Morgunblaðið - 25.09.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982
21
Bragi Ásgeirsson
, myndlistarmaður
Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður opnar sýningu: við málverk si« vinkonumar.
„Geng fyrir
bjartsýninni“
SÝNING á verkum Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns,
verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag kl. 15.
Myndirnar, sem gerðar eru í olíu- og akryllitum svo og
blandaðri efnistækni, eru 88 talsins. Mbl. ræddi við Braga
í gær um sýninguna, en hún stendur yfír í þrjár vikur.
Hvenær málaðir þú mynd-
irnar sem þú sýnir nú?
Þær eru langflestar mál-
aðar á þessu ári. Þetta eru
hugmyndir sem ég hef lengi
haft, en vegna kennslu og
skrifta hef ég ekki getað
sinnt þeim fyrr. Og segja má,
að ég hafi unnið sleitulaust
við að mála frá því að ég fékk
starfslaun og Bjartsýnis-
verðlaunin. En í sumar hef
ég gengið fyrir bjartsýninni.
Og það er betra eldsneyti, en
brennivín og kókaín sem
margir listamenn neyta, ef
trúa má bókum. Annars hef-
ur bjartsýnin haft mjög góð
áhrif á mig, ég hef verið af-
slappaður og haft mikla
ánægju af tilverunni.
Hvert sækir þú efnivið í
myndir þínar?
Ég notaði þau hughrif sem
ég hef orðið fyrir í sumar
þegar ég hef horft út um
gluggann á vinnustofu
minni, farið í gönguferðir
eða lesið bækur. Og ég hef
mokað upp úr mér umbúða-
laust.
Hvaða myndefni eru þér
hugleiknust?
Þetta eru hugleiðingar um
jörðina, hafið og himininn.
T.d. er ein myndaröð, 7 verk,
sem öll eru um þetta efni. Og
eru þau í kringlóttu formi.
Einnig lauk ég við eina
mynd fyrir skömmu sem ég
vann á þann hátt að ég tíndi
laufblað í rigningunni á dög-
unum og hélt á því meðan ég
málaði til að fá haustlitina
fram. Þá eru lífið, dauðinn og
ástin mér hugleikin. Og ég
hef sótt nafngiftir sumra
verka minna í mál rithöf-
unda. En ég nota fjölbreytt-
ari liti í málverkum mínum
nú en áður. Ég er þó ekki að
reyna að vera frumlegur eða
koma með eitthvað nýtt. Ef
það er til í manni þá kemur
það fram í verkunum.
Hvað tekur við að sýning-
unni lokinni?
Ég mun halda áfram að
mála af fullum krafti, og
teikna meira og vinna að
grafíkmyndum. Einnig ætla
ég að myndskreyta bók eftir
Matthías Johannessen. Svo
að það er feykinóg af verk-
efnum sem bíða mín. En ég
kemst yfir allt sem ég geri,
enda ætla ég að lifa 200 ár í
viðbót.
Bragi Ásgeirsson. í baksýn
er eitt verka hans á sýning-
unni á Kjarvalsstödum.
Ljósm. KE.
Tónleikar í Bústaðakirkju á sunnudag:
Frumflutningur á verkum
Hafliða Hallgrímssonar
HAFLIÐI llallgrímsson, sellóleikari, og Helga Ingólfsdóttir, semballeik-
ari, halda tónleika í Bústaðakirkju á sunnudag, 26. september.
Á tónleikunum, sem hefjast kl. 17, verða eingöngu flutt tónverk eftir
Hafliða og er um frumflutning þeirra að ræða í Reykjavík.
Fyrsta verkið á efnisskránni er
Strönd, sem er sónata fyrir
sembal. Þá verða flutt íslensku
þjóðlögin Kvölda tekur og Bí bí
og blaka í útsetningu fyrir selló
og sembal.
