Morgunblaðið - 09.10.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 09.10.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 SAAB reynsluekið í Tékkóslóvakíu og Vestur-Þýzkalandi: Lítil benzíneyðsla kom mest á óvart — Meðaleyðsla turbo-bílanna var 10,3—10,5 lítrar á 100 km — Meðaleyðsla 900 CíLi var 9,4 lítrar á 100 km — Meðaleyðsla 99 bílsins var 8,7 lítrar á 100 km Sighvatur Blöndahl Bílaframleiðendur heimsins hafa á liðnum misserum og árum lagt æ þyngri áherzlu á fram- leiðslu eyðslugrannra bíla og hef- ur orðið ótrúlega ágengt í þeim efnum. Á dögunum reynsluók ég hinum ýmsu útfærslum af SAAB 1983-árgerðinni á leiðinni frá Prag í Tékkóslóvakíu til Frank- furt í Vestur-Þýzkalandi, en auk þess að kynna framleiðslu sína af 1983-árgerðinni, lögðu SAAB- menn sérstaka áherzlu á að kynna mönnum hvernig bílarnir koma út í eyðslu. Mjög nákvæmar mæl- ingar voru gerðar á hinum ýmsu bílum á leiðinni og þegar upp var staðið er ekki hægt að segja annað en árangurinn hafi verið ótrúlega góður. LÍTIL MEÐALEYÐSLA Eknir voru um 670 km og höfðu menn til umráða SAAB 900 GLi, SAAB Turbo og SAAB 99. Um var að ræða misjafna vegi, allt frá frekar lélegum vegum í Tékkó- slóvakíu upp í mjög góðar hrað- brautir í Vestur-Þýzkalandi. Þar sem menn skiptust á að aka bílun- um má segja, að útkoman sé nokk- uð marktæk, því auðvitað aka menn með mismunandi aksturs- lagi. Meðaleyðslan á öðrum turbo-bílnum á þessum 670 km var um 10,3 lítrar á hverja 100 km, en um 10,5 lítrar á hinum. Meðal- eyðslan á GLi-bílnum var um 9,4 lítrar á hverja 100 km, en meðal- eyðslan á 99-bílnum var um 8,7 lítrar á hverja 100 km. Það sem kom mér mest á óvart var benzíneyðsla bílanna þegar þeim var ekið síðustu 200 km inn til Frankfurt á góðum hrað- brautum. Sjálfur ók ég SAAB Turbo og ók ég bílnum á 160—200 km hraða á klukkustund mestalla leiðina, auk þess að setja hann í liðlega 220 km hraða á klukku- stund. Eyðslan á þessum gríðar- lega hraða var ekki nema Iiðlega 11,5 lítrar á hverja ekna 100 km. Á þessu sama kafla var SAAB 900 GLi-bílnum ekið á 150—180 km hraða á klukkustund og var eyðsla hans á þessum kafla 9,8 lítrar á hverja 100 km. Loks má geta þess, að SAAB 99-bílnum var ekið á 140—160 km hraða að með- altali á þessum hluta leiðarinnar, en eyðslan á honum var rétt lið- lega 9,2 lítrar á hverja 100 km. Þessi útkoma er óneitanlega mjög SAAB 99 kemur nú með nýju grilli, sem er til bóta. Mælaborðið í SAAB Turbo er mjög vel hannað. góð, enda hafa sérfræðingar verk- smiðjanna lagt í það gríðarlega vinnu á undanförnum árum, að gera bílana sem allra sparneytn- asta. Það má reyndar skjóta því inn, að á síðasta ári var sett ný vél í 99-bílinn, sem talin er vera 10—15% eyðslugrennri en sú eldri. BREYTINGAR Á 1983-ÁRGERÐINNI Áður en lengra er haldið er rétt að líta aðeins á þær breytingar, sem verða á 1983-árgerðinni frá SAAB. Ekki er um neinar rót- tækar breytingar að ræða. Allir bílarnir eru nú framleiddir með nýjum svokölluðum asbest- bremsum, sem gera það að verk- um, að klossar eiga að endast um þrisvar sinnum lengur en ella. Turbo-bílarnir eru nú fáanlegir á öllum mörkuðum með hið svokall- aða APC-kerfi, sem gerir það að verkum, að hægt er að aka bílnum á öllum tegundum benzíns, burt- séð frá því hver oktantalan er, auk þess sem kerfið á að tryggja um 8% minni benzíneyðslu. SABB 99 kemur nú með nýju grilli, sem er til bóta, auk þess sem hann er nú fáanlegur á öllum Evrópu- mörkuðum með 5 gíra kassa og á sérstökum P8-dekkjum, sem gera það að verkum, að hann eyðir minna benzíni en ella. Sömu sögu er að segja af SAAB 900 GLs og GLi. Þá hefur stillimöguleikum bílstjórasætisins verið fjölgað, sem er til bóta. Loks má geta þess, að meira úrval er nú af litum og áklæðum í bílana. SAAB Turbo Innréttin? 900-bílanna er mjög vönduð og sætin einnig. Erik Carlsson, rallkappinn kunni, sem starfar í kynningardeild SAAB, fyllir hér i einn turbo-inn i leiðinni fri Prag til Frankfurt. Bílar SAAB 900 GLi: Tekur vel við sér með beinni innspýtingu SAAB 900 GLi svipar í raun mjög til turbo-bílsins, þar sem þeir eru í raun með sömu yfir- byggingu. Það þarf því ekki að fjölyrða svo mjög um útlit bíls- ins, en hægt er að velja um þriggja, fjögurra og fimm dyra bíl. Ekki er um neina meirihátt- ar breytingu að ræða á bílnum frá fyrri árgerð. Sömuleiðis er innrétting bíls- ins um margt svipuð, þó eilítið meiri íburð sé að sjálfsögðu að finna í turbo-bílnum. Sætin eru þau sömu, en nefna má að rúðu- upphalarar eru handvirkir í GLi-bílnum, en rafdrifnir í turbo. GLi-bílIinn er knúinn 118 DIN hestafla, fjögurra strokka vél, sem er með beinni innspýtingu, sem virkar mjög vel. Það er til- tölulega erfitt að bera GLi-bíl- inn saman við turbo-inn, þar sem sá síðarnefndi er slíkur yfir- burðabíll. Hins vegar virkar GLi-bíllinn alveg ágætlega og beina innspýtingin gerir það m.a. að verkum, að hann tekur ágætlega við sér, reyndar mun betur en GL- og GLs-bílarnir. Þess má geta, að GLi-bílamir komu í fyrsta sinn hingað til lands á dögunum. Um aksturseiginleika bílsins er það að segja, að þeir eru góðir. Hann liggur vel á miklum hraða og fjöðrunin er ágæt, þótt hún sé ekki eins stíf og í turbo-bílnum, sem í sjálfu sér er kostur hér á landi, þar sem vegir eru ekki betri en raun ber vitni. Annars má vísa til skrifa, sem birtust hér í blaðinu á dögunum um reynsluakstur bílsins hér á landi. Vió vegi í Tékkóslóvakíu er víða að finna skilti sem þetta, en vió þau geta ökumenn stillt Ijós bifreióa sinna. Það var aó vísu ekki neina stillingu fyrir SAAB-inn aó fínna. Við bílinn stendur Ole Wallén frá kynningardeild SAAB, sem var siglingafræóingur undirritaðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.