Morgunblaðið - 25.09.1982, Síða 7

Morgunblaðið - 25.09.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 7 Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, er glöddu mig með gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli m'tnu 23. ágúst sl. Ágúst Guðlaugsson vantar þig góóan bíl ? notaóur - en í algjörum sérflokki Skoda 120-L árgerö 1977. Ekinn aðeins 34.000 km. Sór- staklega vel með farinn. Ath.: Opið í dag kl. 1—5. JÖFUR kopavogi SIMI 42600 ansinn unga aldn sem JAZZBALLET SÉRTÍMAR FYRIR ELDRI BORGARA EINKATlMAR SÉRTÍMAR I GÖMLU DÖNSUNUM BARNAFLOKKAR SAMKVÆMISDANSAR FREESTYLE-DANSAR KONUBEAT P ROCK N’ROLL KENNSLUSTAÐIR Reykjavík Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Tónabær Ársel Bústaöir Kópavogur Hamraborg 1 Hafnarfjörður Gúttó A Seltjarnarnes Fólagsheimiliö sivniossoaaR INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10—12 OG 13—19 SÍMAR: 20345 24959 38126 74444 oonssHðu Dansskóli Heiðara Áatvaldssonar mun verða með tíma í eftirtöldum dönsum í vetur: Þjóðviljinn og McNamara Þeir menn heföu svo sannarlega veriö taldir dómgreindar- lausir, sem hefði dottið í hug á tímum Víetnam-stríðsins, að nokkru sinni yrði farið viðurkenningarorðum um Robert McNamara, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í forystugrein Þjóðviljans, hvað þá heldur að Þjóðviljinn tæki undir skoðanir McNamara um það, hvernig treysta bæri samstarf vestrænna þjóða í varnarmálum innan Atlants- hafsbandalagsins. Þetta gerðist þó í gær, því að í forystu- grein Þjóðviljans er McNamara hampað og lýst áhyggjum yfir því, að ef til vill sé stefna NATO ekki rétt. Þessi kúvend- ing í afstöðu Þjóðviljans til NATO staöfestir þá skoðun, að skilningur allra landsmanna á nauðsyn þess aö við séum í Atlantshafsbandalaginu hefur aldrei verið meiri. Nýtt hlutverk Þjóðviljans í forystugrein Þjóðvilý- an« í gær er komist að |K‘irri niðurstöðu að sjón- varpsviötal við þá Robert McNamara og Lord Zuck- erman hafi sýnt „djúpstæð- an ágreining sem nú er uppi um stefnu Atlants- hafsbandalagsins" þar sem þeir telji, að sú varnar- stefna NATO sem byggist á því, að beitt skuli kjarn- orkuvopnum til varnar gegn stórinnrás Sovét- manna í Vestur-Evrópu, ef allt annað þrýtur, „sé röng og hættuleg". Og enn segir Þjóðviljinn: „f sömu veru hafa fiestir æðstu hers- höfðingjar NATO talað, eftir að þeir hafa látið af störfúm og losnað við múlband opinberrar NATO-stefnu.“ Af því sem síðar segir í forystugrein- inni má ráða, að Þjóðvilj- inn taki afstöðu með þeim Robert McNamara, Lord Zuckerman og fyrrverandi NATO-hershöfðingjum síð- ur en svo „fiestum", sem lagt hafa til að Bandaríkin lýsi því yfir, að þau verði ekki fyrri til að beita kjarn- orkuvopnum í Evrópu. Á sínum tíma var Bene- dikt Gröndal, þáverandi utanríkisráðherra, að því spurður, hvemig hann færí með málefni Atlantshafs- bandalagsins í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu. Hann sagðist einfakllega ekki ræða þau við alþýðu- bandalagsmenn, þeir vildu bandalagið feigt og því værí ástæðulaust að ræða málefni er snertu starfsemi þess við þá. Með hliðsjón af þessum orðum og allri aögu Alþýðubandalagsins i utanríkismálum hljóta það að teljast meiriháttar tíð- indi, þegar Þjóðviljinn hættir að lýsa því yfir að leggja berí hemaðarbanda- lögin niður og fslendingar eigi að stuðla að