Morgunblaðið - 25.09.1982, Page 17

Morgunblaðið - 25.09.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 17 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SERGE SCHMEMANN STALÍN — Uppljóstrun Pavlik varð til þess að fjöldi manna fór að dæmi hans og af því hlutust fangelsanir milljóna manna. sem lætur hann hafa upplýs- ingar. Rithöfundur í hópi andlófs- manna hefur skýrt frá því að honum hafi nokkrum sinnum verið gert að mæta til yfir- heyrslu á lögreglustöðina til að skýra frá af hverju hann hefði iífsviðurværi sitt. I ljós kom, að einhver hafði kært hann fyrir að lifa án sýnilegra tekna. Fjöldi slíkra kæra kann þó að dragast saman því af og til und- anfarið hafa yfirvöld látið í ljósi óánægju í blöðum með hversu margar nafnlausar kærur eiga við engin rök að styðjast þegar allt kemur til alls. Á síðasta flokksþingi kommúnistaflokks- ins, sem haldið var í febrúar í fyrra, sagði Leonid Brezhnev, að afstaða flokksins til slíkra kæra væri ljós. „Þær eiga ekki að þekkjast í okkar lífi,“ sagði leið- toginn. Fimmtíu ár liðin frá uppljóstrun Pavliks Eftirfarandi grein er rituð af Serge Schmemann, fréttaritara New York Times, og fer hér á eftir í beinni þýðingu: Iár eru fimmtíu ár liðin frá því er 13 ára gamall dreng- ur, Pavlik Morozov að nafni, ljóstraði upp um föður sinn fyrir yfirvöldum í heimabæ sínum og var barinn til dauða af ættingj- um sínum fyrir vikið. Enn þann dag í dag er nafn hans goðsögn og atburðurinn þjóðsaga í litla þorpinu Gerasimovka í Tavda- héraði í Norður-Úralfjöllum. „Nafn hans má aldrei gleym- ast,“ skrifaði Maxim Gorkí, rit- höfundurinn heimskunni. Svo fór að Pavlik varð þjóðhetja kommúnista og ein fyrsta fyrir- myndin, sem höfð var fyrir skólabörnum til eftirbreytni. Honum er gjarnan stillt upp sem píslarvættinum, sem setti hagsmuni ríkisins ofar gam- algróinni tryggð. Hann er hetjan og frumkvöðullinn hvers styttu og skóla, sem heitir í höfuð hon- um, hópar ungra pílagríma koma árlega til að heimsækja. Saga hans hefur verið skráð í ótaldar bækur og tímarit. Stræti í Moskvu er nefnt í höfuð hon- um. Nafn hans er á vörum hópa ungra frumkvöðla, meðlima ungliðahreyfingar kommúnista- flokksins. En með því að ljóstra upp um föður sinn gerðist Pavlik einnig frumkvöðull þeirra ógnana, sem voru megininntakið í ofsóknum Stalíns. Milljónir manna voru sendar nauðugar viljugar í þrælkunarbúðir eða teknar af Íífi, ýmist fyrir afbrot eða upp- lognar sakir gegn ríkinu. Ein sagan frá þessum tíma hermir að kona sem ljóstraði upp um nágranna sína, hafi orð- ið lömuð af hræðslu þegar hún frétti af því að föngum í vinnu- búðunum yrði sleppt þegar Stal- ín lést 1953. Uppljóstranir eru e.t.v. ekki það skelfingarafl, sem þær voru á dögum Stalíns, en venjur og minningar gleymast seint. Þjóð- sagan um Pavlik lifir enn í fjölda Sovétmanna og kemur best í ljós þegar útlendingar finna að þeim er ekki treyst. Orðrómurinn um að einhver ætt- ingjanna kunni e.t.v. að vera „Stukach", uppljóstrari, hefur sín áhrif. Á 50 ára minningarafmælinu um dauða Pavliks var ekki á neinn hátt dregið úr uppljóstrun hans. Fréttamaður einn skrifaði meira að segja, að hann hefði fundið sáran sting fara um sig er hann kom til þorpsins Geras- imovka og las áletrunina „Heim- ili Pavlik Morozov" á einu hús- anna. Það er oft mjög erfitt að draga markalínuna á milli opinberra yfirlýsinga annars vegar og óritskoðaðra upplýsinga hins vegar, í þjóðfélagi sem er jafn gaumgæfilega vaktað og