Eftir hlé leikur Hafliði síðan
einleiksverk fyrir selló sem ber
heitið Solitaire, en það hefur ver-
ið flutt víða um heim. Tónleikun-
um lýkur með þjóðlögunum Ljós-
ið kemur langt og mjótt og Grát-
andi kem ég nú Guð minn til þín.
Blm. Mbl. átti stutt samtal við
þau Hafliða og Helgu í vikunni
um verkin á tónleikunum á
sunnudag og starf þeirra.
Hver er kveikjan að samningu
verksins Strandar?
„Eg fékk hugmyndina að
verkinu, sem er tileinkað Helgu
Ingólfsdóttur, þegar ég kom fyilr
rúmu ári á heimili hennar,
Strönd, sem er yst á Álftanes-
tanga,“ sagði Hafliði. „Húsið
hafði mjög góð áhrif á mig;
gluggar þess vísa til hafs og út-
sýnið er stórkostlegt. Segja má
að ég sé að lýsa þeim hughrifum
í verkinu sem ég varð fyrir í hús-
inu og við að sjá litbrigði hafsins
og strauma á yfirborðinu. Einnig
var mynd á heimili Helgu, sem
ég hafði gefið henni fyrir mörg-
um árum en hafði gleymt, kveikj-
an að einum kafla verksins. En
ég samdi Strönd í ómblíðum stíl
til að hljómar sembalsins nyti
sín betur.
í raun er ég sjálfur kominn á
strönd því að ég hef í hyggju að
fást meira við tónsmíðar en ég
hef gert hingað til. M.ö.o. er nýr
kapítuli að hefjast í starfi rnínu."
„Mér þykir ákaflega vænt um
að Hafliði hafi tileinkað mér
þetta verk,“ sagði Helga. „Einnig
er ég ánægð með að hann skyldi
hafa brúað langt bil, sökum þess
að liðin eru tuttugu ár frá því að
við lékum fyrst saman, en það
var í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Auk þess hefur Hafliði útsett
ýmis þjóðlög fyrir selló og semb-
al og endurnýjar þar með gömul
kynni.“
Hver er ástæða þess að þú
samdir og útsettir þjóðlög, Haf-
liði?
„Þau voru upphaflega samin
og útsett fyrir nemendur og var
tilgangurinn að spanna erfiða
tækni sem flestir ungir sellóleik-
arar þurfa að fást við. í fyrstu
samdi ég sönglögin fyrir selló og
píanó, en síðan endursamdi ég og
útsetti þau fyrir sembal og selló.“
Hvað með verkið Solitaire?
„Það má DBcja því við dagbók
sellóleikara gegnum árin, en þó
hafa margar síður verið rifnar úr
henni. Þetta er eins og kapall
milli mín og verksins. Þrautin
felst í því að láta þennan kapai
Hafliði Hallgrímsson
ganga upp. En verkið hefur tekið
miklum breytingum frá því að
það var frumflutt. í upphafi var
það flókið en hefur með tímanum
orðið einfaldara og skýrara i
formi.“
Hverjar eru framtíðaráætlanir
ykkar í starfi?
„Ég hef mikinn áhuga á því að
taka meiri þátt í íslensku tónlist-
arlífi í framtíðinni," sagði Haf-
liði. „í augnablikinu er ég að
vinna að verki bæði fyrir Pólsku
kammersveitina og þá skosku, en
ég hef verið félagi í henni í fimm
ár.“
Helga Ingólfsdóttir
„Ég mun halda áfram tón-
leikahaldi," sagði Helga. „En sú
breyting verður þó á að ég hyggst
um nokkurt skeið snúa mér ein-
göngu að barokk-tónlist. Sú
ákvörðun á rót sína að rekja til
þess að ég festi kaup á mjög góð-
um sembal í vor, en áður hafði ég
notað heimasmíðað hljóðfæri.
Samfara þessu ætla ég að leika
með tónlistarmönnum sem leika
eingöngu á gömul hljóðfæri, s.s.
blokkflautu og viola de gamba,
því að sembalinn hljómar svo
miklu betur með þeim,“ sagði
Helga að lokum.