Morgunblaðið - 25.09.1982, Page 13

Morgunblaðið - 25.09.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 13 Fyrri hluti mennilega, hvað á að gera við þetta vesalings fólk, og þar sem það vill ekki hverfa eða gufa upp, mun það halda áfram að vera vandamál um ókominn tíma eins og indíánar í henni Ameríku. Það er náttúrulega ekki óeðli- legt, að blámennirnir í Eyjaálfu séu óánægðir með að hafa misst landið, því það er feikilega ríkt, sem þeir vissu auðvitað ekki, fyrr en hvíti maðurinn sagði þeim það. Þarna er mikið af góðmálmum í jörðu og einnig stórar demants- námur. Ýmis dýrmæt hráefni finnast og kol í jörðu munu endast í árhundruð. Olía og jarðgas hafa einnig fundist. Stórir hlutar landsins eru rækt- aðir og vaxa þar bókstaflega allir ávextir, korntegundir og græn- meti, sem mannskepnan leggur sér til munns. Milljóna dýra hjarðir af sauðfé og nautpeningi eru dreifðar á sléttum, í dölum og upp til fjalla. Fiskveiðar eru vax- andi. Loksins lendir hún Það var hávetur í suðurhluta Astralíu, þegar við lentum í Sydn- ey. Hitastsigið var eins og best gerist á Islandi um hásumar, um 13 stig á Celsíus gamla. Sólin skein og allt var svo hreint og fag- urt. Þótt við hefðum misst eina nótt og stokkið yfir heilan sól- arhring að auki, vorum við furðu brött. Á flugvellinum tóku á móti okkur frændi minn, Ásgeir H. Magnússon, og Jóna Sigurðardótt- ir, kona hans. Þau eru búin að búa í Ástralíu í tæp fimm ár og una sér vel. Ásgeir er framkvæmda- stjóri fyrir Australian Coatings Pty. Ltd., en það fyrirtæki hefir umboð fyrir bandarísk byggingar- efni frá Textured Coatings of Am- erica. Eru efnin nú framleidd i Ástralíu, en þetta er eins konar múrhúð, sem sprautað er innan og utan á veggi húsa. Nú þegar getur Ásgeir bent á ný háýsi í Sydney og sagt: „Þarna er eitt, sem við gerð- um!“ En samkeppnin er hörð og allar klær verður að hafa úti. Ásgeir virðist líka hafa komið sér vel á öðrum sviðum; er kominn í ýmsa klúbba og farinn að taka þátt í stjórnmálum. Hann er vin- sæll hjá Áströlum enda hressilegt glæsimenni, og sami sundurgerð- armaðurinn í klæðaburði sem hann hefir alltaf verið. Jóna hefir unnið, frá því hún kom til landsins, hjá fyrirtæki, sem framleiðir alls kyns glugga- tjöld og annan útbúnað varðandi glugga. Hún er orðin þar algerlega ómissandi starfskraftur. Tvo syni eiga þau hjónin. Sá yngri, Magnús, er enn í heimahúsum, á síðasta vetri í menntaskóla. Hann er einn- ig efnilegur klassískur gítarleikari og stundar gítarnámið með skól- anum. Hinn sonurinn, Sigurður, leggur stund á háskólanám, en ung brúður hans, Svava Birgis- dóttir, er hjúkrunarfræðingur og starfar á stóru sjúkrahúsi í Norður-Sydney. Hin fagra Sydney Ástralía telur 8 fylki og er þar mannflest Nýja-Suður-Wales, en Sydney er demantur þess með um 3 milljónir íbúa. Borgin er talin ein fegursta hafnarborg í heimi. Byggðin teygir sig frá undirlend- inu upp á nærliggjandi hæðir, inn og út ótal flóa og voga. Fagrar byggingar, umvafðar alls kyns gróðri, gamlar krókóttar götur og breið stræti, almenningsgarðar og íþróttavellir, brýr og bátar; allt blandast saman og skapar um- hverfi, sem í senn heillar og vekur traust. Ef hægt er að lýsa Sydney í einu orði, myndi það orð líklega vera útsýni. Borgin er sem sé gullfalleg og það er alls staðar hægt að kom- ast upp á hæð eða ás og sjá út yfir vog og byggð. Við íslendingar höf- um alltaf verið mikið fyrir það