum er ég hér með tillögu sem ég held að sé þess virði að hún sé gaumgæfð vendilega: Laun hvers ráðherra verði lækkuð um 15 þús- und á mánuði fram til áramóta, en þá verði ríkisstjórninni og fylgiliði hennar fengið pláss á einum af þess- um illa settu skuttogurum ... myrkranna á milli, helga daga sem virka, til að draga fram lífið. Þannig á að fara með íslenskt verkafólk, alveg eins og komið er fram við verkalýðinn í Póllandi. Eigum við, íslenskt verkafólk, að láta bjóða okkur þetta? Nei og aftur nei, segi ég. Við eigum að mótmæla kaupráni þeirra sem nú eru að sigla þjóðarskútunni í strand með getuleysi sínu einu saman og ráðast á kjör láglauna- fólks til þess að bjarga sér fyrir horn, í bili. Að lokum er ég hér með tillögu sem ég held að sé þess virði að hún sé gaumgæfð vendilega: Laun hvers ráðherra verði lækkuð um 15 þúsund á mánuði fram til ára- móta, en þá verði ríkisstjórninni og fylgiliði hennar fengið pláss á einum af þessum illa settu skut- togurum; Ólafur Ragnar, Svavar Svo eigum við að vinna myrkranna á milli Henrik Jóhannesson, Sandgerði, skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Athygli okkar Islendinga bein- ist nú fyrst og fremst að þeirri furðulegu stöðu sem upp er komin innan stjórnarliðsins og þeirri al- varlegu kjaraskerðingu sem fram- kvæma á eftir bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Nú, eins og áð- ur í tíð vinstri stjórnar, á að lækka lægstu laun í landinu, ekki síður en þau hæstu. Hvers vegna? Vegna þess að vitað er að hvorki heyrist stuna né hósti úr herbúð- um láglaunafólksins. Þar ráða kaupránsforingjarnir öllu eins og í ríkisstjórninni. Þaðan er einskis góðs að vænta. Og nú ganga Ólafur Ragnar, Svavar Gestsson og Ragnar Arn- alds á milli vinnustaða, líkt og fyrir síðustu kosningar, með sömu blekkingarnar upp á vasann og þá. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Satan freisaði frelsarans í eyðimörkinni. Mennirnir sem eru að enda við að skerða sultarkjör láglaunafólksins ætla nú öðru sinni að Ijúga sig inn á þjóðina með slagorðum um „samninga í giidi“. Og svo eigum við að vinna og Ragnar Arnalds í lest, Gunnar sem kokkur (hann á svo auðvelt með að sjóða ýmislegt saman) og Óli Jó gæti orðið bátsmaður. Hin- um má koma fyrir í hinum ýmsu plássum vítt og breitt um skipið, og er þá ekki að efa að útgerð þess verður vel borgið. Og þjóðin spar- ar sér stórfé í launagreiðslum. Þetta er mín uppástunga. Með þökk fyrir birtinguna." GÆTUM TUNGUNNAR Heyret hefur: Þeir náðu ágætum áröngrum í öllum keppn- um, og tímarnir þeirra í hundrað metra hlaupi voru óvenju góðir. Rétt væri: Þeir náðu ágætum árangri í hverri keppni, og tími þeirra í hundrað metra hlaupi var óvenju góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.