í Sov- étríkjunum. Hvert einasta fyrir- tæki landsins er sagt hafa sína eigin „varðhunda". Auk þeirra eru óteljandi lausráðnir „varðhundar" ellilíf- eyrisþegar sem skýra frá öllu því er grunsamlegt getur talist í nágrenninu, útflytjandinn, sem lofað hefur verið áritun fyrr ef hann aðstoðar yfirvöld við upp- lýsingasöfnun og afbrýðisami verkamaðurinn, sem lýgur sök- um upp á tekjuhærri vinnufé- laga sinn í nafnlausu bréfi til yfirvalda. Þetta stöðuga vantraust verkar stundum sem hemill á að- gerðir, sem kynnu að líta grun- samlega út í augum yfirvalda. Þekkt sovésk ljóðskáld, sem var að segja frá einni af mörgum utanlandsferðum sínum, þagn- aði ýmist eða breytti um um- ræðuefni í hvert sinn, sem þjón- ustustúlkan kom inn í herbergið. Á fámennum fundi mennta- manna, sem allir eru kunningj- ar, er erlendur fréttamaður strax leiddur til hliðar af manni Að því er segir í opinberum tilkynningum frá yfirvöldum var þessum ummælum fagnað með langvinnu lófataki. Þessar við- tökur leiddu einnig til þess að farið var hörðum orðum í blöð- um um þá embættismenn, sem hlustuðu á nafnlausar uppljóstr- anir. Þó var og harðlega gagn- rýnt hversu mildum tökum þess- ir nafnlausu slúðurberar væru teknir, loks þegar upp um þá kæmist. Skýrt var frá því í vikublaðinu Literaturnaya Gazeta að maður, sem ljóstrað hafði upp um njósn- ara á snærum yfirvalda, í meira en 50 bréfum, botnaði hvorki upp né niður í því þegar hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma af stað orðrómi eða koma sér í mjúkinn hjá yfirvöld- um. Hann stóð á því föstum fót- um að hann hefði ekki gert nokkuð af sér, sem refsivert væri. Það má e.t.v. segja sem svo að skiljanlegt sé hjá því fólki, sem alist hefur upp í anda Pavlik Morozov, að rengja réttmæti þess að senda mann í fangelsi fyrir þær sakir einar að veita yf- irvöldum upplýsingar. Hetjudáðin, sem Pavlik drýgði — og varð ódauðlegur fyrir vikið — og kostaði hann um leið lífið var í því fólgin að skýra yfirvöld- um frá því að faðir hans hefði hjálpað sjálfseignarbændunum, kúlökkunum, sem voru ofsóttir af Stalín á síðustu árum þriðja áratugarins og á fyrstu árum þess fjórða á meðan verið var að koma á samyrkjubúskap. Kynslóðir hafa síðan verið aldar upp í ljóma þeirrar ímynd- ar, sem unglingurinn hávaxni í Úralfjöllunum skapaði, þegar hann stóð undir mynd af Lenín í réttarsalnum og sagði: „Ég ákæri föður minn, ekki sem son- ur hans heldur sem frumherji." Skömmu síðar drápu afi Pavl- iks og frændi hans, hann og níu ára bróður hans með löngum hnífum gerðum úr ljám. Þeir voru báðir teknir af lífi af aftökusveit fyrir ódæðið. — SSv. sneri Leikfimi 10 vikna námskeiö hefst mánudag- inn 27. september í Austurbæjar- skóla. VERÐ KR. 600.- Kennt verður mánudaga og fimmtudaga. Kennari verður Jóhanna Ás- mundsdóttir. Innritun og upplýsingar í símum 14087 og 29056. íþróttafélag kvenna FINNST ÞÉR GAMAN AÐ SYNGJA? ÞÁ ER TÆKIFÆRI Karlakórinn Þrestir óskar eftir söngmönnum í allar raddir. Æfingar fara brátt aö hefjast. Þróttmikill söngur — fjölbreytt félagslíf. Hafiö samband viö: Samson, sími 51749, Árna Ómar, sími 51437, Eggert, 50746. Karlakórinn Þrestir Hafnarfirði „Unglingar" 67ára ogeldrí fálíka sinn afslátt 50% afsláttur af öllum fargjöldum í innanlandsflugi á miðvikudögum og laugardögum. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsmanni. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi ** •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.