að hafa útsýni, þótt ekki væri nema lófastóran blett á Esjunni. í Sydn- ey fá útsýnisaðdáendur vatn í munninn! Ásgeir byrjaði með að aka okkur upp á nokkrar hæðir og benda á helztu kennileitin. Hann og Jóna eru stolt að sýna hina áströlsku heimaborg sína og þekkja þar nú þegar hvern krók og kima. Daginn eftir gengum við sjálf í bæinn og römbuðum um torg, stræti og garða. Borgin iðar af lífi, en samt virðist hraðinn minni en í Ameríku, og fólkið gefur sér tíma til að vera til. Tvisvar eða þrisvar, þegar við dokuðum við til að kíkja á kortið, gaf sig á tal við okkur fólk og spurði, hvort það gæti að- stoðað okkur. Stórar og glæsilegar verzlanir, bankar, tryggingarfélög, hótel, opinberar skrifstofur og alls kyns önnur fyrirtæki hafa aðsetur í miðbænum. Oft eru jarðhæðir og kjallarar nýju háhýsanna sam- tengd og er þar að finna víðáttu- mikil verzlunarhverfi, eins konar neðanjarðarborg. Hún er tengd kerfi neðanjarðarlesta, sem þjóta út um alla lx>rg og í úthverfin. Það er hægt að eyða mörgum dögum í að skoða Sydney og nágr- enni. Þegar maður er kominn upp á að nota lestirnar, strætis- vagnana og ferjurnar, er leikur einn að komast allra sinna ferða. Að framan var drepið á, hve ánægjulegt það var að ganga um borgina og skrúðgarða hennar. Stærsti garðurinn, Royal Botanic Gardens, hefir að geyma þúsundir trjáa og jurta, allt vísindalega merkt og mjög fræðandi og fallegt fyrir þá, sem áhuga hafa á gróðri. Fjöldi fuglategunda hefir og að- setur í garðinum. Flýgur dagurinn hratt, þegar sprangað er um í þessu dýrðar umhverfi. Óperuhúsið í Sydney, sem frægt er orðið, er ekki aðeins óperuhús heldur listamiðstöð borgarinnar. Það var tekið í notkun 1973, en samkeppni hafði farið fram um heim allan um teikningu hússins. Sigurvegari varð danskur arki- tekt, Jörn Utzon, og eru ekki allir á einu máli um fegurð mannvirk- isins. Okkur fannst byggingin glæsileg og óvenjuleg, eins og kartöfluskálar upp á rönd, og átt- um við þar eftirminnilega kvöld- stund. Efnt var til happdrættis til að fjármagna byggingu óperu- hússins, og hefir kostnaðurinn nú verið að fullu greiddur, en hann var rúmlega 100 milljónir dollara. Mjög myndarlegur dýragarður er í Sydney og heitir hann Tar- onga Zoo. Þangað kemst maður með þvi að taka eina af mörgum ferjum borgarinnar. í garðinum eru dýr, fuglar og fiskar víðs vegar að úr heiminum, en áherzla er lögð á að sýna ástralska dýraríkið. Kengúrur og Koala-dýr eru vin- sælust enda einkennandi fyrir landið. Enginn má heimsækia Sydney án þess að fara í hafnarsiglingu. Siglt er um þessa miklu höfn, inn um allar víkur og voga, en leið- sögumaður útskýrrr og rekur sögu hinna ýmsu staða. Áður var As- geir búinn að aka okkur upp á hæðirnar til þess, að við gætum notið útsýnisins. Nú sáum við hæðirnar frá sjó og var það ekki síður falleg sjón. Margt, margt annað er að sjá í Sydney og nágrenni. Til dæmis er stórfenglegt að þjóta í lyftu á 40 sekúndum upp í hinn nýja Sydn- ey-turn, sem er 305 metra hár og stendur í hjarta borgarinnar. Út- sýni þaðan er frábært. Mörg önn- ur mannvirki eru þarna og má ekki gleyma að nefna margs konar söfn og sýningarskála. Því miður gafst ekki tími til að skoða þau öll. Óperuhúsið í Sydney Séð yfir Sydney fri Darling Point. Sydney-turninn er vinstra megin i myndinni. Brúin milli Sidney og Norður-Sydney. Hún itti 50 ira afmæli í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.