því með úrsögn úr NATO, en tekur sér hins vegar fyrir hendur að leggja þeim lið sem vilja bandalagið siður en svo feigt að eigin sögn og telja það helst stuðla að öragg- um framgangi þess, að það breyti afstöðu sinni til notkunar kjamorkuvopna. Skoðunum McNamara andmælt Úr þvi að Þjóðviljinn tekur undir sjónarmið Roberts McNamara um mótun kjaraorkuvopna- stefnu NATO hlýtur blaðið einnig að fallast á þá for- sendu fyrir hinni nýju stefnu, sem hann setti fram ásamt þremur öðrum í tímaritinu Foreign AfTairs sl. vor, að því aðeins sé NATO lífvænlegt að Evr- ópumenn séu virkir aðilar bandalagsins og verði breyting á kjarnorkuvopna- stefnunni til þess að efla samstöðuna innan banda- lagsins eigi að framkvæma hana. Grein McNamara og félaga hans hefur vakið töhiverðar umræður eink- um vegna þess að áhrífa- menn bæði í Bandaríkjun- um og Vestur-Evrópu hafa andmælt þeirri skoðun, aö unnt sé að tryggja öryggi Vestur-Evrópu með því að lýsa því yfir, að menn ætli ekki að nota öfiugustu vopnin, sem þeir hafa yfir að ráða, sé á þá ráðist Þá hefur jafnframt verið á þaö bent, að því aðeins sé unnt að draga úr mikilvægi kjarnorkuvopna í vörnum Vestur-Evrópu, að varn- armátturinn sé aukinn með venjulegum vopnum og til þess eru Vestur-Evrópu- þjóðir tregar. í stuttu máli má þó segja, að grein fjórmenn- inganna hafi gert sitt gagn, því að hún hefur leitt menn til umhugsunar um for- sendurnar fyrir því, að Vesturlönd hafa treyst á mátt kjarnorkuvopnanna til að tryggja öryggi sitt og þar með fríð i okkar heims- hhita. Sneið Þjód- viljans í forystugrein Þjóðvilj- ans I gær kemur fram sú skoöun, að það geti „skipt mikhi að ná fram stefnu- breytingu á vettvangi NATO“. Þá tehir ÞióðvUý inn „brýnt" hér á lslandi að „krefja íslenska NATO-þingmenn sagna um það á sveif með hverj- um þeir leggjast í kokk- teUboðunum í Brússel". Ekki er auðvelt að átta sig á því, hvað ÞjóðvUjinn er að fara með þessarí siðustu setningu um stefnumark- andi gildi kokkteilboða. Kannski blaðið leggi það næst tU, að herstöðva- andstæðingar bjóði til kokkteils i stað þess að fara í Kefiavíkurgöngu? Morgunblaðinu er aðeins kunnugt um einn íslensk- an þingmann, sem nýlega hefúr verið á ferð tU Bruss- el og á þvi væntanlega sneið Þjóðviljans, en það er Guðmundur G. Þórar- insson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sem í sumar talaöi á misheppn- aða, litla Miklatúnsfundi Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Hefðu ýmsir ætl- að, að Guðmundur G. Þór- arínsson ætti annað skUiö frá ÞjóðvUjanum en slíka sneið sem þessa i forystu- grein. Er ekki að efa að þeir ferðafélagar á afvopn- unarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York nú í sumar, Ólafur R. Grímsson og Guðmundur G. Þórar- insson, muni skiptast á um það á Alþingi í vetur að skýra frá framlagi sínu til heimsfríðaríns í kokkteil- boðum í New York og Guð- mundur muni greiðlega svara spurningum Ólafs um kokkteilboðin i Bríiss- eL Einkatímar í dansi Ja Nú bjóöum við nýja þjónustu Einkatíma í dansi Þú ættir aö veröa full fær í dansinum eftir þaö Athugið Einkatíma veröur hægt aö fá f allan vetur, nemendur ráöa sjálfir hvaö þeir læra. í einkatfma má vera/par eöa einstaklingur. Innritun og upplýsingar í síma 39551 kl. 13-§-14. onnssNðu sToniDssonnB óóó (S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.